Tölvumál - 01.04.1985, Page 5
5
Ötvegsbanki og BúnaSarbanki, og vísar forliSurinn hér til
þeirra, sem bankinn þjónar aSallega. Til hvers á þá aS nota
orSiB tölvubanki? Er tölvubanki 'banki þar sem tölvur eru
geymdar' eSa 'banki sem þjðnar þeim sem framleiSa og selja
tölvubúnaS (vélbúnaS og hugbúnaS)'? í fljótu bragSi virSist
mér líklegra, aS seinni bankinn verði stofnaSur, þó að
slíkt hafi ekki gerst enn. Allir þeir, sem ég hef rætt þetta
mál við og telja sér skylt að hafa á þvl skoðun, álíta að
minnsta kosti óheppilegt að nota tölvubanki um gagnabanka og
telja það stuðla aS ónákvæmri orðanotkun, sem aftur ýtir
undir óskýra hugsun.
í bili virSist orSiS tölvubanki því vera laust. Ég hélt I
upphafi, aS þeir IðnaSarbankamenn notuSu þetta orð um það
samsafn vélbúnaðar, hugbúnaðar og gagna, sem þarf til þess
aS veita viðskiptavinum þeirra fyrrgreinda þjónustu. Við
þessa notkun hafSi ég I sjálfu sér ekkert aS athuga. Mér og
fleirum mun að vísu hafa fundist af þessu nokkur auglýsinga-
keimur og aS jafnvel hefði mátt finna annað orð, sem betur
hefði hentað. í sýningarskrá sýningarinnar Tölvur '85, er
grein um tölvubanka Iðnaðarbankans eftir Magnús Pálsson, og
kemur þar I ljós, að tölvubanki er notað um afgreiðslustað-
ina sjálfa en ekki allt kerfið eins og ég hélt upphaflega.
Afgreiðslustaðirnir eru I mlnum huga útstöðvar frá tölvu-
bankanum, ef við höldum okkur við llkingamál úr heimi gagna-
vinnslu og tölvutækni, en væntanlega útibú á máli banka-
manna. Má ekki einfaldlega kalla þá bankasjálfsala? Fyrst
þeir Iðnaðarbankamenn þurfa endilega að nota orðiS tölvu-
banki, vil ég I fullri vinsemd benda þeim á að nota það af
meiri skynsemi. Petta mál er komið upp vegna þeirrar trúar,
að allt, sem tengja má tölvum á einhvern hátt, sé flnt. Þess
vegna er um aS gera að setja tölvu- framan viS heiti þess,
sem á aS selja, þótt tölvur komi þar jafnvel hvergi nærri.