Vísir


Vísir - 30.03.1962, Qupperneq 5

Vísir - 30.03.1962, Qupperneq 5
Föstudagur 30. marz 1962. VISIR 5 Smíðar Mörgum finnst víst undarlegt af mér og óhyggilegt að vera við þenna búskap og bátasmíð- arnar hér upp undir fjallsrótun- um, en flytja ekki heldur til bæjarins og stunda iðn mína þar. En ég hef engan hug á því að bregða búi og flytja héðan, þrátt fyrir margvíslega erfið- leika sem vissulega hafa mætt okkur. Allri fjölskyldunni líkar vel að eiga heima svona langt frá kaupstaðnum og hér efra er rólegt og sérstaklega sumarfag- urt. Svo höfum við líka fengið rafmagn og síma og fleiri þæg- indi sem kaupstaðarbúar hafa. Við munum því una glöð við okkar hlut hér, svo að segja I faðmi fjallanna, og hvergi fara, nema einhver óviðráðanleg at- vik breyti þeirri ákvörðun. Nokkrum erfiðleikum er skóla ganga þeirra barna bundin, sem heima eiga hér á efstu bæjunum. Þau þurfa að sækja nám niður í Glerárhverfi, en þangað er 5 km. vegalengd. Við eigum 5 börn, það elsta 19 ára, yngsta 2 ára. Allt drengir. Sá elsti er suður í Vestmannaeyjum við sjó róðra, næstelsti í Gagnfræða- skólanum á Akureyri og les und- ir landspróf, en tveir snáðar, 8 og 10 ára eru í bamaskólanum í Glerárhverfi. Þangað er klukku- tíma gangur fyrir þá hvora leið. Drengirnir Iáta það þó ekkert á sig fá og fara hvern dag þó tíð- in sé ekki alltaf góð“. Hér lýkur frásögn Baldurs. Vill Vísir þakka honum upp- lýsingarnar og flytur þeim hjón- um beztu óskir um velgengni í búskapnum og bátasmíðum og að þau eigi eftir að gera þennan Hlíðarenda frægan, með atorku sinni og myndarskap. Á. B. Baldur Halldórsson við bátinn sinn. Búizt er við því, að Jekaterina Furtseva menntamálaráðherra Sov étrikjanna verði látin víkja úr því embætti á næstunni. Hefur hún að undanförnu hlotið allmikla gagn- rýni í stjórnarblaðinu Pravda, sem bendir mjög eindregið til þess að hún muni ekki lengi halda stöðu sinni. Þykir halda illa á málum. Menntamálaráðuneytið hefur hvað eftir annað sætt gagnrýni að undanfbrnu fyrir það, hve slakt það hefur haldið á ýmsum málum. Birtast þessar gagnrýnigreinar að- allega í Pravda, en einnig í nokkr- um öörum blöðum. Síðast var birt árás á mennta- málaráðuneytið fyrir slælegt eftir- lit op rangt val á erlendumi kvik- myndum, sem leyft hefur verið að sýna. Segir í greininm að hleypt hafi verið inn í Iandið vestrænum myndum, sem hafi mjög óholl áhrif á rússneska æsku. Ekki endurkjörin.. Ennfremur hefur það verið gagn rýnt, að rússneskar kvikmyndir standi á mjög lágu hugsjóna- og listrænu stigi. Þá hafa birzt grein- ar í Pravda, þar sem gagnrýnt er val menntamálaráðuneytisins á þeim. erlendu bókum sem þýddar | eru og gefnar út ,en slík útgáfa heyrir beint undír menntamála- ráðuneytið. Loks bættist það ofan . á allt þetta, að frú Furtseva hlaut ekki | endurkjöi við síðustu kosninga' til æðsta ráðsins. Svo dagar henr. ar munu taldir. uppi í sveit Fyrlr skemmstu brá frétta- maður Vísis á Akureyri sér upp að bænum Hlíðarenda í Glæsibæjarhreppi, til að. hitta að máli ungan bónda, sem rek- ur jafnframt búskapnum báta- smiðastöð þar efra. Býlið Hlíðarendi stendur við rætur Hlíðarfjalls £ nálega 200 metra hæð yfir sjó, 5 km. frá Akureyri skammt sunnan við kirkjujörðina Lögmannshlíð, og má fullyrða, að fáir smiðir starfræki bátasmíðastöð sína hærra til fjalls. Það er meira að segja ekki ýkja langt frá bænum upp að skíðahótelinu í Hliðarfjalli. Baldur Halldórsson heitir bóndinn og bátasmiðurinn, ætt- aður frá Búlandi við Hjalteyri, en búinn að dvelja á Akureyri og nágrenni s.l. 17 ár. Áður en hingað kom var hann 2 vetur við nám í bændaskólanum á Hvanneyri, því hugur hans var alltaf bundinn starfi í sveit, en á Akureyri hóf hann þó iðnnám og tók bátasmíðarnar fyrir. Heilsa hans var ekki góð og taldi því öruggara að komast áfram í lífinu, ef hann lærði einhverja iðngrein. Það sýndi sig líka að það var vel og hyggilega athugað. „Ég lærði bátasmíði hjá Krist jáni Nóa Kristjánssyni, skipa- smið á Akureyri, og vann hjá honum í 5 ár. En ég hef alltaf ætlað að verða bóndi, og þegar jörðin Hlíðarendi var laus til kaups og ábúðar 1951, ákvað ég að freista gæfunnar. Ég var þá kvæntur og kona min vildi gjarnan stunda búskap. Þá um vorið fluttum við uppeftir, með 2 unga drengi og hófum bú- skapinn við lítil efni en miklar skuldir. Vann ég því 2 næstu yetur að miklu leyti niðri á Akureyri' við bátasmíðar hjá Kristjáni Nóa. — Við höfðum lítið bú að Hlíðarenda, því að á margan hátt var aðstaða erfið, landið blautt og illa framræst og útihús léleg. Þurfti ég því fljótlega að leggja í fjárfrekar framkvæmdir. Fyrst og fremst að gera mikla skurði til að þurrka upp túnið og síðan að byggja útihúsin. Ég hefi fyrir nokkru lokið við 2ja hæða steinhús fyrir skepn- urnar. Á neðri hæð er fjós fyrir 12 kýr, á efri hæð fjárhús fyrir 80 kindur. Heyhlöðu byggði ég líka, áfasta við húsið. Næst end- urbyggði ég íbúðarhúsið og hefi ég nú að mestu lokið því. Auð- vitað er það mikils virði að kunna eitthvað til smíða, ég hef verið smátt og smátt að þoka þessum byggingum mínum á- fram. En þó er aðeins lokið fyrsta áfanganum í búskapnum með húsabyggingunum. Næsta • verkefni, er stækkun túnsins og að fjölga skepnunum. Það fram- fleytir enginn bóndi 7 manna fjölskyldu á smábúskap nú til dags, ef hann hefir komist í miklar skuldir. Þessvegna flaug mér í hug að drýgja bútekjurn ar með bátasmíði heima hjá mér, því erfitt er að stunda smíðar niður á Akureyri jafn- framt búskapnum hér efra. Qg þar sem alltaf gefst nokkur tími frá daglegum önnum búskapar- ins til annara starfa, kom ég á fót smábátaverkstæði í gamalli heyhlöðu, skammt frá bænum. Það er nú kanske tæplega hægt að kalla þetta verkstæði, lágt til lofts og ekki stærra en það, að 6 smálesta bátur tekur nær allt húsrúmið. En þó er ég bú- inn að ljúka smíði 14 báta, frá 2ja til 6 smálesta. Hér efra er að öllu leyti gengið frá bátunum, vélar settar í þá og annar útbún aður er þeim tilheyrir. Síðan er þeim ekið á stórum vögnum til sjávar“. Þegar fréttamaðurinn lítur svo inn í „bátasmíðastöðina" til að iáta taka þar góða mynd af Baldri við einn bátinn, verður hann hálf undrandi. Hér er sann arlega ekki vistleg vinnustofa. Þakið hefir víst eitthvað lekið í síðasta þíðviðri, og nokkrir svellhólar hingað og þangað urn gólfið. Kuldinn þarna inni er heldur ekkert smáræði, enda að sjálfsögðu enginn upphitun, hvorki smá né stór. Raflögn er þó í húsinu og bjart inni í hinu litla smíðahúsi, en hálfsmíðaður bátur tekur mestan hluta rúms- ins. Ekki eru smfðaverkfærin mörg eða margbrotin. Ein raf- knúin borvél, hitt aðeins hand- verkfæri. Fram að þessu hefir Baldur líka þurft að vélvinna efnið á Akureyri og léttir það honum að vissu leyti starfið þar efra. En stundum lokar snjórinn veginum og ófært verður bílum niður til Akureyrar. Er þá bara að bíða unz betur blæs og veg- urinn opnast á ný. „Mig vanhag- ar um flest sem til bátasmíða þarf“, segir Baldur. „Fyrst og fremst stærra og betra húsrými og einhvern vélakost. Hefi ég fullan hug á að reyna að bæta úr hvorutveggja á næstunni. Það er t. d. ekki hægt að smfða stærri báta hjá mér en 6 smá- lesta. Þegar ég lauk við bátinn, sem þú sérð á myndinni, komst ég í mikil vandræði að koma honum útúr hlöðunni. Síðustu hönd á verkið varð ég svo að leggja „undir beru lofti“, enda var þá komin sól og sumar. Sá bátur var líka 6 smálestir, heitir Svalan og eigandinn erSteinþór Kristjánsson á Húsavík. Smíði hans. lauk ég í fyrrasumar. Stundum vinnur eigandi bátsins sjálfur að smfðinni tíma og tíma með mér. En oft smíða ég líka báta, áður en kaupandi er feng- inn. Um verð á bátunum get ég ekki sagt nákvæmlega, enda kemur svo margt til greina, sem ruglar reikningana. Sumir kaupendur leggja til efni, aðrir vinnu og flestir kaupa sjálfir ýmsan útbúnað sem til þarf, t. d. vél, og fleira. En ég hygg að 6 smálesta bátur með rá og reiða og öllu tilheyrandi, kosti um 260 — 270 þúsund krónur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.