Vísir - 09.03.1962, Page 10
X
10
V í S I K
Föstudagur 9. marz 1962
Haustið 1944 endaði eitt
liamingjusamasta lijóna-
band, sem listamaður hefir
nokkurntíma lifað í, þegar
Marc Chagall missti Bellu,
hina fögru dökkhærðu konu
sína með dhnmbrún möndlu-
laga augun. Hún hafði vcrið
honum allt, fyrirmynd, Ieið-
arstjarna og innblástur. Á
yngri árum hafði hún stutt-
klippt hár og í myndum
Chagalls er hún líka ætið
ung, þó að árin færðust yfir.
Þegar Bella var dáin, lauk
Chagall við að mála þessa
miklu mynd, sem hann hafði
haft í smíðum í 11 ár, og gaf
nafnið „Til konunnar minn-
ar“. I myndinni koma fyrir
allar þær verur og hlutir,
sem birtast aftur og aftur í
verkum hans — fuglar, blóm,
fiðluleikarar, kertastjakar,
geitur, fljúgandi klukkur og
húsin í Vitebsk, heimaborp-
inu hans. Mest ber á brúð-
Viðtal dagsins —
Framh. af 5. síðu.
borgir Evrópu, Norður-Ame-
ríku og Litlu Asíu. Þær juku
enn á frægð hans, enda þótt
list hans hefði tekið miklum
breytingum • eftir stríðið og
meiðslin. Hann ferðaðist um
í 7 ár og settist þá aftur að í
Vín en yfirgaf landið eftir
3 ár af stjórnmálaástæðum,
fór til Prag en þaðan dl
London, þar sem hann dvald-
ist lengst í útlegðinni. Eftir
stríðið hafa landar hans sýnt
honum margan sóma, Vínar-
borg gaf honum gott hús.
Hann er ýmist þar, eða í
Salzburg eða í Sviss.
— Hvaða málurum öðrum '
útlendum hafið þér mestar
mætur á?
— Það er erfitt að segja,
þeir eru svo margir. Mér
kemur einna fyrst í hug
Chagall, rússneski málarinn
sem settist að í París, en er
í list sinni alltaf heima í
þorpinu sínu í Rússlandi, af-
skaplega sérkennilegur og
skemmtilegur listamaður,
sem ekki hefur látið tízku-
stefnur á sér bíta, þó að
hann lærði af kúbistunum
snemma á öldinni. Hann hef-
ir alveg furðulegt ímyndun-
arafl. Myndir hans eru
fantasíur eilíf ævintýri. sem
hann lætur gerast í heima-
þorpinu sínu. Menn og dýr
ganga þar um á jörðinni eða
húsþökum eða svífa um í
loftinu. Og hann kærir sig
kollóttan um þyngdarlög-
málið í myndum sínum!
Kona hans, Bella, kemur tíð-
um fram í myndum hans, og
frændi hans með fiðluna
sína, með fast land undir fót-
um, standandi lóðréttur í
lausu lofti, leikandi á fiðl-
una eða svífandi um í lá-
réttri stellingu! Fólk og dýr
dansa innan um snjóflvgsur
á stærð við lummur. Það er
nú meiri ævintýrasælan.
Aldrei þreytist maður á að
horfa á þessar furðulegu
myndir, blóm skipa þar oft
öndvegi, hugmyndaheimur
mannsins er alveg makalaus.
Annars, af myndlistarmönn-
um, sem ég kynntist í Salz-
burg, verður mér sérstaklega
minnisstæðnr Arno Lehmann
málari og keramiker. Eink-
um hreifst ég af keramikinni
hans. Þegar ég heimsótti
hann, var þar fyrir hópur
japanskra keramiklista-
manna sem komu um langan
veg til að skoða, og Japanir
eru einmitt komnir í fremstu
röð í keramiklistinni.
— Það þarf víst ekki að
því að snvrja að þér hafið
dálæti á Vín.
ellisheið
hjónunum undir tjaldhimni,
ljósu mani nöktu á rauðum
legubekk, en til vinstri krýp-
ur syrgjandi engill. Þó þykir
ein skemmtilegasta eigindin
í þessari margslungnu mynd
blómavöndurinn mikli á bak
við nöktu stúlkuna, og eru
það þó liiirnir, sem gefa
honum lífið í myndinni sem
og má segja um myndina i
heild. Myndin er í eigu Nú-
tímalistasafnsins í París.
— Nei, það er alveg óþarfi.
Eg þekki enga borg, sem
lirífur mig eins og Vin. Bæði
er borgin falleg, og þó er
fyrst og fremst andrúmsloft-
ið, rótgróin listmenning og
hugarfar fólksins, sem töfrar
mann. Það er sama hvaða
fólk maður talar við þar,
rakarinn, bílstjórinn, hús-
freyjurnar, grænmetissalinn,
götusóparinn. Allir eru tíðir
gestir í óperunni, konserthús-
unum og söfnunum. Ótrúlega
margir muna upp á hár mörg
ár aftur í tímann, hvaða ó-
pera var sýnd þennan og
þenna das og hver fór með
hvaða hlutverk. Það er alveg
furðulegt, hvað listin er mik-
ill partur af fólkiriu.
— Nú þegar svona vel
gengur með fyrstu sýning-
arnar yðar. Hyggið þér á
fleiri utanferðir til náms eða
sýninga á næstunni?
— Það er ekki nema sjálf-
sagt að maður fari út til að
skoða og læra Mig langar til
að fara til Róm o™ hafa bar
drjúgan tíma til að ganga
um borgina og söfnin.Satt að
segja er ég ekki í skapi til
að hætta að mála. Ég hugsa
raunar, að ég geti ekki hætt
þótt ég vildi.
Hér lýkur spallinu við frú
Helgu, en þess skal lo>s vPtíð
að svningu hennar í Boga-
salnum Ivkur n. k. sunnu-
dagskvöld.
Frá fréttaritara Vísis. —
Selfossi í gær
Ólafur Ketilsson bifreiðar-
stjóri á Laugarvatni hefir löng-
um eldað grátt silfur við starfs-
menn vegamálastjórnarinnar
og er talið aðstundum hafi hann
náð furðu góðum árangri með
ýmsum tiltektum sínum. Ólafur
er maður mikill fyrir sér þegar
sá gállinn er á honum, en gull
af manni inni við beinið.
Svo var það hérna um daginn,
þegar ófærðin var á Hellisheiði
að Ólafur var staddur í bænum
á austurleið. Leit hann þá inn
hjá Kristjáni Guðmundssyni í
Vegagerð ríkisins, sem hefur
það vanþakkláta verk með
höndum að sjá um snjómokstur
á Hellisheiði. Ólafur innti nú
Kristján eftir því hvað snjó-
mokstrinum þar liði. Kristján
svaraði því til að hann hefði þá
nýverið sent strákana austur á
heiði til að skoða snjóinn og fór
Ólafur við svo búið.
Daginn eftir átti Ólafur áætl-
unarferð í bæinn. Hann lét það
verða sitt fyrsta verk er þangað
kom að aka rakleitt að skrif-
stofu Kristjáns í Vegagerðinni.
Óð nú Ólafur þangað inn með
fullan tunnupoka af snjó, sem
hann sturtaði á gólfið um leið
og hann kallaði til Kristjáns:
,,Eg kom með þennan snjó ofan
af heiði svo þú þyrftir ekki að
vera að ómaka þig en gætir
skoðað hann í rólegheitum
hérna á kontórnum“. Kristján
hafði ennþá ekki opnað munn-
inn þegar Ólafur Ketilsson var
rokinn á dyr.
Gárungarnir hér fyrir austan
fjall segja færðina hafa skánað
nokkuð á Hellisheiði fyrst á
eftir.
3 skip keypt
í stað Elliða?
SIGLUFIRÐI: Fyrir nokkru
kom bæjarráð Siglufjarðar
saman á fund, til þess að ræða
þau viðhorf sem skapast hafa í
atvinnulífi bæjarins við það að
togarinn Elliði fórst. Bæjarráð
var sammála um, að beita sér
fyrir því að keypt vei'ði tvö skip
í staðinn, 100—200 tonna, er
gerð verði út héðan úr bænum.
Verður hluta af tryggingafé tog-
arans Elliða varið í þessu skyni.
Þá samþykkti bæjarráð að
beina þeirri áskorun til st.jórnar
Síldarverksmiðja ríkisins, um
Enginn bólusóttar-
faraldur í Wales
Yfirmaður heilbrigðis-
mála í Rhonda-dalnum í
Wales, þar sem nokkrir
menn hafa veikzt af bólu-
sótt, hefur lýst yfir, að alls
’ekki sé um neinn bólusótt-
arfaraldur þar að ræða.
Kvað hann ástæðulaust
annað en að taka því skyn-
samlega, að nokkrir menn
hafi veikzt, allt væri gert
sem unnt væri til að hindra
útbfeiðslu veikinnar, og ekki
ástæða til að ætla annað en
að það mundi takast. Þús-
undir manna koma til bólu-
setningar daglega.
13 menn voru vegnir í Alsír
á miðvikudag. — í París
hafa yfir 180 stuðningsmenn
OAS verið liandteknh- sein-
ustu daga.
að hún hlutist til um að keypt
verði til bæjarins þriðja skipið
.af þessari stærð.
Fól bæjarráð hinni svonefndu
togaranefnd bæjarins að athuga
mál þetta og hafa framkvæmd-
ir með höndum, og leggi nefnd-
in áherzlu á að hraða málinu.
Loks taldi bæjarráð rétt að
taka upp viðræður við fram-
kvæmdastjóra Bæjarútgerðar
Siglufjarðar um athugun á
vinnu fyrir skipverja af togar-
anum Elliða, en togarinn var
eign Siglufjarðarkaupstaðar frá
því á árinu 1947 og verðmæti
þess afla sem á skipið fékkst
var alls um 34 milljónir en kaup
skipshafnar á sama tíma um
34 milljónir. Þ- R. J.
F östudagsgreinin-
Framh u» 9. síðu.
tilraunir. En við verðum að
gæta þess, að þetta er liður
í aðgerðum Bandaríkjanna
til varnar vestrænum ríkjum,
þar á meðal til varnar ís-
landi.
í umræðum um þetta mál
verður að gæta þess, að
Bandaríkjastjórn hefur til-
raunirnar ekki með glöðu
geði. Það er jafnframt bót í
máli, að hún heitir að draga
úr geislavirku úrfelli og
staðhæfir að það verði eigi
nema brot af því geislavirka
úrfalli sem myndaðist við
hinar gífurlegu sprengingar
Rússa sl. haust.