Vísir - 10.01.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 10.01.1962, Blaðsíða 9
V í S I R 9 Miðvikudagur 10. janúar 1962 Þær fréttir, að ríkissjóður hafi komizt allvel af á liðnu ári, hafa að vonum vakið gleði hjá góðu fólki. Um þessi fyrstu áramót í sextán ár átti ríkissjóður inneign á viðskiptareikningi sínum í Seðlabankanum og lausa- skuldir ríkissjóðs allar greiddar, en þær námu fjörutíu og þrem milljónum fyrir ári. Undarlegar undirtektir. En hjá málsvörum og mál- gögnum stjórnarandstöðunn- ar hafa undirtektir orðið harla undirlegar. í stað þess að gleðjast yfir góðum tíð- indum eins og sönnum föð- urlandsvinum sæmir, hafa þeir allt á hornum sér. „Ríkissjóður farinn að safna fé í Seðlabankanum!“ segir Tíminn. Hvílík hneisa, að hans dómi, að ríkissjóður skuli leyfa sér að vera ekki' alltaf skuldum vafinn. Hin góða afkoma stafi af því, að ríkisstjórnin hafi rænt 120—140 milljónum af sjó- mönnum og útgerðarmönn- um, hirt allan gengishagn- aðinn í ríkissjóð, — og nú hælist hún yfir ránsfengn- um. Allhressilega er nú stað- reyndum umturnað, þegar slíkar falsmyndir eru dregn- Hver á gengisgrdðann? Grein Gunnars Thoroddsen, íjérmálaráðherra. ar upp. Hér skal málið skýrt _ eins og það liggur fyrir í raun og veru. Gengisgróði af vörubirgðum. Þegar genginu var breytt, 4. ágúst, var til í landinu mikið magn af íslenzkum afurðum, tilbúnum til út- flutnings. Þær voru að mestu framleiddar við því kaupgjaldi og verðlagi, sem hér gilti áður en hækkanir urðu. Þegar þessar vöru- birgðir voru seldar og flutt- ar úr landi, fengust fyrir þær 13% fleiri íslenzkar krónur en áður, vegna geng- isbreytingarinnar. Áætlað er, að þessi gengisgróði nemi um 140 milljónum króna, þegar allar birgðirn- ar hafa verið seldar og greiddar. Falla um 80 millj. til greiðslu árið 1961, en af- gangurinn 1962. Hver á gengisgróðann? Hver á þennan gengishagn- að? Ef engin lagaákvæði hefðu Gunnar Thoroddsen. verið sett um ráðstöfun hans, hefðu þeir aðiljar, sem voru eigendur útflutningsvara 4. ágúst, fengið þessa fúlgu. í mörgum tilfellum var það tilviljun háð, hver orðinn var löglegur eigandi útflutn- ingsvöru 4. ágúst. Sjaldan munu það hafa verið sjó- menn. Stundum útgerðar- menn, frystihús, síldar- verksmiðjur, stundum útflutningsfyrirtæki, sem ýmist eru sölusamtök, hluta- félög eða einstaklingar. Hefði sú regla verið látin ráða, að sá, sem var eigandi vörunnar 4. ágúst, hefði átt að eignast gengisgróðann af þeirri vöru, hefði það valdið réttlátri gagnrýni. Vörurnar voru að mestu framleiddar með eldra kaup- gjaldi og kostnaði. Oft hefðu það ekki verið framleiðendur, sem hagn- aðinn hlutu, heldur útflytj- endur. Misrétti hefði orðið milli framleiðenda innbyrðis. Einn var nýbúinn að selja framleiðsluna við gamla genginu. Annar seldi fám dögum seinna og fekk 13% hærra verð, þótt vara beggja væri framleidd á sama tíma og framleiðslukostnað- ur sá sami. Ef ríkisstjórnin hefði látið það afskiptalaust hvert þessi gengishagnaður rynni, myndi ýmsum aðiljum hafa fallið í skaut gróði að ástæðulausu, og misrétti og ójöfnuður skapazt milli manna Að öllu þessu athuguðu þótti ríkisstjórninni rétt að ráðstafa gengisgróðanum .þannig, að hann kæmi at- vinnuvegunum, fyrst og fremst útgerðinni, að góðu gagni. Áföll vegna ábyrgða. Nú standa sakir svo, að mörg atvinnufyrirtæki, sem fengið hafa lán með ríkisábyrgð, hafa ekki getað staðið í skilum, og ríkissjóð- ur orðið að leggja út stóré vegna þeirra. Þessar upp- hæðir námu árið 1960 um 50 miiljónum og 1961 nærri 80 milljónum króna. Hér er ekki um að ræða ábyrgðir, sem núverandi stjórn hefir veitt, heldur ríkisábyrgðir veittar af fyrri ríkisstjórnum. Þessar ábyrgðir eru vegna kaupa og smíði á togurum, bátum, fiskvinnslustöðvum og fjölda annarra fyrirtækja. Stjórnin ákvað að ráðstafa meginhluta gengishagnaðar- ins á þann veg í þágu at- vinnuveganna, að hann rynni til þess að greiða áfállnar ábyrgðarskuldir vegna þeirra. Gengishagnaðurinn renn- ur alls ekki til almennra þarfa ríkissjóðs. Kemur það gkýrt fram í lögunum, þótt málgögnum stjórnarandstæð- inga hafi láðst að geta þess. l±6Ui'< Mœkkanir á fisktoll- um í Vestur -itýskalandi HvaSa áhrif hafa hin- ar nýju tollahækkanir í Vestur-Þýzkalandi á sölu íslenzks fisks þar í landi? I hverju eru tollabreytingarnar fólgn- ar? Þessum spurningum velta menn mjög fyrir sér þessa dagana og því hefur Vísir aflað sér upplýsinga um mál- ið. ísfiskur. Fram til 1. janúar 1962 var ísfislcur tollfrjáls í Vest- ur-Þýzkalandi síðari hluta árs, frá 1. sept.—31. des. Fyrri hluta ársins var 10% tollur á ísfiski. Efnahags- bandalagið . hefur aftur á móti ákveðið að cndanlegur tollur á ísfiski í öllum lönd- um þess skuli vera 15%. Um áramótin tók fyrsta stig tollahækkananna af þrem- ur gildi. Þýðir það að tollur á ís- fiski í V-Þýzkalandi verður 11.5% frá 1. janúar—1. ág. næstu árin, en aðeins 4.5% frá 1. ágúst—31. des. Þess má geta að Vestur- Þýzkaland hefur sótt um svokallaða tollkvóta til fram kvæmdarstjórnar Efnahags- bandalagsins í Brussel. Eru slíkir tollkvótar veittir ríkj- um innan bandalagsins, ef þau eru ekki sjálfum sér nóg um einhverjar vörutegundir, Munu Þjóðverjar hyggja á tollfrjálsan eða tolllágan innflutning ísfisks, ef kvót- inn verður veittur. Ef Norð- menn og Svíar koma í Efna- hagsbandalagið munu Þjóð- verjar hins vegar væntanlega ekki Ieyfa kvótainnflutning, þar sem nægur fiskur verður þá á boðstólum innan banda- lagsins. Varðandi ísfiskinn var að- eins um eina undantekningu að ræða frá fyrrgreindum tolli í V-Þýzkalandi. Það var ufsinn. Var hann tollfrjáls til 1. febr. ár hvert, en ekki aðeins til áramóta. Nú er hann tollaður um 4.5% til 1. febrúar. ísuð síld. Á ísaðri síld var enginn tollur í V-Þýzkalandi fram til síðustu áramóta. Hinn sameiginlegi tollur Efnahags bandalagsins mun alls verða 20%. Hafa 30% hans verið látin koma til framkvæmda frá síðustu áramótum, og er hann því nú 6%. Utflutningur okkar á ís- aðri síld jókst mjög 1960 og 1961 og er því þessi tolla- hækkun tilfinnanlcg fyrir íslenzka útveginn. Freðfiskur. Tollur ó freðfiski var fyr- ir árámót 5% í Vestur-Þýzka landi. Efnahagsbandalags- tollurinn mun endanlega verða alls 18%, 30% tolla- hækkun er kom til fram- kvæmda á áramótum og er tollurinn því nú 8.9%. Hér ber þess þó að geta að vart hefur verið um freðfiskút- flutning frá íslandi til Vest- ur-Þýzkalands að ræða til þessa svo ekki gætir þessar- ar tollahækkunar svo neinu nemi. Hins vegar má telja fullvíst að freðfiskmarkað- urinn í V-Þýzkalandi muni verða okkur mjög mikilvæg- Vísir hcfur nú haft nánari fregnir af kínverska leikrit- inu „Drekinn", sem sýnt hef- ur verið að undanförnu á hinum Norðurlöndunum. Ber þeim sem séð hafa leikrit þetta í Osló og Kaupmanna- höfn yfirleitt saman um það, að hér sé á ferðinni mjög merkilegt og stór áhrifaríkt leikrit. Þykir leikritið sýna með sérstaklega áhrifamikl- um hætti hvernig innræti ur er fram líða stundir og mun þá tollurinn skapa erf- iðleika, ef við stöndum utan bandalagsins. ★ Hinn sameiginlegi fisktoll- ur Efnahagsbandalagsins gagnvart löndum sem ekki eru aðilar þess kom þannig til framkvæmda um þessi áramót. Verður hann settur á í þremur áföngum og er það hinn fyrsti sem nú lief- ur verið framkvæmdur. Annar áfanginn hefst sam- kvæmt ákvæðum Rómar- samningsins 1. janúar 1966. Hækkar þá hinn sameigin- legi ytri fisktollur um önn- ur 30%. kommúnista er, með glögg- um dæmum úr verulcikan- um, þar sem kommúnistar hafa náð völdum í Kína. Það væri vissulega mikils virði, ef hægt væri að fá hinn kínverska leikflokk til að koma til íslands og sýna þetta óhrifamikla leikrit hér á landi. En þar væri um all- mikið verk að ræða, því að í leikflokknum munu vera Framh. á 5. síðu- Það ætti að sýna ,Drekarm‘ á Islandi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.