Vísir - 03.01.1962, Síða 12

Vísir - 03.01.1962, Síða 12
VISIR Miðvikudagur 3. janúar 1962 Samningaumleitanir prins- anna þriggja í Laos strönd- uðu á því, að Boun Pum krafðist þess, að menn úr hans flokki færu með em- bætti landvarna og innan- ríkismála. ®y ltiogin máítvana, Portúgalsstjórn kveðst hafa sannanir fyrir því, að kommún- istar hafi staðið að baki bylt- ingartilraunarinnar í landinu. Fimm liðsforingjum hefur ver- ið vísað úr liernum og verða þeir leiddir fyrir rétt, en hlut- Ljóðskáld hlutu styrkinn. Daginn fyrir gamlársdag var veitt hin árlega styrk- veiting úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Fór styrk- veitingin fram við athöfn í Þjóðminjasafninu og til- kynnti dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður um veit- inguna, en hann er formaður sjóðsstjórnar. Að þessu sinni fengu styrk- inn þeir Jón úr Vör og Matt- hías Jóhannessen fyrir ljóða- gerð sína. Hlutu þeir hvor 15 þús. krónur. Síðan sjóðurinn var stofn- aður árið 1956 hafa alls átta skáld og rithöfundar hlotið styrk úr sjóðnum. j deild þeirra og fleiri liðsfor- ingja í samsœrinu er til rann- sóknar. — Portúgalsstjórn seg- ( ir ennfremur, að hún hafi sann- ’ anir fyrir, að byltingartilraun- in hafi verið einn liður áœtlun- ar kommúnista um að koma stjórninni frá og hrifsa til sín völdin. Þvi er haldið fram af mönnr um, sem hafa kynnt sér sér- staklega málefni Portúgals, að i þessi tilraun hafi verið svo mátt vaná, að varla sé hægt að tala um hana sem iyltingartilraun, en hún sé engu ómikilvœgari fyrir það, þar sem hún sé gerð til þess að leiða athygli alls heimsins að einrœðisstjórn- inni í Portúgal, alveg eins og taka hafskipsins Santa Maria átti sér stað í sama skyni, — til þess að gera Portúgalsstjórn ertfitt fyrir, er henni kemur verst. Nú hafi stundin verið valin, er Portúgalsmenn voru hraktir frá Goa. Einn þessara sérfræðinga hef- ur komízt þannig að orði, að stjórnarandstaðan viti vel, að vonlaus sé árangur byltingar, meðan dr. Salazar hafi sömu tök á hernum og nú, — um þessi tök verði að losa hægt og hægt, og sannfæra menn um það í Portúgal, að stjórn hans sé ekki lengur starfhæf sem nú- tíma stjórn. Það er ekkert spaug að aka hratt, þegar aðstæður til aksturs eru hættulegar, svo sem vegna bleytu á vegum, og þessi mynd er gott dæmi þess. Hér sér maður helming Jaguar-bifreiðar, sem ekið var með 70 mílna hraða á blautum vegi í Englandi. Á ínóti kom bifreið, sem einnig var ekið með 70 mílna hraða, svo að samanlagður hraði bifreiðanna varð sem svarar 225 km. Ekillinn á Jaguarnum missti stjórn á bifreið sinni, svo að hún skall með hliðina framan á hinni og hrökk í tvennt. Endinn lauk sinni för 40 metra frá framhlutanum. Hættan við að aka á blautum vegum, sem eru steyptir eða malbikaðir, er sú, að þegar hraðinn er kominn yfir visst mark, renna hjólin ekki lengur á sjálfri akbrautinni heldur á örþunnu bleytulagi, og má þá ekkert út af bera, til þcss að bíllinn verði ekki stjórnlaus. — Slysið, sem hér er sagt frá, varð tveim mönnum að bana, ökumönnum beggja bifreiða. Djörf tilraun sænsks vísindamanns. Bandaríska vikuritið Time skýrir í síðasta hefti frá þeirri athyglisverðu tilraun, sem ver- ið er að framkvæma í Svíþjóð að bólusetja fólk gegn krabba- meini. Time segir að tilraun sænska vísindamannsins Bertils Björk- lunds sé djörf. Með Iienni sé reynt að stytta Ieiðina til árang- urs en deilt sé á Björklund fyr- INDONESAR HEIMTA ALLT EÐA EKKERT. Utanríkisráðhei*ra Indones- líu, Subandrio, hafnaði í gær 'tilboði hollenzku ríkisstjórnar- ' innar varðandi áamkomulags- umleitanir um framtíð hol- lenzku Nýju Guineu. Við til- boð Hollendinga voru allmiklar vonir bundnar um friðsamlcga Yfir 2000 árekstrar ENDANLEGAR tölur um bilaárekstra og önnur slys í umferðinni hér í Reykjavík, sem rannsóknarlögreglan hefur komið nærri, liggja ekki fyrir með öruggri vissu ennþá, en telja má fullvíst, að hún losi 2000. lausn deilunnar, cn Banda- ríkjastjórn hefur að undan- förnu reynt að miðla málum. Aðsins fullur : yf irráðaréttur. i Subandrio kvað svo að orði í gær, að Indónesíustjórn gæti ;ekki fallist á neinar viðræður, inema fyrirfram væri fallist á fullan yfirráðarétt Indónesíu í Vestur-Irian, sem Indónesar nú nefna hinn hollenzka hluta landsins. Ástralir ófólegir. Þykir nú heldur hafa syrt í álinn aftur. Ástralíustjórn fylgist nákvæmlega með öllu sem gerist, en Ástralía fer með umboðsstjórn á austurhluta eyjarinnar sem kunnugt er. Leiðtogi stjórnarandstöðunn- í Ástralíu sagði í gær, að Framh. á 2. síðu ar Sukarno forseti flutti einnig ræðu í gær og kvað Hollands- stjórn sýna mikla þrákelkni. Hefði hún sent herskip, flug- vélar og lið til landsins. Kvaðst hann mundu beita valdi gegn valdi og lýsti yfir, að Hollenzka Nýja Guinea væri fylki í Indó- nesíu. Með tunnu- farm heim. í MORGUN kom togarinn Freyr úr utanlandssiglingu, en hann seldi síldarfarm skömmu eftir jólin í Bremer- haven fyrir um 150.000 þýzk mörk. Á heimleið kom tog- arinn við í Hapgasundi og tók þar um 12000 tómar síld- artunnur. Fer nær helming- ur farmsins hingað til Rvík- ur, en hitt suður til Kefla- víkur. Bertil Björklund bólusetur sjálfan sig. I ir það, að hann hafi ekki nægi- j lega undirbúið slíka tilraun. Aðferð Björklund^. í fréttinni er sagt frá aðferð Björklunds. Hún er í því fólg- in að taka vef sýktan krabba- mejni, hluta hann niður í smá- ágnir og leggja undir útfjólu- I bláa geisla til áð drepa allar i veirur í honum. Hefur Björk- I lund og aðstoðarmenn hans síð- an gert tilraunir með að sprauta þessu efni inn í tilraunadýr og eru nú að hefjá innsprautun í lifandi fólk. Styrkur frá Bandaríkjunum. Þá er frá því skýrt að Björk- lund hafi fengið styrk sem nemur nær 5 millj. ísl. króna frá Bandaríkjunum. Sumir vís- indamenn telja að hættur geti verið fólgnar í tilraun þessari. Time telur að ekki séu miklar líkur fyrir að árangur náist en hér sé um svo mikið stórmál ! að ræða, að reyna verði allar Ileiðir. Spilakvöld Sjálf- stæðismanna í kvöld. í kvöld halda Sjálfstæðis- I félögin í Reykjavík áramóta- spilakvöld. Fer það fram í tveimur veitingahúsum við AusturvöII, Sjálfstæðishúsinu og Hótel Borg. Hefst spila- kvöldið kl. 20,30. Góð verðlaun verða veitt í félagsvistinni á báðum stöðunum. I Sjálfstæð- ishúsinu mun Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra flytja ávarp, en Birgir Kjaran alþm. mun ávarpa gesti á Hótel Borg. Happdrætti verður haldið og Árni Tryggvason syhgur gam- anvísur. Þá verður stiginn dans. Er ekki að efa að þetta spila- kvöld verður fjölmennt að vanda.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.