Vísir - 10.01.1962, Síða 5

Vísir - 10.01.1962, Síða 5
V í S I R I Miðvikudagur 10. janúar 1962 Guineuför Mik- ojans lokið. Heimsókn Anastas Mikojans fyrsta vara-forsætisráðherra Sovétríkjanna til Guineu í Vestur-Afríku lauk í dag. Bill flaug 50 metra. Óvenjulegt bílslys varð á helztu bílabraut Pennsylvan- iu í Bandaríkjunum á laug- ardaginn. Hálfsjötug kona var á ferð á vegi þessum, sem kallast Pennsylvaniu Turn- pike, er hún missti skyndi- lega stjóm á bíl sínum, er ; fór í loftinu út af veginum og sveif 50 metra, unz hann nam staðar í toppi tveggja trjáa. Kom hann aldrei nið- ur á leiðinni. Konuna sakaði lítt. Við komu hans til Afríku tók Sekou Touré forseti <if allan vafa# um afstöðuna til s tórveld- anna í austri og vestri og sam- taka þeirra, sem þau hafa stofnað til. Kvað hann Guineu staðráðna í að standa utan þeirra. Ummæli þessi vekja sérstaka athygli vegna þess að ambassa- dor Sovétríkjanna í Guineu var fyrir nokkru skipað burt af Sekou Touré — og Mikojan er til Guineu kominn til þess að reyna að bæta sambúðina milli hennar og Sovétríkjanna. Má honum nú ljóst vera af ræðu Sekou Touré á hvaða grund- velli sambúð getur haldist á- rekstralaus. I • Ræðan var flutt við opnun sovézkrar vörusýningar. M. a. sagði Sekou Touré: Guinea neitar að láta draga sig inn í samtök Stói:- veldanna — hvort sem um er að ræða samtök í austri 'eða vestri — hún neitar aið vera aðili í átökunum milli slíkra samtaka. Svo grunnt er á því góða milli Sovétríkjanna og Guineu eftir brottvísun hins sovézka ambassadors að talið var fram á seinustu stund, að Sekou Touré myndi hundsa Mikojan með því að vera fjarverandi í heimsókn í Liberiu, er hann kæmi, en svo varð ekki og kom hann til Conakry rétt fyrir komu hans. Sýning Sovétríkjanna verður opin 1 mánuð. Hið kommúnistiska Kína reynir að koma sér í mjúkinn hjá leiðtogum Guineu ekki síð- ur en Sovétríkin. Það hefur boðið Guineu lán sem nemur 25 milljónum BandaríkjadolL- ara og að senda þangað nokkur þúsund menn, sem sérþjálfaðir eru í hrísgrjonarækt. — Efna- hagserfiðleikar Guineu eru; vaxandi og segir Sekou Touré' að þegin verði sú efnahagsað- |stoð sem bjóðist, en alveg skuld- bindingalaust. Áskriftasími Vísis er 1-16-60. Eitt hræðilegasta — Slangur af erlencfum tog- urum fyrir VestfJörðum. Töluvert slangur af erlend- um togurum er hér við land um þessar mundir, en næstum einvörðungu við Vestfirði. Vísir átti tal við Pétur Sig- urðsson, forstjóra Landhelgis-; gæzlunnar í morgun, og sagði hann, að brezkir togarar væru Verður óvenju Ef að líkum lætur verður janúarmánuður með hlýrra móti í ár. Þýzki veðurfræðing- urinn Fritz Baur hefur spáð ó- venjulega löngu kuldatíma^bili í janúarmánuði í Danmörku. Páll Bergþórsson á Veðurstofunni I anuar hlýr? Sujóflóð — Fiamh. aí l síðu mjólkurbíllinn til Akureyrar í morgun. Á Akureyri var bleytuhríð í allan gærdag og er orðið þung- fært á götum bæjarinS. Mjólk- urbílar komust þó leiðar sinnar í sveitirnar við Eyjafjörð í morgun. Mjög þungfært er orð- ið í Öxnadalnum og á Öxnadals- heiðinni og gekk áætlunarbif- reið Norðurleiða seint í gær á þessum slóðum. .Iiann mun hafa verið nær sólarhring á leiðinni til Reykjavíkur. sagði okkur að venjulega væri hlýtt hér upp á Islandi, á sama tíma og kuldar og harðindi væru á hinum Norðurlöndun- um. M. ö. o. óvenjulega lcalt í Danmörku, óvenjulega hlýtt á Islandi. Próf. Fritz Baur er heims- þekktur fyrir veðurspár sínar fram í tímann. Sagði Páll að hann byggði niðurstöður sínar á mjög ítarlegum athugunum. En svona spár eru engan veginn öruggar. Meðalhiti í janúar er venju- legast kringum frostmark, en úrkoma nálægt 100 millimetr- um. alltaf um þetta leyti árs úti fyrir Vestfjörðum, en auk þess hefðu verið þar allmargir þýzk- ir togarar. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir því, hversu :margir þessi togarar eru, þar i;em veður hafa verið óstillt i'yrir vestan og skipin oft verið 3'ð skreppa í var. Þá fer nú að nálgast sá tími, þegar togarar fara að koma app a<5 suðausturströndinni, og mun landhelgisgæzlan þá fá meira að starfa við að hafa einnig eft- irlit á þeim slóðum. Annars hef- ir verið rólegt hjá henni að und- anförnu. t Frh. af 16. s. starfi, sem hefur verið mjög erfitt, þar sem margir járn- brautarvagnar voru saman- klestir, svo engin mynd var á þeim lengur. ★ Nú þegar er vitað að 94 menn hafa látið lífið í slys- inu og er það þar með orðið í tölu allra mannskæðustu slysa heims. Auk þess munu á annað hundrað manns Iiggja slasaðir og sárt þjáð- ir á sjúkrahúsum. Vafalaust mun sumt af því fólki missa lífið. Tekizt hefur að þekkja alla hina látnu nema tvo. Hefur öllum líkunum verið safnað í sveitakirkju eina skammt frá slysstaðnum og hefur síðan verið sífelldur straumur aðstandenda er komið liafa til að þekkja lík vina sinna og syrgja þá. Hundruð manna streymdu úr nærliggjandi byggðum strax eftir slysið til að að- stoða við björgunarstarfið. Ríkir nú þjóðarsorg í Hol- landi. ★ Þetta er mesta járnbraut- arslys, sem orðið hefur í Evrópu síðan 8. október 1942, en bá fórust 112 manns í ægilegasta járnbrautarslysi Englands. Yarúð vegna bélu Framh af 1. siðu. 1 fyrradag gaf stofn- unin svo út tilkynningu um fjórða tilfellið en það kom upp í bænum Schaffhausen, nyrzt í Svisslandi. Þar veiktist maður er hafði verið í Diisseldorf. — Grunur leikur á að 3 menn aðrir í Dússeldorf séu sjúkir af bólusótt. Landlæknir sagði, að af- staða íslenzku heilbrigðis- yfirvaldanna væri sú, að ráðleggja öllu fólki er færi til þessara landa, Þýzka- lands og Svisslands að láta bólusetja sig áður en það legði af stað. Þá hefur heilbrigðisstjórn- Moloíov — Frh. af 16. s. að hann myndi ekki eiga aft- urkvæmt til Vínarborgar. Fréttaritarar frá Vínarborg símuðu .eftir að fréttin barst um. að Molotov tæki aftur við i ( starfi sínu þar. að hún hefði Bezt Sð auglysa í VI5Í vakið furðu fyrri samstarfs- manna hans í Vín eigi síður en i. Togarar taka ísvarða síSd. í GÆRDAG komu hingað inn til Reykjavíkur, þrír togarar sem verið hafa á veiðum hér við land. Tóku þefcr allir nokkuð af síld, sem ísuð var, og þeir ætla að selja með fiskinum á Þýzikalandsmarkaði. — Tók Hvalfell 1000 tunnur, Jón Þorláksson 1250 og í dag fer héðan Skúli Magnússon með 1400» tunnur til viðbótar við ísfiskfarm sinn. Hingað kom inn í morgun togarinn Fylkrr með 140 tonna afla af heimamiðum og fer tog- arinn í söluferð. Ifitaveitfa — Framh. af bls. 16 æðin sprungið á alls 5 stöðum. Nú verður alveg skipt um leiðslu milli Skólabrúar og Vonarstrætis og verða þá þess- ar bilanir á leiðslunni vonandi úr sögunni. Þær hafa allar orð- ið milli Skólabrúar og Búnað- arfélagshússins. Bilunin í dælustöðinni varð með þeim hætti að loki í dælu fór úr sambandi. Varð því að draga mjög úr vatnsrennslinu til bæjarins meðan viðgerð fór fram í gærdag, þar er loka varð að mestu fyrir vatnið um aðra aðalæðina inn í bæinn. in látið spyrja fólk sem kem- ur til landsins frá Þýzka- landi, hvort það hafi verið í Dússeldorf. Komi ein- hverjir frá hinum sýktu svæðum eru þeir þegar bólu- settir, hafi það eigi verið gert áður og siðan fylgzt með heilsufari sem svarar vel undirbúningstíma veik- innar. ★ Þessar ráðstafanir má ekki skilja svo, að nein alvarleg hætta sé á ferðum, en þetta eru aðeins eðlilegar varúð- arráðstafanir. Fólk getur 1 fengið bólusctningu sem er mjög auðveld hjá héraðs- læknum og í Heilsuverndar- stöðinni í Reykjavík. Landlæknir sagðist vona í samtalinu við Vísi, að við- námskraftur íslcnzku þjóð- arinnar gegn slíkri veiki væri talsvert almennur, því að hér væri ætíð mikið bólu- sett gegn bólusótt, bæði ungbörn og svo unglingar áður en þeir eru fermdir. Slík föst bólusetning væri gagnleg, en ckki alveg ör- ugg- IfrekiniB — Kramh 9 síðu. milli 50 og G0 manns og yrði hann að flytjast flugleiðis yf- ir hafið til íslands. Væri það sannarlega vel unnið af hinum íslénzku á- hugamönnum í Siðvæðingar- hreyfingunni tækist að fá því til leiðar komið að „Drek- inn“ væri sýndur á íslandi. Afjttæli Í.S.Í. — Framh. af 4. síðu. það : verður úrvalslið knatt- spyrnufélaga utan Reykjavíkur sem keppir við Reykjavíkurúr- val Afmælisins verður og minnzt á þann hátt, að út kemur af- mælisrit og Í.S.Í. hefir látið gera sérstakt hátíðarmerki, sem selt verður á afmælisdaginn, og loks hefir f.S.Í. látið gera af- mælisskjöld sem þeir varðveita er einkum hafa stýrt Í.S.Í. Úti á landsbyggðinni og í öðrum kaustöðum mun afmæl- isins verða minnzt t. d. á Ak- ureyri, og næsta sumar, þegar frjálsíþróttalífið vaknar af vetrarlöngum svefni munu sam bandsfélögin efna til móta, til- einkuð hálfrar aldar afmæli íf.S.Í. annarra.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.