Vísir - 10.01.1962, Blaðsíða 2
2
V I S I R
mdllxm
Miðvikudagur 10. janúar 1962
Eru Mariiyn og Frank Sinatra
Sterkur orðrómur hefir
komið upp með það í HoIIy-
wood, að Marilyn Monroe
og Frank Sinatra séu nú
orðin kærustupar og ætli að
ganga í hjónaband innan
skamms.
Blaðamenn hafa spurt
Marilyn hreint út, hvort
þcssi orðrómur sé réttur.
Hún hefir þá svarað: — Nei,
við erum aðeins vinir.
En þetta er gamalt svar
hjá Marilyn, hún svaraði
blaðamönnum nákvæmlega
eins viku áður en hún gift-
ist boltaleikskappanum Joe
di Maggio og viku áður en
hún giftist Arthur MiIIer.
þau eru bæði heimsfræg —
Marilyn og Frank. Enn.
er mönnum í fersku minni
allur sá harmleikur, þegar
Marilyn og leikritahöfundur-
inn Arthur Miller skildu.
Það var sagt að orsök þess
væri hinn fr'anski kvik-
myndaleikari Yves Mon-
tand, sem Marilyn væri
orðin ástfangin í, en þegar
til kom vildi hann ekkert
hafa með hana að gera og
flaug heim til konu sinnar
og barna í Frakklandi.
Allur þessi margbrotni
harmleikur skapaðist kring-
um kvikmyndina „The Mis-
fits“ en það þýðir, þau sem
„passa ekki saman",
Arthur Miller hinn frægi
leikritahöfundur hafði samið
handritið að kvikmyndinni
fyrir konu sína, en í mynd-
inni léku þau Marilyn, hinn
aldurhnigni ástarleikari
Clark Gable og franski kvik-
myndaleikarinn og söngvar-
inn Yves Montand, Auk
þess var Arthur Miller eigin-
maður Marilyn viðstaddur
til að fylgjast með upptök-
unni og breyta handritinu,
ef á þyrfti að halda. Mynda-
takan fór fram í eyðimörk-
inni í Arizona.
Það má vissulega segja,
að ekkert af þessu fólki hafi
„passað saman'.
★
pyrst skulum við taka þau
hjónin Marilyn og Art-
hur. Sambúð þeirra var
mjög slæm. Hjónaband
þeirra var að leysast upp.
Starfsmaður við upptökuna
hefir sagt: Sambúð þeirra
var öll Arthurs Millers meg-
in. Það var hræðilegt hvern-
ig hún gat komið fram við
Arthur, — eins og norn,
hvernig hún gat leikið þenn-
an mann, sem er fremsti rit-
höfundur okkar.
Einu sinni kom Arthur að
Marilyn, þar sem hún var
öll í uppnámi, skjálfandi og
grátandi. Arthur skundaði til
hennar og svipur hans ^lýsti
blíðu og huggun. Hann lagði
hönd á skjálfandi herðar
henni og mælti hughreyst-
ingarorðum til hennar. Þá
kipptist hún við eins og
naðra og vatt sér illskulega
frá honum, andlit hennar af-
myndaðist og hún æpti æð-
islega: — Snertu mig ekki,
farðu burt, snertu mig ekki.
Arthur hrökk frá henni,
horfði ráðþrota á hana, sneri
sér svo undan og lagði af
stað í eina af sínum mörgu
einmanalegu gönguferðum
um nágrennið.
Clark Gable stóð þar
skammt frá, andlit hans
endurspeglaði hrylling allra
viðstaddra. Hann sneri einn-
ig á burt frá Marilyn, þoldi
þetta ekki lengur.
★
gambúð þeirra aðalleikar-
anna, Marilyn og Clark
Gable var heldur ekki sér-
lega góð. Marilyn var enn
ung og í fullu fjöri, Clark
kominn yfir sextugt og varla
fær um það lengur að berj-
ast við slíkt tígrisdýr sem
Marilyn er, full af kvenleg-
um yndisþokka og ástríðum.
Margir þeir senj^J^nnug-
astir eru og vioétac|dir voru
kvikmyndaupptöku á „The
Misfits“ segja að Marilyn
hafi átt sök á dauða
Clark Gables. Hann var
hjartveikur maður og þoldi
ekki heitar ástríður. Hann
dó af of háum blóðþrýstingi
og hjartabilun.
1 Og e. t. v. var hinn franski
kvikmyndaleikari Yves Mon-
tand illi andinn í þessu öllu.
Hann kom inn í spilið sem
franskur heillandi ástmög-
Mig langar til að faðma þig, sÖng Frank Sinatra með djúpri
tilfinningu og þrá.
þessi, sem var giftur Marilyn
fyrir sex árum er enn fullur
elsku og þrár til hennar.
Hann var enn boðinn og bú-
inn að gera allt fyrir hana,
ekki sízt að giftast henpi,
segir: „a&eins vinir
en kunnugir segja að jrau
séu ánetjuð ástinni.
Frank Sinatra hefur reynzt ómögulegur eiginmaður.
ur. En þegar til kom vildi
hann aðeins eiga sína konu
heima í Frakklandi.
Allt fekk þetta ákaflega á
Marilyn. Taugar hennar fóru
algerlega úr lagi þegar hún
skildi við Arthur Miller.
Hún leitaði taugalækna og
sálfræðinga og lá tvo mán-
uði á taugaveiklunar-sjúkra-
húsi.
★
þegar hún loksins kom út
af sjúkrahúsinu tók
fyrri eiginmaður hennar,
kappinn Joe di Maggio á
móti henni og var henni
mjög góður. Það er enginn
vafi á því að boltakappi
enda kom sá orðrómur nú
upp. En ekkert er víst fjær
Marilyn en að giftast hin-
um munnvíða og heimsku-
lega boltakappa.
Hún stakk af frá honum
og vestur til Hollywood og
síðan hófst hið mikla ástar-
ævintýri hennar með Frank
Sinatra. Þau hafa hegðað
sér svo á almannafæri síð-
ustu mánuði, að enginn vafi
er talinn geta á því leikið,
að þau séu ástfangin. Hitt
veðja menn svo aftur um,
hvort nokkur alvara verði í
því. Bæði virðast þaú vera
all laus á kostunum og mörg
hjónabönd þeirra beggja
hafa farið út um þúfur vegna
skapofsa þeirra og sjálfs-
elsku.
í fyrstu ætluðu menn
varla að trúa því að þau
væru farin að vera saman
Marilyn og Frank, því að þau
hafa verið hatursmenn.
'pyrr á árum voru þau góðir
kunningjar, en eftir að-
förina frægu fyrir sex árum
hefir Marilyn hatað Frank.
Þetta var um það leyti sem
hjónaband Marilyn og Joe
Maggio boltakappa var að
leysast upp, Þá var það eitt
kvöld, sem Joe Maggio fekk
engan annan en Frank Sin-
atra til að koma með sér í
leit að skírlífisbroti Mari-
lynar. Grunaði Joe að hún
væri að næturlagi með karl-
manni er bjó í vissri íbúð-
arblokk.
Þangað komu þeir Joe og
Frank að næturlagi, brutust
inn, en þeir lentu í rangri
íbúð hjá heiðarlegri ekkju,
sem varð skelfingu lostin við
Framhald á bls. 10.