Vísir - 27.03.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 27.03.1962, Blaðsíða 16
i VISIII Þriðjudagurinn 27. marz 1962. Tregur afli AFLl Reykjavíkur- og Hafn- arfjarðarbáta var með tregara móti í gærkvöldi. í Hafnarfirði var aflinn yfirleitt 4 — 8 tonn en hæsti bátur Fiskaklettur hafði verið með 13 tonna afla. Um helmingur Reykjavíkur- báta var á sjó í gær og var Hafþór með mestan afla þeirra, 22 tonn. Eitthvað af aflanum var tveggja nátta fiskur. Hingað kom í nótt Víðir II. og var hann með nýveidda síld af Hraunsvíkinni. Fóru um 400 ' tunnur af afla bátsins til fryst- ingar, en afgangurinn til bræðslu. Til Hafnarfjarðar er kominn eftir 14 daga úthald hér á heimamiðum togarinn Júní með um 250 tonna afla, mestmegnis karfa, sem unninn verður í frystihúsunum þar. Strákavegur opnaður '64 SIGLUFIRÐI. — Bæjarstjórnin hér samþykkti á fundi sínum fyrir heigina áskorun á þing- menn Norðurlandskjördæmis vestra, um að þeir flytji nú þeg- ar og fái samþykkta á yfirstand andi alþingi frumvarp um að útvegað verði nægilegt fjár- magn til að grafa jarðgöng gegn um Stráka og ljúka Siglufjarð- arvegi á næstu tveim árum, þannig að vegurinn verði opn- aður til umferðar sumarið 1964. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórn að senda háttvirtu AI- þingi undirskriftalista sem bæj- arbúar hafa skrifað á til árétt- ingar þessari samþykkt. Stend- ur sú undirskriftarsöfnun yfir. - ÞRJ. VARÐSKIPIÐ Ægir lét úr höfn I morgun, í snögga ferð hér út I Faxaflóa. Með skipinu fóru 15 nemendur Vélskólans undir .yfirstjórn Jóhanns Péturssonar, kennara. Förin var farin í þeim tilgangi að gefa nemendunum kost á að gera Iínurit yfir val skipsins, meðan það er á sigl- ingu. Var gert ráð fyrir að þessi námsferð myndi standa yf ir í um það bil 3 klst., en síðan kæmi varðskipið hingað inn aft- ur. ÆGIR MEÐ SKÓLAPILTA Siðasta mánudag bauð Land- helgisgæzlan nemendum á sjó- vinnunámskeiði Æskujýðsráðs í siglingu um sundin á varðskip- inu Ægi. Hefur þetta tíðkazt undanfarin ár nemendum til óblandinnar ánægju. Var siglt um sundin og nemendum sýnd sigiinga- og öryggistækni. Skot- ið var úr falibyssunni, gúmmí- björgunarbátur var settur á ílot og skotið úr línubyssu. Voru með í ferðinni 111 strák ar á aldrinum 13 til 16 ára, úr ýmsum skólum í bænum. Á sjó- vinnunámskeiðinu eru alls um 140 nemendur og tjáðu þeir okk ur að þeir væru flestir úr Laug- arnesskólanum, eða um þriðj- ungur. Jón Pálsson, tómstundaráðu- nautur Æskulýðsráðs, var með í förinni og sagði hann okkur að á námskeiðinu væri kennd óíl algeng sjóvinna, sem hægt Frondizi neitar nú að biðjast lausnar Fréttir frá Argentínu í gær- kvöldi og morgun bentu til Gerviskeggmu var kipptaf, ogþar— Nánari fregnir hafa nú feng- izt af handtöku franska upp- reisnarforingjans Edmond Jou- haud, en handtaka hans þykir einn merkilegasti viðburðurinn I átökunum i Alsír að undan- förnu. Jouhaud var aðalkraftur- inn bak við OAS-hreyfinguna og þó Salan hershöfðingi teljist yfirmaður þessarar ofbeldis- hreyfingar var Jouliaud stofn- andi hennar og sá sem mestu réði. Hann hefur nú verið flutt- ur flugleiðis til Parísar og er búizt við að hann verði tekinn af lífi. i \ Leitað að útvarpsstöð. Það gerðist seint á sunnu- daginn, að flokkur franskra öryggislögreglumanna réðist inn 1 hús eitt 1 miðborg Oran í leit að leyniútvarpsstöð. Þeir fundu enga útvarpsstöð, en handtóku þó um 20 manns, sem grunaðir voru um að starfa í OAS. Þeir vissu ekki þá hverja þeir höfðu veitt, en hinir hand- teknu voru í rauninni yfirstjórn OAS-samtakanna í Oran, Jou- haud hershöfðingi og 12 manna herráð hans. Árás á OAS. Hinir handteknu voru leiddir í herbúðir öryggislögreglunnar og vissu menn ekki annað en að þetta væru einhverjir ó- breyttir liðsmenn OAS. En þá Framh. á 5. slðu. þess, að yfirmenn landhers, flughers og flota myndu taka alla stjórn landsins í sínar hendur. Frondizi hélt þvi til streitu, að mynda stjórn með stjórn- málamönnum einvörðungu, og ráðlagði Aramburo hers- höfðingi honum þá í gær- Tekinn með nmphetamin NÚ er beðið eftir því að skip eitt komi að landi, en á því er ’ maður sem sagður er hafa selt öðrum manni hér í Reykjavík amphetamintöflur. Þessi maður hefur verið handtekinn og sit- ur nú í haldi. Hann hafði selt töflur þessar á dansleik á Akra- nesi á laugardaginn. Var hann handtekinn þar, en síðan send- ur hingað til Reykjavíkur. Akraneslögreglan lagði og hald á bíl sem hann var á. Hér í Reykjavík varðist rann sóknarlögreglan allra frétta af máli þessu 1 morgun. kvöldi, að biðjast lausnar. Um miðnæturbil tilkynnti Frondizi, að hann hefði hafn- að kröfum um að fara frá. Var þá búist vio, að hershöfð- ingjarnir tækju við þá og þeg- ar, eða undir eins og þeir gætu komið sér saman um eftirmann hans. Aramburo hershöfðingi, sem átti mestan þátt í að Peron hrökklaðist frá völdum 1955, sagði við Frondizi í gær, að ef hann segði ekki af sér kynni borgarastyrjöld að vera yfirvofandi. Aramburo reynir nú að koma því til leiðar, að yfir- menn landvarnanna nái sam- komulagi sín í milli. er að kenna í landi. Auk þess er kennd hjálp í viðlögum og lifgun úr dauðadái. Á vorin stunda nemendur einnig róðrar- æfingar á bátum Slysavarna- félagsins og hafa tekið þátt í hátíðahöldunum á Sjómanna- daginn. í fyrra sumar fóru þrfr 12 manna flokkar f þriggja vikna veiðiferðir á vélbát og komust færri en vildu. Ekki er enn afráðið hve margir komast í sumar, en helzt var að skilja á strákunum að þeir vildu allir komast með. Framhald á bls. 5. AKUREYRAR- TOGARI í HÖFN Frá fréttaritara Vísis. Akureyri í morgun. ALLIR Akureyrartogararnir eru nú bundnir við bryggju og hreyfa sig ekki þaðan fyrr en verkfallinu lýkur. Síðastur þeirra var Svalbakur sem kom inn í gær með ágætan afla, 220 — 30 lestir af ýmsum fiski, sem veiddist á heimamið- um. Verður unnið að aflanum fram til n.k. fimmtudags. Tog- ararnir liggja norðan við Torfu- nefsbryggjuna. > Sjö ungböm hafa dáið með voveiflegum hætti í fæðingadeiid sjúkrahúss í Binghamton í New York-fylki. Mistök höfðu orðið, er blandað var fæði handa börnum þessum, og var salt sett í ógáti í stað sykurs ,svo að börnin fengu öll salteitrun. Níu börn að auki veikt- ust af salteitrun ,en þau munu lifp MOKHRÍÐ A AKUREYRI Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í morgun. í gærkveldi og eins í morgun var mokhríð á Akureyri og tölu- verður snjór kominn til viðbótar þeim sem fyrir var. Þrátt fyrir þetta hefur færð ekki spillzt enn sem komið er og greiðar samgöngur bæði suður yf- ir öxnadalsheiði og eins norður í Þingeyjarsýslu. Ef hvessir má búast við blind- hríö og um leið að færð á vegum versni. I ■

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.