Vísir - 30.03.1962, Side 7

Vísir - 30.03.1962, Side 7
Föstudagur 30. marz 1962. Sigurbjörn Einarsson, biskup Vottar Jehóva segjast trúa Um hitt er að ræða, að Vott- á Krist, en þeirra Kristur er ar Jehóva halda því fram, að sköpuð andavera. Óbrjáluð, / það sé óheimilt og syndsam- biblíuleg rökvísi og trúartil- legt út frá Biblíunni að halda finning segir, að þetta sé fjö!- kristin jól. Því mótmæli ég. gyðistrú. Kristnir menn trúa á Guðs eilífa orð eða eðli, birt í mánn inum Jesú: Orðið var Guð og orðið varð hold og bjó með oss (Jóh. 1). Skírnin markar þáttamót í jarðneskri sögu Jesú, þaðan af kemur hann fram sem Guðs smurði. Og kristnir menn trúa á Guðs eilífa anda, sem faðirinn sendi í Jesú nafni (Jóh. 14, 26). Þeir láta skírast í nafni heilagrar þrenningar sam- kvæmt boði Krists í Matt. 28, 19. Nægja orð hans þar sem svar við þeirri staðhæfingu greinarinnar, að Jesús hafi ekkert kennt um þrenning- una. Enginn bannar Vottum Jehóva að kalla kristna guðs- trú „fjarstæðu“, eins og gert er í greininni. En þá ofmeta þeir getu sína til þess að „sanna“ hvað sem er, ef þeir telja slík ummæli taka af tví- mæli um það, að þeir séu kristnir. hátt. Misskilningur er það, að ég telji nafnið í sjálfu sér nýlundu. Hitt er nýlunda að leggja það nafn við allan þann hégóma, sem Varðturns menn eru að breiða út. Guð- inn, sem þeir boða, á nafnið að nokkru leyti sameiginlegt með Biblíunni og kristinni guðstrú, en lítið annað. „greinileg kenning Biblíunn- ar“, en ekki er þó vitnað í nein tiltekin ummæli hennar þessu til stuðnings. Aftur á móti er Páll postuli borinn fyrir því, að Kristur sé „skap- aður“, og Ásmundur biskup Guðmundsson tekinn til vitn- is um það, að Jesús sé ekki Messías fyrr en með skírn- inni. Báðar tilvitnanir eru vit- yegna greinar, sem birzt hefur í blöðum, nefnd „Starf og stefna Votta Je- hóva“, undirrituð af Laurits Rendboe, er stýrir nú trúboði Jehóva-votta hér á landi, vil ég taka þetta fram: 10. Þá segir loks í grein- inni, að kenningin um ódauðleika mannsálarinnar sé óbiblíuleg og er því til sönnunar vitnað í Esekiel 18, 4: „Sú sálin, sem syndgar, hún skal deyja“. Ef einhver leggur á sig að slá þessum kafla upp, sér hann þegar í stað, að þessi tilvitnun er alveg út í hött í þessu sam- bandi. Spámaðurinn er að mótmæla þeirri skoðun, að menn verði að gjalda þeirra synda, sem forfeður þeirra drýgðu. Nei, sú sálin (þ. e. sá maður), sem syndina drýg- ir, fær syndagjöldin, enginn annar, segir Esekíel. Þannig beita Vottar Jehóva BibJ.í- unni fyrir sig — hártoga bók- staf hennar endalaust og mis þyrma anda hennar. Annars haía þeir í þe'ssu sambandi gjarnan á oddi um- mæli Biblíunnar, þegar svo er komizt að orði, að sálin (þ. e. lífið — þeir kæra sig kollótta um mismunandi merkingar orða á frummáli) sé í blóðinu. En skilningur þeirra á slíkum orðum kem- ur m. a. fram í viðhorfi þeirra til blóðgjafa. Það er dauða- synd að þeirra skoðun að gefa dauðvona manni blóð. Veit ég ekki, hvernig þeir, sem í nafni umburðarlyndis og víðsýnis hafa vítt mig fyr- ir að vekja athygli á þessum trúarflokki, líta á það sér- staka mál, eða hvort þeir telja mér heimilt að mótmæla því opinberlega, að Biblían sé borin fyrir firrum af slíku tagi. En það hefur komið fyr- ir erlendis, að þessi trú hefur kostað mannslíf og að yfir- völd hafa séð sig knúin til þess að hindra Votta Jehóva í því að banna að veita eða þiggja blóð í lífsnauðsyn. í grein þessari er lítið um starf og stefnu Votta Jehóva, þrátt fyrir fyrirsögn- ina, og það litla, sem fram kemur um þetta, er villandi. Gefið er í skyn í greinar- byrjun, að leiðrétta eigi það, sem ég hafi farið ranglega með í smáriti mínu um þenn- an trúflokk. En hvergi í grein inni er neinu haggað af því, sem í riti mínu stendur. Greinarhöfundar ganga þegj- andi framhjá aðalatriðum, en \fara þannig með annað, að um bersýnilegar blekkingar er að ræða. Hr. Rendboe neitar því, að nokkur blettur hafi fallið á persónu Russells, heldur sé þar um slúðursög- ur að ræða. Það er þó stað- reynd, að þegar Russell reyndi að fá þessu „slúðri“ hnekkt með dómi, tapaði hann málinu. cj Um fjármál og skipulag flokksins eru ýmsar full- yrðingar í greininni án nokk- urs rökstuðnings eða neinna upplýsinga. Þar er við engu haggað, sem ég hef sagt um þau efni. 2 Hr. Rendboe segir, að enginn jarðneskur mað- ur sé höfundur þessarar Je- hóva-trúar, „vottarnir" séu aðeins „kenndir við almátt- ugan Guð“. Með þessu á að hnekkja því, sem ég segi, að Charles T. Russell sé upp- hafsmaður þessarar hreyfing- ar. En síðar í greininni er þó viðurkennt, að Russell hafi verið (með)stofnandi Varð- tumsfélagsins. Ég geri ráð fyrir, að greinarhöfundar viti, að til skamms tíma var því haldið fram af vottum Russ- ells, að hann hafi verið meðal mestu spámanna mannkyns- ins og allt að því guðdómleg- ur. Hann átti að vera engill- inn, sem talað er um í Op. Jóhs 1,1 og 22,6. Flokkurinn var almennt kenndur við Russell og stefnan nefnd Russelianismi. Hitt er annað mál, að trúboðarnir hafa nefnt sig ýmsum nöfnum. / Heitið „vottar Jehóva“ var ekki tekið upp fyrr en 1931. Síðari leiðtogum flokksins hefur þótt heppilegt að þoka stofnandanum til hliðar og hafa fremur hljótt um rit hans. Og vel gæti ég trúað því, að hr. Rendboe hafi, eins og ég, gefizt upp á að reyna að lesa „biblíuskýringar" Russells. En allt um það hafa Varðturnsmenn farið í fylk- ingum land úr landi til þess að sannfæra fólk um, að þetta séu einu skýringamar á Biblíunni, sem mark sé á takandi, enda sé í Opinberun Jóh. átt við þessa sjö-binda samsuðu, þegar talað er um þrumumar sjö og básúnurn- ar sjö. Sérstaklega athyglisverð- ur er sá kafli greinarinn- ar, sem heitir „kenningar Votta Jehóva“. Þar er vendi- lega varazt að koma nærri neinu, sem ég drep á í bækl- ingi mínum, aðeins talað um endurkomu Krists með orða- lagi, sem á að hafa almennt kristilegan blæ. Ekki er minnzt á hinar „biblíulegu sannanir“ Russells fyrir því, að endurkoman væri ákveðin árið 1914 og að ríki Guðs á jörð rynni upp með því minn- isverða ártali. Ekki er heldur minnzt á „endurskoðun" Rutherfords á þessu reikn- ingsdæmi og þá niðurstöðu hans, að endurkoman ætti að verða vorið 1926, né þá full- yrðingu hans á grundvelli þeirrar niðurstöðu, sem bás- únuð var í allri boðun „vott- anna“, að „milljónir núlif- andi manna skyldu aldrei deyja“. Ekki er getið um hina blóðugu orrustu, sem senn á að hefjast, þegar „böðull Je- hóva, Kristur“, tortímir öll- um mönnum, nema Vottum Johóva, 144 þúsundum út- valdra, sem eiga að ríkja á himni og drottna yfir jörð- inni, þar sem hin óæðri stétt hólpinna nýtur allsnægta og yndis. O Vottúm Jehóva er bann- að að halda jól. Hins vegar gefa þeir mér til leyf- is að halda þau, að því er segir i greininni, og er það stórmannlega boðið. Rök þeirra í grein þessari fyrir bannfæringu jólanna, eru þau, að Kristur hafi aldrei haldið jól og að þau séu heið- in að uppruna. Þama er mál- um blandað í því skyni að blekkja athugalítið fólk. Þótt heiðnir menn hafi haldið há- tíðir í fornöld, þá hnekkir það ekki réttl kristinna manna til þess að halda heilagt af kristnum tilefnum. Það er lík- lega vandfundinn sá dagur á árinu, sem ekki hafi verið tilhaldsdagur í einhverri heiðni. Kristnir menn minn- ast fæðingar frelsara síns, það er eina tilefni jólanna í þeirra augum, hvað svo sem heiðnir menn höfðust að þann dag fyrir 2000 árum. Þeir halda lfka páska og er þó ekki vitað, að Kristur hafi haldið sína eigin upprisuhá- tíð. Fæðing Jesú er ekki „Biblíunni og kristindómin- um óviðkomandi“. Mér má e. t. v. vera sama (orðalag greinarinnar), þótt Vottar Je- hóva haldi ekki jól, og veit ég þó dæmi þess, að börn, sem verða að lúta einstreng- ingshætti þeirra f þessu efni, eru ekki ómeidd andlega. En hér er ekki um það að ræða, hvort einn eður annar á að hafa frjálsræði til þess að halda tiltekna hátíð eða ekki. 11. Ég hef aldrei hugsað mér að eiga í stælum við Votta Jehóva. Því síður að hefta frjálsræði þeirra til þess að hafa og útbreiða kenningar sínar eftir getu. Hitt hef ég talið mér skylt að vara grandalausa landa mína og börn kirkju minnar við dæmafárri áleitni þeirra, svo að þeir geti ekki mis- notað gestrisni og alúð fólks né auðtryggni trúhneigðra einfeldninga, eins og þeir hafa gert hér árum saman óátalið ' og andmælalaust, studdir hlutfallslega miklu erlendu fjármagni. Sigurbjörn Einarsson Sigurbjöm Einarsson biskup. anlega rifnar út úr samhengi og því fölsun á skoðunum beggja manna. g Kjarni þessa máls er þessi: Kristnir menn til- biðja. Guð í Kristi, kærleiks- eðli Guðs, opinberað í Kristi. Guð er skaparinn. Allt, sem hann hefur skapað, er annað en hann. Kristnir menn eru eingyðistrúar, trúa aðeins á einn Guð. Þess vegna tilbiðja þeir ekki neitt, sem er annað en Guð, ekkert, sem er skap- 'J í niðurlagi greinarinnar er vikið að þeirri spum- ingu, hvort kenning Varð- turnsmanna sé kristindómur eða ekki. Virðist vaka fyrir að færa rök að því, að svo sé. En allt, sem fram kemur, sannar hið gagnstæða. Að skoðun „vottanna', er Jesús Kristur erkiengill, sem hét Mikael áður en hann kom til jarðar. Er sagt, að þetta sé Greinarhöf. þykir ég und- irstrika notkun þeirra á nafninu Jehóva á óeðlilegan

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.