Vísir - 02.03.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 02.03.1962, Blaðsíða 6
6 V I S 1 B Föstudagur 2. marz 1962 Riddarinn, sem við sjáum þama, heitir Hans Giint- her Winkler og er einhver þekktasti reiðlistarmaður Vestur-Þýzkalands. Hefur hann sigrað í hvorki meira né minna en 500 reiðmannamótum. Hann hef- ur fimm sinnum verið reiðmeistari Þýzkalands, tví- vegis (1954 og 1955) heimsmeistari og Evrópumeist- ari 1957. Loks var hann meðal beztu manna á OL- mótunum 1956 og 1960. Látiö starfa í görö- unum um vetur. Leiðbeiningar um starfsval. Ólafur Gunnarsson, Hvað viltu verða? — Þriðja út- gáfa, 167 bls. Vegfarandi, sem kemur á krossgötur, svipast um eftir leiðarvísi. Hvert skal halda? Leiðir greinast í margar átt- ir. Aðeins eina þeirra verður hann að velja, ef hann vill komast nokkum veginn greið lega á áfangastað. Sá mögu- leiki er að vísu fyrir hendi að prófa fleiri leiðir, snúa við, hverfa aftur og reyna nýjar, þar til sú rétta er fundin. En slíkt er ötulum ferðamanni sízt að skapi. Þegar skyldunámi unglinga Jýkur, má segja, að þeir standi á krossgötum. Þá ber að höndum þann vanda að velja sér ævistarf eða leið til ævistarfs. Þær leiðir eru nú orðnar furðu margar og f jölg ar ört. Flestir unglingar þekkja eitthvað til örfárra at- vinnugreina, en um miklu fleiri hafa þeir mjög takmark aða eða alls enga vitneskju. Hugurinn hvarflar i ýmsar áttir, en oft er þeim harla ó- Ijóst, hvað þeim er í raun og og veru fært. En flestum er það sameiginlegt, að þeir vilja fræðast um þau mál. Ólafur Gunnarsson sálfræð ingur hefur af einstakri elju grundvallað og stjórnað starfsfræðslu hér á landi. Áð- ur en hann hóf það starf fyr- ir nokkrum árum síðan, munu fáir hafa áttað sig á því, að þess væri brýn þörf, og sum- ir höfðu ekki hugmynd um, að slíkt væri til. Það mál hlaut þó þegar í upphafi hin- ar beztu undirtektir, og nú eru starfsfræðsludagarnir orðnir svo sjálfsagður liður í borgarlífinu, að ófróður gæti haldið, að þar væri um gamla og rótgróna hefð að ræða. Leiðbeiningarrit Ólafs Gunnarssonar, Hvað viltu verða ? er nú komið út í þriðju útgáfu, mjög stækkað. Bætt hefur verið við allmörgum nýjum köflum um störf, sem krefjast háskólamenntunar. Kaflinn um sjósókn og sigl- ingar hefur verið stóraukinn og bætt við köflum um störf verkamanna, verkstjóra og tæknifræðinga. Er ekki vafi á því, að þeir munu vekja for vitni margra, einkum hinn síðast taldi, því að áhugi á tæknimenntun er mjög mikill meðal unglinga. Á hinn bóg- inn er erfitt að afla sér slíkr- ar menntunar enn sem komið er. 1 formála segir höfundur meðal annars: „Unglingar í Reykjavík og annars staðar á landinu, þar sem einhver vísir hefur verið að starfs- fræðslu, hafa sýnt mikinn á- huga á henni, enda lífsnauð- syn hverju ungmenni að fræð- ast um störfin, sem unnin eru í þjóðfélaginu, þannig, að þeir geti valið af þekkingu það, sem þeim hentar bezt. Á- hugi íslenzkra unglinga á at- vinnulífinu hefur m. a. komið fram í því, að aðsókn að starfsfræðsludögunum í Rvík hefur verið allt að níu sinn- um meiri en annars staðar á Norðurlöndum. Sannar það betur en nokkuð annað, hvað íslenzkir unglingaskólar eiga óunnið á þessu sviði“. Satt er það, margt er enn óunnið. Og það, sem þegar hefur verið unnið, er að miklu leyti verk eins manns. En bók in Hvað viltu verða? í hinni nýju útgáfu, þokar þessum málum enn áleiðis. Unglingar og aðrir, sem láta sig þessi mál skipta, munu sannarlega fagna henni. E.J. '■■wfrTTTOSaiWTii OamaS! gunn- fákur kvaddur i Fyrir nokkrum dögum gerðist það í borginni Catan- zaro á ftalíu, að þar fór fram útför ri\eð hermannlegri við- höfn og var þó ekki verið að greftra gamlan stríðsgarp. Italski herinn var að kveðja elzta hest. sem nokkru sinni hefur verið í flutningasveit- um hans, hryssuna Dóru, sem' var felld 53ja vetra gömul. Að vísu hefur ítalski herinn ekki haft neina hesta til af- nota um all-langt skeið, en samt var Dóra gamla á fram færi hjá honum vegna dyggr ar þjónustu, því að hún hafði borið byrðar sínar í fjórum styrjöldum og verið sæmd heiðursmerkjum fyrir að skelfast hvorki sprengjur né vélbyssuskothríð. Félag garðyrkjumanna hef ur sent blaðinu eftirfarandi leiðbeiningar: — Vegna þess hve garðyrkjumenn eru fáir, en verkefnin mörg, vill stjóm Félags garðyrkjumanna vekja athygli garðeigenda á, að vetrarmánuðimir eru nauðsynlegir til ýmsra starfa við gróður í görðum, og er þá fyrst til að taka klippingu trjáa, gresjun runna, úrskurð og hreinsun átusveppa úr trjánum, úðun með vetrar- lyfi, þeir, sem það vilja, láta gjöra, bera húsdýraáburð á gras og í beð. — Margt fleira má gera á þessum tíma árs til að flýta fyrir vorverkum. Sérstaklega viljum við benda fólki, sem ekki , lét klippa tré og mnna á síðasta ári, á að láta gjöra það núna, því það er nauðsynlegt að klipping fari fram annað hvert ár. Þá er ekki síður nauðsynlegt að láta yfirfara trén gegn sveppum, sem geta gjöreyðilagt útlit þeirra á örfáum áram, ef ekki er að gjört. Vetrarmánuðirnir — eða dvalartími gróðursins — er sá tími, sem þessi verk eiga að framkvæmast á, og því j fyrr því betra, því eftir að líf fer að koma í trén er klipp ing ekki heppileg að neinu ráði. Að gefnu tilefni vill stjóm Félags garðyrkjumanna skora á garðeigendur, að fela , aðeins félagsbundnum garð- j yrkjumönnum störf í skrúð- görðum, þar sem nokkur brögð hafa verið að því, á undanfömum ámm, að ófag- j lærðir menn hafi gengið þessi störf, án nokkurra réttinda eða þekkingar til að leysa ' starfið sómasamlega af: hendi. Reykjavik í febrúar 1962. Stjóm Félags garðyrkjumanna. rílAGSLIF SKlÐAFERÐIR um helgina: Laugard. kl. 1, kl. 2 og kl 6. Sunnud. kl. 9, kl. 10 og kl 1. Skíðafólk, munið að landsgang an hefst kl. 3 á laugardaginn við Skíðaskálann i Hveradöl- um. — Skiðaráð Reykjavíkur. | 11 >. Rómverjar sögðu til foma, að gefa þyrfti alþýðu manna „brauð og leiki“, til þess að liún yrði þjál í höndum valdhafanna. — Þetta á enn við, og hinar ýmsu og stórkostlegu skrúðgöngur í einvaldsríkj imum era ekkert annað en framhald „brauðs og leikja“. Myndin hér að of- an er frá Havana á Kúbu, þar sem Castro lét nýlega efna til mikillar skrúð- göngu sjálfboðakennara, sem taldjr voru hafa kennt hverju mannsbami að lesa og skrifa. Geng ustúlkum- ar með risablýanta og hróp uðu: „Castro, nú er enginn ólæs eða skrifandi Iengur!“ ólæs eða óskrifandi leng- ur!“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.