Vísir - 09.03.1962, Side 4

Vísir - 09.03.1962, Side 4
4 V í S I K iVIW Föstudagur 9. marz 1962 99Grafskrift Yesenm - Volpins. Hann er nú í Sangelsi fyrir §koðanir sínai*. Ofsóknirnai- gegn Paster- nak uröu á sínum tíma til þess, að það varð almennt kunnugt út um hcim, að sovézkir höfundar eru ekki frjálsir menn, — og séu þeir nægilega djarfhuga til þess að túlka skoðanir sínar, hvað serti stjórnarvöldin segja, eiga þeir niðurlægingar eða refsingar að vænta. Skozkur fréttaritari, Davið Laidlow, sem hefur ferðazt mikið um lönd Austur-Evr- ópu og kynnt sér þessi mál, hefur nýlega ritað grein um sovézka Ijóðskáldið Alek- sandr Yesenin-Volpin sem hafði orðið að þola fangelsis- vist fyrir skoðanir sínar, og tók þá ákvörðun um það, að ef slíkt skyldi koma fyrir aftur, skyldu verk sín birt utan Sovétríkjanna. Það átti að þagga niður í honum — sovézkar þjóðir áttu ekki Sjóstakkar rafsoðnir þrjár stærðir, hagstætt verð Ódýrir frystihússtakkar Frystihússtakkar Frystihússvuntur hvítar Sjófatapokar tvær tegundir Ermar og ermahlífar Vinnuvettlingar þrjár tégundir Næl. styrktar nankinsbuxur á karlmenn og unglinga margar stærðir. Herranærföt margar gerðir Röndóttar sportpeysur Herrasokkar margar tegundir Sokkar grillon og ull fjórar stærðir Þessar vörur eru til afgreiðslu strax BRAÐRABORGARSTlG 7 SlMI 22160 - 5 linur að fá að kynnast skoðunum hans. Ef til vill tekst að koma í veg fyrir það, að þær fái að kynnast þeim. Ef til vill ekki, en öðrum þjóðum gefst brátt kostur á því, því að verk þessa skálds verða brátt gefin út í vestrænum löndum. , Flestir sovézkir rithöfund- ar lifa góðu lífi, því að vel er fyrir þeim séð, ef þeir skrifa eins og valdhöfunum þóknast, — semja bækur sín- ar á grunni sosialisks raun- sæis, eins og af þeim er kraf- ist. En við þetta geta ekki allir sovézkir rithöfundar sætt sig, og er þeirra kunn- astúr Boris Pasternak, og hvernig fyrir honum fór, af því að hann vildi vera trúr sjálfum sér og leita sann- leikans. Yesenin-Volpin var fæddur 1925 — óskilgetinn sonur skáldsins og bóndans Sergei Yesenin (Esenin), er framdi sjálfsmorð sama árið og drengurinn fæddist. Móðir hans var Nadezha Volpin. Yesenin-Volpin var við nám í stærðfræði og rök- fræði, 1949, er hann var handtekinn, og sendur til geðrannsóknar í fangelsi i Leningrad, og síðar fluttur í Karagandafangabúðirnar, er hann hafði verið dæmdur til fimm ára fangavistar þar. Eftir andlát Stalins var hann náðaður, hvarf til Moskvu, og hafði ofan af fyrir sér með þýðingum úr blöðum álfunnar og gat sér orð og kom sér vel áfram. Hann gat ekki fengið kennslustarf við háskólann í Moskvu, þar sem hann hafði ekki göt- að tekið lokapróf, en hann hafði marga nemendur, hon- um var boðið á ráðstefnur erlendis og hann skrifaði um heimspekileg efni í eitt höf- uðrit kommúnistaflokksins. Þegar stjórnarvöldin neit- uðu honum um vegabréfs- áritun til þess að fara á stærðfræðisráðstefnu í Var- sjá í september 1959 kann hann að hafa grunað, að hann mætti eiga sér ills von. Hann þurfti ekki að fara í grafgötur um það lengur, að búið var að glíta tengsl hans við menn í öðrum löndum, tengsl, sem voru honum á- kaflega mikils virði. Sein- nóvember 1959 og eftir það varð hljótt um hann og hef- ur ekki síðan til hans spurzt. Eftir honum er haft, að hann óski eftir biítingu verka sinna, til þess að frjálsar þjóðir megi vita, að 1 Sovétríkjunum séu komn- ir til sögunnar menntamenn, sem virði frelsi og sann- leika, — prentfrelsi sé ekki til í Sovétríkjunum, — „en hver getur haldið því fram, að þar sé ekkert hugsana- frelsi?“ Yesenin-Volpin hefur ósk- að þess, að verk hans frá síðari árum verði birt fyrst, því að þau réttlæti það, að hann hafi ekkert ort að kalla síðan 1951. Og hann skrifar sína eigin grafskrift: „Þegar ég hefi lagt seinustu hönd á þessi verk og gert ráðstafanir til birtingar þeirra, mun ég fara í fangelsi, sé það vilji þeirra, en ég fér ró- legur, því að ég er mér þess meðvitandi, að þeir liafa ekki sigrað mig.“ í fangelsinu orti hann kvæði, sem hann kallaði í gær lék ég mér á enginu. Það er ort á tímabilinu júlí 1949 — marz 1951, er hann var í Lubyanka-fangelsin^i og Karaganda-fangabúðun- um. Þar er brugðið upp mynd af sól, frelsi, værum svefni — en einnig skyndi- legri handtöku sem her- menn framkvæmdu án á- kæru, og ákvörðunin er tek- in að láta ekki bugast við yfirheyrslur .... „og hvað þá, ef mér lærð- ist allt of' fljótt, að ég var flæktur inn í vonlausan leik“, og ákvörðunin: „Og þótt ég verði höggi lostinn og deyi glata ég kannske engu — með virð- ingarsvip og jsigurbrosi á vör mun ég yfirgefa þetta hús af frjálsum vilja, og þeir munu forðast að láta sér verað á þau mistök, að grafa mig líka í kirkju- garðinum, þar sem komm. únistar hvíla.“ 100 eru á biðlista Hundrað manns eru á biðlista að gerast atvinnubílstjórar í Reykjavík, að því er formaður Bifreiðastjórafélagsins Frama, Bergsteinn Guðjónsson, hefur tjáð Vísi. Þetta er í sjólfu sér ekki nýtt, sagði Bergsteinn, og það þýðir asta ritgerð hans birtist í "ekki að framundan sé nein fjölgun í stéttinni, síður en svo. í bænum eru starfandi 636 bif- reiðastjórar. Allt af öð hverju er einhver hreyfing á mönnum í þessu starfi, menn hætta og hverfa að öðru starfi, þó nokkr- ir hafa flutzt upp í sveit og gerzt bændur, og menn snúa sér að einu eða öðru. Og þá kom ast hinir að í þeirra stað. I SI-SLETT POPLIN ( NO-IRON) M1N ERVA STRAUNING

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.