Vísir - 02.03.1962, Side 4

Vísir - 02.03.1962, Side 4
V í S I R Föstudagur 2. marz 1962 Þegar fyrsti gúmbáturinn bjargaöi sex sjdmönnum Samtal við Kjartan Ólafsson útgerðarmann í Vestmannaeyjum Nú síðustu dagana hefir mikið verið rætt og ritað um slysavarnir og öryggistæki sjómanna og er það ekki að ófyrirsynju. í öllum þeim umræðum og skrifum hefir þó tekizt að sneiða hjá því að rekja aðdraganda þess og tildrög, er urðu til þess að grundvalla notkun þeirra björgunartækja er að mestu liði hafa orðið við þær giftu- samlegu bjarganir er átt hafa sér stað nú siðastliðin ár. Þeim, er utan þessara um- ræðna hafa staðið verður á að spyrja, hvort t. d. for- ystumönnum slysavarna og skipaskoðunar væri ekki sæmra að deila um getu og framsýni hvers annars á öðrum vettvangi en í viður- vist alþjóðar svo sem verða vill er deilur eru ræddar í dagblöðum landsins. Væri ekki málstað þeirra beggja meiri þörf á því að þessir að- ilar sameinuðu krafta sína og reynslu til frekari fram- fara og uppbyggingar, því merka starfi er slysavarnir og öryggiseftirlit eru og verða hjá smáþjóð, er öðr- um þjóðum fremur má ekki við því að skörð séu höggin 1 raðir þeirra stétta, er stundá hinn áhaattusama at- vinnuveg þjóðar’ okkar, að draga fisk úr sjó. Þar sem að þessi mál hafa nú verið svo ofarlega á baugi hjá öllum landsmönn- um þá datt mér í hug að fara á stúfana og hitta áð máli þann mann, er fyrstur allra íslendinga varð til þess að koma auga á þann mögu- leika, að gúmbjörgunarbát- ar myndu henta í íslenzkri veðráttu, sjóum og aðstæð- um. Fyrsti gúmbátur á Veigu. Við hittum því að máli Kjartan Ólafsson útgerðar- mann að Hrauni í Vest- mannaeyjum. — Það mun hafa verið þú, sem fyrstur fslendinga bjóst bát þinn gúmbjörgunarbát Kjartan? — Öllu má nú nafn gefa, en vert er að geta þess, að Sighvatur Bjarnason út- gerðarmaður hér í Eyjum, keypti gúmbjörgunarbát skömmu eftir að eg fekk bátinn fyrir Veigu. Munu því bæði hans bátur, Erling- ur og Veiga, hafa verið búin þessum björgunartækjum á vetrarvertíð 1951. — Þar eð eg hygg að les- endum þætti fróðleikur í því að heyra eitthvað um til- drög og aðdraganda að því, að þú festir kaup á þessu björgunartæki þá vænti eg, að þú segir mér stuttlega frá þessum atburði. — Já, það var haustið 1950, sem Skipaskoðunin skrifaði öllum útgerðar- mönnum og tjáði, að krafizt yrði að allir íslenzkir fiski- bátar hefðu björgunarbát'eða fleka. Hjá sölunefndinni. Eg var þá staddur í Reykjavík um haustið og hafði nýlega lesið grein í tímariti um gúmbjörgunar- 1 báta og hafði einnig heyrt, | að setuliðið hefði selt nokkra slíka báta til manna, er veiða í vötnum eða ám. Eg sneri mér því þegar til Sölunefndar setuliðseigna, sem þá var til húsa í Kveld- úlfshúsunum og náði þar tali af gömlum Vestmann- eyingi, Jóni Magnússyni. Eg spurði hann um björgunar- báta og tjáði hann mér þá, að þeir hefðu selt nokkra til manna er stunduðu lax- | og silungsveiðar. Eg sagði honum að eg hefði áhuga á að kaupa einn slíkan bát til nota sem björgunartæki á mótorbát minn. Kvaðst Jón þá ein- mitt hafa þrjá slíka báta til sölu, einn þeirra væri nýr, en tveir notaðir. Ekki gat eg þá afráðið kaupin, eða mig skorti við- urkenningu skipaeftirlitsins á björgunartæki þessu. Lof- aðist Jón þá til að geyma nýja bátinn þar til eg hefði fengið viðurkenningu skipa- skoðunar á bátnum, en kvaðst þó ekki geta geymt bátinn lengur en í þrjá daga. Eg sneri mér samdægurs til Skipaskoðunar ríkisins og . hitti að máli skipaskoðunar- stjóra, er þá var Ólafur Sveinsson. Hvar á að koma þeim fyrir? Taldi Ólafur, að ýms vand- kvæði væru á bátum þessum, svo að þeir kæmu varla til greina með að verða viður- kenndir af skipaskoðuninni. Við ræddum nú málið fram og aftur og spurði eg hann þá hvernig björgunartæki hann ætlaðist til að yrðu á þessum mótorbátum, er áð- urnefnd bréf höfðu krafið björgunarbáta eða fleka. Kvaðst Ó. S. þá gera ráð fyrir, að á bátunum yrðu tunnuflekar eða trébátar. Hvar á að koma slíkum bát- um eða flekum fyrir á mót- orbátum, sem eru rúmlega 20 lestir? spurði eg. Varð þeim þá svarafátt, því að á bátunum eru 8 til 10 menn. Féllst hann þá á að trébátur kæmi varla til greina, en hélt sig þó að því að tunnu- flekar kæmu hér aðeins til greina. Áður en við skildum fekk eg Ólaf til að lofast til að koma með mér inn í Kveld- úlfshúsin til að athuga nán- ar báta þessa. Loforð var fengið um að eg mætti mæta kl. 10 til 11 daginn eftir á skrifstofu skipaskoðunar- stjóra, og að hann myndi fylgja mér og athuga nánar björgunartæki það, sem eg hugðist kaupa. 9 manna bátur. Sama dag hitti eg Ársæl Sveinsson, form. Bátaábyrgð arfélags Vestmannaeyja og Björgunarfél. Vm. og Jónas Jónsson forstjóra, sem þá var staddur í Rvík, og sagði þeim frá því, að skipaskoð- unarstjóri ætlaði að koma með mér til að skoða nýja gerð af björgunarbátum. Morguninn eftir, er ég var á leið niðureftir hitti ég þá, en þeir gátu þá ekki ver- ið með í förinni vegna þess, að þeir þurftu að sitja fund á sama tíma. Varð því úr, að eg fór einn til skipaskoðun- arstjóra og er þángað kom Kjartan Ólafsson útgerðarmaður á Hrauni. var hann tilbúinn og með honum Jón Högnason full- trúi, Hafliði Hafliðason, sem vann á skrifstofunni og einhver sá fjórði, er eg man ekki hver var. Þegar skoða átti bátiniv þá var aðstaða þannig, að rúm var ekki nóg til gagngerðrar skoðun- ar. Var því báturinn fenginn að láni og haldið með hann niður á skrifstofu skipaskoð- unarstjóra. Þetta reyndist vera nýr bátur og er tekið var utan af honum þá reynd- ist hann baðaður talkúmi og á spjaldi, sem fest var við umbúðirnar stóð, að þetta Framhald á bls. 10 Vétbáturinn Veiga, sem fórst 12. apríl 1951. Tveir skipverja fórust en sex björguðust með gúmbjörgunarbáti.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.