Vísir - 08.03.1962, Síða 16
VISIR
Hnuntudagur 8. marz 1962
iW.WJW.VJ
W.W,
I
Bingó í
Keflavík
jl Bingó í kvöld í Aðalveril*
jlkl. 21,00. Glæsilegir vinn-I*
jlingar. Ókeypis aðgangur. I*
1» Sjálfstæðisfclögin
!• í Keflavík. I'
biöst auð-
mjúklega afsökunar
ÞaS er mál manna a
Siglufirði, að það sé mesta
mildi að pilturinn 15 ára,
sem varð fýrir árás Eng
Iendings í fyrradag, sé ekki
miklu meira slasaður en
raun er á.
Hefur Geoffrey Roberts
*
Vitaskipinu 9Arvakur6
hleypt af stokkum
í MORGUN klukkan 8,30 eft-
ir hérlendum tíma, var nýju ís-
lenzku skipi hleypt af stokk-
unum í skipasmíðastöð einni
suður í Hollandi. Þetta er hið
nýja skip Vita- og hafnarmála-
stjórnarinnar og verður það
skírt við þetta tækifæri, svo
sem venja er. Það hlýtur nafnið
Árvakur, og mun vera fyrsta
skipið í flotanum sem ber það
nafn.
Þetta nýja vitaskip er smíðað
í Bodewes Scheepswerven í
Martenhoek. Viðstödd athöfnina
verða Aðalsteinn Júlíusson vita-
og hafnarmálastjóri, Guðni
Thorlacius skipstj., væntanlegur
skipstjóri hins nýja skips, og
dóttir hans Margrét Thorlacius,
en hún mun mölva kampavíns-
flöskuna á stefni skipsins og
skíra það.
Hjálmar R. Bárðarson teikn-
aði Árvak og gerði útboðslýsing-
ar á skipinu og tók einnig þátt
í samningagerðinni um smíði
skipsins og átti Vísir stutt sam-
tal við skipaskoðunarstjórann í
nioiigrto. .Lýsti hann með nokkr-
um orðum hinu nýja skipi, en
það er 350 tonn. Lengd 43,3
metrar, 8,3 metra breidd og
dýpt þess á aðalþilfari 4 metrar.
Öflugt skip.
Árvakur er frambyggt skip
til þess að skapa sem bezt skil-
yrði á afturþilfari til að vinna
við hinar stærstu baujur sem
notaðar eru. Gálgamastur verð-
ur á skipinu, og verður við það
stjórnborðsmegin bóma, sem
lyft getur 12 tonnum og bak-
borðsmegin í mastrinu 5 tonna
bóma. Á afturþilfarinu verða
margar lyftivindur og stór drátt-
arvinda og aftast á skiyinu eru
rúllur sem þola að lyft sé á
þeim 30 tonna þunga. Var þetta
gert með það í huga, sagði
Hjálmar, að skipið gæti dregið
til hafnar stór skip. Vélin verð-
ur 1000 hestafla og með skipti-
skrúfu.
Auk nauðsynlegs lestarrýmis
verður í skipinu verkstæði
vegna viðhalds og til vig^erð-
ar vegna vitanna og að sjálf-
sögðu verður það búið öllum
hinum fullkomnustu siglingar-
tækjum.
— Hvað um getu skipsins til
landhelgisgæzlustarfa?
Framh. á 5. síðu
19 ára háseti á togaranum
Ross Archer viðurkennt að
hafa slegið piltinn tvö
högg i höfuðið með bjór-
flösku. Við fyrra höggið
brotnaði flaskan á höfði
piltsins, en seinna höggið
gaf Bretinn með brotnum
stúti flöskunnar og skarst
hin siglfirzki piltur verst í
því höggi.
Auðmýkt skipstjóra.
Rannsókn hefur staðið yfir
í máli Bretanna og er enn ekki
fyllilega lokið.
Bretarnir hafa komið vel
fram í réttinum. Sérstaklega er
það athyglisvert, að skipstjór-
inn Albert Frederick Hilldrith
34 ára er auðmjúkur í réttinum.
Hann gekk fyrir dómarann
og baðst auðmjúklega afsök-
unar á framkomu sinni, að
hann skyldi hafa æst til mót-
þróa gegn lögreglumönnunum.
Hann kveðst hafa verið yfir
sig þreyttur og í vondu skapi
vegna bilunarinnar. Þá segist
hann og hafa verið örlítið við
skál. Sjónarvottar telja hins
vegar, að hann hafi verið ofur-
ölvi.
15 'þúsund króna skaðabætur.
Það er víst að hinn 19 ára
háseti Geoffrey Roberts réðist
á hinn unga Siglfirðing. Hins
Framh. á bls. 5
Eini Grænlend-
ingurinn slasast
Togarinn Þorkell Máni kom
hér inn á ytri höfnina í gær-
kvöldi um klukkan 9, vegna
meiðsla eins skipsmannanna,
Grænlendingsins Lyberth Sör-
en, sem er 24 ára gamall.
Slysið vildi til með þeim
hætti, að því er blaðið hefur
frétt, að hinn ungi maður, sem
búinn er að vera um nokkurt
skeið á togaranum og talinn
dugandi togarainaður, hafi ver-
ið í koju er hann slasaðist,
snemma í gærmorgun. Hafði
hann oltið sofandi út úr koj-
unni, en hann var í efri koju,
og fallið niður á gólf í klefan-
um. Hlaut hann mikið höfuð-
högg við fallið. Er hann kom í
land virtist hann allhress. —
Brunaverðir sóttu hinn slasaða
á hafnsögubáti um borð í Þor-
kel Mána. Var Grænlending-
urinn síðan fluttur í Landa-
kotsspítala.
Lyberth Sören er eini Græn-
lendingurinn á flota lands-
manna, en hann er talinn eiga
heima í Þórshöfn í Fær-
eyjúm, en fæddur er hann í
Grænlandi.
Fara
ramenn
Líkur eru taldar til þess að
verkfall togarasjómanna muni
hefjast n. k. laugardag þar
eð samningar hafa ekki tekizt
um kjör þeirra milli sjómanna-
félaganna og togaraútgerðar-
manna. Komi til verkfalls mun
það ekki leiða • til stöðvunar
skipa fyrr en 2—3 daga eftir
að verkfallið er hafið. Það mun
ná til alls 700—800 manns.
í morgun var ekki vitað með
neinni vissu hvort sáttasemjari
ríkisins myndi kalla fulltrúa
deiluaðila á sinn fund.
Samningar þeir sem togara-
sjómenn hafa nú sagt upp eru
frá því á árinu 1958. Breyting-
ar hafa þó orðið á fiskverði á
þessum tíma og nemur sú
hækkun á launum um 10—12
prósent. Togarasjómenn munu
vera þeirra skoðunar, að það
verð sem ákvéðið var á fiski af
verðlagsráði sjávarútvegsins
um áramótin, skuli ná til alls
þess fisks sem á skip kemur
hvort heldur um er að ræða
báta eða togara, og þeir túlka
þessa fiskverðhækkun á þá
leið, að um hana þurfi ekki að
semja sérstaklega við togara-
sjómenn nú.
• ■t