Vísir - 27.03.1962, Qupperneq 3
VISIR
3
Priðju'dágur 27. marz 1962.
Það verður seint ofsögum
sagt af fjöllyndi og jafnvel
lauslæti kvikmyndaleikar-
anna. Er hægt að finna mið-
aldra Ieikara, sem ekki eru
tvisvar eða þrisvar fráskildir
og eiga auk þess í stöðugum
auka-ástarævintýrum? Þetta
virðist fylgja leikarastéttinni
framar en öðrum og finnst
almenningi það e. t. v. fyrir-
gefanlegra þeim. Þó getur
þetta lauslæti gengið svo úr
hófi fram, að telja verði blett
á heiðri hins frægasta fólks.
■
I ' ......
:ÉÍÍp
MYNDSJÁ
Myndsjáin í dag birtir
myndir af frægu fólki, sem
fyrir tveimur árum lifði sam-
an i hamingjusömu hjóna-
bandi, Arthur Miller og Mari-
Iyn Monroe. Þau voru kölluð
hamingjusömustu hjón Banda
ríkjanna.
En í fyrra hrundi það hjóna
band til grunna. Sökin á því
virtist nær eingöngu vera hjá
kvikmyndaleikkonunni, sem
Arthur MiIIer með hinni nýju ciginkonu sinni, sem er af sænskum ættum.
lítilsvirti og hrakyrti rithöf-
undinn. Hann var vfst of gam
all fyrir hana. Síðan skildu
þau og þótti það hinn átak-
anlegasti atburður.
Nú hefur Arthur Miller
kvænzt aftur, konu við sinn
aldur. Sést hann hér með
konu sinni á annarri mynd-
inni. Hún er enginn fegurð-
ardís, enda mun Miller hafa
fengið nóg af þeirri tegund.'
Hún heitir Ingeborg Morath
og er af sænskum ættum,
hefur lagt stund á myndatök-
ur og hafa margar listrænar
Ijósmyndir eftir' hana birzt
í ljósmyndablöðum víða um
heim. En aðalatriðið er jjað
að hún er gáfuð og góð kona,
sem Miller vonar að skapi
honum gott heimili.
Alkunnugt er t. d. ástar-
ævintýri hennar við Frank
Sinatra á skemmtistöðum f
glaumbænum Las Vegas. 1
vetur var það meira að segja
staðhæft, að Frank og Mari-
Iyn ætluðú að eigast. En þá
kom tilkynningin um trúlof-
un Franks og Juliet Prowse
eins og þruma úr heiðskfru
lofti. Síðan hafa Frank og
Juliet aftur hætt að vera sam
an, en Marilyn leitar ekki
lengur á þau mið. Er það
almæli ,að Frank hafi hrygg-
brotið Marilyn.
‘
■
S '
Hin myndin er af sjálfri
Marilyn Monroe. Hún hefur
lengi verið talin fegursta og
glæsilegasta kona Bandaríkj-
anna, en eftir að hún skildi
við Miller hefur hún - verið
einkennilega ónóg sjálfri sér.
Um tíma varð hún að leggj-
ast á sjúkrahús vegna tauga-
bilunar og síðan Hefur hún
oft verið á skemmtistöðum
og leitað ástar við ýmsa
menn.
En Marilyn er samt ekki
af baki dottin. Fyrir nokkr-
um dögum var hún á ferð
suður í Mexíkó City, höfuð-
borg Méxíkó og þar dvaldist
hún öllum stundum með
mexfkanska kvikmynda-leik-
leikstjóranum Jesé Valanos.
Var Marilyn mjög ástleitin
við hann í margra votta við-
urvist. Var myndin, sem hér
birtist, þá tekin af henni, er
hún var að dansa vangadans
við Mexíkanann. Marilyn
hrópaði oft til hans „Ástin
mín“, „Fjársjóðurinn minn“
o. s. frv. Er nú talið víst, að
þessi Mexíkani verði fjórði
eiginmaður Marilynar.
Marlyn Monroe með hinum mexikanska elskhuga sínum.
ö. *. ,-ij
í.fjfe: •■-••>'' S
ðraro&SS