Vísir - 08.03.1962, Síða 5

Vísir - 08.03.1962, Síða 5
Fimmtudagur 8. marz 1962 VI6IB s Bitnar ekki á Loftleiðum ■ segir Krfstján Guðlangs- son frs. Loftleiða h.f. í tilefni af frétt á öðrum stað hér í blaðinu í dag sneri Vísir sér til formanns félags- stjórnar Loftleiða h. f., Krist- jáns Guðlaugssonar hrl. og innti hann eftir því hvaða áhrif fargjaldalækkun stóru flugfélaganna hefði á starf- semi Loftleiða. Kristján Guðlaugsson sagði, að sú fargjaldalækkun hefði engin áhrif á starfsemi Loft- leiða og ekki fyrirsjáanlegt að hún bitnaði á þeim í því formi sem hún kemur fram í. Það ■ er fyrst og fremst, sagði Kristján af því áð Loftleiðir flytja yfirleitt fáa ferðamanna- hópa. f öðru lagi eru þær regl- ur, sem flugfélögin hafa sett um þessi hópfargjöld þess eðlis, að það er erfitt, einkum fyrir ameríska farþega, að not- færa sér þau hlunnindi sem þar eru boðin. Meðal annars vegna þess að fargjaldaafslátt- urinn er ekki í gildi um helgar, en það er ekki sízt sá tími sem fólk notar til ferðalaga. Við liöfum bætti Kristján ennfremur við, verið á öðrum markaði bæði austan hafs og vestan. Og þar við má bæta að ferðamönnum þeim, sem viðstöðu hafa á íslandi, fer stöðugt fjölgandi. Þar af leið- andi sjá Loftleiðir h. f. ekki ástæðu til að breyta fargjöld- um sínum að svo komnu máli og við reiknum heldur ekki með að þessi ákvörðun stóru flugfélaganna hafi nejn áhrif á farþegafjölda eða farþega- þjónustu Loftleiða. Skipstjórinn — Frh. af 16. s. vegar hefur enn ekki fengizt upplýst, hver það var. sem greiddi öðrum ungum Siglfirð- ingi hnefahögg. Var það högg greitt í þvögu en alls höfðu fimm skipsmenn af brezka togaranum farið í land. Geoffrey Roberts viðurkenn- ir að hafa brotið stóra rúðu í Diddabar og ennfremur að hafa hellt bjór niður á menn sem þar voru. Hafa nú verið bornar fram skaðabótakröfur á hendur honum fyrir rúðubrot, meiðsl og skemmdir á fötum sem munu nema í kringum 15 þús- und krónum. Kom kurteislega fram. Hinn’ ungi skipverji sem varð svona æstur í ölvunarástand- inu fyrir tveimur dögum kemur hins vegar mjög vel og kurteis- lega fram fyrir réttinum og er hinn myndarlegasti pilt'ur að ytra útliti. Bretarnir hafa og látið þau ' orð falla, að þeir hafi aldrei sætt kurteisislegri meðferð hjá lögreglu en nú hjá lögreglu Siglufjarðar. Eru þeir fullir iðrunar og yfirbótar yfir þess- um óhappaverkum. Þeim hefur verið skipaður réttargæzlumaður, Einar Hauk- ur Ásgrímsson verkfræðingur, dómtúlkur er Knútur Jónsson fulltrúi hjá Síldarútvegsnefnd, en Ármann Jakobsson lögfræð- ingur fer með skaðabótakröf- urnar. Enn er óvíst hvenær dómur verður kveðinn upp yfir skip- stjóranum og árásarmanninum. Framh. af 1. síðu. að hér væri um kynþáttaofsókn að ræða og réðst gegn hinum óeinkennisklædda lögreglu- manni og var hann sleginn nið- ur. Handtekinn. Við þetta komst svertinginn enn undan en brátt þrengd- ist hringurinn um hann. Hann hljóp gegnum Ködbyen og alla leið út að Enghave. Þar var hann loksins gripinn eftir lang- an eltingaleik og var þá laf-! móður af hlaupum og uppgef- inn. Dröfn dregin tiE Kefiavíkur Vélbáturinn Dröfn frá Hafnarfirði var á leið til heimahafnar í gær er vélin bilaði út af Gerðatanga. Var hvöss hafátt og kall- aði báturinn á hjálp gegnum Keflavíkur Radíó. Kom Sæ- ljón úr Vogum honum til lijálpar og dró hann inn til Keflavíkur. Stórfelld Sækhun far- gjalda yfir Atlantshaf Á laugardaginn taka sfóru flugfélögin á ieiðinni yfir Atlantshafið upp ný og miklu lægri fargjöld en áður. Fargjaldalækkun þessi gildir aðeins fyrir hópferðir. Með henni von- ast fiugfélögin eftir stór- auknum flugferðum. Búast |>au við 25—30% aukn- ingu flugferða við slíka íækkun. Þau búast eink- um við því að með þessari breytingu hefjist mikill straumur evrópskra túrista til Ameríku, en fram að þessu hefur straumurínn aðallega veríð ameriskir túristar til Evrópu. 300 dollara New York — London. Eftir þessa fargjaldalækkun mun flugið fram og aftur yfir Atlantshaf kosta um 300 doll- ara og getur jafnvel farið niður í 2V4 dollára á mann, ef um er að ræða 25 manna hópa eða meira. Gildir það fargjald þá milli New York og Shannon á írlandi. Milli New York og London verður farið 300 doll- arar, New York og Róm 385 dollarar. Hægt verður að fá far á þessu gjaldi allan ársins hring. Til samanburðar má geta þess, að skrifstofa Loft- leiða gefur þær upplýsingar að fargjald New York—London fram og til baka sé 416 doll- arar. Þotumar fylltar. Með þessari fargjaldalækkun vonast stóiJu flugfélögin eftir því að flugvélarnar fyllist af farþegum, en síðan þoturnar komu til skjalanna hafa þær flogið hálffullar yfir hafið. Með fjölgun flugfarþeganna vonagt flugfélögin einnig til að þau geti ’ dregið úi tapinu á flugleiðinni yfir Atlantshafið sem skipti milljónum dollara á síðasta ári. Mill jónat jón Framh. af 1. síðu. eftir því, að rennur og ýmis iönnur tæki, sem notuð voru til flutnings og vinnslu á salti, var koparslegið og datt honum í hug að e. t. v. váeri orsökina þar að finna. Tók hann þá til salt. Hefði þégar verið söltuð 60—70 tonn af fiski úr þessari blöndu og var nú beðið eftir því, hvort gula.kæmi þar fram. Þar átti að fleygja um 200 tonn- um af salti í sjóinn. Hraðfrysti- |hús Þórkötlustaða hafði fengið við rannsóknir hér heim_ og um 80 tonn af salti og notað tókst að framleiða sams konar, meirihlutann, en um 5 tonn gulu í fiski, með því að blanda voru sýnilega skemmd. Hjá örlitlu magni af kopar í saltið. Gjögur h.f. voru ca. 10 tonn af Vegna þessara rannsókna Geirs fiski ónýt, hjá Arnarvík h.f. á- voru öll kopar- og eirtæki bann- líka magn og svo mætti lengi færð í sambandi við saltvinnslu telja. og flutning, enda hefur ekki borið á þessu síðan. | Nú hefur verið upplýst, að skip það, er flutti 900 tonna1 Fiskur með þessum lit er ó- seljanlegur á venjulega mark- | aði, eða að reynt; verði að harð- . . . fellur geysilega í verði, jafnvel saltfarm til Suðurnesja fynr , ... .______* .. . u__ ijt _____f. , Pott hsegt verði að selja ^ann sem gallaða vöru á aðra mark- nokkru, hafi þar áður verið í brotajárnsflutningum, og eru allar líkur til þess að kopar- agnir hafi leynzt í lestum þess, en ekki mun þurfa nema einn aði, eði að reynt verði að harð- þurrka hann og selja til Suður- Ameríku, en líklegt þykir að .... , ,,. . guli liturinn deyfðist mikið hluta kopars a moti milhon af l •* ,__ , , , „'við harðþurrkun. Bar ollum salti til að spilla þvi, en það ... ,. . , . . syðra saman um það, að fisk- þyðir, að eitt kilo kopars í lest- . ... , , ’ . urinn væri gæðavara, þrátt fyr- um skipsins hefði nægt til að gereyðileggja allan farminn. Geir Arnesen hefur tekið sýn- ishorn af saltinu og er það í rannsókn en niðurstöður munu ekki kunnar ennþá. í samningi Kal & Salts við eigendur salt- skipsins, er tekið fram, að eig- endur ábyrgist að kopar kom- ist ekki í saltið í skipinu. Við athugun fiskimatsstjóra í gær, kom það greinilega í ljós, að þær verstöðvar, sem fengið höfðu salt síðast úr skipinu, þ. e. a. s. neðst úr lestinni, höfðu orðið harðast úti, enda tóku þeir þegar eftir því, að síðustu bílfarmarnir voru mun dekkri og fóru jafnvel fram á afslátt af þeim sökum. Þykir því sýnt, að koparagnir hafi leynzt í lest- arbotninum og eyðilagt saltið sem var neðst i lestinni, enda er sá fiskur, sem saltaður var með því þegar orðinn dökkgulur. Er óvíst, hve mikill hluti saltsins hefur verið koparmengaður, en því minna sem koparmagnið er, því lengri tíma tekur það að koma fram á fiskinum. Þar að auki var saltinu víða blandað saman við eldra salt, sem fyrir var, og hefur ekki tekizt að grafast fyrir um, hvað orðið hefur af öllu því saltmagni, sem með skipinu kom, en það dreifð- ist víða um Suðurnes. Er því ekki csennilegt að skemmdir eigi eftir að kóma víðar fram á næstu vikum, og verður ekki hægt að meta skaðann fyrr en að nokkru ‘ tíma liðnum, en víst er að hann skiptir milljón- um. Fiskimatsstji' ri gat þess í gær að við lauslegan útreikning mætti áætla, að í hvert tonn af salfiski færi um tonn af salti. Samt mun reynast erfitt að gizka á það fiskmagn, sem get- ur skemmzt, því að bæði er það að ekki hefur allt saltið verið notað. en sums staðar b'andað öf 'u salti. tem dæmi þess má benda á að hjá Þorbirni h.f., hafði 137 tonnum af menguðu salti verið blandað í gamalt ir litinn, sem engin áhrif hefur á bragðið. Kom til orða, hvort ekki mætti sel,ia hann á innan- landsmarkaði, en lög munu mæla svo fyrir, að engan fisk megi selja hér, sem ekki er í öðrum gæðaflokki eða ofar, en fiskur með þessum göllum verð- ur ekki metinn í gæðaflokk, og virðist sú leið því útilokuð, jafn- vel þótt hér sé aðeins um út- litsgalla að ræða. Vitasklplð Frh. af 16. s. — Að sjálfsögðu er þetta skip verulega minna en t. d. Óðinn og getur aldrei komið að sama gagni og hann til gæzlustarfa, þegar t. d. þarf að veita togurum eftirför, sem ætlar að komast undan. Hins- vegar má geta þess, sagði Hjálmar R. Bárðarson, að sér- stakar ganghraðaprófanir voru gerðar f tilraunastöð í Dan- mörku. Var eg sjálfur viðstadd- ur þessar prófanir. Línur í skrokki skipsins reyndust það góðar, eins og þær voru upp- haflega hugsaðar, að sérfræð- ingar tilraunastöðvar þessarar töldu ekki neina ástæðu til að breyta skrokklínum hið minnsta. Verður ganghraði skipsins, sem verður eins og eg sagði áðan, um 350 tonn, eins mikill og hægt er að fá miðað við vélaorku, stærð skipsins og gerð. Þessi gang- hraðaprófun var gerð með það fyrir augum, að skipið verði notað að einhverju leyti til gæzlustarfa við lgndið. Til björgunarstarfa mun tæplega vera annað skip í flotanum hentugra. Skip eins og Óðinn, sem að sjálfsögðu er fullkomið sem gæzluskip, myndi hinsveg- ar ekki henta vitamálunum til flutninga og annarar þjónustu við vitana hríngum landið. sagði skipaskofunarstjóri að lokum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.