Vísir - 15.02.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 15.02.1962, Blaðsíða 8
V I S I R jfimmtudagur 15. febrúar 1962 L_ UTGEfHNUI: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIN Ritstjórar; Hersteinn Pálsson, Gunnar G Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór ars Sverrir Þórðarson, Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27 Auglýsingar og afgreiðsla: ingólfsstrœti 3. Askriftargjald er krónur 45,00 ó mánuði. - í lausasölu krónur 3,00 eintakið. Slmi 1 1660 (5 linur). - Félags- prentsmiðjar. h.f. Steindórsprent h.f. Eddo h.f Auðfélagið útsvarslausa Framsóknarmenn eru enn farnir á stúfana. ÁstæS- an er sú aS þeir telja bráSnauSsynlegt aS verja skatt- fríSindi S.I.S. I hinu nýja skattalagafrumvarpi felst engin atlaga aS samvinnufélögunum í landinu. SíSur en svo. Eina breytingin sem þau varSar er aS skattfrjálst framlag, sem þau mega leggja í varasjóS er nú þaS sama og gildir um öll önnur félög, eSa 25% 'í staS 33% áSur. Sízt getur veriS fólgin árás í slíkri jafnréttisaSstöSu. Sannleikurinn er sá aS hér á landi eru samvinnu- félögunum búin gífurleg skattfríSindi, boriS saman viS annan félagarekstur. Þannig upplýsti fjármálaráS- herra í fyrradag á þingi aS síSustu þrjú árin befSu samvinnufélögin aSeins greitt 1—3.5% af heildarupp- hæS tekjuskattsins í landinu. Er þetta furSu lág tala, þegar litiS er til hins umfangsmikla atvinnureksturs samvinnufélaganna. En ekki nóg meS þaS. Sum árin hefir I. S. ekki greitt einn einasta eyri í útsvar! Orsökin er ekki sú aS S. I. S. sé fátækt félag á faraldsfæti, heldur hin aS á skattaframtalinu sýndi S. í. S. tap og því skorti laga- heimild til þess aS leggja á þaS útsvar. En slík er gifta og snilld framsóknarþingmanna aS viS skattaumræS- urnar héldu þeir því fram aS S.I.S. hefSi veriS gefiS eftir útsvariS til þess aS skapa andstæSingunum mögu- leika á pólitískum árásum! Þeir halda ef til vill aS svo fáir snöggir blettir finnist á Framsóknarflokknum og fyrirtækjum hans aS SjálfstæSismenn séu reiSubúnir aS gefa eftir milljónir, svo þeir geti skammaS S. I. S. ? Kjarni málsins er sá aS skattfríSindi S. I. S. voru sanngjörn á bernskuárum samvinnustefnunnar, þegar merkt félagsform var aS vinna sér braut. Nú, þegar S. I. S. er orSiS eitt mesta auSfélagiS í landinu, og jafnt- framt eitt hiS spilltasta, er sannarlega lítil ástæSa til þess aS almenningur borgi fyrir þaS skattana. Einkasöluástin Seint fyrnast fornar ástir. Enn tala alþýSuflokks- menn meS ástarbríma í röddinni um einkasölurnar, rétt eins og þær væru ferskar og föngulegar ungmeyjar. Sannleikurinn er hinsvegar sá aS þær eru allsendis ófærar kerlingarskrukkur, sem fyrir löngu hafa fyrir- gert tilverurétti sínum. Einkasölur geta átt vissan rétt á sér á afbrigSileg- um tímum, á kreppuárum og í styrjöldum. En í þjóS- félagi sem býr viS frjálsan efnahag eru þær steinrunnar eftirlegukindur haftaáranna. Hver er ástæSan, alþýSu- flokksmenn, til þess aS halda lífinu í landssmiSjum, viS- tækjasölum og áburSareinkasölum, ef einstaklingar geta bæSi annazt sama rekstur ódýrar og veitt betri þjón- Legsteinn með 9 nöfnum. Hundar Þessi virðulegi legsteinn í svörtum marmara, sem les- endur sjá hér fyrir ofan stendur í kirkjugarði einum í Stokkhólmi. Við nánari að- gætur munu menn koma auga að það eru ekki manna- nöfn sem eru grópuð í hinn dýra marmara, heldur eru þetta nöfn á 9 hundum sem sænski milljónamæringurinn Gustaf Wannberg riddari átti. Legsteinninn stendur í hundakirkjugarði Stokk- hólms og nöfn hinna tryggu vina eru Trixie, Kim, Mouche I, Sussie, Chip, Mouche II, Bussie og Mouche III. Til sænskra og belgiskra hxmda. En Gustaf Wannberg og kona hans Marguerite hafa ekki látið þar við sitja að reisa legstein yfir hunda. Hjónin eru bæði látin í Sví- þjóð fyrir skömmu. Þegar sameiginleg erfðaskrá þeirra var opnuð kom í ljós, að þau höfðu arfleitt hunda að öllum eigum sínum, sem námu um 2,5 milljónum sænskra króna eða um 20 milljónum ís- lenzkra króna. Arfinum skiptu þau þannig, að sænsk- ir hundar fá 1,5 milljón sænskra króna en belgískir hundar eina milljón. Wannberg riddari var af gömlum sænskum aðalsætt- um. Hann gekk í sænska riddaraliðið á fyrri ófriðar- árunum og var frábær reið- maður. Tók hann þátt í reið- keppnum á alþjóðavettvangi á árunum milli styrjalda og hlaut frægð fyrir ágæta frammistoðu sína. Einmanaleiki. En eitt sinn er hann var í keppnisferð í París gerðist atburður, sem breytti öllu lífi hans. Hann kynntist ungri belgískri stúlku að nafni Marguerite Perette og kvæntist henni. Fjölskylda hans heima í Svíþjóð var mjög mótfallin þessum hjúskap og leiddi það til þess, að Gustaf Wann- berg einangraðist. Hann var einrænn og sérvitur fyrir en nú magnaðist mannhatur hans og einmanaleiki. Þau hjónin höfðu ekkert sam- arf Eina myndin sem til er af Gustaf Wannberg og konu hans með einum hunda sinna. í erfðaskránni gaf Gustaf fyrirskipun um að allar myndir af þeim hjón- um skyldu eyðilagðar. (V^V.V.V.V.V.V.V.VAW.VV.V/.V.Y.V.'.V.V.V.V.V.V.V neyti við fjölskyldu hans en bjuggu í Stokkhólmi. Árið 1932 tæmdist Gustaf Wannberg föðurarfur, sem nam milljónum sænskra króna. Á þessum eignum hefur hann síðan lifað, en ekki haft áhuga fyrir neinu öðru en,,einverunni og að ala upp hunda sína. Þau hjónin voru barnlaus en bjuggu á fínasta stað Stokkhólms við Strandgötuna meðfram Leg- inum. Þau sáust á hverjum degi úti að ganga með ein- hvern hinna litlu rottu- hunda sinn.a Erfðaskráin gild. Það er búizt við að erfða- skráin verði metin gild og mun úrskurður um það verða kveðinn upp 28. febrúar. Það væru aðeins skyldmenni Wannbergs, sem gætu vé- fengt hana á þeirri forsendu, að maðurinn hafi verið geð- veikur, er hann samdi hana, en slíkt verður mjög erfitt að sanna, því að lögfræðingar og notarius gengu úr skugga um að hann var með fullu og réttu ráði er hann samdi hana. Til hundavinafélaga. En hver verður það sem sér um að féð komi hundum Svíþjóðar að góðu gagni? Á því eru engir örðugleik- ar. I báðum löndunum Sví- þjóð og Belgíu eru starfandi hundavinafélg og jafnvel hundaheimili, þar sem ann- ast er um velferð hunda, t. d. er hlutverk þessara stofn- ana að taka að sér og bjarga Frh. á 10. síiV '.■.V.V.V.V.V.V.V.V 'l I í II i M»i i i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.