Tölvumál - 01.11.1985, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.11.1985, Blaðsíða 8
8 SKAPGERÐ TÖLVUMANNA Slfellt fleiri Islendingar hefja störf við hönnun tölvukerfa eða hliðstæð verkefni. Almennt er litið á kerfishönnun sem unga atvinnugrein. Elsta fyrirtæki, sem starfað hefur samflellt við tölvuvinnslu, eru Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar. SKÝRR eru nö 33 ára og hafa annast hönnun tölvukerfa I tæpan aldarfjðrðung. Á þessum tíma hefur tölvumönnun að sjálfsögðu fjölgað mjög mikið. Nýverið var því haldið fram I einu dagblaðanna, að 400 manns störfuðu nu að framleiðslu hugbúnaðar hér á landi. Sennilega er fjöldi þeirra þo enn hærri. Ekki hefur enn verið gerð könnun á þvl hér á landi, hvernig þessi hðpur skiptist. Menntun tölvumanna, starfsreynsla og aldur, þekkjum við ekki nema af eigin tilfinningu. Tölvumenn hafa ákveðin sérkenni sem starfshðpur. Um sérstöðu tölvumanna hefur talsvert verið ritað erlendis. Þar hafa einnig verið gerðar kannanir á menntun og starfsreynslu þeirra og jafnvel hefur verið reynt að komast að því, hvort finna megi einhver sameiginleg einkenni I persónuleika þeirra. Tölvumenn kannaðir Bandarískt ráðgjafafyrirtæki birti nýlega niðurstöður úr könnun á tæplega 1300 tölvumönnum I 100 fyrirtækjum. Niðurstöður könnunarinnar eru athyglisverðar að mörgu leiti. Það skal þð ðsagt látið, hvort þessi erlenda könnun gefur einhverja hugmynd um ástandið hér á landi. Karlmenn eru I miklum meirihluta á meðal tölvumanna. Þrír af hverjum fjórum, sem könnunin náði til, voru karlmenn, en fjðrði hver var kona. Talið er að þessi hlutföll endurspegli ástandið í bandaríska tölvu- iðnaðinum. Aldur og menntun Rúmlega helmingur tölvumanna er á fertugsaldri. Mjög fáir eru yngri en 25 ára og sama er að segja um þá, sem eru 45 ára og eldri. Meðalaldur kvenna er lægri en karla. Þær voru til jafnaðar 31 árs, en karlarnir 34 ára. Tafla um aldursskiptingu 29 ára og yngri 30% 30 - 39 ára 55% 40 ára og eldri 15% allir 100%

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.