Vísir


Vísir - 30.03.1962, Qupperneq 2

Vísir - 30.03.1962, Qupperneq 2
2 W ShR Föst-ueiagur 30. marz—1^62. 1 '■ H Fyrstu dagamir á Italíu voru sæludagar. Daninn átti að bjarga heiðri Udinese, en þetta átti'eftir að breytast. jJSHP ' 'sí , Leif Mortensen óánægður á Italíu — Ef ég mætti ráða, mundi ég taka saman föggúr mínar og halda heimleiðis og Ieika brátt í KB- Iiðunum. Ég held þetta lif ekki út nema í mesta lagi eitt ár til við- bótar. Það var Leif Mortensen, atvinnu knattspyrnumaður hjá Udinese, sem gefur þessa yfirlýsingu eftir ársveru sína á Ítalíu. Hann heldur áfram: — Þó að ég haldi áfram i eitt ár til viðbót- ar, þó er það eingöngu vegna þess að ég hef 2 ára samning við Udi- nese og hann rennur ekki út fyrr en í júlí 1963. Þangað til hef ég 135.000 d. kr. standandi i banka- bók, en það eru víst fæstir jafn- aldrar mínir, sem geta státað af slíku, því ég er aðeins 21 árs. „Peningar eru ekki allt“ Meðvitundin um peningana draga nokkuð úr heimþránni. Ég veit að ég hef ekki yfir nokkrum sköpuðum hlut að kvarta, ég vissi inn á hvað ég gekk, þegar ég und- irritaði samningana. Ég vissi þó ekki að ég ætti að hafna á skugga- hlið ítölsku knattspyrnunnar. Á þessu eina ári á Ítalíu hef ég lært að peningar eru ekki allt í tilverunni og ég tek sérstaklega fram að ég vildi óska að það hefði verið fyrir I<B, sem ég keppti á sunnudaginn var, því ég sakna gamia félagsins míns. Hér get ég ekkert gert annað en æfa og aftur æfa. Þó hef ég ekki minnstu möguleika á að komast í liðið, því ég er á lista yfir leikmenn, sem Udinese lánar út gegn borgun. Fé- lagið reyndi líka að losna við mig þegar það hafði 3 útlendinga í þjónustu sinni ,en mátti reglum samkvæmt ekki nota nema 2, en það tókst ekki. Udinese fer í 2. deild. Mú þegar útséð er að Udinese mun falla í 2. deild, verða Ujdinese menn að losna við a.m.k. tvo út- lendinganna, því ekki má nota sama fjölda erlendra leikmanna í 2. deild og 1. deild. Framkvæmda- stjórinn hefur líka sagt mér að eitthvað muni gerast innan næstu fjögurra vikna. Ég hef sjálfur heyrt orðróm, sem segir líklegt að ég verði -seldur til Spánar, Frakk* lands eða til Rómar. Það eru líka einu kostirnir, sem ég g-ang að. Ég hef samkvæmt samningum rétt til að hafa lokaorðið i sambandi við sölu milli félaga. Eigi t.d. að selja mig svissnesku félagi, þá er ég ekki til viðtals. Vegna falls Udinese £ 2. deild er framtíð hinna leikmannanna flestra nokkuð óráðin og andinn innan knattspyrnumannanna ekki sem beztur. Samt hafa þeir alltaf aflögu huggunarorð handa mér, en það reynist erfitt að brosa á stuiid um sem þessum. Löndunum gengur vel. 1 frítímanum hugleiði ég oft hvernig löndum mínum, Fleming Nieisen og Harald Nielsen gangi, og hvernig mér mundi hafa geng- ið í þeirra sporum. Báðir hafa náð mjög góðum árangri og eftir síðustu leiki sína er Harald talinn hættulegasti sóknarleikmaður ítal- íu. Þetta eru stór orð ,en eftir að hafa séð hann í sjónvarpi efast ég ekki um þetta. Og Fleming er meira en nokkur annar „heilinn" í Atlantaliðinu. Engum hafði dott- Körfuknattleikssamband islands fræddi blaöamenn í gærkvöldi á næstu áætlunum sinum og áform- um, en þau eru bæði mörg og stór fyrir hið unga samband. Landsliðsnefnd hefur nýlega verið skipuð og eiga sæti í henni þeir Þórir Guðmundsson, Viðar Hjartarson og Helgi Jóhannsson, sem jafnframt er landsliðsþjálfari. Nefndin valdi til æfinga 28 pilta, en því miður hafa þeir enn sem komið er ekki sýnt málefninu næg- an áhuga, en æfingarnar hafa ver- ið fólgnar í þrekþjálfun, sem KR- ingar hafa hat't og leyft KKÍ góð- fúslega að nýta ásamt sér. KKl sneri sér til Upplýsingaþjón ustu Bandaríkjanna og hafði upp úr þvi þjálfara, sem sendur verður í maíbyrjun og mun kenna hér í 3 mánuði. Heitir hann John Wood og er háskólaþjálfari. Æfingar munu fara fram í Vals- heimilinu 5 kvöld í viku. Frá kl. 5—7 alla virka daga mun hann kenna, yngri mönnum grundvallar- atriðin, en frá kl. 8—10 mun lands liðið æfa, enda næg verkefni fram undan, þar sem er POLAR CUP keppnin I Stokkhólmi 2.—4. nór- ember n.k. Sigurvegarinn £ þeirri keppni mun komast meðal 15 liða í Evrópumeistaramótinu í Póllandi 1963. Allt mun þetta kosta sambandið mikla peninga og nú mun ráðgert að halda Bingó sem fyrsta atriðið í fjáröflun til þessa 180.000 króna fyrirtækis, sem verið er að leggja út í. Bingóið fer fram í Háskólabiói mánudaginn 8. apríl og aðalvinn- ingurinn er ekki af lakara taginu — Fiat 500 Station bifreið og mun vinningurinn, gagnstætt mörgum bingóum öðrum, verða dreginn út á þessu eina kvöldi. Aðrir vinn- ingar eru og stórkostlegir. Nánar munum við segja frá körfuknattleiksmönnunum siðar. Kari eftirsóttur þjálfari / Noregi Hinn góðkunni knattspyrnu- þjálfari Karl Guðmundsson er nú á förum til Sandefjord í Noregi, en það er 25.000 manna bær á suðvesturströnd Noregs. Þarna hefur Karl fengið það hlutverk að þjálfa knattspyrnumenn staðarins, en þeir leika i 1. deildinni. Einn frægasti knattspyrnumað- ur Noregs og jafnframt sá bezti um árabil, miðvörðurinn Tor- björn Svendsen er einn af leik- mönnum þessa liðs og margir fleiri góðir knattspyrnumenn eru í Sandefjord. Svendsen glímir nú við að ná heimsmeti Billy Wrights að leika fleiri landsleiki. Billy hefur leikið alls 104 landsleiki fyrir England, en Torbjörn Svend- sen hefur leikið 101 fyrir Noreg. Það verður því liklega eitt af verk- efnum Karls að koma Svendsen enn nokkrum sinnum í landslið, en auðvitað er aðalverkefnið að ið í hug að hann mundi útvega Atlanta sína beztu útkomu hingað til, en það gerði hanh. Heim a brúðarbekk. Strax og „eitthvað gerist" er ég ákveðinn í að gera allt til að gera næsta keppnistímabil betra en það síðasta. Ég fer heim i sumarfri og meðan ég er heima ætla ég að kvænast, því unnusta mín og ég erum búin að ákveða daginn. Hún var hér á Ítalíu í sumarfríinu sínu og það er staðreynd að manni gengur betur, þegar maður hefur félaga sér við hlið. tryggja Sandefjord áframhaldandi setu í 1. deildinni norsku en nokk- ur vafi leikur á þvi nú sem stend- ur. Norðmenn eru að breyta fyrir- komulagi 1. deildarinnar. Áður léku 16 lið £ tveim „grúppum" og efstu liðin léku siðan til úrslita. Nú stendur til að fyrstu deildina skipi 10 lið og keppa 16 liðin, sem fyrir voru nú um það. Sandefjord er nokkuð fyrir neðan miðju og er þvi i hættu að detta niður í 2. deild. Hyggja Norðmenn gott til glóðarinnar að fá Karl til sin því ^ nafn hans sem þjálfara er talið mjög gott meðal frænda vorra, og staðreynd er að landslið okkar hafa staðið sig mjög vel einmitt er hann hefur þjálfað þau, sbr. 1 —1 í Kaupmannahöfn 1959. Við hringdum í Karl í gær og spurðum hann frétta af ferðinni. - Já, ég hygg gott til glóðar - innar. í Sandfjord er af meiru að | taka heldur en í Lillehammer, þeg- ar ég var þar. Sandefjord vann Unglingaflokkinn £ fyrra og svo stendur Torbjörn Svendsen alltaf fyrir sínu, enda þótt árin séu farin að færast yfir hann sem knatt- spyrnumann. Hann er alltaf með liðinu og er nú nýkominn heim frá New York þar sem hann þjálf- aði norska sjómenn I knattspyrnu um nokkurt skeið, en nú æfir hann mjög vel og er staðráðinn í að hnekkja 104 landsleikja heims- meti Billy Wrights. Karl fer utan á mánudag. j. b. p. )

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.