Vísir - 15.02.1962, Blaðsíða 9
V t S 1 R
d
Fimmtudagur 15. febrúar 1962
í Seattle
í annað sinn á 30 árum
eru Bandaríkjamenn að und-
irbúa heimssýningu — í
þetta sinn í Seattle, höfuð-
borg Washingtonfylkis.
Kennedy forseti opnar sýn-
inguna 21. apríl n. k. Menn
leggja nótt við dag, til þess
að geta lokið við allt, áður
en hliðunum verður lokið
upp. Kjörorð sýningarinnar
er að sýna manninum í dag
heiminn eins og hann verður
árið 2100.
Sýningunni hefur verið
valinn staður í mjög falleg-
um hluta Bandaríkjanna,
sem mun verða eitt aðal-
ferðamannasvæðið í fram-
tíðinni. Seattle liggur um
90 mílur frá Kyrrahafs-
ströndinni og um 50 mílur
frá kanadísku landamærun-
um. íbúafjöldinn með út-
hverfum er um ein milljón
manna.
Tákn sýningarinnar er
„geimnál“ sem teygir sig
600 fet upp í loftið. Efst uppi
er pallur, sem hefur að
geyma veitingastað og þar
fyrir ofan útsýnispall. Efst
er gasljós, sem nær um 10
metra í loft upp og logar,
meðan sýningin er opin.
Pallurinn snýst í 360 gráður
á klukkustund, þannig að-
fólk sem fær sér hressingu á
veitingastaðnum sér yfir alla
borgina og umhverfi hennar.
Sýningarsvæðið sjálft, sem
er í hjarta borgarinnar, er
tengt með einteinungum, sem
flytja alla gesti út og inn á
svæðið. Hver einsta'klingur
flytur farþegana rúma mílu
á 95 sekúndum. Þannig verða
10.000 gestir fluttir inn á
svæði á klukkustund og sami
fjöldi út.
Búizt er við að milljónum
manna frá öllum hlutum
heims og þegar orðið svo
til ómögulegt að fá herbergi
í hótelum. Sýningin verður
opin frá 21. apríl til 21. októ-
ber. Um fjörutíu þjóðir taka
þátt í sýningunni á einn eða
annan hátt, Á sýningarsvæð-
inu * verða yísindahallir,
skemmtigarðar, veitingahús,
leikhús, listahallir, verzlan-
ir, iðnsýningar og margt
fleira. Alls mun heimssýn-
ingin kosta um 80 milljónir
dollara.
Geimnálin.
Geimnálin, sem ég nefndi
hér að framan, er hæsta
bygging fyrir vestan Missi-
sippi. Þessi himinhái skýja-
klúlur gnæfir yfir borgina
og efst á honum er logandi
gasljós, sem teygir sig rúma
Þrátt fyrir allt þetta er
aðalfurðuverkið eftir, en
það er ferðin upp. Tvær lyft-
ur fara utan á mið-stólpanum
upp og niður, 800 fet á mín-
útu með 29 farþega í ferð.
Þeir, sem vilja ganga upp,
eiga kost á 832 þrepa stiga.
Nálin er eins og þrífótur
í laginu og hafa 11 milljónir
punda af stáli og steinsteypu
farið í verkið.
„Einteinungurinn“.
Þetta er að vísu ekki fyrsti
einteinungurinn (monorail),
sem tekinn hefur verið í
notkun til fólksflutninga.
Skemmtigarður„Walt Disney
land“, í Los Angeles hefur
haft slíka lest í tvö ár. Þessi
tegund af lest hefur verið
Hér getur að líta járnbraut, sem gengur á aðeins einum tein.
Þessi lest mun flytja farþega frá borginni að sýningar-
svæðinu.
tíu metra í loft upp. Veit-
ingastaðurinn tekur 250
manns í sæti og þeir, sem
bíða eftir borðum, geta farið
upp á efri pallinn og notið
útsýnisins. Á einni klukku-
stund snýst pallurinn, eða
þessar tvær hæðir, í 360 gr.
þ. e. heilhring.
Loftmynd, tekin á móts við efsta hluta turnsins.
reynd í Þýzkalandi og um-
ferðarsérfræðingar segja
þetta vera framtíðarlausn í
fólksflutningum í stærri
borgum. Einteiningurinn fer
eftir spori, 15 til 20 metra
yfir jörðu, með 60 mílna
hraða á klukkustund. Verk-
færið er hljóðlaust, þar sem
það gengur á gúmíhjólum.
Uppistöðurnar eru eins og
stórt T í lögun. Farþegar
fara inn í lestiná á hreyfan-
legri gangstétt, til hægðar-
auka.
„Vísindahöllin“.
Bandaríska vísindahöllin
er í rauninni fimm hallir,
byggðar í hnapp. Fyrir utan
hana eru fimm spírur eða
turnar, sem tákna eiga end'
lausa leit mannsins að
menntun og þekkingu.
Bandaríkjastjórn hefur lagt
10 milljónir dollara í vísinda-
höllina og útbúnað. Er tak-
markið að geta sýnt gestum
notkun vísinda í þágu friðar-
ins. Meðal annars verður
þarna sýnt, hvernig maður-
inn býr sig undir ævintýra-
ferðir út í geiminn, hvernig
hann stjórnar veðrinu, of-
fjölgun mannkyns og öðru
slíku.
Einn hluti þessarar ógn-
stóru vísindahallar nefnist
„Boeing Spacerium“. Hér
geta sýningargestir tekið sér
smáferð út í geiminn. Menn
geta séð með eigin augum
allt, sem vitað er um Marz,
Júpiter og Venus, einnig
rannsakað og kynnt sér
stjörnur og önnur sólkerfi,
þegar þetta rennur framhjá
geimskipinu á þessari hring-
ferð. Allt þetta verður í lit-
um og er sýnt með nýrri
gerð þrívíddarsýningarvéla.
sem hefur aðeins eina linsu.
sem sýnir í 180 gráður. Sem
sagt — á 10 mínútum fær
maður kost á að fara 10
milljarða ljósára út í geim-
inn.
Vísindahöllin verður ef-
laust einn af aðalstöðum sýn-
ingarinnar, ekki af því, sem
þar verður til sýnis, hefur
áður verið sýnt almenningi.
21sta öldin.
Washingtonfylki sjálft
hefur reist 11 hæða höll á
sýningarsvæðinu, sem nefn-
ist „21sta öldin“ og er undir
risastóru þaki, sem nefnist á
ensku „hyperbolic-para-
boloid“. Hér getur maður
tekið sér ferð inn í tuttug-
ustu og fyrstu öldina og ferð-
ast menn saman í hópum. f
hverjum verða 100 manns.
Hin komandi öld er sýnd
af ýmsum stórfyrirtækjum
hér í landi, sem þegar eru
farin að undirbúa og reyna
tæki þau, sem framleiða skal
innan tíðar. Hundruðum
þúsunda hefur verið eytt í
þessa risastóru höll, svo að
gestir geti notið þess að sjá
aðbúnað þann, sem afkorn-
endur þeirra eiga eftir að
búa við.
Meðal annars ferðast menn
inn í borg framtíðarinnar,
sjá íbúðarhús, sem snúast
með sólarljósinu, vegi, þar
sem umferðin er sundurskil-
in, fyrir gangandi og akandi.
Síðan heldur ferðin áfram,
og næst er sýnt, hvernig mað-
urinn stjórnar veðrinu og
náttúrunni, þannig að hægt
verður að fá fjórar uppsker-
ur í stað einnar á ári, og akr-
ar með mismunandi upp-
skeru eru ræktaðir hlið við
hlið allt árið um kring.
„Hnappa“-iðnaðurinn (push-
button) er þá næstur, hér
sjá menn hvernig maður get-
ur stjórnað verksmiðju með
fáeinum hnöppum eða tökk-
um. Síðan verður heimsókn
til sjávarbóndans, sem miðar
Hinn frægi turn. — Hann er
jafnframt tákn sýningar-
innar.
alla framleiðslu sína við sjó-
inn og framleiðir matvæli,
sem hafa aldrei áður verið á
borð borin.
Síðan verður sýning á
hlutum eins og sjónvarps-
síma, sem menn hafa á úln-
lið, eins og hvert annað úr.
Einnig geta menn fengið að
sjá, hvemig menn stytta sér
stundir og skemmta sér ár-
ið 2100.
Hvílík ferð, á aðeins 21
mínútu — skyldi nokkur
maður trúa því, sem fyrir
augun ber?
Lista- og
skemmtihallir.
Þá býður heimssýningin
gestum upp á listasýningar,
þar sem frægustu listaverk-
um veraldarinnar hefur ver-
ið safnað saman, eða eins og
menn segja hér — „aldrei
áður og aldrei aftur“ sýning
á fjársjóðum listarinnar.
Þarna má sjá verk eftir
Renoir, E1 Greco, Titian,
Goya, Rembrandt, Bracque.
Verk eftir bandaríska lista-
menn eins og t. d. Mark
Tobey, Ben Shan, Hans Hof-
mann, Mórris Graves, S.
Frh. á 10 síðu