Vísir - 02.03.1962, Page 8

Vísir - 02.03.1962, Page 8
8 V í S I R Föstudagur 2. marz lt)^ ÚTGEFANDI: BLAÐAÚTGÁIAN VÍSIR Ritstjórar: Hersteinn Pólsson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjór- ar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla: Ingólfsstrœti 3. Áskriftargjald er krónur 45,00^6 mónuði. — í lausasölu krónur 3,00 eintakið. Sími 1 1660 (5 línur). - Félags- prentsmiðjan h.f. Steindórsprent h.f. Edda h.f. '» - - j Húsnæðismálin Hvenær sem minnzt er á húsnæðismálin, er eins og títuprjóni sé stungið í skriffinna Þjóðviljans og Tímans. Þeir rjúka upp til handa og fóta og hefja lofsönginn um vinstri stjórnina sálugu og afrek hennar. Áður en vinstri stjórnin tók við, höfðu Sjálfstæðis- menn haft forustu um miklar framkvæmdir í bygg- ingamálum og ráðstafanir, sem auðvelduÖu fólki að koma sér upp húsnæði: Má minna á eftirfarandi átriði: Eigin vinna við íbúðabyggingar var undanþegin skatti. Bygging smáíbúða var gefin frjáls. Lánsfjármál- in voru endurskoðuð. Lánadeild smáíbúða starfaði um tveggja ár skeið. Sett voru lög um húsnæÖismálastjórn, veðlán til íbúÖarbygginga og útrýmingu heilsuspillandi húsnæðis. Með þessari löggjöf var tryggt mjög aukið fjár- ma^n til húsbygginga og voru þau mál því komin í mjög gott horf, þegar vinstri stjórnin tók við þeim. En Adam var ekki lengi í Paradís. Á stuttum tíma tókst stjórninni að afreka hvorutveggja: lækka lán til íbúðarbygginga um 33% og hækka byggingar- kostnað um nálega 100 þús. kr. á 100 ferm. íbúð. Þetta þótti býsna laglega af sér vikiÖ, og er ekki nema von að Tíminn og Þjóðviljinn minni á þessa sælu- tíma, þegar þeir eru að ráðast á núverandi ríkisstjórn fyrir aðgerðir hennar í húsnæðismálunum! Það er alkunna, að þessi mál komust í fullkomiÖ öngþveiti hjá vinstri stjórninni, og hún lét sig það engu skipta. Hið eina, sem Framsókn og kommúnistar lögðu áherzlu á, var að trúnaðarmenn þeirra í Húsnæðismála- stjórn veittu lánin eftir pólitískum lit, og má í því sam- bandi minna á reikningsskil þeirra Hannesar Pálssonar og Sigurður Sigmundssonar á sínum tíma. Þeir ættu að þegja Hjá því getur ekki farið, að þegar þessi mál eru rifjuð upp, eins og raunar öll verk vinstri stjórnarinnar, verði allur samanburður, Framókn og kommúnistum mjög óhagstæður. Þeir ættu því að hafa sig hæga og halda sér saman. Þeir sem voru að byggja á tímum vinstri stjórnarinnar og ekki voru í náðinni hjá vald- höfunum, munu áreiðanlega ekki minnast þeirra tíma með miklu þakklæti. Þegar núverandi ríkisstjórn lagði fram frumvarpið um hækkun á lánum HúsnæÖismálastjórnar úr kr. 100 þús. í kr. 150 þús. og lagÖi jafnframt til að Byggingar- sjóður verkamanna yrði stórlega efldur, brugðu mál- gögn stjórnarandstöðunnar strax við, og eru að tönnl- ast á því síðan, að engin hjálp sé í þessum ráöstöfunum. Þetta er að vísu þveröfug stefna við þá, sem vinstri stjómin fylgdi, en er ekki full langt gengið, að reyna að telja fólki trú um, að 50% hækkun á lánum til hús- næðisbygginga sé yerri en 33% lækkun? fV V 1 ( t u f I nn rs ov'nivr Teikningin sýnir hugsanleg bílastæði við Miðbæinn í framtíðinni. Þau eru miðuð við skipu- lagsuppdrátt Bredsdorffs, svo að þau komaekki heim við núverandi gatnaskipan. En samkvæmt þessu yrðu stór bílastæði austan við Hafnarhúsið (120 bílar), við Grófina (134 bílar), efst í Grjótaþorpi meðfram Garðastrætinu (142 bílar). Á svæðinu þar sem Grjóta- gata er nú (42 bílar), við Austurvöll (23 bílar) og við Alþingishúsið (71 bíll). 600 stæði í miðbænum Á uppdrættinum hór fyrir ofan sést hugmynd danska umferðarmálasérfræðingsins Anders Nyvig um það hvern- ig Ieysa megi bílastæða- vandamál miðbæjarins í Reykjavík. Hann gerir ráð fyrir því, að komið verði upp um 600 bílstæðum á stórum samfelldum svæðum, en þá yrði tekið fyrir það, að menn legðu bílum sínum á göturnar, svo að umferð ætti að geta orðið greiðari. Er yfirlitsmynd þessi tekin úr skýrslu sem hann hefir ný- lega samið í sambandi við heildarskipulagsupdrátt prófessors Bredsdorff. Hugleiðingar uin framtíðina. Engum kemur auðvitað í hug, að tillögum Nyvigs verði komið framkvæmd þegar í stað, en þær gefa efni til hugleiðinga um um- ferðarvandamál framtíðar- innar í Reykjavík. Á næstu 20 árum gerir Nyvig ráð fyrir að bílaumferð til og frá miðbænum verði allt að þrisvar sinnum meiri en hún er nú. Og hvað skal þá til ráða taka? Nú þegar er bíla- stæðavandamálið orðið al- varlegt. Ef menn aka á bíl- um til skrifstofú sinnar í miðbænum, þurfa þeir orðið að leita lengi að bílstæði og loks að ganga góðan spöl frá bílstæðinu til skrifstofunnar. Mikill hluti bílstæðanna er til hliðar á hinum þröngu götum, svo öll umferð tefst við það. í skýrslu sinni segir Ny- vig, að ekki sé vitað með vissu um bílstæðaþörf mið- bæjarins, en hún er sýnilega mjög mikil, þar sem nauð- synlegt . hefir reynzt að skammta tímann með stöðu- mælum á 1/3 bílstæðanna í þessum hluta borgarinnar. Þyrfti 1400 stæði. Telur Nyvig að bílastæða- fjöldinn í miðbænum sé nú allt of lítill. Mun heildar- tala bílstæða bæði á bíla-- plönum og á götunum vera aðeins um 400. Ástandið i þessum málum í framtíðinni fer eftir þróun miðbæjarins, en ef litið er á skipulagsáætlun Bredsdorffs og gert ráð fyrir einu bíl- stæði á hverja 25 fermetra af búðarsvæði og einu fyrir hverja 100 fermetra af skrif- stofusvæði þýðir það að við miðbæinn þyrfti hvorki meira né minna en 1400 bíl- stæði. í tillögu þeirri, sem Nyvig gerir hér um ný bílstæði er rúm fyrir kringum 600 stæði. Erfitt er að koma fyr- ir fleiri stæðum á þessu svæði og gæti það bent til þess, að nauðsynlegt yrði að byggja fleiri hæða bíla- geymslur. En í því sambandi verður þó að geta þess, að slíkar geymslur koma ekki fyllilega að gagni í verzlunar- hverfi. Þar er þýðingarmeira að fá stæði til stuttrar geymslu. Loks segir Nyvig, að bíl- stæðavandamál miðbæjarins sé ein sterkasta röksemdin fyrir því að í framtíðinni verði að draga úr aðsókninni að miðbærtum með því að dreifa skrifstofum og stofn- unum víðar út um borgina. ,V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV.V.V.V.V.Vr.V.V.V.V,V.V.V.V.V.V.V.V.V.W/.V.V.V > ! >

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.