Vísir - 08.03.1962, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 8. marz 1962
V I S I B
7
eftir Hannes Pétursson
fsland er einkennileg fóst-
urmold. í sannleika sagt
hefur landið alla tíð verið
þjóðinni óviðráðanlegt. Hún
hefur átt í höggi við það öld
fram af öld, í stöðugu návígi
við eld þess og ís. Og loks nú,
þegar landið hefur blíðkazt
og þjóðin er tekin að njóta
gæða þess í fyrsta sinn svo
nokkru nemi, þá kemur á
daginn, að hún megnar ekki
að verja það fyrir hugsanleg-
um óvini. ísland hefur tvisv-
ar verið hertekið á fáeinum
mínútum, í fyrra skiptið
1809 af dönskum grallara-
spóa, í síðara skiptið 1940 af
nokkrum illa vopnuðum
brezkum nýliðum.
|'
Frá lokum síðari heims-
styrjaldar hefur aðeins einn
aðili seilzt til landa í Evrópu.
Bandalag ■ Atlantshafsríkj-
anna er ekki annað en til-
raun til að stöðva þessa á-
sókn, tilraun viðkomandi
þjóða til að fá að eiga lönd
sín í friði, menningu sína,
frelsi sitt. Riki þessi eru
hvergi nærri alfullkomin, og
Portúgal býsna óheppilegur
félagi eins og sakir standa, en
fjórum af hverjum fimm ís-
lendingum blandast þó fkki
hugur um, að okkur sé nauð-
syn á að vera í þessu banda-
lagi, úr því þjóðir heimsins
bera ekki gæfu til að standa
allar saman, heldur í önd-
verðum fylkingum.
Atlantshafstandalagið er
því aðeins leið að takmarki,
ekki takmarkið sjálft. Til eru
þeir, sem telja, að sama tak-
marki náum við aðeins með
því að vera ekki í bandalag-
Hannes Pétursson.
inu, og enn aðrir eru þeir,
sem ekki vilja, að landið sé
í bandalaginu, af því að þeir
bíða þess, að málum íslands
verði fjarstýrt úr austurvegi.
Þessi hópur ætti raunveru-
lega að eiga heima annars
staðar. Síðast nefndu aðil-
arnir hafa bundizt samtökum
hvernig sem á því stendur.
Þorri fslendinga er þeirrar
skoðunar, að varnir landsins,
sem eru jafnframt liður í
vörnum Vestur-Evrópu og
Norður-Ameríku, séu eina
raunhæfa leiðin til að tryggja
þjóðinni, að hún megi halda
áfram að vera hún sjálf, varn
ir íslands séu sjálfstæðismál
hennar, nú á miðri þessari
öld, hversu oft og hversu hátt
sem ritstjórarnir á Skóla-
vörðustíg 19 og fylgilið
þeirra talar um föðurlands-
svik og landsölu, þetta fólk,
sem er á vikulegum þeytingi
milli Reykjavíkur , og
Moskvu.
En sagt hefur verið, að
maður skyldi vara sig á vin-
um sínum. Og margt er vit-
lausara en það. Enda þótt við
tökum þátt í vörnum Atlants-
hafsríkjanna með því að ljá
Keflavíkurflugvöll amerísk-
um her, á vera hans ekki að
koma hér við sögu að öðru
leyti. Hann á ekki að hafa
með höndum sk^mmtistarf-
semi í landinu, nærvera hans
á ekki að teygja sig inn á
annað hvert íslenkt heimili.
Og það er í engu viðspyrna
við Atlantshafsbandalaginu
að hamia gegn því. Við vilj-
um hvorki láta sovétísera né
ameríkanisera okkur. Gerist
annað tveggja, sama hvort
heldur er, lít ég svo á, að At-
lantshafsbandalagið hafi
brugðizt fslendingum.
Hanncs Pétursson.
f fréttaauk-1 undarfirði um roðskó, sem al-
heyrð-! gengir voru vestur þar áður
við fyrst fyrr, allt til 1930. Voru skórn-
Stokk- ir aðallega sniðnir úr steinbíts-
viðtal roðum, en einnig úr hákarls-
Ólafs Jónsson- |skráp. Þetta var fróðlegur þátt-
ar við Friðrik ur.
Ólafsson, skák
meistara. •—
Heldur var dauft hljóð í Frið-
riki okkar, því lánið hefur ekki
leikið við hann á þessu móti.
Við megum ekki ætlast til of
mikils af honum og vera van-
þakklát, því þótt hann hafi ekki,
í þetta sinn, verið meðal þeirra
efstu, hefur frammistaða hans
Ásgeir Blöndal Magnússon,
cand mag. sagði, í fáum orðum
. -\ frá sögu færeyskunnar, þeirr-
ar tungu, sem skyldust er ís-
lenzkunni, en við gefum oft
minnstan gauminn. Þetta var í
þættinum, „íslenzkt mál“.
Eftir seinni fréttir var út-
varpað lýsingu á sundmóti í
verið landinu til sóma. Vonandi [ Sundhöllinni. Heyrðust þaðan
gengur honum enn betur næst. tíðir hvellir, bæði þegar skotið
Síðan minntist Jónas Guð-
mundsson, form. Samb. ísl.
sveitarfélaga dags Evrópu.
Kvöldvakan var löng og all-
viðamikil. Auk hinna föstu liða,
fornritalesturs, íslenzkrar tón-
listar og þjóðsagnalesturs,
heyrðum við síðari hluta frá-
söguþáttar Þormóðs Sveinsson-
ar, „Út fjörðu — inn Látra-
strönd“. Eins og fyrri hluti þátt-
arins var þessi mjög vel sam-
inn og flutningur Andrésar
Björnssonar ágætur. Sérstak-
lega var fróðlegt að heyra um
sögu eyðibýlanna og lýsingar á
fjallvegunum.
Alltaf tekst Stefáni Jónssyni,
fréttamanni að finna eitthvað
forvitnilegt til að tala um við
„kallana“ sína út um lands-
byggðina. Við heyrðum í gær-
kvöldi enn einn þáttinn úr
Vestfjarðaförinni hans frá í
sumar. Hann ræddi nú við þá
Halldór á Kirkjubóli Kristjáns-
son og Guðmund Gíslason í Ön-
var af byssunni, og líka þegar
sundkapparnir skullu í vatn-
ið. Teygðist þannig mikið úr
dagskránni, og kunni ég því
vel, að þulurinn skyldi segja frá
því á frjálsmannlegan hátt og
tala um, að við værum núorð-
in nokkuð á eftir áætlun eins og
Súðin stundum í gamla daga.
Það lífgar mikið upp, ef þulirn-
ir bregða stundum út af hinum
háttbundnu venjum og orðum,
og sýna hlustendum, að þeir eru
lifandi menn, sem geta komið
fyrir sig orðum, öðrum eh þeim,
sem ákveðin eru fyrirfram í
hvert sinn. Stefnir það mjög í
þá átt, að gera útvarpið óform-
legra og léttara.
Þórir S. Gröndal.
Fiytur
fyrirlestra
hjá H.Í.
Rætt tim fSygmál
S.l. mánudag var nokkuð
rætt í Vísi um framtíðarskipu-
lag flugmála á íslandi, aðallega
í viðtalsformi við forráðamenn
íslenzku flugfélaganna Sem
vænta mátti voru svör og tillög-
ur þessara ágætu manan skýn-
samlegar og lýstu vel þekkingu
þeirra á málefninu
Með því að ég hefi undanfar-
in 17 ár ferðast allmikið er-
lendis og venjulega flugleiðis.
hefi ég nokkurn áhuga á flug-
málum og samkvæmt því leyfi
ég mér að benda á eftirfarandi:
Það mun varla vera vafi á
bví, að starfsemi íslenzku flug-
‘elaganna beggja hefir reynzt
Tslandi einhver bezta land-
'^ynning á undanförnum árum,
sem hefir féngizt fyrir eóð störf
forustumanna flugfélaganna og
áhafna flugvélanna.
Hinsvegar hefir ekki verið
búið svo sem skyldi að aðstöðu
flugfélaganna vegna starfsemi
þeirra hér, t. d. það að ekki
skuli ennþá vera búið að reisa
hér flugumferðarmiðstöð, en
líklega er ísland eina landið
sem telzt til menningarþjóða,
sem ekki hefir skapað flugsam-
göngum þau skilyrði.
Þetta er landinu til hneisu og
hefir skapað flugfélögunum
erfiðleika.
Nú mun standa til að kippa
þessu í lag með því að reisa
flugumferðarmiðstöð á Reykja-
víkurflugvelli, en jafnframt
því mun vera i undirbúningi að
gera framtíðarflugvöll á Álfta-
nesi, sem er sjálfsögð og góð
lausn á málinu.
Eg óttast í því sambandi. að
með þetta fyrir augum, verði
þá ákveðið að reisa ófullkomið
,,bráðabyrgðahús“ fyrir flug-
umferðarmiðstöð á Reykiavík-
urflugvelli, sem ekki væri í
samræmi við kröfur tímans um
slíka þjónustu.
Nálægt enda flugbi'autar sem
liggur norð-suður á Reykjavík-
us/lugvelli, er nú verið að reisa
húsnæði fyrir umferðarmiðstöð
langferðabifreiða.
Hvernig væri að stækka þessa
byggingu og koma þar fyrir
flugumferðarmiðstöð. sem væri
nægileg meðan Reykjavíkur-
flugvöllur er notaður. en þegar
búið er að gera flugvöll á
Álftanesi að sjálfsögðu þá með
nýtízku flugumferðamiðstöð
þar. þá er líklegt að umfei'ða-
miðstöð langferðabifréiða
þyrfti á auknu húsnæði að
halda og yfirtæki bá stækkun
bygeinearinnar. sem nú væri
gerð vegna flugþjónustu á
Revkjavíkurflugvelli. Með
þessu þyrftu engar bráðabirgða
byggingar að standa eftir á
Reykjavíkurflugvelli þegar
starfsemi þar hættir.
f sambandi við þessa hug-
mynd má benda á, að það getur
verið þægilegt að hafa í sama
húsi afgreiðslu fyrir flugum-
ferðir og ferðir áætlunarbif-
réiða; t. d. má geta þess, að í
Róm og Milano á Ítalíu eru far-
þegaafgreiðslur flugfélaganna
þar sem allir flugfarþegar mæta
við komu eða brottför, í sömu
byggingu og aðaljárnbrautar-
stöðvarnar og þvkir það til þæg-.
inda fyrir ferðalög almennt.
Slík sameiginleg umferðar-
miðstöð ætti að geta betur borið
uppi alla nauðsvnlega þjónustu.
svo sem góðan veitingarstað.
biðsal o. fl.
B. Á. Bcrgstcinsson.
*$kriftasími Vísis er
1-16-60.
Nýlega er kominn hingað til
lands með styrk frá vísinda-
deild Atlantshafsbandalagsms
prófessor Arvid T. Lonseth,
forseti stærðfræðideildar Ore-
gonháskóla í Corvallis, Oregoh.
Prófessor Lonseth mun dvelj-
ast hér á landi á vegum verk-
fræðideildar Háskóla fslands
allt vormisserið og halda fyrir-
lestra á ensku um stærðfræði-
vísindi fyrir stærðfræðinga.
eðlisfræðinga, verkfræðinga og
aðra áhugamenn. Prófessor
Lonseth er kunnur vísindamað-
ur og kennari í fræðigrein
sinni, og má vænta mikils at
störfum hans hér. Hann er af
norsku bergi brotinn.
Prófessor Lonseth er fyrsti
vísindamaðurinn. sem kemui
til Háskóla íslands með styrk
frá vísindadeild Atlantshafs
bandalagsins. en einn íslenzku’
vísindamaður prófessor N!eh
Dungal, hefir dvalizt vi?
bandarískan háskóla með stvrn
frá sama aðila. (Frétt frá Há-
skóla íslands).