Tölvumál - 01.04.1985, Page 6

Tölvumál - 01.04.1985, Page 6
6 Tolvuletur Ég get ekki stillt mig um að geta atriðis, sem ég rakst á fyrir skömmu, fyrst ég er farin að tala um ónákvæma notkun orða, sem hafa tölvu- að forlið. í annarri útgáfu íslenskrar orðabókar Menningarsjóðs frá 1983, eru I upphafi hvers staf- kafla sýndar nokkrar leturgerðir stafsins. Sums staðar er ein gerð, sem kölluð er tölvuletur. Nú gæti pað vafist fyrir mér og ég hygg einnig ýmsum fleirum, sem pykjast eitthvað vita um tölvur, að átta sig á, hvað sé tölvuletur. Er pað letur sem tölvur get lesið, eða hvað? Nei. Þegar nánar er að gáð, reynist tölvuletur orðabókarinnar vera letur, sem viss tegund prentara, svokallaðra nálaprentara eða punktaprent- ara, búa til. í prenthaus nálaprentara eru nálar, sem raðað er í fylki, og hver nál býr til einn punkt á blaðið. Stafur er gerður með ákveðnu mynstri punkta innan fylkisins, líkt og krosssaumsmynstur. Leturgerðin fer pví eftir stærð fylk- isins og péttleika nálanna í pví. Draumur framleiðenda nála- prentara er að letrið I prenturum peirra nálgist sem mest letur i ritvél. Þvl verður erfiðara með tlmanum að pekkja punktaletur petta, eins og pað er gjarnan kallað, frá letri ritvéla eða prentara með steyptu letri. En við skulum ails ekki kalla petta tölvuletur. Margskonar gerðir prentara eru tengdar tölvum til pess að fá útskriftir úr peim. Ef við köllum letur úr nálaprentara tölvuletur, hvað á pá að kalla letur úr krónuprentara, llnuprentara eða tölvustýrðri prent- vél? Letur fer eftir gerð prentarans, en ekki eftir pví hvort prentaranum er stjórnað af tölvu eða vélritara. Orðin tölvubanki og tölvuletur eru angi af pví vandamáli, sem tæpt var á hér áðan, p.e. að nota I tlma og ótlma og að tilefnislausu tölvu- sem forlið I samsettum orðum. Sennilega er tlmabært að gera pvl máli betri skil á pessum vettvangi.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.