Vísir - 17.02.1962, Side 9

Vísir - 17.02.1962, Side 9
Laugardagur 17. febrúar 1962 V I S I R hugsa sér að frásögn far- mannanna um vínberin hafi þótt freistandi og heillandi þegar þeir komu heim. Þó ér ólíklegt að þessir faunsæis- menn hafi látið þýðingarlít- inn fund berja ákveða nafnið að stóru, nýju landi, sem þeir höfðu fundið. Kvikfjárræktin var hins- vegar mikilvæg atvinnugrein meðal íbúanna á Grænlandi og því er það auðvitað, að þeir lögðu megináherzlu á það, hvernig beitarlöndin væru. íslendingurinn Þor- finnur karlsefni hafði jafnvel bústofn með sér og reyndi að nema land í Ameríku. Því er eðlilegt að þeir gæfu landinu nafn, sem sýndi að það byggi yfir góðum lífsaf- komumöguleikum fyrir þá sem vildu setjast þar að tii að stunda kvikfjárrækt. Heitið Vínland, — landið með graslendinu — er einnig greinilega samstætt þeim heitum, sem norrænir menn gáfu öðrum löndum í vestri, Grænland, Helluland og Markland. Það er heldur ekki sagt í íslenzkum forn- ritunum að Vínland þýði landið með vínberjunum. Þar er sagt einfaldlega „gaf Leifur nafn landinu eftir landkostum“. Tímareikningurinn. Þá skulum við víkja að siglingatímunum, sem sagt er frá í sögunni. Það er sagt um för Leifs heppna kring- um árið 1000 að hann hafi siglt tvö dægur frá Mark- landi (þ. e. Labrador) og Hinir gömlu og merkilegu uppdrættir Sigurðar Stefánssonar í Skálholti og Resens frá því um aldamótin 1600. — Athyglisvert er að Vínland er staðsett þar sem Nýfundnaland er. Greinarhöfundur telur að þetta sc byggt á fornum íslenzkum heimildum, sem nú hafa glatazt. hafi hann þá komið til Vín- lands. En á svo skömmum tíma er útilokað að hann hafi komizt til lands vínviðarins, Sú ferð hefði tekið minnst þrjár vikur. Þess vegna hafa menn viljað strika þennan tímareikning út og sagt, að ekkert væri að marka hann. En ég álít að siglingaþjóð hafi geymt slíkar upplýsing- ar lítið brenglaðar í sögnum sínum. Því að það var þýð- ingarmikið fyrir sjómennina að vita nákvæmlega hvað sjóleiðirnar væru langar. Og á það er vert að benda, að siglingatíminn er hér gefinn með tölum. Ýmislegt bendir og til þess i sögunni af Þorfinni karls- efni, að fólkið hafi tekið sér bólfestu í köldu landi. f sög- unni af Leifi heppna er ein- kennileg frásögn um sólar- hæð: „Meira var þar jafn- dægri en á Grænlandi eða íslandi; sól hafði þar eyktar- stað og dagmálastað um skammdegi“. Þessi frumstæða staðará- kvörðun hefur verið túlkuð á margvíslegan hátt og menn hafa komizt að hinum marg- víslegustu niðurstöðum. Sam- kvæmt henni hafa menn staðsett Leifsbúðir á ýmsum stöðum á 3000 km strand- lengju, allt sunnan frá Virginiu í Bandaríkjunum og norðureftir. Það virðist því lítið vera hægt að byggja á henni. Aðeins skal tekið fram að norski stjörnufræð- ingurinn Geelmeyden o. fl. telur að lýsingin eigi við þá breiddargráðu, sem norður- hluti Nýfundnalands er á. Það hefur þýðingu í þessu sambandi, að VínlandsfararmarSt hafa tæpast getað siglt affyrra- þótt eðlilegt að nema land á norðurhluta Nýfundnalands, þar sem nóg var af sel, hval, þorski og villtum hreindýr- um. Auk þess var þar gott beitarland og nægur skógur, sem hefur freistað fólks úr nærri skóglausu landi. H,yí ekki að rifa seglin, ganga í land, taka sér bústað þarna? Landabréf Sigurðar Stefánssonar. Að lokum vil ég nefna, að til eru tvö gömul landabréf. Annað er eftir Sigurð Stef- ánsson, skólameistara í Skál- holti og er teiknað um 1590. Frummyndin er glötuð, en til er eftirmynd. Hitt landa- bréfið er teiknað af Hans Poulson Resen 1605 en á sameiginlegt með því Hamarinn við Lance aux Meadow. Hann e r öruggt kennileiti fyrir þá sem koma af hafi. Á bak við sér út yfir voginn. — stað frá Grænlandi fyrr en í lok júlí eða byrjun ágúst vegna ísskilyrðanna við Grænland. Ólíklegt er að þeir hafi hætt sér mjög langt suður á bóginn á fyrsta sumri, því að þeir voru raun- sæir menn, sem hafa viljað hafa rúman tima til að byggja hús, stunda veiðar til að hafa vistir til vetrarins. Ennfremur verður að gæta þess að þeir komu frá heimskautslandi með nor- ræna menningu og norðlæga lifnaðarhætti. Þeim hefði lykli íeyndarmáisins Flestir hafa álitið að þessi landabréf séu aðeins byggð á frásögnum sagnanna og þau séu því þýðingarlausar aukaheimildir. En það merkilega er, að þau eru í ýmsum atriðum miklu rétt- ari og nákvæmari en önnur samtíma landabréf. Á landa- bréf Resens er ennfremur skráð, að það sé gert eftir öðru landabréfi, sem sé mörg hundruð '.ra gamalt. Að líkindum hafa bæði þessi landabréf sameiginlega heimild sem á rætur í ís- lenzkum minjum og sögnum. Þegar við lítum á landa- bréf þessi, sjáum við að Ný- fundnaland er greinilega teiknað á þau. Að vísu er Fagurey j arsund sýnt sem fjörður, en segja má að það Frh. á 10. síðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.