Vísir - 27.03.1962, Síða 10

Vísir - 27.03.1962, Síða 10
VISIR Þriðjudagur 27. marz 1962. 10 Sameinuðu þjóðanna í Kongo. Lasii hafði i 5 ár fylgzt með gangi mála i stjórnarskrifstof- um Sameinuðu þjóðanna, þegar hann tók til að skrifa þessa bók. Hann leitaðist við að iýsa hinum sænska stjórnmálamanni Prá því hann fyrst birtist á vett- vangi heimsmálanna. Lash leit- ast við að finna og lýsa sam- bandinu milii fortíðar Hammar- skjölds og viðhorfa hans og skapgerðar, og hvernig það birtist í starfi hans, sem kallað hefur, verið illframkvæmanlegt. Hammarskjöld var kannski fyrsti raunverulegi alþjóðlegi starfsmaðurinn i heimi, þar sem þróunin krefst þess að fleiri og fleiri hefji sig upp yfir þröng þjóðernissjónarmið og taki á sig skuldbindingar, sem rífa þá upp frá rótum sinum í föður- landinu og gera þá að verkfæri og kannski driffjöðrum í hreyf- ingum, sem takmarkast ekki af neinum landamærum. Hammar- skjöld var vel úr garði gerður til að sinna slíku hlutverki. Hann gerði sér líka fullkomlega ljóst hvað til þurfti. Hann hef- ur sagt að alþjóðlegur starfs- maður verði að hafa fullkomna gát á sjálfum sér. Slíkur maður hefur sín mannlegu viðbrögð, skoðanir með og móti, sínar hugsjónir og áhugamál, sem hann finnur'^élíðSöjtflSs^álfum sér. En hann verður að leggja bönd á þessar persónulegu til- linningar sínar, þær mega ekki verka á gerðir hans og stefnu. Enginn getur efazt um að Hammarskjöld fann til þessarar miklu byrði, en að hann leitað- ist við að bera hana eins og hann bezt gat. Pessi bók eftir Joseph P. Lash fjallar um þá viðleitni Hammarskjölds að uppfylla þær kröfur, sem til hans voru gerðar. Hún er lýsing á baráttu sem oft og einatt virtist von- laus, en sem halda varð áfram óhikað, vegna þess að hún var ekki barátta eins manns, heldur allra hinna Sameinuðu þjóða i samræmi við hlutverk þeirra eins og það birtist í sáttmála samtakanna. Tryggve Lie, fyrsti fram- kvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna gat ritað endur- minningar sínar eftir að hann Iét af hinu erfiða brautryðj- endastarfi sínu hjá þessum nýstofnuðu alþjóðasamtökum Á þann hátt fékk hann tæki- færi til að skýra stefnu sína og aðgerðir og hafa með því áhrif á dóm sögunnar um starf sitt á þessum þýðingar- mikla vettvangi. Þetta tækifæri fékk Dag Hammarskjöld ekki. Hann féll í miðjum bardaga án þess að hafa Jrengið tækifæri til að stinga niður penna. Annir hans voru gífurlegar og dauðinn ó- fyrirsjáanlegur. Það hefur fallið í hlut banda- riska blaðamannkns Joseph P. Lash að rita ævisögu Hammar- skjölds Bókin er rituð á þeim tíma er Hammarskjöld barðist hvað harðast fyrir hugsjónum Frá scenunni — Framh. af 9. síðu. hinu er ekki að neita, að sumt af því er orðið að veruleika, er hann stakk fyrstur upp á og var þá talið fjarstæða ein. Hann vildi leggja vatns- veitu fyrstur manna inn i höfuðborgina, gera leikvang og skemmtigarð í Laugardal, hann barðist fyrstur fyrir þjóðhátíðinni 1874 (hann var fróðastur allra íslendinga um Þingvelli), og lagði á ráðin, þegar þar að kom. Hann vildi reisa Ingólfi líkneski á Arn- arhóli og gera höfn í tjarn- arstæðinu, en gosbrunna og fleira borgarskraut í brekk- unum beggja vegna við Tjörn ina. Konungur kom auga á, hve Sigurður hefði unnið mik ið að þjóðhátíðinni og færði í tal við landshöfðingjann, hvernig skyldi sæma hann í staðinn. Landshöfðinginn dró úr því og kom í veg fyrir, að hann fengi nokkra viðurkenn ingu. Sú hugsjón Sigurðar, sem tekið var af mestum fögnuði, var endurreisn ís- lenzka kvenbúningsins, og þegar hann hafði lokið við hann, sneri hann sér að stofn un Þjóðminjasafnsins. Sjóður fyrir „nationala scenu“. Sem áður segir, veiktist Sigurður málari, þegar hann var að vinna að leiktjalda- gerð í gömlum húshjalli, hann var að mála tjöld í Hellis- menn Indriða og gætti sín ekki fyrir kuldanum. Þessi stórmerki maður hafði eigin- lega aldrei verið á launum hjá þjóð sinni fyrir allt það, er hann vann henni. Helzt hafði hann ofan fyrir sér með því að mála altaristöflur, en ekki var það honum að skapi og sagði eitt sinn: „Mér ligg- ur við að hlæja stundum, þeg ar ég sit fyrir framan þessar Kristmyndir (sem reyndar er fjarst mínu skapi að mála af öllu), þegar ég hugsa um, að íslendingar skuli nú fyrst vera farnir að skinna sig upp með altaristöflur, þegar kristna trúin virðist vera að fara á hausinn". Vinir hans hafa skipzt á um að gefa honum mat, þegar verst er á statt fyrir honum, þeir vita, hvílíkur maður hann er og snillingur. Þegar Útilegu- mennirnir voru leiknir 1866, tók hann enn upp þráðinn frá 1861 um að stofna „nationala scenu“ í höfuðborginni, fékk því til reiðar komið, að stofn- aður var sjóður með 100 rík- isdölum og enn fremur tjöld, fatnaður og fleira, sem af- hentist Reykjavíkurbæ, og að þeir, sem réðust í sjónleika, skyldu hafa frjáls afnot þess- arra tækja, gegn því að greiða í hvert sinn 50 rd„ sem rynni í sjóðinn, og fyrir sjóðinn skyldi loks í fyllingu tímans byggt „scenuhús“. — Um aldamót, þegar iðnaðar- menn réðust í að byggja Iðnó stofnuðu þeir og Leikfélag Reykjavíkur til að fá sjóðinn í húsbyggingu sína. Þannig varð þessi sjóður aðdragandi að Leikfélagi Reykjavíkur og vissulega Þjóðleikhúsinu líka. n „Greyið hann Siggi séní“. Á námsárunum í Kaup- mannahöfn festist auknefnið „geni“ við Sigurð málara, kallaður af kunningjunum Siggi snéri. Flestir hér heima töldu hann misheppnaðan snilling, en hann var það ekki í augum vina sinna, sem skildu hann, þó að aldrei fengi hann að njóta sín til fulls. Þegar íslendingar höfðu haldið sína þjóðhátíð, gaf frumkvöðull hennar, Sigurð- ur málari, upp öndina einn haustdag. Einn hinna fáu, sem umgengust hann síðustu dagana, var Matthías Joc- humsson. Hann segir svo í bréfi til séra Jóns Bjarnason- ar: „Greyið hann Siggi séni. Ég sagði þér, að ég hefði kom ið grátandi út frá málaran- um. Á þriðja degi þar frá var hann himlaður. Hann var líka stirður, kaldranalegur, ein- lyndur og skeptiskur. En ein- kennilegt mikilmenni, andrík- ur karakter og rammþjóðleg- ur gáfu-, íþrótta- og fram- kvæmdamaður var Siggi.“ í öðru bréfi segir hann: „Hann hafði alla ævi miklu sterkari þjóðernis-, réttlætis- og feg- urðarhugsjónir en aðiir, sem ég hef þekkt, og komst því í öfugt samband við þessa gutl araöld, sem hann var gjör- samlega í mótsögn við. Sál hans var miklu hreinni en hjá flestum öðrum, en hann var þver og stirður, vandfýsinn og einrænn. Trúmaður var hann enginn í venjulegri merkingu þess orðs, en sál hans var þó betra musteri sannleikans en 1000 sálir ann arra.“ , iiZT AÐ AUGLÝSA í VÍSI Sími 11025. SELJUM I DAG: Ford Concul 1962. ! Ford Zodiac 1957, lítið ek- inn. Skiptí óskast á Mer- | cedes Benz '59 — 61 model. ] Staðgreiðsla á milligjöf. Landrover 1958, lengri gerð- in, ekinn aðeins 27.000 míl- ur. Chevrolet sendibifreið, lengri gerðin '53. Með sætum fyr- ir 14 manns. Stöðvarpláss getur fylgt.. Opel Capitan '60, lítið ekinn. 1 Taunus Station '59, ’60, ’61. ! Góðir oflar. Pobeda '54 i mjög góðu standi. Got. verð. Chevrolet ’55 i góðu standi. fæst á góðu verði. Ford Pick-Up '52. Góður bíll. Volvo vörubifreið '57. Mjög góður. Skipti koma til greina á eldri bifreið. Mercedes Benz vöruvifreið '61, 6 tonna. lítið ekin. Mercedes Benz vörubifreið '55 i góðu standi. Volvo Station '55, góðir greiðsluskilmálar. Höfum kaupendur að eftir- töldum bifreiðum: Volkswagen, flestar árgerðir Skoda Station ’58-’61. Stað- greiðsla. Ford vörubifreið '57. Stað- greiðsla. Mercedes Benz vörubifreið ’60-’61, með vökvastýri. Svo til staðgreiðsla. Laugavegi 146, á horni Mjölnisholts. Sími 11025. N LAUGAVEGI 90-02 SELJUIVl í DAG: Fíat 1957, mjög góður bíll. Ford Anglia 1930, gott verð. Volga 1958, mjög fallegur bíll. Mercedes Benz 1952. Opel Record 1955. Opel Caravan 1955. Opel Record 1959 og ’60. Morris Oxford 1955, mjög glæsilegur bíll. Austin A <0 1950, selst með mjög lítilli útborgun. Gerið tilboð 1 bílana Þeir eru til sýnis á staðnum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.