Vísir - 30.03.1962, Síða 4

Vísir - 30.03.1962, Síða 4
4 l/'ISIR Föstudagur 30. marz 1962. Spurt um Kana Við hittum Guðna Þórðarson ferðaskrifstofustjóra á förnurn vegi i gær, sáum hann löngu neðar í Bakarabrekkunni þar sem hann skagaði upp fyrir fjöldann, stönzuðum hann i brekkunni og spurðum, hvern- ig gcngi að fá fólk til að kaupa 'sér sumar £ Suðurlöndum löngu áður en hillir undir það hér nyrðra, — Maður hefur nú fleiri hnöppum að hneppa en að smala saman í páskaferðina til Kanari-eyja. Það gengur svo sem nógu vel — komnir 65 þátttakendur og komast varla fyrir fleiri en svo sem tíu í við- bót. Þetta eru svoddan kosta- kjör, eins og þið vitið. Og hver getur stillt sig um að grípa gæsina meðan hún gefst? Ann- ars er nú ekki mikill tími þessa stundina til að rabba við mína gömlu kollega, blaðamenn. Nú var ég að fá skeyti um að út- vega konu með barn far til Ástralíu. Þangað vilja margir fara í seinni tíð. Ég hef ekki aðeins miiligöngu um skemmti- ferðir. Sunna er nefniiega al- menn ferðaskrifstofa til að greiða götu fólks í allskonar erindum um hnöttinn. Við höfum líka fiutt trúboða til Afríku, já íslenzka trúboða. Flytjum þá áleiðis, út á megin- landið, og þar tekur flugvél frá Eþíópíu við og flytur þá alla leið. — Er annars virkilega að verða fullskipað £ páskaferðina til Kanarí-eyja? — Já. Ég gekk ekki að þvl gruflandi að efna til þessarar ferðar. Páskaferðir okkar til Mallorca voru orðnar svo vin- sælar. Sumir fóru aftur og aft- ur. En mig langaði til að gefa fólkinu kost á að skoða sig um^ sunnar á hnettinum. Og þetta er land, sem ekki hefir verið farin hópferð héðan til áður. — Það fara nú heldur fáar LÆKKAR FLUTNINGSKOSTNAÐINN TICO hleður frá öllum hliðum. TICO bóman vinnui nákvæmlega á alla vegu. TICO kraninn er með fullkomnu inn- byggðu spili. TICO kraninn er gæðavara. TlCOkraninn er fyrirliggjandi. TICO umboðið Almenna verzlunarfélagiö h.l. Laugavegi 168 . Sími 10199 . Rvík eyjar sögur af þessum eyjum áður en Spánverjar lögðu þær undir sig á 15. öld. Rómverjar fornu þekktu til eyjanna og kölluðu þær Hamingjueyjarnar, og Hesiod sagði, að Júpiter sendi þangað sálir hinna föllnu hetja, sem sagt einskonar Valhöll. Þegar Normannariddarinn Juan de Bethencourt gerði innrás i eyjarnar 1402, rakst hann þar á undarlegan þjóðfiokk, sem nefndust Guanches. Kóngar ríktu þar, sem voru hvorki meira né minna en 7 fet á hæð. Þetta var hið ljúfasta fólk, en staðinn kaktusa, sem sérstök skordýrategund nærist á. Þessi skordýr, eða bjöllur, eru svo tekin og kreistur úr þeim vökvi, carmine-rautt litarefni, sem var eftirsótt I varalit, mat- arlit og allskonar liti aðra En svo fóru að koma á heimsmark- aðinn anilín-Iitirnir, sem voru miklu ódýrari og eyðilögðu líka þennan iðnað fyrir Kanaríum. Enn komu þeir fótum fyrir sig, þegar þeir fluttu inn banana- tréð og gróðursettu það. Ban- anaræktin blómgast og dafnar hjá þeim — þar sem nægilegt vatn er til, þvf að bananarnir eru vatnsfrekir. Þegar Kanarí- eyjabúi bendir manni á ein- hverja glæsihöllina og segir: „Þarna býr einn af mestu ríkis- köllunum. Hann á þrjár lindir“, — En er ekki mikill sjávar- útvegur á eyjunum? — Það er svo einkennilegt með það, að frumbyggjarnir á eyjunum voru landkrabbar, eig- inlega hræddir við sjóinn, kunnu ekkert með báta að fara. Nú á dögum stunda vitaskuld margir eyjaskeggjar sjóinn. Sumsstaðar tíðkast það f þorp- um, að bæjarbúi fer upp á ein- hvern sjónarhól og skimar út á sjóinn. Ef hann sér fisktorfu undan landi, rekur karl upp mikið gól, og þá vita allir þorps búar, hvað það þýðir, hlaupa hver sem betur getur niður £ fjöru og grípa netin. Svo er ýtt úr vör og allir hjálpast að og hver fær sinn skerf af aflanum, en sá tvöfaldan hlut, sem á net- ið. Karlarnir róa, og konurnar Þetta er auðvitað mynd af helzta þjóðarsporti Spánverja, nautaatinu, sem byrjar ár hvert á 2. páskadag. á stéinaldarstigi. Ekki létu þeir vaða ofan f sig, og það tókst ekki fyrr en nærri öld síðar, þegar Hinrik frá Castilíu tók í taumana, að sigra þessa þjóð. Svo reyndu bæði Bretar og Hollendingar að brjóta eyjarn- ar undir sig, en árangurs- laust. Sir Francis Drake varð frá að hverfa borginni Las Palmas 1595, og 1797 gerði þar strandhögg Nelson lávarður, þá 38 ára gamall aðmíráll, það var á eyjunni Tenerife (sem við nú heimsækjum), og þar beið sá frækni maður sinn eina veru- lega ósigur. Þar tættist svo sundur á honum handleggurinn af skoti, að samherjar hans urðu að bera hann óvígann um borð og höggva af honum handlegginn. Brezki flotinn varð að hverfa frá við svo bú- ið. En gunnfánar Nelsons hanga síðan í tætlum til minja uppi í sóknarkirkjunni í Santa Cruz. — Á hverju lifa eyjaskeggjar helzt? — Fram að 1950 voru Can- aríu-vínin helzta útflutnings- vara þeirra, en þá kom upp plöntusjúkdómur, sem lagði vínakra þeirra í auðn. Eyja- skeggjar rifu þá upp vínviðinn með rótum og gróðursettu í þá dettur gestinum í hug, að þar búi olíukóngur og spyr á móti: „Eru olíulindir hér hjá ykkur?“ „Nei, nei“, svarar sá innfæddi. „Hann á vatnslindir. Þær eru engu verðminni hér en olíulindir". Landskiki, þar sem ekki er fyrir hendi vatn, kostar svo sem 500 krónur hektarinn. En þar sem vatn fæst til ban- anaræktunar, selst jafnstórt lapd 500 þúsund krónur. Þetta er líkt og á Spáni. Þar kaupa fáir vatn til að svala þorstan- um. Vín er miklu ódýrara. bíða eftir þeim f fjörunni og hjálpa til að gera að aflanum. — Eru þjóðhættir annars svipaðir og á Spáni? — Að mörgu leyti.Ein helzta hátíð eyjaskeggja er hin sama og á Spáni og öðrum rómversk- kaþólskum löndum, Corpus Christi (sem þýðir Líkami Krists) haldinn fimmtudaginn eftir þrenningarhátíð, og allir taka hana mjög hátíðlega. Þá er mikið um dýrðir og göturnar blómum stráðar. Meiri skemmtihátíð er sú, er nefnist Romeria. Hún er mjög glæsi- leg og mikið um söng og dans, sem allir, er vettlingi valda, taka þátt í. En það er ekki tími til að rekja nánar allt það skemmtilega ,sem skeður þar syðra að þessu sinni, eða reyna til að lýsa fegurð íandsins þar. En það er ekki að ósekju, að margir álíta þessar eyjar jarð- neska paradís. Skíðamenn til Akur- eyrar og Isafjarðar Um páskana munu skíða- menn flykkjast til tveggja staða, Akureyrar og ísafjarðar. Á Akureyri verður haldið Landsmót skíðamanna og tekið í notkun nýtt skíðahótel. Á ísa- firði verður eins og venjulega um páskana haldin skfðavika, en þar er einnig gott skiða- hótel. í, sambandi við þetta býst Flugfélag Isands við miklum ferðamannastraumi og mun fé- lagið þess vegna geta boðið ferðafólki ódýrari ferðir til Ak- ureyrar og ísafjarðar. Far- gjaldið fram og aftur til þessara staða verður aðeins kr. 750 i páskavikunni 14. — 24. apríl. Til þessara skíðaflutninga verða notaðar Viscoimt og Da- kota flugvélar og famar marg- ar ferðir á dag.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.