Vísir - 27.03.1962, Síða 8

Vísir - 27.03.1962, Síða 8
8 VISIR Þriðjudagur 27. marz 1962, Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR. Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjórar: Svérrir Þórðarson, Þorsteinn 0. Thorarensen. Ritstjómarskrifstofur: Laugavegi 178. Auglýsingai og afgreiðsla: Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur & mánuði. f lausasölu 3 kr. sint. ■ Sími 11660 (5 linur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Fre/s/ / ferðamálum Nú líður að sumri og innan skamms munu erlendir ferðamenn taka að halda til landsins, sem jafnan á þeim árstíma. Það leiðir hugann að því hve furðulegt skipulag ríkir enn í ferðamálum okkar íslendinga. Trúlega erum við eina þjóðin í Evrópu, og þótt miklu lengra væri leitað, sem hefir ríkiseinokun á fyrir- greiðslu erlendra ferðamanna. Aðeins ríkið eitt má laða erlenda ferðamenn að landinu og greiða götu þeirra hér, þótt stórar gjaldeyristekjur renni í kjölfar þeirra. Hins vegar má hver sem er vinna að því að koma íslendingum úr landi í fjarlæg lönd, með þeim gjald- eyriskostnaði sem af slíkum ferðum leiðir. Slíkt fyrir- komulag er auðvitað fyrir neðan allar hellur og mundu víst fæstir erlendir ferðamálafræðingar trúa fyrr en tækju á. Fjölmörg lönd Evrópu hafa geysilegar gjald- eyristekjur af erlendum ferðamönnum og vinnur fjöldi ferðaskrifstofa að því að laða þá að landinu, og veita þeim þjónustu. Auðvitað eigurn við íslendingar að gera slíkt hið sama. Sú hefir verið stefna Sjálf- stæðismanna og hún hlýtur að verða ofaná áður en langt um líður. Ferðaskrifstofa ríkisins hefir unnið mikilvægt land- kynningarstarf á liðnum árum, sem vissulega ber ekki að vanmeta. En hvorki henni né gjaldeyrissjóðum iandsins er greiði ger með því að viðhalda einka- rétti hennar á fyrirgreiðslu erlendra ferðamanna. \ Vonin um frið Miklar vonir eru bundnar við afvopnunarráðstefn- una í Genf. En sporin hræða. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir á liðnum áratugum hefir enn ekki tekizt að útrýma herbúnaðinum, og fylgju hans, ófriðarvofunni. En nú á mannkynið fárra kosta völ. Ný styrjöld mun hafa í för með sér eyðingu helftar þess. í Genf hafa Vesturveldin lagt fram tillögu um að vopnabirgðir allra ríkja skuli strax minnkaðar um S0%. Auk þess að samið verði um algjört bann við kjarnorkutilraunum. Það varðar miklu að samkomu- iag náist um einhver slík kjör. Sovétríkin hafa lengi óttazt eftirlit með banni við kjarnorkutilraunum, en án þess næst aldrei samkomulag um slíkt bann. Það er von allra þjóða að framsýni og stjórnvizka muni tiafa sigur í Genf, en ekki skammsýn valdasjónarmið. Undir því eigum við, sem aðrar þjóðir, líf okkar og alla framtíð. Baktjald leiksviðsins í 1. þætti, nefnist heiðarbrún, beggja vegna hamrar, öðrum megín varða. Fyrir miðju leiksviði sést ofan yfir fagurt fjallahérað með jöklum og grænum dals- hlíðum. Á síðari tímum hefur verið aukið ofan við tjaldið og málað nokkuð ofan við það. í> scenunni 'ibv SibnBlIlBi'l í Þjóðminjasafninu í Rvík er að finna elztu leiktjöldin, sem til eru á íslandi, þau sem Sigurður málari Guðmunds- son gerði fyrir rúmum 90 ár- um við sýningar á Skugga- Sveini. Þau hafa ekki verið notuð sem slík í 50 ár, síð- an safnið fékk þau í sína vörzlu og ekki hafa birzt af þeim myndir fyrr en hér í blaðinu í dag, á leikhúsdegi þjóðanna, sem nú er haldinn í fyrsta sinn. í tilefni dagsins sýnir Þjóðleikhúsið í kvöld Skugga-Svein eftir Matthías Jochumsson. Sigurður mál- ari átti fyrstu hugmynd hér að stofnun leikhúss í líkingu við Þjóðleikhús, og hann stofnaði Þjóðminjasafnið og vann því allt það gagn er hann mátti meðan lifði. R Rauði kistillinn. En tjöldin, sem hér birtast myndir af í fyrsta sinn, eru þó ekki þau, er Sigurður mál- aði fyrst til sýningar Útilegu- mannanna fyrir réttum 100 árum. Þau munu löngu glöt- uð, enda hafa þau líklega ekki verið unnin úr varanlegu efni. Séra Eiríkur Briem seg- ir frá því í ritgerð um Matt- hías og skólaár hans hér í Reykjavík, að á meðan hann var að skrifa Útilegumenn- ina. í Latínuskólanum, hafi Sigurður málað leiktjöldin samhliða, til þess að ekki drægist of lengi fram eftir vetrinum að farið yrði að leika leikinn. En trúlega eru þessi tjöld nauðalík þeim, er Baktjald leiksviðs 5. þáttar (og líklega einnig 2. þáttar), stofugafl með glugga. Stofa í Dal 5. þ.) og stofa hjá Lárenzíusi sýslumanni (2. þ.) ' > » • 3 I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.