Vísir - 15.02.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 15.02.1962, Blaðsíða 10
10 V I S 1 K Fimmtudagur 15. febrúar 1962 Sigþór H. Guðnason, skipsfjóri Heimssýningin Þegar eg var unglingur, bar svo við í átthögum mínum, að tveir ungir frændur mínir fór- ust með sviplegum hætti. Er eg kom á heimili þeirra nokkru síðar, varð mér starsýnt á minningarspj ald, þar sem letr- að var fagurt erfiljóð um þá. En yfir því stóðu þessi orð, sem þegar festust í minni mínu: „Sé gott að deyja á gamals aldri, er góður betra að deyja.“ Eg hugleiddi þau oft og skildist smátt og smátt boðskapur þeirra; Mannsævin verður aldrei að réttu metin í árum heldur í þeim orðstír, sem hver og einn getur sér. Listaskáldið góða, Jónas Hallgrímsson, sapn- aði með skammri ævi sinni, að Margoft tvítugur meir hefur lifað svefnugum segg, er sjötugur hjarði. i Okkur er kennt, að við fæð- umst hér á jörð til að eflast að þeim verðniætum, sem leiði okkur hærra og lengra fram á eilífðarbraut. Þótt við trúum og treystum þessu, erum við oftast óviðbúin og stöndum agndofa er dauð- inn kveður dyra í frænda- eða vinahópi. Svo fór mér og sennilega fleirum, er sú fregn var stað- fest 30. jan. sl., að Sigþór H. Guðnason skipstjóri hefði far- izt í Látraröst ásamt tveimur félögum sínum. Þótt hann hefði valið sjómennsku að ævi- starfi og leið hans lægi síðustu tæp fimm árin vikulega milli Vestfjarða og Reykjavíkur, þar sem veður eru oft válynd og sjóar krappír, þá vorum við tæpast viðbúin því að heimta hann ekki aftur heim með glaða og góða svipinn, sem allt hýrg- aði og hressti. Oft höfðu þung- ar öldur lamið skip hans, Sæ- rúnu, eigi sízt í vetur, en æðru- leysi hans, rólyndi og skyldu- rækni höfðu jafnan leitt hann undir vernd forsjónarinnar heilan að landi með þann farm, sem honum var fyrir trúað. Naut hann þar að eigin sögn góðrar og samhentrar skips- hafnar. Kunnugum kemur það ekki á óvart, hve samstarf á skipi hans var náið og hlýtt. Slík var skapgerð, reglusemi og prúðmennska skipstjórans, að áhöfn hans átti þá ósk að fylgja hinum unga og drengi- lega foringja sínum og gera vilja hans í sem flestu. Sigþór Hilmar Guðnason fæddist að Vattarnesi við Reyð- arfjörð 11. júní 1925, einkabarn hjónanna Jóhönnu Þorsteins- dóttur og Guðna Jóhannssonar, skipstjóra. Hann flutti með þeim til Vestmannaeyja, er hann var á fyrsta ári, og hvarf raunar aldrei úr foreldrahús- um, því að þar bjó hann einn- ig sitt heimili, er til þess var stofnað. Er Sigþór var 14 ára varð móðir hans að leita sér heilsuhælisvistar um alllangt skeið. Fór hinn ungi piltur þá á sjó með föður sínum. Var hann lengst af með honum, fyrst sem háseti og síðar stýri- maður, unz hann varð skip- stjóri fyrir 9 árum. Meira fiskimannaprófi lauk hann úr Stýrimannaskólanum árið 1948, en þá hafði hann átt heima á Sæfelli við Reykja- vík um átta ára skeið. Það sama ár kvæntist hann Odd- nýju, dóttur Jóns bónda Gunn- laugssonar og konu hans Guð- rúnar Gísladóttur í Yzta- Hvammi í Þingeyjarsýslu. Hið fagra og hlýja heimili ungu hjónanna vitnaði um alúð, dugnað og myndarskap þeirra beggja og gott vegnesti úr foreldrahúsum. Með elju og at,- orku þeirra reisti Sigþór vand- aða íbúð við hús foreldra sinna og hafði að mestu lokið því er kallið kom. Þangað hvarf hann hverju sinni til starfs eða hvíldar er leyfði frá skyldu- starfi. Börnin þeirra: Guðni, nú 13 ára, Guðrún Jóhanna, 9 ára, og Jón Hilmar, 6 ára, fögnuðu pabba vel og innilega. Þau verða nú huggunarefni og harmabót móður sinnar, öfum og ömmum. Megi þau jafnan minnast og líkjast sem mest foreldrum sínum. Stuttri ævi er lokið. um tuttugu ára skeið hafði eg kynni af Sigþóri, fyrst sem kvikum skólanemanda, sem eg sá bregða fyrir dag hvern í glaðværum hópi félaga og jafn- aldra. Síðar tengdust leiðir okkar nánar saman. Eg fylgd- ist með þroska hans og ein- beittum vilja, er hann stefndi markvisst að því að feta í fót- spor föður síns í ævistarfi og fagurri breytni. Samhentari feðgum hefi eg aldrei kynnzt, og móður sinni reyndist hann ætíð traustasta stoð og ljúfasti sonur. Með dugnaði sínum, frá- bærri reglusemi, nærgætni og samvizkusemi í öllum störfum heima og heiman, endurgalt Sigþór foreldrum sínum allt Framh at 9 síöu Lipton og Alexander Calder. Nútíma listaverk eftir menn eins og Allan Davie, K.Appei Picasso, Matta, Burri o. m. fl. Þá verður og sýning á Indíánalistum frá öllum hornum Ameríku. Tvö leikhús vérða á sýn- ingarsvæðinu — annað er óperuhús, sem tekur 3100 manns í sæti, og hitt er 800 manna leikhús. Þá er þarna 55000 manna útileikhús og 12 þúsund manna leikvang- ur. Sýningarst j órinn hefur sagt, að eytt verði yfir 15 milljónum dollara í að ráða heimsfræga skemmtikrafta frá öllum álfum heims. Má þar á meðal nefna fræga óperuflokka, balletta, sirk- usa, hljómsveitir, jassleik- ara og margt fleira. Skemmtigarðurinn. Skemmtitækjum fyrir hundruð þúsunda dollara hefir verið komið fyrir í nokkurskonar skemmtigarði eða tivoli. Flest tækin eru ný af nálinni og eru sögð jafnt fyrir fullorðna sem börn. Önnur fyrirbæri. General . Eleetric-félagið hefir sína eigin sýningar- höll og sýnir þar heimilis- tæki framtíðarinnar, m. a. síma sem getur, ef enginn er heima, lokað gluggum, kveikt á eldavélinni og steikt steikina, vökvað garð- inn o. m. fl. Gott tæki fyrir gamlar húsmæður! General Motors sýna m. a. farartæki framtíðarinnar og nýja gerð af þjóðvegum, sem stjórnað verður af rafeindaheilum. Mörg önnur heimsfræg stór- fyrirtæki sýna þarna fram- leiðslu sína í dag og á kom- andi tímum. Allt sem menn geta ímynd- að sér um framtíðina og lífið hér á jörðu og úti í geimnum, verður þarna tii sýnis. Þa£> tæki of langan tíma að telja hér Upp öll þau fyrirtæki, sem hafa deildir þarna og hvað þau bjóða gestum upp á, og þó svo að eg gerði það, mundu lesendur ekki trúa. Milljónir og aftur milljónir. Allt, sem skeður í kring- um þessa heimssýningu verður talið í milijónum, — milljónum dollara, milljónii gesta koma, milljónir af sýn- ingarmunum, milljónir af hugmyndum, milljónir af framkvæmdum og svona mætti lengi telja. þeirra uppeldi um leið og hann bjó sér þar hið fegursta heimili með aðstoð dugmikillar og ágætrar konu sinnar. Þótt heimilin yrðu þannig tvö, þá var hér svo fagurlega saman tengt^. að öllum er til fyrir- myndar. Þar var jafnan glatt á hjalla og! gott að koma, enda gestanauð mikil dag hvern. Og enn var öllum til ánægju- auka, er tengdaforeldrar Sig- þórs gátu bætzt í hópinn við og við. Þau mátu sinn góða tengdason að verðleikum og foreldra hans, enda þrást hann ekki beztu vonum þeirra. Kunnugir vita, að nú er mikils að sakna, stórt skarð, sem mun opið og ófullt standa. Þess vegna drúpum við höfði hljóð og klökk. Við skiljum vel sára sorg ungu konunnar, litlu barnanna, foreldra og tengdaforeldra. Guð gefi ykk- ur öllum þann styrk, sem geti líknað og linað þrautir. Þið vitið vel, að hér hefir engu oflofi verið hlaðið á látinn maka, föð- ur og son. Við, vinir og frænd- fólk Sigþórs mátum hann því meir, sem kynnin urðu lengri. En svo munu fleiri vilja segja um hann. Veit eg af afspurn og orðum, að þessa unga manns er saknað sárt um Vestfirði af hverjum þeim, er hann skipti við. Hann mat og virti hinn dugmikla húsbónda sinn, Ein- ar Guðfinnsson í Bolungarvík og heimili hans allt. Og nær er mér að halda, að hvorugur þeirra hefði rofið það samstarf, þótt lengra lífs hefði verið auðið. Því fylgir mikil bless- un, sem margir, njóta,, þegar leiðir , góðra drengja liggja saman. Sigþór minn. Þessi vorð eru færri og fátæklegri en þú átt skilið og eg vildi. Sú var ætlun mín og umræða okkar, að eg nyti einhverju sinni leiðsagnar þinnar um Vestfirði, þegar vor- aði og vinda og sjá lægði. Sú för verður aldrei farin. Eg hefi þó fyrir nóg að þakka, fyrir margar glaðar og góðar stund- ir, fyrir létta lund þína og leiki við syni mína og önnur frænd- systkini þín. Á mínu heimili verður þín minnzt, þegar góðs drengs er getið. Vinir og vandamenn. Góður þegn er genginn mitt í starfi fyrir heimili sitt og þjóð. Hér virðist næg þörf fyrir slíkan mann sem Sigurþór var. En hver veit nema hans hafi þó beðið annað og veigameira I hlutverk fyrir handan það haf, sem við eitt sinn skulum öll pigla? Svo var eitt sinn sagt, að enginn væri fyrr kallaður Eins og eg sagði áður er aðgangseyrir tíu dalir, en innifalinn er aðgangur að svo til öllu, sem á sýningar- svæðinu er. M. a. kostar ekkert á listasöfnin og í leikhúsin. Allar matsölur eru reknar af sérfræðingum frá öðrum löndum og aðeins það bezta, sem hver getur af hendi látið, er þar á boð- stólum. Með aðgangseyrinum inni- földum er sagt að menn geti séð sýninguna fyrir 15.19 dollara. Að vísu er þetta am- erískur útreikningur og eins og menn vita, þá er það vanalega það fyrsta sem gert er hér, að reikna allt út og það með mestu nákvæmni. Einnig hafa menn þegar reiknað út að Washington- fylki muni innheimta 20 milljónir dollara í sköttum af ýmsu tagi, þrátt fyrir alla eyðslu. St. Paul 1. febr. 1962. jhm. héðan en þörfin væri meiri fyrir hann annars staðar. Lát- um hinar björtu minningar létta sárustu sorgina og minn- umst þess orðtaks, að þeir, sem guðirnir elska, deyja ungir. Helgi Þorláksson. Að utan - Framh. a 1 8 síðu flökkuhundum. Fjárhæðinni verður skipt milli þessara fé- laga, er mörg starfa sem einskonar dýrayerndarfélög. Þá er tekið fram í erfða- skránni, að 50 þúsund s. kr. eða um 400 þúsund ísl. kr. fari til hundakirkjugarðsins í Stokkhólmi. Á að verja því fé til að stækka og prýða kirkjugarðinn. Áskriftasími Visis er 1-16-60. Nýju blómafrímerkin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.