Vísir - 30.03.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 30.03.1962, Blaðsíða 16
 Guido Argentínu- forseti um sinn Yíirmenn landvarna Argentínu birtu tilkynningu snemma i morg- un þess efnis, að landher, flugher og floti styddu José Maria Guido, sem í gærkvöldi vann embættiseið sinn sem ríkisforseti til bráða- birgða. Stóð sú athöfn aðeins tvær mínútur. Hann tilkynnti að henni lokinni, að milli hans og hershöfð- ingjanna hefði ekkert samkomulag verið gert. Það er samkvæmt stjórnar- skránni, sem Guido tekur við em- bættinu, en hún mælir svo fyrir, að forseti öldungadeildarinnar skuli gegna því, er löglegur for- seti hafi forfallazt. Fréttir í gær- kvöldi hermdu, að hershöfðingjarn ir hefðu neitað að viðurkenna Gu- ido, en nú hefur sú afstaða þeirra breytzt sem að ofan getur. Hafa þeir nú boðið hann velkominn og TÓNLEIKARNIR VERÐA í HÁSKÓLABÍQINU Nemendatónleikar Tónlistar- skólans í Reykjavík sem sagt var frá í frétt Víseis í fyrradag og halda átti í Austurbæjarbió á laugardag kl. 3 síðdegis, 5 verða á öðrum stað, sem sé í samkomu- húsi Háskólans á sama tíma Ástæðan fyrir þessari breyt- ingu, er sú, að þegar átti að æfa konsertinn fyrir 2 pianó og 4strengjasveit eftir Bach, :o rust píanóin tvö ekki fyrir með góðu móti á sviðinu í Austurbæjirbíó svo að flytja varð vestur í Há- skólabióið, þar sem tónleikarn r fara fram á morgun, og þyk'r öll um sú breyting góð. bera fram óskir um, að samstarf í þágu lýðræðis og velmegunar landsmanna verði tryggt. Frondizi forseti er nú í fangelsi á eynni Martin Garcia í La Plata fljóti. Eftir honum var haft, að það hefði verið bezta lausnin eins og komið var, að Guido tók við. — Frondizi hélt fast við ákvörðun sína að biðjast ekki lausnar, og létu hershöfðingjarnir að lokum hand- sama hann. — Almenningur safn- aðist saman á götúnum og heimt- aði Frondizi £ forsetasæti á ný, en fólkinu var dreift með táragasi. HIÐ umfangsmikla saka mál, sem dagsdaglega gengur undir nafninu Olíumálið, var í morgun þingfest í sakadómi Reykjavíkur af umboðs- dómurum í málinu. Var þá jafnframt ákveðið að málið skuli verða tekið til munnlegs málflutn- ings hinn 1. júní. Þingfesting málsins hófst klukkan 10 í morgun í réttar- sal sakadómaraembættisins. Voru umboðdómendur máls- ins Guðmundur Ingvi Sigurðs son hrl. og Gunnar Hlelgason hdl. mættir, og skömmu síðar kom sækjandinn í málinu Ragnar Jónsson hrl. Næst kom Sveinbjöm Jónsson hrl., Olíumálið í sakadómi í morgun en hann var skipaður verj- andi Vilhjálms Þórs banka- stjóra. — Var nú hlé á þing- haldi, framundir klukkan 11, er Benedikt Sigurjónsson hrl. lcom en hann verður verjandi Hauks Hvannbergs. Síðastur kom Guðmundur Ásmunds- son hrl., sem ásamt Jóhanni Gunnari Stefánssyni hrl. voru skipaðir verjendur stjómar- manna Olíufélágsins h.f. Þeir Benedikt og Guðmundur höfðu verið bundnir við störf uppi í Hæstarétti, er þingfest ing Olíumálsins hófst. Lögmönnunum voru afhent gögnmálsins ,og umboðsdóm arar tilkynntu þeim að málið yrði tekið til munnlegs mál- flutnings fyrir sakadómi Reykajvíkur hinn 1. júní næst komandi, daginn eftir upp- stigningardag. Sækjandi og verjandi við þingfestingu Olíumálsins í morgun. — A fremstu myndinni koma niður tröppumar þeir Sveinbjöm Jónsson hr. og Ragnar Jónsson sækjandi í málinu að baki honum, — með þykkann bunka af gögnum er Benedikt Sigurjónsson hrl. kemur til þing- festingar, og loks er Guðmundur Ásmundsson hrl. taka við sínum skjölum. — Ljósm. Vísis I. M. tók myndimar. VISIR Föstudaginn 30. ,marz 1962. I í Skotlandi á að byggja nýja borg fyrir einkaframtak manna og verður hún við enda hinnar nýju brúar yflr Forthfjörð. Kostnaður er áætlaður 12 millj. punda og mun verkið taka 7 ár. Stórstigur frumfurir / hitu- og vutnsveitumúlum í gær var haldinn fundur í Lands málafélaginu Verði. Fluttu þar ræður þeir Jóhannes Zoéga hita- veitustjóri og Þóroddur Sigurðs- son vatnsveitustjóri og lýstu þró- un þessara mála, frá upphafi til þessa dags. Formaður Varðar, Höskuldur Ólafsson bankastjóri, setti fundinn og las upp inntöku- beiðnir 168 nýrra félaga, sem all- ar voru samþykktar. Jóhannes Zoéga hitaveitustjóri tók fyrstur til máls. Rakti hann fyrst all ýtarlega sögu hitaveitu- framkvæmda í bænum, en þær hófust fyrir 1930. ÞaS ár voru tengd 70 hús, en 1942 var tala notenda komin í 32.000 manns. Lýsti hann síðan fimm ára áætlun þeirri í hitaveitumálum, sem nú hefur, verið í framkvæmd í eitt ár. Samkvæmt þeirri áætlun er reikn- að með að allir Reykvíkingar hafi hitaveitu eftir 4 ár. Öll vinna við framkvæmdir þess ar, faeni kostur er, verður boðin út, til einkafyrirtækja. Er ætlunin að framvegis verði lögð hitaveita í hús jafnóðum og þau eru byggð. í fjölmennari hverfin verður lagt svokallað tvöfalt kerfi, en þá renn- ur vatnið til baka og er hitað að nýju. Vegna kostnaðar er lagt ein- falt kerfi í strjálbýlli hverfi. Einnig ræddi hitaveitustjóri möguieika á því að koma upp iðn- aðarhitaveitu í vissum hverfum, sér í lagi ef um stóriðju væri að ræða. Slíkur iðnaður þarf oft heit- ara vatn en það, sem hitaveitan nú hefur. Myndi þetta þá koma smærri fyrirtækjum að gagni um leið. Boianir eru nú hafnar að nýju, eftir nokkurt hlé. Standa vonir til að hægt verði að afla á næstu fjórum árum alls þess vatnsmagns, sem stækkun þessi útheimtir. All- ur kostnaður við framkvæmdir þessav er áætlaður 237 milljónir. Má það teljast til tíðinda að alls þess fjár hefur verið aflað fyrir- fram. Næstur talaði Þóroddur Sigurðs- son, vatnsveitustjóri. Rakti hann fyrst sögu vatnsveitunnar, sem er elzta þjónustufyrirtæki bæjarins og tók til starfa árið 1909. Þá var vatnsmagn veitunnar 38 lítrar á sekúndu, eða 3 og hálfur sekúndu- lítri á 1000 íbúa. Á vatnsveitu- svæði Reykjavíkur eru nú 84.000 manns og vatnsmagn nú 8,4 sek- úndulítrar á 1000 íbúa. Ekkl hefur nýting vatnsins verið Framh. á 10. síðu. Sfóð fram yfir miðnætfi I GÆRKVÖLD hafði sáttarsemj- ari rikisins í vinnudeilum kallað til fundar við sig sameiginlega nefndir deiluaðila í togarasjó- manna-verkfallinu. Hafði sá sundur staðið fram yfir mið- nætti. Ekki hafði sáttasemjari í fundarlok boðað annan fund, og lítt hafði málum þokað í samkomulagsátt á þessum fundi. Sjálfstæðisfélag nú stofnað í Arnessýslu Laugardaginn 10. þ.m. var stofn- að Sjálfstæðisfélagið Muninn í Ár- nessýslu og er félagssvæði þess Grímsnes-, Grafnings- og Þing- vallahreppur. Stofnfundur félags- ins var haldinn að Minni Borg í Grímsnesi. Hergeir Kristgeirsson, erindreki, Selfossi, setti fundinn og las upp nöfn stofnenda, sem voru 30. — I Fundarstjóri var kjörinn Ingileifur | Jónsson, Svínavatni og fundarrit- ! ari Pétur Hjálmsson, Úlfljótsvatni. Axel Jónsson fulltrúi fram- kvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins flutti erindi um skipulagsmál Sjálf stæðisflokksins og lagði fram frum ! varp að lögum fyrir félagið, sem í síðan var samþykkt. Hlaut félagið nafnið Muninn. í stjórn voru kosnir: Pétur Að- alsteinsson, írafossi, formaður, Pétur Hjálmsson, Úlfljótsvatni og Ingileifur Jónsson, Svfnavatni. í varastjórn voru kosnir: Sig- urður Möller, Ljósafossi, Ingólfur Guðmundsson, Miðfelli og Árni Einarsson, Minni-Borg. Endurskoð- endur: Gísli Jóhannsson, Hraun- prýði og Tyrfingur Þórðarson, Steingrímsstöð. Þá var kjörið í fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Árnessýslu og fulltrúar í kjördæm- isráð Sjálfstæðisflokksins í Suður- Iandskjördæmi. iOKAIIPP- BOÐ í DAG Klukkan 5 í dag hefst uppboð á bókum í Sjálfstæðishúsinu. Flestir bókamenn eru á einu máli um það að þar sé um einr mesta og bezta feng bóka ið ræða, sem nokkru sinni hefur komið fram á uppboði hjá Sigurði Benediktssyni fyrr og síðar. Meiri hluti þessara bóka 1; ur áður verið talinn upp hér i bl-rð inu, og því ekki farið nánar út í þá sálma hér, en aðeins bent á að þar eru margar bækur prentaðar Skálholti, Hólum, Hrappsey, Leir- árgörðum og víðra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.