Tölvumál - 01.11.1985, Blaðsíða 19

Tölvumál - 01.11.1985, Blaðsíða 19
19 stöð. Þau mætti kalla reiðugögn. Off-line data mætti þá e.t.v. kalla óreiðugögn. Þau eru t.d. geymd á disklingum og segulböndum inni í skáp og eru ekki til reiöu. Enn fremur er oft mesta óreiða á disklinga- og segulbandasafni ýmissa tölvunotenda. analog Lengi hefur vafist fyrir mönnum að þýða lýsingarorðið ana.log, sem kemur fyrir í ýmsum samsetningum, t.d. an- aJlog computer. analog data. anaiog. c.omp.uting. o.s.frv. Hingað til hafa t.d. sést þýðingarnar hliðstæðu-, sam- fellu-, hermi- og myndrænn. Elsta þýðingin er senni- lega hliðstæðu-, sem er bein þýðing en menn geta ekki fellt sig við af einhverjum ástæðum. Samfellu- gæti ruglast saman við þýðingu á continuous. Hermi- er of nálægt þýöingum á emuJ-fltpr., emulate og emulation og myndrænn gæti stundum ruglast saman við þýðingar á graphic. Oftast liggur beinast við að þýða araphic með teikni-, en stundum er eölilegra að þýða það með mynd- rænn, t.d. í g.ruphic representation. sem kalla mætti myndræna framsetningu. Nú hefur orðið til sö hugmynd að þýða an.frlog með flaum- eða flaumlægur. Analoa data yrðu þá flaumgögn og analog computer flaumtölva. Væri gaman að heyra álit lesenda á þessari hugmynd. Að lokum langar mig til þess að auglýsa eftir nýjum orðum. Að undanförnu hafa orðið nokkrar umræður í Orðanefndinni um þýðingar á enska nafnoröinu editor og sögninni to o.d-it. Greinilegt er að þær lausnir sem hingað til hafa heyrst eru hvergi nærri nógu góðar. Þætti mér vænt um að heyra ef einhverjir hafa hugmyndir sem að gagni gætu komið. Sigrún Helgadóttir Efni TöLVUMÁLA er skrað I IBM System/38, með ritvinnslukerfinu TEXT MANAGEMENT. Skrifað út fyrir fjölfjöldun með IBM 5219 prentara. Prentað hja Offsetfjölritun h.f.

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.