Vísir - 31.03.1962, Síða 3
Nicolin
Framh. af 16. síðu.
— Það er nú ekki alveg rétt.
Ég gegndi herþjónustu í sœnska
flughernum og var þar flug-
maður á herflugvél. Þá hjálpaði
aði ég og til við að teikna
sænska þrýstiloftshreyfil. Ég
hafði því allmikið kynnzt flugi.
Hitt er rétt að ég hafði ekki
áður haft afskipti af farþega-
flugi.
— En þér hafið þó verið
merkilega fljótir að komast inn
i starfsemi SAS?
— Já, það dugði ekki annað
en að hafa hraðann á. Ég var
aðeins ráðinn til eins árs og
átti að ljúka verkinu fyrir þann
tíma. Annars var það ekki aðal-
atriðið að hafa sérþekkingu á
flugmálum, heldur var hér
fyrst og fremst um að ræða
rekstur og skipulagsmál fyrir-
tækis, en á slíkt hef ég lagt sér-
staka stund.
— Ætlið þér alls ekki að
halda áfram sem framkvæmda-
stjóri SAS?
— Nei, hlutverki mínu er
lokið og ég hverf aftur yfir til
míns gamla fyrirtækis raf-
tækjaverksmiðjanna ASEA.
— En hefðuð þér nú ekki
viljað halda áfram stjórn SAS
ef lagt hefði verið að yður að
gera það?
— Það hefur verið lagt að
mér að gera það, en ég hef
hafnað því.
— Hvernig gátuð þér fer.g-
ið af yður að hafna sllku boði,
að vera framkvæmdastjóri svo
voldugs félags sem SAS?
— Ja, ASEA er ennþá stærra
fyrirtæki.
— Það hefur heyrst, herra
Nicolin, að flugfélögin í Efna-
hagsbandalaginu Air France,
Lufthansa o. fl. ætli að mynda
eitt risastórt flugfélag Europ-
air til að mæta amerísku risa-
félögunum eins og Pan Ameri-
can. — Nú langar mig til að
spyrja yður, hvort þá muni
ekki kreppa að SAS-félaginu?
— Nei, ég er ekkert hrædd-
ur um það. Góð framkvæmda-
stjórn er mikilvægari en
stærð félaganna. Og það mun
líða langur tími áður en Evr-
ópu-flugfélagið sigrast á skipu-
lagsvandamálunum.
— Hefur SAS þá ekki líka.
samstarf við önnur félög?
— Jú, og þá fyrst og fremst
við svissneska flugfélagið
Swissair. Samstarfið felst f því
að bæði félögin nota sömu
fiugvélategundir, hafa sameig-
inlega viðgerðaþjónustu
Sigurður Benediktsson býður upp helgibók frá Skálholts-
prentsmiðju frá 1694, litlu stærri en frímerki. Hún fór á 10'
þúsund krónur.
Spennan lá loftínu ★
Bólcauppboð Sigurðar Bene-
diktssonar í Sjáifstæðishúsinu
í gærkvöidi er einn mesti við-
burður sem orðiö hefur í heimi
bokamanna hér um langt skeið.
Hér voru á boðstólum meira af
gömlum prentuðum bókum frá
Skálholti, Hólum, Hrappsey og
Leirárgörðum en nokkru sinni
fyrr á uppboðum.
Enda sá það nú á, að svo mik
ið fjölmenni kom á uppboðið,
að Sigurður varð nú i fyrsta
skipti að taka í notkun stóra
salinn f Sjálfstæðishúsinu, en
annars hafa uppboðin verið í
litla salnum. Var salurinn þétt-
skipaður og mátti þar þekkja
flesta eða alla bókamenn bæjar
ins.
Uppboðið fór hægt af stað.
Fyrst var boðin upp fyrsta út-
Salurinn í Sjálfstæðishúsinu var þéttskipaður og ríkti oft dauðaþögn meðan beðið var eftir næsta tilboði — eða hamarshöggi.
gáfa af Flóru íslands eftir Ste-
fán Stefánsson skólameistara.
Var fyrsta boð í hana 50 krón-
ur, en Friðjóni Skarphéðinssyni
var slegin hún á 175 krónur.
Strax við þriðja númerið
varð nokkur barátta. Það var
íslenzkt fornbréfasafn sem
Bjarna Guðmundssyni blaðafull
trúa var siegið á 4800 krónur,
en Bjarni var þó fjarverandi
vegna veikinda og bauð Páll
Jónsson í fyrir hann.
★
Síðan skal nefna nokkrar
bækur af handahófi. Axel Guð-
mundsson hreppti Manuale frá
Ilólum á 750 krónur. Defekt
eintak af Vídalíns postillu fór
á 350 kr.- Hefndina eftir Jón
Úlafsson fékk Ragnar Jónsson
á 700 kr. Jón Steffensen fékk
Handelsmagasin for Island á
1700 kr. Þorstelnn M. Jónsson
Gula þings Laug á 1800.
★
Ui þessu fór mönnum að fær
ast kapp í kinnar, því að bæk-
urnar urðu fornlegri og verð-
mætari eftir því sem kom aftar
á listann.
Þegar komið var að síðustu
og dýrustu verkunum lá spenna
í loftinu, en um lýsingu á þvf
skal vísað til fréttar á öðrum
stað í blaðinu.
Nokkrir bókamenn í þungum þönkum á bókauppboðinu. — Hér sjást m. a. Böðvar Kvaran
og Sveinn Sæmundsson að kveikja sér í pfpu, Kr. Kristjánsson og Friðjón Skarphéðinsson.