Vísir


Vísir - 17.03.1962, Qupperneq 16

Vísir - 17.03.1962, Qupperneq 16
Bæjarstjórinn í Hafnkrfirði skýrði frá því í gærdag, að lok- ið væri hugmyndasamkeppni þeirri um miðbæ Hafnarfjarðar, er efnt var til í maímánuði 1960. Þrír ungir arkitektar hlutu verðlaun, 1.-3., og féllu 1. verð- laun í hlut Jóns Haraldssonar, Björnssonar leikara, Bergstaða- stræti 83 hér í Reykjavík. önn- ur verðlaun hreppti Ormar Þór Guðmundsson sem stund legg- ur á arkitektur, sonur Guðmund ar Bjömssonar kennara, Akran., ! og 3. verðlaun hláut ungur j Hafnfirðingur, Þorvaldur S. Þor- 1 valdsson, heitins kaupm. Bjarna i sonar ,arkitekt. Þorvaldur dvelst nú í Danmörku. Stefán Gunnlaugsson bæjar- stjóri gerði í allítarlegri ræðu grein fyrir máli þessu. Sérstök 5 manná dómnefnd var skipuð, og áður en hægt var að efna til sjálfrar hugmyndasamkeppninn- ar varð að Ijúka allumfangs- miklu undirbúningsstarfi. Tilgangur samkeppninnar var að fá fram hugmyndir að bygg- ingarfyrirkomulagi og nýtingu Jón Haraldsson arkitekt fékk i. verðlaun fyrir skipulagsupp- drátt að nýjum miðbæ Hafnar- fjarðar. Hann er 31 árs að aldri, sonur Haraldar Björns- sonar leikara og konu hans Júlíönu Friðriksdóttur. Hann er stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavík en arkitektaprófi Iauk hann frá Háskólanum í Niðarósi fyrir tveimur árum. Síðan starfaði hann hjá arki- tektafirma í Helsingfors og er nú starfandi hjá fyrirtækinu Gunnlaugsson og Nielsen í Kaupmannahöfn. hins takmarkaða miðbæjarsvæð is Hafnarfjarðar og aðliggjandi hafnarsvæðis. Einnig var til þess ætlazt að fram kæmu frum drög að skipulagi hafnarinnar. Síðan greindi bæjarstjórinn frá úrslitum samkeppninnar. 8 tillögur bárust í þessari hugmyndasamkeppni og liggja nú fyrir niðurstöður dómnefnd- ar: 1. verðlaun 50 þúsund krónur, hlýtur Jón Haraldsson, arkitekt, Bergstaðastræti 83, Reykjavík. Aðstoðarmenn hans voru Bene- dikt Bogason, verkfræðingur, Selfossi og Sigurður Thorodd- sen, stud. art, Suðurgötu 66, Hafnarfirði. 2. verðlaun 30 þúsund krón- ur hiýtur Ormar Þór Guðmunds- son, stud. arch. Stuttgart, Þýzka landi. Samstarfsmaður hans var Ulrich Stahr, arkitekt. 3. verðlaun 20 þúsund krónur hlýtur Þorvaldur S. Þorvalds- son, arkitekt Kaupmannahöfn. Aðstoðarmenn hans voru Per | Iversen, Stephan Kappel og Björn Skánes. Þessu næst gerði bæjarstjór- inn að nokkru grein fyrir um- sögn dómnefndarinnar um þessa hugmyndasamkeppni. Og sagði hann m.a.: „Miðbærinn er tengdur Reykjavíkurvegi að norðan og Reykjanesbraut að sunnan með Strandgötu, sem í dag er megin- umferðaræð miðbæjarins. Með | síaukinni bílaumferð er fyrirsjá- 1 anlegt að Strandgatan verður ó- fullnægjandi og óhéppileg sem aðalæð í gegn um miðbæjar- Framh. á 2. síðu. Stjama St. Mirren-liðsins, Þórólfur Beck er kominn heim snögga ferð. Félagar hans úr KR tóku á móti honum og tók ljósmyndari Vísis þessa mynd af honum í gær í Vesturbænum með þeim vin- um sínum'Gunnari Felixsyni og Ulfari Guðmundssyni. stóð sig vel fyrri hálfíeik NORÐURLANDAMÓT ung- linga í handknattleik hófst síð- degis í gær í Danmörku og var fyrsti leikurinn leikinn í bæn- um Köge og voru áhorfendur um 1200 talsins. Fyrsti leikur mótsins var milli Finna og Norðmanna, sem unnu með 18 mörkum gegn 11. Næst Iéku íslendingar gegn Svíum. í fyrri hálfleik hafði Ieikur- inn verið alljafn, liðin skiptust á um að setja mörkin, og í hálf- leik höfðu Svíar eitt mark yfir 8:7. — Strax í síðari hálfleik höfðu Svíarnir náð yfirtökum í leiknum, og Iauk honum með sigri þeirra 14 mörkum gegn 10. íþróttafréttaritari útvarps- ins, Sigurður Sigurðsson, sagði í íþróttaþætti í gærkvöldi að bezti maður liðsins íslenzka hafi Kristján Stefánsson verið og hafði hann skorað f leiknum alls 5 mörk. Sagði fréttaritar- inn ennfremur að lið íslendinga hefði farið bærilega af stað, en Svíar hafi mjög harðsnún- um handknattleiksmönnum á að skipa, og mun hið sænska lið vera sigurstranglegasta lið- ið á mótinu. Horfur voru á að Danir myndu ganga með stórsigur af hólmi í leik sínum á móti Finn- um í gærkvöldi. í dag heldur mótið áfram og mætast þá Danir og íslending- ar og síðar í dag keppir is- lenzka liðið þriðja leik sinn á móti Finnum. Þessir leikir fara fram f borginni Næstved. mm Laugardagurian 17. marz 1962. í ikmmms- SéttN I næstu viku hekiur KFUM | og K æskulýðsviku f Laugar- nessókn. En slíkar æskulýðs-, vikur hafa verið haldnar um, margra ára skeið og verið mjög fjölsóttar. Samkomum- ‘ ar eru haldnar á hverju kvöldi I kl. 8,30. Fyrsta samkoman verður á i sunnudaginn og tala þá Gunn-, ar Sigurjónsson cand. theol. og Þórir Guðbergsson kennari, en * Mandaður kór syngur. Af öðrum ræðumönnum í | vikunni má nefna Jóhann Guð-1 mundsson flugumferðarstjóra,, Ingólf Gissurarson húsgagna- bólstrara, Sigurbjörn Guð- ‘ mundsson verkfræðing, Ólaf I Óiafsson kristniboða, Frank | Halldórsson kennara og Ástráð | Sigursteindórsson skólastjóra., Á miðvikudag verður föstu-, guðsþjónusta og prédikar þá sóknarpresturinn sr. Garðar' Svavarsson. ÆFIN6IN HCFUR BREYTT ÞÓRÓLFI í gærkvöldi ræddum við litillega við okkar vinsæla knattspymu- mann Þórólf Beck, sem hér er staddur í helgarfrfi, rétt eins og þegar menn fara úr nágrannasveit- um Reykjavíkur í frí til að njóta lystisemda borgarinnar. Þórólfur var að ferðbúast er við komum, var boðinn til kvöldverð- ar til gamals leikfélaga, Gunnars Guðmannssonar, en samt sem áð- ur greiddi hann úr öllum spurn- ingum fróðleiksfúsra fréttamanna og sat fyrir meðan Ingimundur Magnússon ljósmyndari Vísis smellti allt hvað af tók. Þórólfur kvaðst nú hafa verið í Paisley í rúma 6 mánuði, eða síð- an snemma í september. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, Þórólfur sjálfur mikið breyttur frá því sem við þekktum hann, 9 kíló- um léttari og hraðari að sjá, og blöðin í Skotlandi undirstrika það að hann sé orðinn hraður, en fyrir hraða var hann alls ekki þekktur sem leikmaður í KR. — Hvernig líkar þér veran í Skotlandi? — Ég get ekki sagt annað en að mér líki allvel. Þó verð ég að segja að oft er ég hálf einmana og sakna strákanna í KR. St. Mirren-strákarnir eru allflestir kvæntir menn og helga sig fjöl- skyldum sínum, er æfingum lýkur, en hinir, sem enn eru ókvæntir eru allir miklu yngri en ég, t .d. McLean, nýi innherjinn, hann er aðeins 18 ára gamall. — Og hvað um tungumálaerfið- leikana? — Þeir eru nú að heita má úr sögunni og ég farinn að tala nci:k- uð sæmilega, og strákarnir í lið- inu segja oft í gamni að það sé nú meiri hefndargjöfin að ég skyldi fá „málið“, því nú sé ég helv. .... kjaftfor, áður hafi þeir aldrei vitað þegar ég var að ybba mig. — Hvernig er útlitið framund- an? — Næsti leikur hjá mér er við Celtic í bikarkeppninni. Það verð- ur langstærsti leikurinn minn hingað til. Við leikum á Ibrox-vell- inum í Glasgow, en Rangers eiga þann völl. Þarna er búizt við að um 60 — 70 þús. manns horfi á okkur. St. Mirren hefur haft margt uppi á teningnum í sambandi við þennan leik, t .d. var ég sendur heim til að koma ánægður til baka, því vissulega hefur það sitt að segja að hafa ánægðan mannskap. — Útlit fyrir breytingar innan liðsins? — Já, ég býst við að ég verðl nú gerður að innherja, og mér lík- ar það vel. Bryceland, sem nú er að koma aftur eftir fótbrot verður Framh. á 10. síðu. HLYNAR I ViÐRI NÚ um helgina mun hlýtt loft ná til Iandsins og vindur snúast til suðaustan áttar, og hlýna í veðri um land allt. — í dag gerir veðurstofan ráð fyrir allhvassri austan átt hér við Faxaflóa með lítilsháttar /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.