Vísir - 22.02.1962, Síða 7

Vísir - 22.02.1962, Síða 7
Fimmtudagur 22. febrúar 1962 V í S 1 R 7 Óf4 dóm/jingi Stal kvenmaitLsveski og lenti í árekstri í HÆSTARÉTTI er genginn dómur í máli sem ákæruvaldið, saksóknari rikisins, höfðaði gegn manni að nafni Hálfdán Ingi Jensen, tæplega þrítugum á Sauðárkróki, sem sakfelldur var í héraði og dæmdur í fang- elsi og sviptur ökuleyfi. Hefir maður þessi áður verið dæmd- ur og alltaf hlotið sektir. Mál það sem hér um ræðir er tvíþætt og forsaga tvö af- brot. Hins fyrra afbrot er, að í ágústmánuði 1960 var rannsóknarlögreglunni tilk. að peningaveski, sem framreiðslu- stúlka í veitingasal á Gamla Garði átti, væri horfið. Það þótti sannað, að ekki höfðu aðrir komið í veitingasalinn um það leyti sem veskið hvarf en Hálfdán Ingi, sem bjó þá á Hótel Garði. Böndin bárust að manninum. Hann leyfði að leit- að væri að veskinu hjá sér og á sér, en það fannst ekki. Ekki fyrr en eftir ítrekaðar yfir- heyrzlur rannsóknarlögreglu- manna viðurkenndi hann að hafa stolið veskinu. í því voru peningar og önnur verðmæti fyrir tæpl. 1400 kr. Við yfir- heyrzlu þá sem hann játaði að hafa stolið veskinu, skýrði Hálf- dán Ingi svo frá, að hann hefði, er hann kom inn í veitingasal- inn séð hvar peningaveski, dömuveski lá á gólfinu. Hafi hann spyrnt fæti við því og við það þaut það inn undir borð. Ákveður að stela. Þegar svo rannsóknarlög- reglumenn höfðu leitað á hon- um vegna hvarfs veskisins, kvaðst hann hafa ákveðið að í’eyna að stela veskinu. Hafi hann síðar um kvöldið, er hann lét bera sér og vinkonu sinni, sem einnig bjó á hótelinu, kaffi veitingar, farið undir borðið og þar lá veskið. Hann tók það, stakk peningunum á sig, en brenndi síðar veskinu sjálfu. Drukkinn í bílárekstri. .cUfJ Nokkrum dögum eftir þetta atvik varð bílaárekstur suður á Kársnesbraut. í Ijós kom að bíll sem Hálfdán Ingi hafði ek- ið, hafði lent á bíl sem stóð I mannlaus suður á Kársnesbraut í Kópavogi. Kom og í Ijós, að hann var mjög ölvaður, og loks að bílinn hafði hann tekið í heimildarleysi, komið honum af stað með því að tengja framhjá kveikjulási. Allt þetta játaði Hálfdán Ingi. Var hann í apríl í fyrra dæmdur í undir- rétti í þriggja mánaða fangelsi, sviptur ökuleyfi í eitt ár, og gert að greiða stúlkunni, sem haún stal peningaveskinu frá, fullar bætur, nær 1400 krónur. Hæstiréttur þyngdi refsingu Hálfdáns Inga og dæmdi hann í 5 mánaða fangelsisvist, og svipti hann ökuleyfi ævilangt, en staðfesti skaðabótaupphæð- ina og gerði honum að greiða 7000 krónur í málskostnað fyrir Hæstarétti. Pétur Sigurðsson for- stjóri Landhelgisgæzlunnar flutti í gærkvöldi athyglis- vert erindi í Ríkisútvarpið, sem fjallaði um öryggismál skipa. Hann lagði til að meiri áherzla væri lögð en áður á að nýta radíótækn- na til öryggis á hafinu. Þrjú atriði. Tillögur hans voru þessar: Komið verði fyrii* víðar í sÉip- um föstum móttökurum á neyðarbylgju, teknar verði í notkun litlar neyðarsendistöðv- ar, sem hægt sé að taka um borð í björgunarbáta og í þriðja lagi verði allir bátar og þá sérstaklega björgunarbátar Þýzka kvikmyndaleikkon- | an heimsfræga Maria Scheli 1 eignaðist nýlega son, sem , I þegar var skírður Christian jí Oliver. Maria giftist 1957 ' þýzka leikritahöfiindir.um Horst Haechler. Hún hefrr áunnið sér vinsældir fyrii Ieik sinn í stórmyndum eins og Germinal, Stríð og friður ; ( og Kcramasov-bvæðurnir ' Fagna ber því, að slakað hefur verið á kröfunum um alvarleik þeirr ar tónlistar, sem útvarpið lætur okkur í té fyrst á morgnana. Óperuleikirnir og Orfeus í undirheimum heyrast nú ekki lengur fyrir 9 á morgn- ana, en þess í stað erum við vakin af værum blundi með fögrum tónum frá sveit Andr- ésar Kostaslána. Þessari breyt- ingu til batnaðar fagna flestir, sem vakna fyrir 9. Leifur Þórarinsson flutti greinargott yfirlit yfir starf- semi SÞ' s.l. viku, en að því loknu flutti Pétur Sigurðsson varnaðarorð og talaði um tal- stöðvar í bátum. Þessir varnað- arþættir munu hið þarfasta efni i útvarpinu og vel til fallið að hafa þá stutta og flytja þá oft í viku. Davíð Rós og hljómsveit hans | léku létt lög í 15 mínútur, en útbúnir hinum litlu einföldu spjöldum sem ætluð eru til endurkasts fyrir radar. Aðstoð frá varðskipum. Pétur Sigurðss. sagði að í öllum vai’ðskipum hafi nú í mörg ár verið útbúin móttaka í brúnni, sem væri faststilltur á neyðar- bylgju. Hefði reynslan af þessu verið með slíkúm ágætum að það hefði þýtt stóraukið öryggi og mikil þægindi. Hann benti á það m.a. að Landhelgisgæzlan kæmi 100—150 biluðum fiski- bátum til hjálpar á hverju ári. Leit að björgunarbátuni. Alvarlegasta hættan þegar skip farast, sagði Pétur, felst i að ekki takist að finna björg- unarbáta. Þetta stafar af því að oft er farið í bátan'a með svo miklum flýti að ekki vinnst tími til að senda út neyðarkall, eða að þau heyrast ekki. Ef til væri á bátnum færanleg neyð- arsendistöð, bá myndi það gera pað að verkum að auðvelt væri 'ið miða bátinn út. \a;sni Vísis að því búnu hófst kvöldvakan. Eftir Eyrbyggjulestur Helga Hjörvars söng karlakórinn Vísir nokkur ágæt lög. Því næst heyrðum við meira af Eyr- byggju, því Gunnar rithöfund- ur Benediktsson hutti frásögu- þátt, sem hann nefndi „Hingað gekk hetjan unga“. Hann sagði frá ástarævintýri þeirra Björns og Þuríðar á Fróðá. Gunnar studdist við frásögn Eyrbyggju, en gat sér til í eyðurnar og varð af hln hjartnæmasta ást- arsaga. Frásöguþátt fengum við ann- an, „Út Fjörðu — inn Látra- strönd“, eftir Þormóð Sveins- son, fluttan af Andrési Björns- syni. Sagði frá ferð, sem Þor- móður fór ásamt fjórum öðrum mönnum í sumar út Fjörðu, en þar lagðist byggðin 1 eyði fyrir 17 árum. Fróðlegur þáttur og vel fluttur. Síðasta atriði kvöldvökunnar var það, að Stefán Jónsson, fréttamaður spjallaði við Ás- grím Kristinsson, bónda í Ás- brekku í Vatnsdal um skáld- skap. Þetta var fjörlegt spjall, enda virðist Stefán geta gert hvaða viðtal sem er, skemmti- legt. Ásgrímur flutti síðan nokkur Ijóð og stökur og gerði það prýðisvel. Dr. Jakob Benediktsson tal- aði um íslenzkt mál og sagði frá mörgum skrítnum orðum, sem fólk hefur skrifað um. Nokkur þeirra rúmast í eftirfar- andi setningum, sem líka mætti kalla gátu fyrir þá, sem ekki hlustuðu á þáttinn; Reimarn- ar flaungsuðust á flágeifluleg- um skónum á skerjunni, þar sem hún stikaði um í herberg- inu fullu af vætroka og hám- aði í sig nýsteikta parta með sméri. Hafliði Jónsson, garðyrkju- stjóri þarf að vanda sig betur við lesturinn ó Veraldarsög- unni. Þórir S. Gröndal. Siæntar hokir á Skúiatorgi Allvíða eru hinar malbik- uðu götur bæjarins farnar að láta á sjá eftir þunga up- ferð vetrarmánaðanna. Meðal þeirra staða sem mjög illa eru farnir, er við Skúla- torg við Skúlagötu. Þar er torgið á einum stað svo illa farið, að aka verður með 1 mikilli gát, til þess að skemma ekki bíl eða hjól- barða. Er mjög aðkallandi að gera við þetta.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.