Vísir - 30.03.1962, Page 10

Vísir - 30.03.1962, Page 10
w VISIR Föstudagur 30. marz 1962. Föstudagsgreinin Fram af 9. síðu.: falltrúum og fjögur frumvörp frá ríkisstjórnum. Þar við bætt- ust 85 skýrslur um margskonar etriði. Mér virðist að árangurinn af þessu þingi hafi e.t.v. verið nokkr.ii meiri en af fyr; þing- um. Fyrir okkur íslendinga er það t.d. mikils virði að sam- þykkt var stofnun svonefndrar norrænnar menntastofnunar í Peykjavík. Kostnaðurinn við hana mun nema milljónum irróna og munu hin Norðurlanda rikin bera þann kostnað. Þá má nefna allmerkilegt mál, að sampykkt var að koma á fót sáttastofnun í alþjóðadeilum, sem á að hafa bækistöð í Nor- egí. Er það ætlunin að stofnun þessi taki að sér málamiðlun í alþjóðadeilum hvar sem er í heiminum, vinni að þvf að kanna undirrót slíkra deilna og vinna að málamiðlun. J^nn má nefna að samþykkt var að koma á fót nor- rænni fiskimálastofnun. Ég er ekki viss um að sú stofnun hafi verulega þýðingu, fyrir okk ur íslendinga. 1 fyrstu virðist henni ætlað að leysa úr vanda- málum í sambandi við fiskveið- ar f Kattegat og Skagerak. En hin Norðurlandaríkin höfðu sem kunnugt er á sínum tíma enga samstöðu með Islendingum varðandi 12 mílna landhelgina, voru okkur jafnvel þungar f skauti, þótt bæði Norðmenn og Danir (hvað Færeyjum viðvík- ur) séu nú komnir á okkar mál. Ákvarðanir í þessum málum verða að teljast mikilvægar vegna þess að rfkisstjórnirnar liafa fallizt á að veita fé til þeirra. Þannig er um sýnilegan framgang að ræða, en í raun- inni voru ríkisstjómimar bún- ar að taka ákvarðanir í þessum máium áður en Norðurlanda- ráð hélt sinn fund. Af öðrum ákvörðunum má nefna að ferðalög eru enn auð- velauð milli landanna með breyt i:;gu á vegabréfareglum og enn fremur að komið er á gagn- kvæmum greiðslum ekkna og örorkulifeyris. þá er rétt að nefna all merki- lega samþykkt varðandi hmai svokölluðu „sjóræningja" útvarpsstöðvar. Tvær slíkar stöðvar hafa verið starfræktar við bæjardyr Kaupmannahafn- ar og Stokkhólms og er tilgang ur eigenda þeirra að græða fé á auglýsingum í útvarpsstöðv- unum. Hvert land um sig hefur ekki séð sér fært að hefjast handa til að hindra þetta út- varp, þar sem stöðvarnar hafa verið í skipum utan við land- helgi Hinsvegar álfta menn, að samþykkt margra þjóða á vissu svæði gæti orðið undirstaða að gerða til að hindra slfka starf- semi og samþykkti ráðið að banna rekstur þeirra á svæði Norðurlanda. Hér gefst ekki tóm til að ræða umræður og samþykktir f fjölda annarra mála, svo sem stofr.un lýðakademíu, um Eyr- arsundsbrú, samgöngur yfir há- lendið milli Noregs og Svfþjóð- ar, að refsidómar l einu landi fái gildi í hinu, að komið verði á frjálsum vinnumarkaði lækna og kennara, um sameiginlegt norrænt ökuskfrteini o.m.fl. ^ðeins skal að lokum minnzt á undirritun hins svokall- aða Helsingfors-sáttmála, sem fjallar um samstarf Norður- landa. 1 þessum sáttmála er f rauninni ekkert nýtt, þar er að- eins festur á skjal sá árangur sem þegar hefur náðst í að sam ræma norræria löggjöf og stofna til samvinnu á mörgum sviðum. Þegar litið er yfir þennan langa sáttmála sézt að það er nú orðið á æði mörgum sviðum sem samræming hefur tekizt. En það hryggilegasta er að tilefni þessa sáttmála er einmitt að menn óttast aðskilnað og upplausn í norrænu samstarfi á næstunni. Er það þá ætlunin að sáttmálinn verði einskonar tryggðapantur þessara gömlu vina, þar sem þeir heita þvi að halda áfram að muna hvern ann an og reyna áfram að viðhalda tengslunum jafnvel þó þeir flytji úr húsinu sem þeir eiga nú allir heima í. Tók ís i Bremerhaven með samþykki Vísir hefur sannfrétt það, að togarinn Karlsefni frá Reykjavík sé nú á veiðum hér við Iand og muni ætla að leggja aflann f land hér í Reykjavík að lokinni veiðiför. Togarinn fór f söluferð út til Þýzkalands og seldi afla sinn í Bremerhaven þann 21. þessa mánaðar. Síðan tók skipið ís f hinni þýzku höfn. Sjómannafélag Reykjavík- ur mun líta þetta alvarlegum augum þar sem verkfall stend ur yfir á togaraflotanum. En þegar söluferð lauk í Bremerhaven var leitað álits skipshafnarinnar um það hvort taka bæri ís og voru allir skipsmenn sammála um að gera það og töldu ekkert verkfallsbrot felast í því, þar eð Ianda ætti fiskinum heima og togarinn þá stöðvast að sjálfsögðu ef verkfallið stæði þá enn. Karisefni er á veiðum hér við land og eru þær fréttir sem birzt hafa um að hann hafi farið til veiða á fjarlæg- ari mið algerlega úr lausu Iofti gripnar. Nýr bókamarkaður í Listamannaskálanum í dag er opnaður, í Lista- mannaskálanum, bókamarkaður. Eru þar til sölu um 1500 titlar frá 40 bókaútgefendum. Búizt er þó við að titlum muni fjölga talsvert áður en markaðinum lýkur. Fyrir markaði þessum stendur Bóksalafélag íslands, sem er ekki samtök bóksala, eins og nefnið gefur tilefni til að halda, heldur samtök bókaútgefenda. Um markaðinn sjá þeir Lárus Herramunnsmatur Framh. af 1. síðu. um upp með skóflum. Ykkar kræklingur er smár og n;ér þykir hann betri ensástórgerði. Ég var um nokkurra ára skeið i Belglu og þar eru kræklingur stóriðnaður. Flytja þeir, rrieöal annars, mikið út til Englands, en þar er markaðurinn svo mik- ill að eftirspurninni er aldrei fullnægt. Það dýrasta við þessa framleiðslu er að tína krækling- ana, en í Skotlandi leysa þeir það með þvf að nota til þess börn og unglinga, sem fá greitt visSt á hverja fötu sem þau tína“ „Hvernig líkar Islendingum við kræklingana, sem nafa smakkað þá?“ „Flestir eru þeim algerlega ókunnugir. Til dæmis v ssi \ hvorug konan sem var með mér hvað þeir hétu. Annarri þeirra varð að orði þegar hún smakk- aði þá: „Að hugsa sér. Matur fyrir ekkert á íslandi“.“ Þau hjón hafa verið hér á ls- landi í tæp tvö ár og segjast hvergi hafa eignazt jafn marga vini, þar sem þau hafa verið, eins og hér. Við höldum okkur við efnið og spyrjum oau hvaða íslenzkur matur þeim líki bezt. Mr. Sinclair: „T /í- mælalaust lambakjötið. I Eng- landi notum við bæði Drezkt lambakjöt og frá Nýja Sjálandi, en ég tel það íslenzka taka báð um fram“. Frúin segir „Ég veit ekki hvernig ég fer að þvi að borða fisk í Englandi eair að hafa kynnst íslenzkri, nokkurra klukkutíma gamal.i ýsu. Það sem allað er nýr f!sk- ur í Englandi er venjulega ' tveggja til þriggja vikna gamail og því alls ekki sambærilegur." Heimsókn vorri lýkur með því að bragða á gómsætum kræklingum, sem að vísu ekki eru íslenzkir, því að sjórinn i Nauthólsvíkinm er nokkuö kaldur til að vaða l honum á þessum tlma árs. Stjórnarvöld, gamalmenni og blaðamenn í leikbúsi Blöndal og Jónas Eggertsson. Síðasti bókamarkaður Bók- salafélagsins fór fram árið 1939. Hafa síðan verið haldnir ýmsir bókamarkaðir, sumii* með þátt- töku Bóksalafélagsins, en hér j er um að ræða fyrsta heildar- markaðinn, síðan 1939. Allar bækur á markaðnum hafa verið lækkaðar 1 verði frá útgáfutíma, og nemur lækkunin frá 40—60 prósentum. Markaðurinn verður opinn á almennum verzlunar- tíma, nema um helgar, en þá verða sölusýningarnar frá 10 til 10. Eins og kunnugt er var al- þjóðaleikhúsdagsins minnst hér á landi með leiksýningum hjá Þjóðleikhúsinu og Leikfélagi Reykjavíkur s. 1. þriðjudag. Skugga-Sveinn var sýndur af þessu tilefni í Þjóðleikhúsinu og Kviksandur í Iðnó. Bæði leikhúsin voru þéttsetin þetta kvöld. Ríkisstjórn, alþing- ismenn, borgarstjóri, borgar- stjórn og blaðamenn voru boðnir I Þjóðleikhúsið þetta kvöld. Leik félag Reykjavíkur bauð vistfólki af Elliheimilinu Grund og Dvar- arheimili aldraða sjómanna. Ríkisútvarpið flutti þetta kvöld sérstaka dagskrá sem var helguð Alþjóðaleikhúsdeginum. Fá nýjar véfiar Framh al 1 síðu. Vestfirðina með öðrum hætti en kaupa nýja flugvél, sem hentaði við staðhætti: þar eru víðast- hvar aðeins stuttai; flugbrautir, er ekki henta nema litlum vél- um. Þó er Isafjörður þar einn undanskilinn. Þess vegna verð- ur horfið að því ráði að kaupa flugvél, mun minni en Dakota- vélarnar eru, til þessara flug- ferða. Ekki kvað Örn ennþá fullráðið hvaða tegund vélar keypt verður í þessu skyni, en meginskilyrðin eru þó þau að hún þurfi ekki langt flugtak. I sambandi við flugsamgöng- uj; við Vestfirði má geta þess, að eftir að Flugfélagið tók úr notkun síðasta flugbátinn sinn, hafa þær verið að meira eða riímria leyti í ólestri, en nú er meiningin að reyna að bæta úr því eftir föngum. Hafa þing- menn kjördæmisins sýnt lofs- verðan áhuga á því að leysa þetts mál eftir föngum, en það verður helzt gert með bygg- ingu nýrra flugvalla og lagfær- ingum á þeim sem fyrir hendi eru. Einna mesta vandamálið er Patreksfjörður. Þar er enginn flugvöllur til og fram til þessa hafa Patreksfirðingar notazt víð flugbraut á Barðaströnd þegat þeir þafa farið flugleiðis til Reykjavíkur. Nú er meining- in að gera flugvöll . grennd við Sauðlauksdal, en það er eini , staðurinn í nágrenni við Pat- r»ksfjörð, sem til greina kem- ur fyrir flugbraut. Má líklegt teljast að þar verði framkvæmd tr hafnar með vorinu. Á Bíldudal er lítil flugbraut um 330 metra löng, þar sem sjúkravélar geta lent, en varla stærri. Sennilega mætti lengja brautina eitthvað i norðurátt, en myndi hafa mikið rask og jafnframt verulegan kostnað í för með sér. A Þingeyri, eða þar í grennd, eru tvær flugbrautir, önnur 400 metra löng á svokölluðum Sandasandi ,hin 520 metra löng hjá Hólum. Má búast við að ;ú síðamefnda verði lengt f 600 metra í sumar og þannig gerð hæf fyrir áætlunarflug lftilla véla. I Önundarfirði er sjúkraflug- völlur til á túni einu þar í firð- inum, en bæði er það of lítið og enda útilokað að níðast þannig á grasnytjum bóndans að hefja þangað áætlunarflug. Þess vegna hafa verið uppi raddir um það að flytja völlinn að Holti, því þar mun tiltölu- lega auðvelt að gera sæmilega góða flugbraut. Loks má geta þess að einn þeirra flugstaða, sem til greina hafa komið sem reglubundinn áætlunarstaður er Hólmavik í Strandasýslu. Þar er þegar til 800 metra flugbraut, en norður- endi hennar þarf allmikillar lag færingar við og má þvf búast við að þar hefjist einnig fram- kva'mdir með vorinu. Með auknum framkvæmdum á þessum stöðum má búast við að mjög rætist úr flugsamgöng- um til Vestfjarða f náinni fram- tíð. ^farðarfundur • • • Framh af 16. síðu. sem skyldi, vegna skorts á vatns- geymum Er nú verið að hefja bygg ingu nýs vatnsgeymis og á henni að vera lokið um áramót. Nokkuð vandamál hefur verið að halda nægilegum þrýstingi í hæstu hús- um bæjarins. Verður bætt úr því með dælustöðvum, frekar en að Iáta aðalæðina halda uppi þrýst- ingi, þar sem það myndi minnka afköst hennar verulega. Aukning vatnsnotkunar í bæn- um nemur 22—25 sekúndulítrum árlega. Er reiknað með að vatns- þörfin verði orðin meira en þre- föld á við það, sem nú ér, árið 2000. Það vatnsmagn er álíka mik- ið og rennur um Elliðaárnar. Til að hafa við hinni hraðvaxandi aukningu eru framkvæmdar víð- tækar rannsóknir í nágrenni bæj- arins og virðist tryggt að ekki mum koma til vatnsskorts um ó- fyrirsjáanlega framtíð. Eitt af vandamálum vatnsveit- unnar hlýtur alltaf að vera það að mest af framkvæmdum hennar er í jörðu niðri og því aldrei hægt að sjá bilanir fyrir. Vatnsveitan hefur nú einnig hafið þjónustu við húseigendur, með viðgerðum á klósettkössum og krönum. Er þetta mjög mikilvægt, því að t.d. getur einn bilaður ldósettkassi eytt 10 til 20 tonnum af vatni á sólarhring. Að ræðum frummælenda lokn- um, tóku til máls Þorlákur Jóns- son og Jóhann Hafstein. a ® • • Framh. af 6. síðu. því svo hátt fór togarinn, að tveir skipsmanna höfðu getað stokkið beint úr skipinu og upp á land, og síðan fóru þeir um borð í skipið aftur. Sennilegt er talið að varðskips- menn á Óðni er komu togaranum tii hjálpar, muni krefjast björgun- arlauna, því hér hafi verið um að ræða björgun skips, er Óðinn dró það til hafnar hér í Reykjavík, því stýrið hafi verið algjörlega óvirkt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.