Vísir - 02.03.1962, Qupperneq 15
Föstudagur 2. marz 1962
V ! S 1 R
15
\ CHARLES JACKSON:
NÆIU
gengum um ganginn. Gerald
var þögull við morgunverð-
inn; hann sagði ekki orð.
Hann leit ekki á mömmu og
ekki á okkur.
Þegar við höfðum lokið
við að borða sagði mamma:
— Don og WarÉick, þið far-
ið í skólann núna. Þið þurfið
ekki að bíða eftir Gerald.
Hann ætlar að vera heima
stundarkorn og fara með
Henrik frænda á lestarst.öð-
ina, þegar allir aðrir eru
komnir í skólann. Ætlarðu
ekki að gera það, Gerald?
Og um hádegið, þegar þið
komið heim að borða, verður
hér allt eins og venjulega.
Henrik frændi ykkar verður
farinn og Bartles fólkið eru
þau einu, sem vita nokkuð
um þetta, og við reynum öll
að gleyma þessu. Ég á við
það, sagði hún, — að þetta
var — jæja, — dálítið óþægi-
legt fyrir sum af okkur, ef til
vill, og ég er viss um að Hen
rik frændi vildi sízt af öllu
verða orsök til vandræða fyr
ir Gerald eða nokkurn annan.
Er þetta ekki satt, Gerald?
Gerald mælti eklti orð.
— Mér þykir fyrir því að
verða að biðja þig um þetta,
sagði mamma, — en þú ert
nú nokkurs konar húsbóndi
héma í húsinu og sá eini, sem
getur gert það . . . Svona far-
ið þið nú á stað, Don. Þið
Warwick farið nú í skólann.
Gerald kemur ekki í skólann
fyrr en seinna.
Um hádegið þegar við War
wick komum ofan götuna og
snerum að húsinu okkar sá-
um við undarlega sjón á bak
dyratröppunum. Dýnan úr
rúmi Warwicks, þar sem
Henrik frændi hafði sofið,
var breidd út yfir girðinguna
á tröppunum og það var dökk
ur blettur á henni. Og á
þvottasnúrunni, baka til,
hengu lök og jafnvel ábreið-
an úr rúminu.
Gerald kom heim skömmu
síðar og þegar við settumst
við miðdegisverðarborðið vor
um við öll afskaplega vand-
ræðaleg. Eftir stutta stund
sagði mamma. — Jæja, Ger-
ald, ætlarðu að segja mér
hvernig fór? Mig langar til
að vita þetta, ef þú vilt segja
mér það.
— Ojá — jæja, sagði Ger-
ald og virtist fara undan í
flæmingi. — Hvers vegna
ætti ég ekki að segja þér það ?
Við gengum bara til stöðvar-
innar og fórum bakvegi. Og1
ég keypti handa honum far-j
seðil til Chicago, eins og þú
sagðir mér. Þetta er allt og
sumt.
— Beiðstu eftir því að |
lestin kæmi inn ? sagði
mamma, — og fylgdirðu hon-
um upp í lestina?
— Já, það gerði ég, sagði
Gerald, án þess að líta á
nokkurt okkar. — Hann
skreið upp í lestina og ég
fékk honum gömlu ferðatösk
una, sem þú gafst honum —
hann veifaði til mín og ég
veifaði á móti — og þá er
sagan búin. — Ég mætti ekki
neinum, sem við þekkjum,
mælti hann ennfremur háðs-
lega — ef það er það sem þú
átt við.
— Nei, Gerald, sagði
mamma, — þú reizt uð það
var alls ekki það sern ég átti
við.
Við mötuðumi.il þöfful eftir
þetta, þangað til síminn
hringdi. Gerald stóð upp til
þess að anza honum. Hann
kom aftur eftir andartak. —
Það er til þín, mamma, sagði
hann, — það er faðir Dillon.
— Ja héma, sagði mamma
og stóð upp. — Hvers vegna
er katólski presturinn að
hringja til mín?
— Hvernig ætti ég að vita
það, sagði Gerald. — Hann
sagðist vilja tala við þig.
Mamma fór inn í dagstof-
una og að símanum. Við
heyrðum hana segja: — Já,
faðir Dillon ? Já — Oh — Mér
þykir ákaflega mikið fyrir
þessu ... Já, hann er það . ..
Já, það er rétt, hann er það,
faðir Dillon. — Gerið svo vel
að lofa mér að hringja yður
upp aftur — má ég það ekki ?
Ég verð að hugsa mig um
fyrst. Þakka yður fyrir, faðir
Dillon. Ég ætía að síma aftur
eftir stutta stund.
Mamma kom aftur inn í
borðstofuna. Hún studdi báð
um höndum á borðið leit á
Gerald og sagði: — Gerald,
þú laugst að mér! Hvers
Húr i Gamla Híé
— folý tóntæki —
® Aðeins 71689 innflytjendur
komu til Kanada ilrið seni leið
— og er það ein Iægsta inn-
fiytjendataia þar i landi uni
Iangt árabil.
• I Austurríki hafa lieilbrigðis-
yfirvöldin varað við að nota
rigningarvatn eða bráðinn snjó
til matar eða drykkjar. Orsök-
in: Aukin geisiavirkni.
GAMLA Bló liefur nú feng-
ið stórmyndina Ben Húr til
sýningar — og ný tóntæki
sett upp í kvikniyndahúsinu
af því tilefni.
Af þeim ellefu „Oscar“-verð
launum er kvikmyndin Ben-
Húr hlaut á sínum tíma, voru
tvenn veitt fyrir „beztu drama
tisku músík" og „beztan
hljóm". Og í tilefni af sýning-
um á Ben-Húr hafa verið sett
upp í Gamla Bíó tóntæki af
nýjustu og fullkomnustu gerð,
fyrir svokallaðan margrása
segultón. Tóntæki þessi, sem
eru frá Philips-verksmiðjunum
hollenzku, framieiða stereofón
ískan hljóm, og gera það mögu
legt að hljómflutningur á tali
og tónlist kvikmyndarinnar
verði með sem mestum raun-
veruleikablæ. SHkur hljóm-
flutningur var fyrst notaður
erlendis í Cinerama-kvikmynd-
unum, og siðar í sambandi við
TODD-AO kvikmyndirnar. Til
þessa hefur verið notuð ein há
talara-samstæða i kvikmynda
húsum, sem komið var fyrir
bak við mitt sýningartjaldið,
og tal og tónlist kom ávállt
frá einum og sama stað. Hin
nýja aðferð notast við marg-
ar hátalara-samstæður, sem
eru dreifðar bak við allt sýn
ingartjaldið, þannig að það er
tryggt að hljóðið komi i hvert
skipti frá réttum stað mynd-
flatarins. Ennfremur er hátöl-
urum komið fyrir frammi i á-
Barnasagan Kalli kafteinn
41
Vinir okkar
heyrðu prófes-
sor Blaðgræn
koma með hjól
börur fullar af
körfum og þeir
fiýttu sér að
fela sig bak við
runna. „Hann
ætiar að senda
piönturnar út á sjó strax I dag
og síðan eiga þær að synda
yfir hafið og ráðast á megin-
löndin og eyða mannkyninu".
„Tiuþúsundhákarlar", tautaði
Kalli, „strax í dag? £>á verð-
um við að gera eitthvað þeg-
ar í stað, áður en það er um
* FLJÓTAND! EYJAN
seinan. Hvað getum við tekið
til bragðs?" „Já, en þvi hef
ég séð fyrir", sagði Tommi
hlæjandi. Og síðan útskýrði
hann fyrir Kalla og Stebba,
hvað hann hafði verið að gera
alla nóttina. „Og allar nýju
Stepparis Vulgarisurnar eru
nú orðnar plöntuætur og eru
nú í fullum gangi að rífa kjöt-
ætur prófessorsins í sig". Kalli
andvarpaði af feginleik og
klappaði Tomma á öxlina.
Hann varð að viðurkenna að
Tommi litli væri dugnaðar
strákur, það yrði áreiðaniega
eitthvað úr honum. Enginn
þeirra sá andlit prófessorsins,
þegar hann kom inn í gróð-
urhúsið, en þeir heyrðu, er
hann æpti upp yfir sig.
horfendasalnum, til að auka
enn áhrif hljómflutningsins og
gera hann sem eðlilegastan.
Kostir hinna nýju tækja munu
greinilega koma í ljós, þegar
sýningar á Ben-Húr hefjast.
Tóntækin, sem Gunnar Þor-
varðsson annaðist uppsetningu
á, munu verða notuð við allar
meiriháttar kv-ikmyndir, sem
Gamla Bió fær I framtíðinni.
UM KVIKMYNDINA.
Ben-Húr er gerð af banda-
riska kvikmyndafélaginu MGM
í Cinecitta-kvikmyndaverinu í
nánd við Rómaborg. Kostnað-
ur við töku myndarinnar varð
15 millj. dollara (um 645 millj.
ísl. króna), enda er það dýr-
asta kvikmynd, sem gerð hef-
ur verið til þessa. Kvikmynda-
takan hófst 20. mai 1958 með
kvikmyndun kappakstursins
mikla, og tók það þrjá mán-
uði að gera það atriði mynd-
arinnar, en alls stóð taka
myndarinnar yfir S tíu mán-
uði. Áður en sjálf myndatakan
hófst, hafði undirbúningur
hennar staðið yfir I fimm ár.
T. d. unnu yfir eitt þúsund
ítalskir smiðir og verkamenn S
heilt ár að þvi að útbúa hið
mikla hringsvið, þar sem kapp
aksturinn fer fram. En alls
eru leiksviðin um þrjú hundr-
uð talsins I myndinni. Þá
þurfti að smiða 50 skipslíkön
fyrir sjóorustuna; 78 sérstak-
lega tamdir hestar voru keypt-
ir frá Júgóslavíu, 12 úlfkldar
frá Norður-Afríku og allt eft-
ir því. Til að stjórna öllum
þessum framkvæmdum var val
inn kvikmyndaframleiðandinn
Sam Zimbalist, en meðal kunn-
ari kvikmynda hans eru „Quo
Vadis" og „Námur Salómons
konungs", Zimablist lézt af
hjartabilun i Rómaborg, áður
en myndin var fullgerð. Leik-
stjórn í myndinni hafði með
höndum William Wyler, og er
hann talinn vera einn vandvirk
asti kvikmyndastjóri, sem nú
er uppi. Hann hlaut „Oscar"-
verðlaunin árið 1960 fyrir leik-
stjórn sina i Ben-Hur. Er það
í þriðja sinn, sem honum hlotn
ast sá heiður.. Ben Hur hefur
hlotið ellefu „Oscar"-verðlaun
og hefur engri kvikmynd áður
hlotnazt slikur heiður. Hún var
m.a. verðlaunuð bezta mynd
ársins — Charlton Heston
bezta leikafrek — bezta lit-
kvikmyndun — beztu leiksvið
— beztu búningar — beztu tón
list — beztan hjjóm o.fl.