Vísir - 30.03.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 30.03.1962, Blaðsíða 15
Föstudagur 30. marz 1962. VISIR 15 CECIL SAINT-LAURENT KARÓLÍNA (CAROLINE CHÉRIE) En hún reyndi að láta hugg- ast. Hún hafði heyrt að menn- irnir yrðu svo margt að reyna, og að eftir skúr kæmi skin, og líklega væri óhjákvæmilegt, að þau yrðu öll fyrir óþægilegri reynslu á ferðinni, en svo, þeg- ar til Parísar kæmi, yrði allt gott. En þegar þau voru loks komin inn í ljóta húsið við Saint Dominique götuna var ekki nokkur leið að láta blekkjast lengur. Þar var ekkert — alls ekkert, sem var næring hug- myndafluginu. Sum herbergin voru tóm — í hinum voru ljót og leiðinleg húsgögn, og ef horft var út um gluggana gat ekkert fagurt eða skemmtilegt að líta. Og þótt gamla þernan væri alltaf að „lofta út“ var allt- af sama saggaloftið í herbergj- unum. Þegar Karólína kom inn eftir að hafa hlaupið til spákerling- arinnar settist hún aftur við, en það var nú farið að skyggja, og skinið frá gömlu Ijóskerunum náði skammt. Henni var næstum óglatt af óþefnum í húsinu og þegar hún seinna í lífinu minnt- ist fyrstu vonbrigða sinna og örvæntingar var það ávallt tengt biðstundunum við gluggann, ó- þefnum í húsinu og drunganum, sem á öllu var. Andartak beindist hugur henn ar að annarri lykt, sem hún kannaðist vel við. Hún barst að vitum hennar, þegar Jeanne gamla fór að hrista lökin, því að af þeim var enn lavender- angan Loire-fljóts. — Og þá streymdu fram minningarnar um blómabreiður á bökkum Loirefljóts, þar sem hún hafði vaxið úr grasi, — angan frá rökum fljótsbökkunum og af ný- slegnu heyi. Og aðrar minningar svifu fram, sumar óljósar, sumar skýr ar, frá bernskuárunum: Hún er sex ára og er klædd hvítum kjól. Systir hennar hafði átt hann á undan henni, en hann er enn fallegur. Hann er prýdd- ur með mjallarhvítum knippl- ingum um mittið og silkislaufa á bakinu .Hún er ekki klædd svona vanalega, og þótt kjóll- inn sé fallegur, þá er hann nokk uð „gamaldags", og aðeins tek- inn í notkun við hátíðleg tæki- færi. Karólína litla horfir gremju lega á hvítu knipplingana og grípur í þá með litlu höndun- um og kreistir og varirnar herp- ast saman. Hreinsum allan fatnað Hreinsum vel Hreinsum fljótt Sækjum — Sendum ifnaiaugin IINDIN HF. Hafnarstræti 18 Skúlagötu 51 Sími 18820. Sími 18825. — Jæja, Karólína litla, af hverju ertu í svona slæmu skapi? Svona — eitt skref fram, svo tvö smáskref, — veitirðu nokkra athygli því, sem verið er að segja? Það er de Tourville kennslu- kona, sem talar og er allóþol- inmóð orðin. Hún situr í garð- stól og er að kenna Karólínu að beygja kné sín rétt og virðu- lega. Og hún heldur áfram: — Og þú, Henri, láttu það nú ekki hafa áhrif á þig, að systir þín er í slæmu skapi. Þú stóðst þig vel í vikunni sem ieið. Taktu ofan húfuna. Þetta var kyrrlátan, hlýjan sumardag. í fjarska kvað við hundgá og nær heyrðust hænur gagga. I húsagarðinum var ein- hver að höggva í eldinn. — Verið nú eftirtektarsöm og hlýðin, börnin góð. Eftir á meg- ið þið fara og leika ykkur. — Ef ég geri það rétt, sagði Karólína, má ég þá fara úr þessum kjól og í baðmullarkjól- inn minn og fara niður að tjörn- inni að leika? Það var um miðjan dag í októ- ber. Karólína hefur laumazt frá bróður sínum. Hún gengur eftir þjóðveginum breiða og kankvís- legt bros leikur um varir henni. Og hún hugsar á þessa reið: Aumingja Henri, hvað hann verð ur hissa, þegar hann kemur nið- ur af hlöðuloftinu og finnur mig hvergi. Hún hefur fundið langt sefstrá eftir nokkra fyrirhöfn og veifar því til beggja hliða, þar sem hún hoppar, raulandi yfir munni sér. — Það qr farið að þykkna í lofti. Visin lauf trjánna falla til jarðar. Og Karólínu finnst hún vera frjáls. Og þegar hún nálgast þorpið herðir hún gönguna. Póstvagninn fer að koma. Hana langaði svo til að vera viðtsödd er hann kæmi. Þess vegna hafði hún laumazt burt frá Henri. Póstvagninn stóri nemur stað- ar fyrir utan krána. Hestamir eru óþolinmóðir og krafsa í jörð- iná með hófunum. Ferðafólkið er á stjái til þess að teygja skánkana. Karólína lyftir öðrum fæti upp á lágan múrvegg og þykist vera að reima að sér skónum. Þá heyrir hún sagt með karlmanns- röddu: — Hún hefur fallega ökla, telpan. Og andlitssvipurinn er yndislegur. Karólína tekur sefstráið sitt og flautar og raular á víxl, ham- ingjusöm yfir að hún hefur fal- lega ökla, en óhamingjusöm yf- ir að hafa ekki getað tekið sér sæti í póstvagninum og ekið burt f honum. Jeanne er að taka af borðinu. Það brakar og brestur í brenn- inu í eldstónni. Madama de Bi- évre situr við borð, sem lampi stendur á, og bróderar. De Tour- ville kennslukona les harmleik eftir Pérefix. Faðir Karólínu sit- ur boginn, sviplaus og þreytu- legur með opinn fílabeinskassa fyrir framan sig, í honum er safn Jóbaksdósa. í síðastliðnum mánuði hafði bætzt enn ein í safn hans, — úr Limoges-postu- líni. Markgreifafrúin er að bród- era „höfuð hins hárprúða Pol- luxar“, svo að hún lítur ekki einu sinni upp, þar sem hún er að hugleiða hvernig litt garn hún eigi nú að nota, en orð hennar hljóma allhvasslega: — Ertu nú enn með þessar neftóbaksdósir þínar? Hefurðu ekki áhuga fyrir neinu öðru? Furðulegt uppátæki, að vera að safna þessu. Hann svarar engu og hún hafði raunar ekki búizt við því^ Henri situr við arininn og er að tálga seglskútu. Sonur snikkar- ans hafði lánað honum verkfæri. Og loksins kom blái fuglinn til að bjarga prinsessunni og þá lagði Karólína frá sér bókina og hvíslar að bróður sínum: — Komdu þá, Henri, ég er nú komin jafnlangt og þú í sögúnni! Hann hallar dökka kollinum sínum að hinum ljósu lokkum hennar og svo lesa þau áfram hina skemmtilegu sögu mad- dömu d’Alnoye og hætta ekki fyrr en þau eru búin með hana. — Heldurðu að þau viti nokk- uð bvert við fórum? Það var Karólína, sem spurði, en hqn og Henri höfðu stolizt í ána, og gljáði sólin n úá vota kolla þeirra. Hún átti við for- eldra sfna og kennslukonuna. Það var steikjandi sólarhiti og jörðin brennheit — og eins og það væri hvergi forsælu að finna. Og hvergi gott að vera nema í svölu vatninu. Sólbakað landið blasir við augum. Flugna- suð berst að eyrum. Og kýrnar liggja letilega á bakkanum og jórtra. — Ég held að þið séuð gengin af göflunum, er alt í einu hróp- að á bakkanum, og það var Lou- ise, sem komin var. Þeim finnst hún hlægieg, þar sem hún stend- ' ° ° ■ i V.V.VV.V.V.VAV/ Barnasagan Kalli kafteinn 16 Eftir ónæðið um nóttina skreið Tommi aftur i bólið sitt. Hann áleit að svo sannar- lega hlyti eitt- hvað að vera leyndardóms- fullt við túrbín una hans Sifters prófesson. — „Hafsía, eitthvað til að sía haf með. Hvað í skollanum skyldi fiað nú vera?“ Næsta moi^un si, Tommi prófessorinn j Fir- ★ KALLI OG HAFSÍAIM gefa káetuna sína og fara burt. Vegna forvitni sinnar, gat Tommi ekki staðizt að fara inn i mannlausa káetuna. Hann opnaði hurðina gætilega og skaust inn fyrir. Hann var að því kominn að hrópa upp yfir sig af undrun, en hann stillti sig og tautaði með sjálfum sér: „Taktu nú vel eftir Tommi litli. Þetta lítur nógu merkilega út.“ Káeta prófessorsins var yfir fullt af alls konar appa- rötum, sem öll stóðu og suðu eða tikkuðu. Eitthvað hlaut að vera á seyði. ur þarna á bakkanum í þröngri blússu og víðu pilsi. — Nú skal ég sannarlega segja mömmu frá þessu og de Tourville kennslukonu líka. — Þau fara að stríða henni og þykjast ekkert heyra. — Komdu út í, Lúlla. Þú ert svo langt í burtu, að við heyr- um ekki orð af því, sem þú ert að segja, sagði Henri. — Mikið er það leiðinlegt að heyra ekki til þín, segir Karó- lína og steypir sér kollhnís í ánni, því að það hlýtur að vera I skemmtilegt, en þetta hefur þau áhrif á Louise, að reiði hennar nær hámarki. — Þið vitið vel, að hvorki pabbi og mamma eða kennslu- konan vilja, að þið baðið ykk- ur í Loire eins og hverjir sveita- krakkar — ekki þá nema klædd svo sem við á. Og nú skuluð þið sannarlega fá fyrir ferðina. Louise var gröm yfir, að þau skyldu vera að skvampa þarna allsnakin — og mundi jafnvel de Tourville kennslukona ekki hafa -reiðst öllu meira, því að hún leit svo á, að ekki væri annað sæmandi en baða sig að hirðmeyja hætti og aðalskvenna, sem óðu út í sjóinn eða fljótin hálfklæddar, til þess eins að væta á sér tærnar, eins og al- þýða manna sagði, en fyrir mun það þó hafa komið, að hinar djörfustu óðu út f upp að knjám. Nei, Louise fannst ósæmilegt, að Henri og Karólína hlypu um allsnakin eins óg krakkarnir í þorpinu, og nú ætlaði hún að sjá um, að þau fengju ráðningu, sem yrði þeim minnisstæð. Börnin horfðu dálítið áhyggju full á eftir henni, þar sem hún arkaði af stað í áttina til hall- arinnar, en allt í einu snýst hún á hæli og hleypur eins hratt og hún getur í síðpilsunum: — Nei, nú hefur mér dottið betra ráð í hug, segir hún. Ég Viltu fara og dansa við hana og spyrja hana, hjá hvaða hár- greiðslukonu hún láti greiða sér Ég var að segja til hamingju það var drengur,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.