Tölvumál - 01.11.1985, Síða 5

Tölvumál - 01.11.1985, Síða 5
UM NORDUNET NORDUNET er norrænt verkefni á vegum NORDFORSK, sem fjallar um það að koma á, samræma og efla möguleika norrænna hásköla til gagnasamskipta s£n á milli og við umheiminn. 1 tilefni af því, að verkefnisstjðrn Nordunets ætlar að halda fund hér á landi I növember, og þar sem x henni sitja margir færir sérfræðingar á þessu sviði, þykir rétt að nota tækifærið og koma á daglangri námstefnu með þátttöku þeirra. 1 erindum þeim, sem flutt verða á framangreindri námstefnu, verður farið yfir stöðu mála eins og híín er nu og grein gerð fyrir því, hvaða stefnu er lxklegast að verkefnið taki. NORDUNET leggur mikið upp ur notkun alþjððlegra staðla, þar sem þeim verður við komið. Þessvegna eru einnig erindi um helstu staðla, sem við sögu koma. Tími verður gefinn til fyrirspurna að erindum loknum. Þetta efni er sérstaklega áhugavert fyrir okkur Islendinga, vegna þess að með nettengingu má stytta fjarlægð okkar frá umheiminum og einkum er viðeigandi að taka það á dagskrá nu þegar gagnanet Pðsts og Sima, sem stuðlar mjög að þvi að gera þessa leið færa, er að komast í gang. Efnisskrá framangreindrar námstefnu er svo skipað, að yfirlitserindi verða fyrir hádegi, en eftir matarhlé verður farið nákvæmar út £ einstök atriði. I matarhléi verður reynt að sýna netvinnslu á skjá, sem tengdur verður um sxmasamband til Svíþjððar. Öll erindin verða flutt á ensku. Fyrirspurnir verða þýddar, ef með þarf. *******************************************************

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.