Vísir - 30.03.1962, Qupperneq 8
1
\/i siR
Föstudagur 30. marz 1962.
Það skeður ekki á hverjum degi, að einn af menn-
ingaroddvitum kommúnista taki ofan tvær silkihúf-
ur í einu. I fyrsta lagi hefði það hingað til þótt guð-
iast í hinum íslenzka kommúnistaflokki, að flokks-
maður hefði gagnrýnt harðlega lofbók um kommún-
ismann í Kína og talið þar allt verra og dapurlegra
en lýst var. í öðru lagi er það ekki beinlínis hvers-
dagslegt fyrirbrigði né minniháttar tíðindi, að for-
ingi yngri deildar stofukommúnista skuli telja hinn
eldri starfsbróður sinn rita þann stíl, er helzt megi
nefna „hástemmdan gælutón“.
Ritdómur um eina reisubók veldur sjaldnast alda-
hvörfum. En ummæli Einars Braga sýna hverjar við-
sjár eru nú með kommúnistum. Hinir yngri og heið-
arlegri menn í flokknum eru teknir að efast um gildi
guðspjallsins. Þeir trúa því ekki lengur að allt, sem
Þjóðviljinn skýrir frá, eða Tass, sé að öllu rétt. Heil-
brigðar efasemdir hafa skotið upp kollinum. Postul-
arnir eru ekki lengur taldir óskeikulir. Þeyrinn er
genginn í garð.
Réttur opinberra
starfsmanna
/
Eins og skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu í
dag er samningsréttarfrumvarp opinberra starfsmanna
í vændum. Ríkisstjórnin hefir látið fara fram víðtæka
athugun á þessu mikilvæga hagsmunamáli opinberra
starfsmanna og lagt tillögur sínar fyrir stjórn B.S.R.B.
Hefir stjórnin rætt þær síðustu daga.
Samningsréttur er opinberum starfsmönnum mikil
réttarbót frá því sem nú er. Þá verður tryggður þáttur
þeirra í ákvörðun launa, í stað þess að ríkisvaldið
eitt hefir ráðið þeim málum hingað til, með launalög-
um. Þess er að vænta að þetta mikilvæga hagsmuna-
mál muni geta fengið fullnaðarafgreiðslu nú þegar á
þessu þing%4>Qtfeekk^s^ langur tími til stefnu.
Síðustu tvö þrjú leikárin hér
í bæ verða mörgum leikhús-
gestum minnisstæð út af fyrir
sig vegna þess, að bæði leik-
húsin gerðu það vel við sín
sóknarbörn að flytja nokkur
verk hins nýja tíma, hinna nýj-
ustu leikskálda, sem hrist hafa
af sér hefðina, forðast stöðnun
og troðnar slóðir, leitast við að
brjóta bláð í leikbókmenntum,
hver á sinn sjálfstæða hátt.
Þannig höfum við fengið að
sjá bæði hjá Leikfélagi Reykja-
víkur og í Þjóðleikhúsinu vand-
aðar og minnisstæðar sýningar
á verkum eins og Beðið eftir
Godot (Samuel 'Becket), Nas-
hyrningarnir, Stólamir og
Kennslustundin (Eugene Iones-
co), Horfðu reiður um öxl (John
Osborne) og Húsvörðurinn (Har-
old Pinter), svo að nefnd séu
nokkur, er hafa brotið blað í
leikbókmenntum í Frakklandi
og Englandi síðasta áratuginn.
En þótt ótrúlegt sé, hafa leik-
hús okkar hingað til gengið fram
hjá þeim tveim leikritahöfund-
um er gert hafa djarfastar til-
raunir og nýsköpun þýzkumæl-
enda leikskálda á þessum sama
tíma, Svisslendingunum Fried-
rich Dúrrenmatt og Max Frisch.
Eftir hinn fyrrnefnda hafa raun-
ar verið flutt työ leikrit hér í
Ríkisútvarpinu, en það var fyrst
í gærkvöldi, að verk hins var
kynnt hér á sviði, er nýi leik-
flokkurinn Gríma sýndi Bieder-
mann og brennuvargana eftir
Max Frisch.
ril að kynna örfáum orðum
feril þessa höfundar( það er ekki
gert í leikskrá), má geta þéss,
að hann er rétt um fimmtugt.
Hann hóf nám í þýzkum bók-
menntun við háskólann í Zúr-
ich, en varð af fjárhagsástæðum
að leggja það á hilluna skömmu
siðar. Þá stundaði hann blaða-
mennsku nokkur ár. Þegar efni
leyfðu, tók hann aftur til við
háskólanám, en sneri sér þá að
byggingarlist, lauk því 1943. Ár
v.---------------------
ið áður gegndi hann herþjónustu
og reit þá sitt fyrsta skáldverk,
er út kom, „Laufblöð úr maln-
um“. Fyrst varð hann víðfrægur
fyrir skáldsögur sínar tvær, „Ég
er ekki Stiller" og „Homo
Faber“. En nú seinni árin hafa
leikrit hans verið talin ein merk-
ust þeirra, er rituð eru á þýzku
um þessar mundir, þótt skiptar
skoðanir séu um þau, eins og
flest frumleg verk. Max Frisch
hlaut árið 1958, fyrstur útlend-
inga, Búchner-verðlaunin þýzku
akademíunnar fyrir tungu og
bókmenntir. Nýjasta leikrit hans
nefnist „Andorra", leikið og mik
ið umrætt á meginlandinu í vet-
ur.
limur, býður sér sjálfur upp 9
loftið og skipfir engum togum,
að fylla loftið benzíntunnum
að þeir nota fyrstu nóttina til
með brauki og bramli sem bann-
ar húsráðendum svefnfrið.
Hvemig sem Biedermann æsir
sig í fyrstu upp gegn ófögnuði
þessum, verður honum ekki und-
ankomu auðið og slær út í hina
grátbroslegustu sálma, þegar
hann fer að slá af og sætta sig
við ósköpin, þótt honum virðist
voðinn vís. Hús Biedermanns
fer á sömu leiðina og hin, sem
borginni, allir tala um, fólkið og
allri skelfingunni hefir valdið í
blöðin. Það er óhugnanlegt háð
og spé í þessu leikriti, nöpur
Til að gefa hugmynd um efni
þessa leikrits, sem Gríma flytur
nú, (og segja þó ekki of mikið),
skal það fyrst talið, að leikurinn
gerist allur á heimili harðsnúins
kaupsýslumanns, sem vill halda
fullri virðingu og hafa sitt næði
heima fyrir. En það gefst lítill
friður, blöðin láta hann ekki í
friði með fréttum um þá plágu,
sem þjakar borgarana íkveikju-
æði. Brennuvargar læðast irin í
hús, hreiðra um sig á háaloftum
og eru búnir að kveikja í áður
en nokkurn varir. Enginn virðist
vera óhultur fyrir þessum ó-
boðnu gestum. Og röðin er nú
komin að sjálfum Biedermann,
þeir eru komnir inn á gafl hjá
honum, fyrst uppgjafasirkus-
glímari, kallaður „Seppi“ ber sig
aumlega í fyrstu, en er óðar
seztur að borði og gæðir sér á
brauði og víni húsráðanda, sem
losnar ekki við gestinn og hann
neyðist til að vísa honum til
gistingar á háaloftinu. Innan
stundar kerpur annar, klæddur í
kjól og hvítt, uppgjafa þjónn-
inn Eiselring, sem er þá félagi
hins, brennuvargur og tugthús-
ádeila á sjálfsánægju og spill-
ingu, sem eflaust má skilja og
leggja út á marga vegu. Höfund-
ur virðist aðallega gefa lesend-
um (og áhorfendum) kost á að
yrkja milli línanna og segir sig
ekki flytja boðskap. En spreng-
ingin í lokin finnst manni ekki
vera alveg í stíl við leikritið,
gefa of mikið, í skyn, koma hálf-
gert eins og skrattinn úr sauðar-
leggnum. Þá ályktun ættu áhorf-
endpr frekar að draga sjálfir.
En í heild er þetta nýstárlegt og
j áhrifamikið verk, sem mikill
j fengur er af að hafa fengið að
^ kynnast, og hafi þeir Grímu-
; félagar þökk fyrir að gefa kost
á því.
Hlutverk Biedermanns hlýtur
að vera girnilegt gáfuðum áhuga
j sömum leikurum, sem vilja fær-
j ast talsvert í fang, og við eigum
nokkra, bæði unga og roskna,
j sem gefist hefði tækifæri til
að bæta einu í afrekaskrá sína.
■ En sá heiður hlotnast nú Gísla
! Halldórssyni, sem kominn er í
j fremstu röð skapgerðarleikara
okkar. Leikur hans er svo sterk-
í Framh. á bls. 6.
Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjórar: Sverrir Þórðarson, Þorsteinn O. Fhorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 178.
Auglýsingai og afgreiðsla: Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði
í lausasö'.u 3 kr. sint. - Sími 11660 (5 linur).
Prentsmiðja Vfsis. — Edd a h.f. j
........................................................................)
Páfarnir deila
Þau undur hafa skeð, að tveir æðstu bókmennta-
menn kommúnista eru komnir á öndverðan meið og
ræðst annar af offorsi miklu á hinn — fyrir opnum
tjöldum. Það er Einar Bragi Birtingur, sem hefir kveð-
ið upp úr um að Kristinn E. Andrésson hafi ritað með
eindæmum ómerkilega reisubók um Kína.
Hann kveður bókina vera gefna út „handa þeim
íslenzku snobbhönum, sem hafa að bræðrareglu sinni
inngangsorðið sósíalismi, en afneita hans krafti í öllu
sínu hátterni. „Snobbhanastél hefði hún átt að heita“,
segir Einar Bragi að lokum um þessa bók yfirmanns
Máls og menningar og Heimskringlu.
BIEDERMANN OG BRENNUVARGARNIR: Kórinn, talið frá vinstri, Kristján Benjamínsson,
Magnús Jóhannsson, Valdimar Lárusson, Jón Kjartansson og Sverrir Hólmarsson.
Grima í Tjarnarbæ:
Biedermann og brennuvargarnir