Vísir - 22.02.1962, Síða 5
Fimmtudagur 22. febrúar 1962
V I S I K
5
ast úr lestinni að honum
loknum. En þó eru það flestir
innlendir, sem þannig fer
fyrir. Við útlendingarnir
höfum flestir haft af því svo
mikinn kostnað og komnir
um langan veg, að meira er
í húfi fyrir okkur að
standast prófin. — Eftir
þau byrjar svo vinpa
í tilraunastofum, sjálft sér-
námið fyrir alvöru, og dýrt
að slá slöku við. Skólagjöld,
bækurog tæki fer upp undir
400 möpk á misseri í efna-
fræði, sem er dýrasta námið.
Algengt verð á herbergi er
um 90 mörk á mánuði, lítið
ódýrara á stúdentagörðunum,
enda komast fæstir þar fyrir.
— Heldurðu að margir á-
kveði það löngu fyrir stúd-
entspróf, hvað þeir ætli að
verða, hvaða sérnám þeir
taki fyrir?
— Ég veit ekki hvað ég á
að segja. Frekar er ég þó ef-
inn í því, að margir hafi
endanlega gert það upp við
sig, flestir hafi nóg að hugsa
um þann áfanga, stúdents-
prófið, áður en annað er á-
kveðið. Svo innritar maður
sig í þessa eða hina grein,
og það verður svona til
reynslu, rétt til að smakka á
henni, þreifa fyrir sér fyrsta
árið. Enda skipta þá sumir
um.
Sprenging. —^Vísinda-
menn sviðna.
— Varst þú sérstaklega
hneigður fyrir efnafræði
meðan þú varst í mennta-
skólanum?
— Það held ég geti varla
sagt. Raunar var einn kenn-
ari okkar, Guðmundur Arn-
laugsson, sem var sérstak-
lega vekjandi áhugaokkar á
mörgum greinum, jafnvel út
fyrir þær sem hann kennir í
menntaskólanum, ég og fleiri
eiga honum mikið að þakka.
Ég var svo sem enginn sér-
stakur garpur í efnafræði.
Þó vorum við þrír bekkj-
arbræður einu sinni sem
oftar að gera efnafræðitil-
raunir niðri í kjallara heima
hjá einum okkar. Það tókst
þó ekki betur til en svo, að
heljarsprenging varð, kvikn-
aði í vetni og við sviðnuðum
í framap, af því að við grúfð-
um yfir þetta. Engum varð
þó- verulega meint af og við
gátum slökkt áður en eldur-
inn breiddist verulega út.
— Hve margir voruð þið
íslenzkir stúdentar við efna-
fræðinám í Múnchen?
— Þegar ég kom þangað,
voru 3 fyrir í Tækniháskól-
anum, en 3 voru þar við nám,
þegar ég útskrifaðist. Flestir
íslendingarnir voru við þann
skóla, sem alls hafði yfir 6
þús. stúdenta. Almenni há-
skólinn er miklu fjölmennari,
með yfir 14 þús. stúdenta,
og þar voru nokkrir íslend-
ingar við nám, í listum, bók-
menntum og tannlækningum.
Efnabygging
í tilraunaglasi.
— Er Tækniháskólinn í
Munchen meðal hinna
fremstu í Þýzkalandi?
— Það er almennt viður-
kennt, að flestir háskólar
Þýzkalands séu mjög jafn-
góðir, þótt sumir skari fram
úr í einstökum greinum. Og
mér er nær að halda, að
Tækniháskólinn í Múnchen
standi framarlega. Við hann
hafa starfað vísindamenn,
sem hlotið hafa heimsfrægð
fyi-ir vísindaafrek sín. Nöfn
þeirra margra standa skráð
á vegg skólans. Mér koma t.
d. í hug Karl von Linde (sem
fann aðferð til að þétta loft,
teiknaði kælivélar og stofn-
aði félag til að framleiða
þær), Emil Fischer (einn
fremsti vísindamaður heims
í sykurefnarannsóknum).
Heinrich Wieland og Mörs-
bauer, sem báðir hafa hlotið
Nóbelsverðlaun og loks
Upþi fótur og fit í bjórtjaldi á Októberhátíðinni.
Streel fyrir uppgötvanir sín-
ar á blaðgrænunni, undir-
stöðuefni lífsins, fyrir að
takast að byggja þetta efni
upp í tilraunaglasi.
— Fer nám ykkar allt
fram innan skólans eða að
einhverju leyti í verksmiðj-
um og rannsóknarstofum
utan hans? v
— Allt í skólanum sjálfum
og stofnunum hans. Rann-
sóknastofurnar eru mjög
fullkonþiar og samband milli
þeirra o'g.gtóri.ðnaðarins, sem
veitir ríflega styrki til skól-
ans. í Múnchen er mikið gert
bæði fyrir listir og vísindi.
Fyrir utan listasöfnin er þar
eitt hið mesta safn í heimi
sinnar tegundar, Deutsches
Museum, safn iðnaðar, verk-
legra vísinda, heill undra
heimur.
S túden taeinvígin
enn við lýði.
— Tíðkast st’identaeinvíg-
in frægu enn í Þýzkalandi?
Kvöldball á Fasching í Þýzka leikhúsinu.
— Já. Enn eru þeir komnir
á kreik með þau, þótt þau
væru bönnuð árum saman og
satt að segja flestir, sem ut-
an við þau standa, hafi
megnustu skömm á þeim,
bæði stúdentar, prófessorar
og almenningur. En félögin,
(Burschenschaft), sem að
einvígunum (Mensur)
standa, eru rík, því að gaml-
ir félagar, ríkir karlar, láta
alltaf eitthvað af hendi
rakna, svo félögin eiga stórar
húseignir. Þar eru haldnir
vikulegir fundir, reynt er að
ná í nýja félagsmenn, þó
ekki busa (stúdenta á fyrsta
ári), en verður lítið ágengt.
Eins og í sláturhúsi.
— Hvernig fer þetta fram
eðg hefirðu séð þessi ósköp?
— Ég hefi séð það, og þyk-
ir heldur ófagur leikur,
byrjar fyrir allar aldir, strax
með birtingu. Sverðin, sem
notuð eru til að skyimast
með, eru höggsvercj, rúmur
metri á lengd, um 1 sm á
breidd, enginn oddur, en 20
sm upp eftir því er beitt egg.
beggja megin. Sá sem heyr
einvígi, er leðurbrynjaður
frá mitti og upp fyrir háls-
æðar, hefir hlífðargleraugu
og nefbjörg og bindur eyrun
að höfðinu, svo að þau verði
siður höggvin af, en hinsveg-
ar er ekki loku fyrir það
skotið, að sníðist ofan af
þeim eða neðan. Andstæðing-
arnir standa gleiðir um
meterslengd hvor frá öðrum,
með vinstri hönd aftur fyrir
bak og halda sverðinu ekki
fyrir neðan axlir. Hver hefir
sinn aðstoðarmann, sem má
grípa inn í og stöðva leikinn,
þegar honum sýnist eða ef
aðalmaður hefir særzt illa.
Einnig er læknir ætíð við-
staddur. Menn geta gert allt
að 30 atlögur, ef barizt er
á enda. Ekki má víkja undan
né kikna í hnjáliðum. Til
þess er leikurinn gerður að
fá nógu mörg stór ör. Og áð-
ur fyrr tíðkaðist það, að láta
hrosshár í sárið svo að græfi
í ög örið yrði nógu ferlegt.
Hvort sem aðilar hafa barizt
lengur eða skemur, standa
þeir innan stundar í blóð-
polli og er líkast umhorfs og
í sláturhúsi.
Bæjarar félagslyndir.
— Hvað finnst þér annars
mest einkennandi fyrir Bæj-
ara?
— Þeir hafa sín
og eru einkum ólíkir Norð-
ur-Þjóðverjum, sém
þungir og seinteknir. Bæjar-
ar eru eins og landslagið
þeirra: þægilegir og vinaleg-
ir. Það er bjartara yfir Mún-
chen en öðrum stórborgum
Þýzkalands. Mér dettur í
hug að bera Bæjara saman
við okkur að einu leyti. Ef
við komum inn á veitinga-
stað,svipumst við um eftir
borði, sem enginn situr við
og setjumst þar. Það kemur
ekki fyrir Bæjara. Honum
dettur ekki í hug að setjast
við autt borð, heldur þar sem
hann kemst fyrir við fjöl-
mennt borð, þekkir þar strax
alla, þó að hann hafi aldrei
séð þá fyrr. Svona eru þeir
félagslyndir. Þó held ég, að
Rínarbúar séu jafnvel enn
léttari — eins og vínin
þeirra.
Slegið saman í bjórtunnu.
— Eru prófesorar í Mún-
chen svona félagslyndir við
stúdenta?
Ekki taka þeir okkur strax
sem jafningja. En þegar á
líður námið og við fórum að
vinna á rannsóknarstofun-
um, var oft að dagsverki
loknu slegið saman í bjór-
tunnu og pylsur hitaðar með
og setið oft í góðum fagnaði
lengi kvölds. Þá voru allir
bræður.
G. B.