Vísir - 15.02.1962, Blaðsíða 16
Fjailið
Fimmtudagur 15. febrú^r 1962
ófært
Nýir tann-
læknar
Hinn 9. febrúar s.l. fóru
nokkrir tannlæknanemar við
Iláskólann ásamt einum
kennara sínxim, í kynnis-
ferð til Keflavíkurflugvallar
í boði upplýsingaþjónustu
Bandaríkjanna. í ferðinni
skoðuðu þeir m.a. tannlækn-
ingastofu sjóhersins, sjúkra-
hús flugvallarins, þar sem
snæddur var liádegi^verður,
sjónvarps- og útvarpsstöðina
o. fl. Að sjálfsögðu beindist
athygli gestanna mest að
tannlækningastofunum, sem
eru hinir vistlegustu vinnu-
staðir og vel búnar tækjum.
Var ferðin öll fróðleg og
mn anægjulegasta. — Meo-
fylgjandi mynd var tekin í
sjónvarpsstöðinni á flugvcll-
inum af Jóhanni Finns-
syni docent. (annar frá
vinstri) ásamt nemenda-
hópnurn.
!■■■■■!
Varðberg í Keflavík
Samkvæmt upplýsingum,
sem blaðið fékk í morgun
mun færð á helztu vegum
vera sem hér segir:
Krýsuvíkurleiðin er fær,
en Hellisheiði er ófær^ þótt
stórir bílar, þ. á. m. mjólkur-
bílar brytust yfir hana í
morgun við illan leik. Hval-
fjarðarleið er fær og fært er
norður yfir Holtavörðuheiði
og eins um Bröttubrekku
vestur í Dali. Kerlingarskarð
og Fróðárheiði á Snæfells-
nesi voru lokuð og sama
gegnir um Öxnadalsheiði á
Akureyrarleið.
VÍSIR
Deilurnar í Cold-
water til umræðu
í kvöld efnir Varðberg, fé-
lag ungra áhugamanna um
vestræna samvinnu til almenns
umræðufundar í Ungmennafé-
lagshúsinu í Keflavík. Fund-
arefnið er hið sama og á öðrum
fundum Varðbergs: „ísland og
vestræn samvinna.“
Framsögumenn verða frá
þremur lýðræðisflokkunum:
Þeir eru: Bjarni Beinteinsson,
Jón Rafn Guðmundsson og
Unnar Stefánsson. Að loknum
ræðum frummælenda verða
frjálsar umræður.
Fundurinn hefst kl. 8.30 og
verður væntanlega jafn ,fjöl-
mennur sem aðrir fundir Varð-
bergs.
Á aukafundi Sölumiðstöðvar-
innar, sem hófst í gær í Sjálf-
stæðishúsinu var allmikið rætt
um rekstur fyrirtækisins Cold-
water í Bandaríkjunum og
þann ágreining, sem upp kom
milli starfsmanna SH vestan-
hafs. Véku þeir báðir að þessu
máli í ræðum sínum þeir Elías
Þorsteinson stjórnarformaður
SH og Jón Gunnarsson fram-
kvæmdastjóri. Á fundinum,
sem heldur áfram í dag munu
hinir brottreknu tvímenningar
Árni Ólafsson og Pálmi Ingv-
arsson fá tækifæri til að koma
fram og gera grein fyrir máli
sínu.
Elías Þorsteinsson, formaður
SH tók það fram í ræðu sinni
í gær, að fyrirtækið Coldwater
hefði sína stjórn og fram-
kvæmdastjóra, sem yrði að ráða
því, hvernig starfseminni væri
háttað og hvaða menn væru í
þjónustu fyrirtækisins.
Jón Gunnarsson framkv.stj.
vék einnig að þessu máli í ræðu
sinni. Hann sagði m. a., að fisk-
verksmiðja SH í Nanticoke í
Bandaríkjunum væri ein sú
stærsta og fullkomnasta ' í
Bandaríkijunum. Hann sagði, að
hún gæti framleitt um 23 þús-
und tonn af tilbúnum fiski á
ári.
Ræðumaður sagði að rekstur
verksmiðjijnnar hefcji ekki
gengið eins vel á sl. ári og æski-
legt hefði verið, en gerðar hefðu
verið breytingar á rekstrinum,
sem ættu að tryggja betri rekst-
ur.
Jón Gunnarsson sagði, að til
uppbyggingar þessarar verk-
smiðju hefði ekkert af andvirði
fisksins farið til fjárfestingar í
henni, verksmiðjan væri rekin
sem sjálfstætt fyrirtæki, að hún
væri byggð upp með eigin af-
rakstri og eðlilegum lánum.
Ufilegumennirn-
ir í Háskólabíó
Leikritið Utilegumenn-
irnir (sem síðar fékk nafnið
Skugga-Sveinn í breyttri
gerð) var frumsýnt í Reykja-
vík fyrir 100 árum. Nú hafa
nemendur Menntaskólans í
Reykjjavík æft leikritið í
fyrstu gerð og frumsýna það
annað kvöld í samkomuhúsi
Háskólans, til að heiðra
skáldið, sem eitt sinn var
nemandi skólans. Það eru
tvö félög í skólanum, Lista-
félagið og málfundafélagið
Framtíðin, sem efna til þess-
arar sýningar, sem aðallega
verður fyrir boðsgeti. —
Nemendur hafa æft leikinn
í Háskólabíóinu í viku frá
miðnætti til morguns undir
stjórn Baldvins Halldórsson-
ar leikara, en leiktjöld hefur
nemandi í 3. bekk, Magnús
Þór Jónsson, málað eftir fyr-
•irsögn Magnúsar Pálssonar
listmálara. Sýningin fer fram
við kertaljós eins og fyrir
100 árum.
Myndin var tekin á æfingu
í nótt af Skugga-Sveini og
Katli skræk. Sveinka leik-
ur Böðvar Guðmundsson
(skálds Böðvarssonar) en í
hlutverki Ketils er Ólafur
Gíslason.