Vísir - 03.01.1962, Side 7

Vísir - 03.01.1962, Side 7
Miðvikudagur 3. janúar 1962 V t S I R 7 Gunnar Thoroddsen: Mörg eru merki þess, að viðreisnin gangi vel og sé að ná sér eftir þá atlögu, sem að henni var gerð á liðnu sumri. Meðal annarra votta þess eru gjaldeyrisstaðan, spari- féð og hagur ríkissjóðs. Gjaldeyrisvarasjóður að skapast. Gjaldeyrisskorturinn og hallinn á viðskiptunum við útlönd var ein aðalorsök þeirra víðtæku efnahagsað- gerða, sem ráðizt var í fyrir tveim árum. Viðreisnin mið- aði að jafnvægi í gjaldeyris- málum, en það er frumskil- yrði fyrir heilbrigðu atvinnu- og fjármálalífi, frjálsri verzl- un og stórfelldum verklegum framkvæmdum til heilla landi og lýð. Nú hefur skipt mjög um til betra horfs. Þegar stjórnin tók til starfa fyrir röskum tveim ár um, var hrein gjaldeyris- skuld íslenzku bankanna um 150 miUjónir króna, miðað við núverandi gengi. Tölur liggja ekki ennþá fyrir um gjaldeyrisstöðuna markaðstregðu, þegar slikt ástand eða atburði ber að höndum. Gjaldeyris-varasjóð- ur skapar landinu einnig lánstraust, en án þess má ekki vera við uppbyggingu atvinnuvega og nýtingu auð- (vjaldejrir nú um áramót. En í lok nóv- embermánaðar 1961 var í stað skuldar komin hrein gjaldeyriseign, er nam 394 milljónum króna. Þessi ánægjulegu umskipti, þessi ótvíræði bati, hafa gert Seðlabankanum kleift að endurgreiða nú fyrir ára- mótin 86 milljónir króna, af því yfirdráttarláni, sem tek- ið var hjá Evrópusjóðnum í upphafi efnahagsaðgerðanna í því skyni að greiða lausar gjaldeyrisskuldir og gefa verzlunina frjálsari en fyrr. Nú stefnir óðfluga að því marki, að ísland eignist gild- an gjaldeyris-varasjóð. Slík- ur varasjóður er nauðsyn íslendingum sem öðrum þjóðum, til þess að mæta áföllum vegna aflabrests eða einstaklinga. Lánastarfsemi til íbúðabygginga, atvinnu- rekstrar og hvers konar framkvæmda kemst ekki í gott horf, nema sparifjár- stofnun sé mikil og almenn. Árið 1960 jókst sparifé landsmanna um röskar 350 milljónir. í nóvemberlok 1961 var aukningin á því ári orðin 363 milljónir. Er því sýnilegt, að sparifjáraukning hefur orðið stórum meiri allt linda, eins og ætlað er og árið 1961 en áður hefur fyrirhugað með fram- kvæmdaáætlun næstu ára. Nú eru það nær fjögur liundruð milljónir, sem við eigum í gjaldeyris-varasjóði. þekkzt. Tekjuafgangur hjá ríkissjóði. Hallalaus ríkisbúskapur er sparifé Sú fjárhæð þyrfti að tvöfald- ast áður langt líður. Sparifé eykst. Söfnun sparifjár er undir- mikilvægur þáttur í efna- hagsaðgerðunum. Á árinu 1960 varð, þrátt fyrir mikla óvissu um þróun ríkisfjármála, er fjárlög voru staða velmegunar þjóðar og sett, nokkur greiðsluafgang- ur. Það er nú þegar ljóst, að tekjuafgangur varð einn- ig hjá ríkissjóði á liðnu ári. Enn liggur ekki fyrir, hversu mikill, en nokkru meiri verð- ur hann en 1960. I rúman hálfan annan áratug hefur ríkissjóður staðið í skuld á viðskipta- reikningi sínum í Seðla- bankanum um hver ára- mót. I árslok 1960 nam sú skuld 28 milljónum króna samkvæmt ríkisreikningi, En í árslok 1961 átti ríkis- sjóður inneign, í fyrsta sinn um áramót síðan árið 1945. Var inneignin í Seðlabankanum nú 39 milljónir króna. Lausaskuldir ríkissjóðs námu í lok ársins 1960 fjörutíu og þrem milljón- um króna. Við lokun rík- isreiknings fyrir árið 1961 munu allar lausaskuldir ríkissjóðs hafa verið greiddar að fullu. ríki §; éHitr Land-Rover kynntur. FYRIR jólin komu hingað til landsins allmargir Land Rover- bílar, hin fyrsta stórsending þessara bíla eftir að bílainn- flutningurinn var gefinn frjáls. Um leið og þetta gerðist kom til umboðs bílanna hér, Heklu h.f., fulltrúi frá verksmiðjun- um til þess að kynna sér reynslu manna af bílunum, og til þess sjálfur að öðlast nokkra þekk- ingu af þeim kröfum og óskum sem gerðar eru á hendur bílun- um hér. Lauk þessari heimsókn fulltrúans sem heitir George Coe, með því að forráðamenn Heklu kynntu hann fyrir blaða- mönnum. Síðan bauð hann þeim í mjög óvanalega ökuferð hér 1 útjaðri bæjarins, svona til þess að sýna þeim getu hins brezka Rovers. Var ekið upp í gamlar malargryfjur fyrir austan gamla golfvöllinn við Öskju- hlíðina. Þar var jeppanum ek- ið upp og niður snarbrattar malarskriður, og þótti mönn- um nóg um hve bíllinn ýmist reisti sig eða stakk sér beint niður, án þess, að því er virt- ist, væri nokkuð teflt um of. Einn af starfsmönnum umboðs- ins lék þessar sömu listir og Coe, á þessari óvenjulegu bílabraut sem líklega eng- inn blaðamannanna vissi að til væri í bænum. Svo mikinn hliðarhalla þoldi bíllinn, að furðu sætir. Var þessi ökuför öll hin eftirminnilegasta. Coe ræddi síðan við blaða- menn um verksmiðjurnar sem bílana framleiða, en þeir eru eftirstríðs-framleiðsla, um ýmsa erfiðleika sem á því hafa verið hér á landi að gera út bíl, m. a. vegna varahlutavandræða. Allt stendur þetta til bóta hér hjá Heklu, sagði Coe, enda fer ekki hjá því, þegar þess er gætt að í september hafa verið pantaðir hjá verksmiðjunum héðan frá umboðinu 150 bílar. Við vitum að fleiri munu koma í kjölfar I {')<<’. >*■ ! I' i • J r 1 J l < þessara bíla, því Land Rover hentar vel fyrir íslenzka stað- hætti og hér er mikill áhugi fyrir diesel-Land Rovernum, enda eru allir þeir 30 bílar sem nú komu, af dieselgerðinni. Ég veit að það mun gleðja hús- bændur mína heima í Bretlandi, að heyra það, að margir „gaml- ir“ Land Rovereigendur eru á meðal þeirra er nú fá sér nýj- an bíl. Ég vona að hann reyn- ist þeim eins vel og jafnvel bet- ur en sá gamli. Óneitanlega er húsið á þeim betra, en á eldri gerðinni, svo nokkuð sé nefnt. Einnig hafa verið gerðar á þeim margar aðrar breytingar sem veigamiklar eru að okkar dómi. Forráðamenn Heklu skýrðu frá því, að 12 ár væru liðin frá því fyrstu Land Rover-jepp- arnir komu til landsins. Eftir að bílainnflutningurinn var gefinn frjáls hefur áhuginn fyrir bílunum vaxið gífurlega og horfur á því að mikill fjöldi bíla verði fluttur inn þegar á næsta vori. Samgöngur nyrðra hafa stórhatnað. Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. Hlýviðri er nú norðanlands, 7 stiga hiti í gær og 3 stig í morgun. Snjór hefur sjatnað til muna og allir vegir um Eyjafjörð færir orðnir og auk þess víða um Þingeyjarsýslu. Meðal annars er fært orðið um Dalsmynni til Húsavíkur, en sú leið var ófær um jólin. Þá er og fært stærstu bílum yf- ir til Mývatnssveitar. Norður- leiðabíll kom frá Reykjavík í gærkvöldi og sagði færi gott. Hann fór suður aftur í morgun. Miklar flugsamgöngur eru um þessar mundir við Akur- eyri. í gær komu 3 flugvélar og í dag er von á 4 flugvélum til að sækja 120 farþega sem bíða fars suður, mest skólafólk og vertíðarfólk. Gamlárskvöld var einkar ró- legt á Akureyri og lögreglan þurfti lítil afskipti að hafa af fólki á almannafæri, enda var ölvun með minnsta móti. Sext- án brennur voru leyfðar í út- hverfum bæjarins og sótti þang- að margt fólk. Þá voru ára- mótadansleikir í 5 samkomu- húsum um kvöldið. Fyrir utan þetta var fátt um fólk á götum bæjarins. Engin slys eða óhöpp hentu, hvorki af sprengjum né völdum umferðar. Bandaríkjastjórn beitir áhrifum sínum til þess að stjórn Hollands og stjóm Indónesíu ræðist við um ágreininginn út af liollenzku Nýju Guineu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.