Vísir - 02.03.1962, Blaðsíða 2
?.
V 1 S 1 R
Föstudagur 2. n>arz 1962
StaBan
Önnur deildin
II ® IJF 1
blasir við Yal
KR - Valur
27:21
Leikur neðstu liðanna í 1.
dcild, K.R. og Vals, varð ekki
eins jafn og vænta mátti. K.R.
tókst að finna smugurnar í
vörn Vals, sem var oft ótrú-
lega lélcg í fyrri hálflcik, um
leið og framlínan var allt of
einhæf og auðlærð af K.R.-
vörninni.
Það voru Valsmenn, sem
skoruðu fyrsta markið, en K.R.
kemst yfir í 3—1. Valsmenn
ógna stöðugt og jafna 4—4.
Um miðbik hálfleiksins var
vörnin bókstaflega „ekki til“,
a. m. k. ekki nema slitur af
vörn, sem hvergi nærri gat
komið í veg fyrir hina hættu-
legu framherja K.R., einkum
Karl og Reyni. Markatalan tók
nú stökk upp á við, þ. e. a. s.
K.R. megin og fyrr en varði
var munurinn orðinn 7 mörk
og í hálfleik var staðan 19—10
fyrir' K.R.
Samt áttu Valsmenn eftir að
skjóta K.R.-ingum skelk í
bringu og minna þá á 2. deild-
ina. Örn skoraði fyrsta mark
síðari hálfleiks en Karl svarar
um hæl. En nú er sem Vals-
menn fái ráðið gangi leiksins
í nokkrar mínútur, sóknin
leikur a þeim hraða, sem hún
ræður við og vörnin leikur
mjög góðan leik. Árangurinn
er sá að Valsmenn skora 6
mörk í röð og minnka forskot
K.R. niður í 20—16 og var ekki
hægt annað að sjá en sigur-
brosið dvínaði á vörum ýmissa
K.R. aðdáenda meðal áhorf-
enda. Heinz, Reynir og Karl
skoruðu næstu 4 mörkin, á leik-
kafla þar sem Valur sleppti sér
Heinz Steinmann, KR, hefur brotizt i gegnum vörnina og er
kominn í skotfæri á Vals-línunni. Það er Örn Ingólfsson, Val,
sem gerir tilraun til að trufla en bak við þá sér í Reyni Ólafs-
son, KR, og Halldór Halldórsson, Val.
út í of mikinn hraða, og það
reið „baggamuninn, Valsmenn
skoruðu fleiri mörk það sem
eftir var, en ekki tókst þeim
að hindra sigur K.R. 27—21,
sem teljast verður sanngjarn,
K.R. var betra,
K.R. fær með þessum leik
fyrstu fjöðrina í hatt sinn á
þessu móti, 2 dýrmæt stig.
Valur hins vegar verður eftir
leikinn skoðað sem „fallkandi-
dat no. 1“.
Reynir og Karl voru að þessu
sinni langbeztir, eins og svo
oft áður. Ekki er hægt að
ímynda sér hvernig liðið liti út
ef þeirra nyti ekki við. Guðjón
átti einnig mjög góð tilþrif og
slapp í heild vel frá leiknum
varði t. d. prýðilega af línu.
Valsliðið er ótrúlega sundur-
laust og vörnin virðist geta
hrokkið í þúsund mola er
minnst varir. Leikur liðsins á
kafla í síðari hálfleik var við
hæfi liðsins, ekki of hraður, þó
ekki hægur, nokkuð yfirvegað-
ur leikur, það er það sem Vals-
liðið á að geta leikið sér til
ábata. Geir og Bergur eru beztu
skotmennirnir en Örn er seigui
leikmaður og sýnir undra fram-
farir.
Hannes Þ. Sigurðsson dænjdi
leíkinn.
f 2. deild léku í gærkvöldi
Framh á bls 5.
f fyrstu deild er staðan nú:
L U J T St. Mörk
FH ...... 3 3 0 0 6 1.09- 60
Fram .... 2 2 0 0 4 61- 40
Víkingur . 2 1 0 1 2 38- 36
ÍR 2 1 0 1 2 41- 60
KR 4 1 0 3 2 85- 92
Valur . ... 3 0 0 3 0 58-104
Markhæstu einstaklingar:
Mörk
Ragnar Jónsson, FH, .... 32
Reynir Ólafsson, KR, .. 28
Birgir Björnsson, FH, . . 24
Karl Jóhannsson, KR, .. 23
Ingólfur Óskarsson, Fram, 22
Evandt vann
á 1.69 og 3.46
Norðmaðurinn Evandt,
sem kemur innan skamms í
boði ÍR og keppir liér í at-
rennulausum stökkum, vann
nýlega hástökk og Iangstökk
án atrennu á Noregsmeistara-
mótinu í Mo, Rana.
Evandt stökk 1.60 í há-
stökki og 3.46 í langstökki.
Ilarald Hæreid frá Oslo vann
hástökkið í unglingaflokki á
1.70.
og íslenzkan
f Daily Record á miðviku-
daginn er St. Mirren liðinu
hælt mikið fyrir hinn góða anda
sem ríkir innan herbúða
þeirra, og bent á að hér ríki
sá hinn rétti andi til að endur-
taka sigurinn í bikarnum frá
1958. Og þetta cnda þótt tveir
af beztu mönnum liðsins séu á
sjúkralista, b. e. hinn frægi
markvörður þcirra Jimmy
Brown og framherjinn Tommy
Bryceland.
Lýsir blaðið nokkuð þeim
góða „móral“ sem liðið býr
yfir og segir m.a. Willie and
Jimmy (Fernie og Brown) tala
saman á íslenzku, þannig að
Tottie er sem þræddur á þráð
er þeir tala.
Körfuknattleiksmót íslanls
að Hálogalandi kl. 8.15:
Meistarafl. k. Ármann—Í.S.
1. flokkur k. Ármann—Í.R.
Bobby Flavell, framkvæmda-
stjóri liðsins segir:
— Við höfum nú gengið í
gegnum tímabil meiðsla og
slysa, en við snúum nú til baka
á réttum tíma og allir erum við
glaðir og náægðir.
— Ég yfirgaf Love Street,
segir blaðamaðurinn — og
fannst ckki nema rétt að að-
vara hin sjö Iiðin sem gera sér
vonir um bikarinn í þessari
keppni.
Glasgow Rangers eru nú
komnir á toppinn í skozku
deildinni eftir að Dundec
hefur leitt deildina í allan
vetur. Unnu þeir í fyrra-
kvöld Motherw. í Ibrox með
2—1.
Rangers hafa þá 40 stig
eftir 25 leiki. Dundee er með
39 stig eftir að hafa Jeikið
einum leik minna.
'iigers m
EriéMttlar
irótiÍM'
MATTHEWS:
800. leikurinn í deildakeppni
Fljótasti knattspyrnumaður
heims, — einnig fljótur í bíl.
Stanley Matthews lék
um helgina sinn 800. leik í
ensku deildarkeppninni. —
Þessi merki leikur var milli
liðs Matthews, Stoke City
og Leyton Orient á heima-
velli Leyton, sem sigraði
1—p. Matthews, sem nú er
47 ára að aldri, átti ekki
eins góðan leik nú og oft áð-
ur, enda sjaldgæft að slíkir
afmælisleikir séu vel leikn-
ir. Stanley hefur samt átt
mjög góða leiki síðan hann
fór yfir til Stoke og gtt stór-
an þátt í velgengni félagsins.
GENTO:
© Gento, fljótasti knatt-
spyrnumaður heims, virðist
fljótur á fleiri sviðum eftir
spönskum lögregluskýrslum
að dæma. Gento ók bifreið
sinni Mercedes 220 Sedan á
ofsahraða á a&ra bifreið,
með þeítm afleiðirigum að
lögreglumaður í hinni bif-
reiðinni, lézt af völdum
meiðsla. Sjálfur slapp Gento
án teljandi meiðsla. Real
Madrid bjargaði þessum
frækna v. útherja frá fang-
elsi með því að bera ábyrgð
á honum. Gento lék með lið-
inu, sem sigraði Juventus í
París, með 3:1