Vísir - 27.03.1962, Page 15

Vísir - 27.03.1962, Page 15
Þriðjudagur 27. marz 1962. VISIR n---------------------- GORDON GASKILL: Morðingi ©o á næsfa leiti V-_____________________________/ — Já, hélt Bayard áfram. maður getur svo sem látið sér detta margt í hug, svo sem: Að ofurstinn ykkar hafi vilj- að hefna manna sinna, að Pierre hafi viljað hefna sonar síns, að litli kompónistinn hafi vilj- að hefna fjölskyldu sinnar, að frú Roquin hafi óttazt, að hann myndi Ijósta einhverju upp, að Roquin hafi óttazt, að hann kynni að leita einhvers frá liðn- um tíma, sem kæmi honum illa — og þar fram eftir götunum. Við ræddum um þetta fram og aftur, en við vorum engu nær þegar við hættum. Ég reyndi að gera mér grein fyrir, hvað hefði gerzt morð nóttina, þegar menn lögðu leið sína til hellismunnans og reyndu að koma því svo fyrir, að aðrir sæju ekki til ferða þeirra. Tauga æstur Þjóðverji gekk til fundar við dauðann. Frönsk kona gekk til móts við elskhuga sinn og elskhuginn á fund hennar. Litli kompónistinn hlustaði á gnauðið í vindinum, en í hjarta hans var hatur til þeirra, sem komið höfðu ástvinum hans fyrir katt- arnef. Og einhvers staðar beið misk- unnarlaus maður með morð í huga. Ég kipptist allt í einu við. Dálitlu skaut upp í huga mér, sem ég hafði næstum gleymt og varpaði ljósi á allt. Elskendurn- ir höfðu gengið í áttina til hell- isins án þess að gruna að þar væri morðingi í felum. Eitt orð og ég sá allt í nýju Ijósi. VIII. KAPÍTULI Aðeins þrír bókstafir, — eitt iítið orð, lykilorð að gátu. Mér virtist sem lausnin væri fundin. — Það er eitt atriði, byrjaði ég og þagnaði. Það var eins og þetta eina orð hefði komið svo mörgu af stað, — eins og allt yrði greinilegt, hulunni svipt af, jafnvel smáatriðum, sem ég hafði verið í vafa um, þegar ég samdi kvikmyndasöguna. Bayard horfði undrandi á mig. — Það virtist óhugsandi, sagði ég hátt, en ég gat vart haldið áfram því að taugar mín- ar voru í háspennu. — Það virðist svo fjarstæðu- kennt, en setjum nú svo, að ... Ég fór að reyna að útskýra kenningu mína fyrir Bayard, sem hlustaði með sívaxandi á- huga. Þegar ég laúk máli mínu horfði hann á mig, næstum með skelfingarsvip. — Nei, það er óhugsandi, — | en mér duldist ekki að hann var j að vega og meta það, sem ég j hafði sagt, iíkurnar með og : móti. Augnatillit hans bar því vitni, að hugur hans var í upp- námi, er hann mælti: — En hvernig gætum við sann að þetta? — Það er möguleiki, sagði ég, ef til vill. Við gætum hringt til konu hans, — ekkju hans í Ham borg. Þetta er eitt af því, sem eiginmaður vafalaust segir konu sinni frá. Bayard barði með hnúunum á enni sér, leit svo á mig og sagði: — Vitanlega, það er eina leið- in. Við skulum ljúka því af sem fyrst. En það er ráðlegra að hringja úr þorpinu. Ég hringi fyrst til Parísar, svo verða þeir að annast það. Þetta tekur kannske dálítinn tíma, tilraunin er þess verð að hún sé gerð. Rennie vildi, að borðað yrði snemma, svo að unnt yrði að byrja kvikmyndatökuna strax og skyggja tæki. Hann sagði að við yrðum að gleypa í okkur matinn. Ég hafði sannast að segja enga matarlyst og áhugi minn var annar en þeir. Ég er skriffinnur en ekki leikari. — Jæja, við skulum koma okk ur af stað, sagði Rennie. Ég kinkaði kolli svo lítið bar á. Mér leið bölvanlega — sannast að segja fannst mér í aðra rönd- ina, að ég væri að gegna hlut- verki svikara, — að minnsta kosti skildist mér hvernig svik- ara mundi líða við þessar sömu kringumstæður. Ég hafði neyðzt til að fara á bak við Rennie og þau öll. Helzt hefði ég viljað sýna honum trúnað, en Bayard lét mig lofa því hátíðlega, að segja ekki nokkrum lifandi manni frá því hvað við vorum að brugga. — Við fáum upplýsingarnar I bráðum, hvíslaði Bayard um leið og ég gekk framhjá honum. — Ég bíð hér. i Ég held,v að helmingur eyjar- skeggja hafi komið á vettvang til þess að fylgjast með kvik- myndatökunni. Fráleitt hafði nokkur þeirra verið viðstaddur kvikmyndatöku fyrr og menn vildu ekki láta þetta tækifæri fara framhjá sér. Það fór í taug- arnar á Rennie að hafa alla þessa áhorfendur þarna, en við þessu var ekkert að gera. Þetta var þegar allt kom til alls þeirra ey- Þrátt fyrir æfingarnar fyrr um daginn var Rennie ekki ánægð- ur. Hvað eftir annað lét hann taka allt upp aftur. Hann var klukkustund að koma hermönn- unum í land. Byggð var eftirlík- ing af ratsjárstöð. Hún leit út sem eftirlíkingin — gat ekki blekkt neinn, en á kvikmynd- inni, er þar að kæmi, myndi hún líta náttúrlega út. Áhorfendur röbbuðu saman. Stundum var þeim skemmt og hlógu þá dátt, en Rennie varð stöðugt æstari og var jafnvel farinn að bera við að nota þau fáu frönsku orð, sem hann vissi skil á. Hann krafðist algerrar kyrrðar.’Og svo var kyrrt, — en aðeins í svip. Svo sótti í sama horfið. Mér varð litið á Odette. Hún virtist viðutan og áhyggjufull. Við hlið hennar var Roquin, sem hver annar fangavörður. Honum stóð vafalaust hjartanlega á sama um kvikmyndatökuna, hann ætlaði svo sannarlega að vera viss um, að þau fengju ekkert tækifæri til samvista Od- ette kona hans og Evans ofursti. Ninon hafði ekki augun af hetj- unni sinni, enn ástfangnari en áður, og þarna var Evans í full- um herklæðum og var sem hann | hefði aldrei heyrt nefnda á nafn stúlku, sem hét Odette. Hann gætti þess að vera ávallt nálægt Rennie og ræddi við hann í hvísl ingum annað veifið. Þarna voru nokkrir „þýzkir hermenn" í hóp og biðu eftir að röðin kæmi að þeim. Þannig vildi til, að þeir hópuðust kring- um Solly Geldbaum og virtist það hafa óþægilegustu áhrif á hann. Hann leit á þá með hryggð í augum. Það var engu líkara en að honum hefði fund- izt í svip, að hanr væri innan um hóp hermanna frá fjand- mannaþjóð sinni, Þjóðverjum. Pierre stóð fremstur meðal á- horfenda, þögull sem gamall vitr ingur. Hverjar skyldu hugsanir hans hafa verið, er hann hafði þetta allt fyrir augum sér? Var hann að hugsa um son sinn, sem beið bana í hellinum? Allt í einu sá ég þrjá menn koma utan úr myrkrinu um- hverfis staðinn og inn í birtuna frá kastljósunum, sem lýstu upp hlæjandi andlit áhorfenda. Það voru þeir Bayard og að- stoðarmenn hans frá París, sem komnir voru. Svarið var komið við fyrirspurnunum, — svarið frá París. Og mér rann eins og kalt vatn milli skinns og hör- unds. Bayard nálgaðist mig hægt og hægt. Og þegar hann var kom- inn að mér hvíslaði hann að mér: — Þér höfðuð rétt fyrir yður. Til hamingju. En ég var hvorki stoltur eða glaður. Mér var óglatt — fannst ég vera að missa þrótt. — Hvenær? hvíslaði ég. Hann yppti öxlum. — Nú. Hvers vegna ekki? Kannske hefði hann átt að bíða, en það getur líka verið, að hann hafi vitað hvað hann var að gera. Hann ruddi sér braut gegnum mannþröngina og hjálparmenn hans fóru á eftir honum og það kom eins og af sjálfu sér, að ég fór líka. Ég hafði enga löngun til þess að vera viðstaddur þennan loka- þátt, en mér fannst það skylda mín. Mér fannst óbærilegt til þess að hugsa síðar, ef ég lypp- aðist niður og laumaðist burtu. Andartak hélt ég, að allt mundi fara rólega fram. En svo öskraði Rennie, er hann sá okkur: — Hver andsk ... Hver veð- ur hér fram mitt undir upptök- I ■ n n o ,-V.V.V.VA%VrN%V.V.%V.%V.V.VAV.%SV.V>V.%V.V.V.VAV.W.V.,.V« ■ ■ ■ ■ . i Barnasagan Kalli kafteinn + KALLI OG HAFSÍAIM KRÁK hélt góð um hraða alla nóttina Prófess orinn hafði nefnilega gefið þær skipanir, ,að ljósið skyidi haldast í kúpl- inum og því hraðar sem þeir sigldu, því sterkara var ljósið. Stebbi, sem stóð við stýrið, gaf bláa ljósinu við og við auga Honum fannst það óhugnanlega draugalegt. Honum leið mjög illa. Og það að hafa engan á- kvörðunarstað, stríddi á móti sjómannseðli hans. Hversyegna skyldi maður stýra, þegar ekki var stefnt í neina ákveðna átt. „Við skulum halda norð-norð vestur," tautaði hann, „eitthvað verður að gera.“ Hanr. leit aft- .ma og sa- ao i.;.jsið i kúplinum var að breiða úr sér og varð skærara, svo skært, að allt skipið var upplýst. Furðu- lostinn starði Stebbi á þetta fyr irbæri, og sá að bláir geislar sleiktu sig upp eftir kaðlinum, -err. lúrbínan var bundin með. Þeir náðu upp í skutinn á KRÁK og föru að dansa á þil- farinu. Nú var honum nóg boð- ið „Við brennum", veinaði hann og þaut út úr lúkarnum. „Hjálp, eldur.“ ______________________1T unni? Tony! Ertu orðinn brjál- aður? Morðinginn sneri sér við og sá okkur, Bayard lögreglufull- trúa, menn hans og mig. Hann virtist hika andartak, en ég held að hann hafi lesið á andlit Bay- ards eins og bók. Á næsta and- artaki hafði hann gripið til skammbyssu sinnar og hörfaði hægt undan skref fyrir skref. — Standið kyrrir, skipaði hann. Rennie, skildi það, sem hann sagði, og mér fannst einhvern veginn, að hann ætlaðist til, að ég tæki að mér að koma vitinu fyrir hann. Hvorki lögreglumenn irnir eða hann sjálfur höfðu nægilegt vald á enskri tungu til þess. Hann var kominn að kletta- veggnum. Hann miðaði skamm- byssunni á mig. Hann komst ekki lengra aftur á bak, en það var ekki hægt að ráðast á hann frá hlið, því að hann var eins og í opnum skáp í klettaveggnum. Ég gleymdi áhorfendunum. Tunga mín var þurr og hálsinn og mér fannst, að ég mundi ekki geta komið upp einu orði. Ég reyndi að tala rólega: — Takið þessu eins og maður, sagði ég loks og það var kann- ske það heimskulegasta, sem ég gat sagt, en mér datt nú ekki annað í hug. — Þér getið ekkert gert, og þar að auki eru púðurskot í skammbyssunni. Glott hans var grimmdarlegt í hinni miklu birtu, sem hann stóð í, og meinfýsilegt. — Þér ályktið skakkt, Mars- den, sagði hann. Þessi er hlaðin með skörpum skotum. — Ég hafði búizt við, að þetta mundi gerast. Þetta er mín eigin skammbyssa, afhent mér af hernum. — Gott og vel, sagði ég mild- um rómi. Hún er þá hlaðin með skörpum skotum, en þér getið ekki drepið okkur alla. Þér haf- ið beðið ósigur. — Ég veit það, sagði hann hásum rómi. — En reynið ekki að þvinga mig. Éð mun ganga frá þessu eins og ég sjálfur vil. Hvernig komust þið að þessu? — Það var hringt til konunn- ar hans í Hamborg, sagði ég hægt. Ég vildi forðast að hann kæmist í æsingu meðan hann var með fingurinn á gikknum. Ég sá, að hann hafði líka vak- andi auga á Bayard og mönn- um hans og ég bað þá um að vera rólega og aðhafast ekkert. Þar til nú höfðu allit við- Hér er þessi glæsilegi bíiskúr og skemmtilegur garður uppi á honum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.