Vísir - 05.04.1962, Síða 3

Vísir - 05.04.1962, Síða 3
Fimmtudagtirinn 5. apríl 1962. VISIR 3 Stærra hús fyrir MYNDSJ , :■ giátgg Hljómsveit Tónlistarskólans á sviðinu I samkomuhúsi Háskólans s.l. laugardag. sæti setið í þessum stærsta tcn- leiksala borgarinnar. Það go'ist nú sjaldnast oftar en einu sinni á ári, að kostur gefst á að hlýða S.l. laugardag hélt hljómsveit Tónlistarskólans i Reykjav/k tónleika í samkomuhúsi Há- skólans, og var nærri hvert á þessa hljómsveit, sem er aðal- lega strengjasveit, sem Björn Ólafsson, konsertmeistari og yfir-fiðlukennari skólans, kom á legg og hefir stjómað siðan. Á þessum tónleikum koma líka fyrst fram með hljómsveit sum- ir efnilegustu einleikarar, sem nám stunda í skólanum, stigr sin fyrstu frægðarspor á hljóm- sveitarpallinum. Að þessu sinni voru flutt tvö nútímaverk, Lftill konsert fyrir pianó og strengjasveit eftir Walter Le<gh, einleik á píanó lék Helga Ing- ólfsdóttir (magisters Davíðsson- ar), og Simple Symphony fyrir strengjasveit eftir Benjamin Britten (meginefni hennar er úr sinfóniu sem tónskáldið samdi sem bam). Síðan komu tvö klassisk verk gamalla meist- ara: Konsert fyrir hnéfiðlu og hljómsveit i D-dúr (1. þáttur) eftir Joseph Haydn. Þar lék ein- leik á hnéfiðlu ungur piltur af Akureyri, Hafliði Hallgrimsson, scm vakti feikna hrifningu með leik sinum og hefir raunar gert áður, lék á tónlelkum hljóm- sveitarinnar í fyrra og er farinn að leika i Sinfóniuhljómsvcit íslands. Loks var fluttur kon- sert fyrir 2 píanó og strengja- sveit í a-moll eftir Johan Sebastian Bach. Á pianóln léku Eygló Helga Haraldsdóttlr (skrifstofumanns Gislasonar) og Sigríður Einarsdóttlr (verk- fræðings Pálssonar). Píanóin, sem þær léku á, reyndust svo rúmfrek, að þau komust ekki fyrir á sviðinu í Áusturbæjar- bíó, þar sem tónleikarnir áttu að fara fram, og varð því að flytja þá í samkomuhús Há- skólans, þar sem húsfyllir var.. og hefðu þvi margir orðið frá að hverfa á hinum staðnum. — Hinn ungi, efnilegi hnéfiðlu- leikari, Hafliði Hallgrimsson, leikur einleik í konsert eftir Haydn. Bjöm Ólafsson þakkar ungfrú Helgu Ingólfsdóttur fyrir ein leikinn í Litla konsertinum eftir Walter Leigh. Hér em feðgar á ferð, þeir leika báðir í hljómsveit Tón- listarskólans: Jón Sigurðsson bassafiðluleikari (leikur einnig í sinfóníuhljómsveitinni) og sonur hans Sigurður (13 ára), sem leikur á fiðlu. Þama leika þær tvíleikinn á hin fyrirferðarmiklu píanó, í konsertinum eftir Bach, Sigríður Einarsdóttir og Eygló Helga Haraldsdóttir. Fjarst stendur hljómsveitarstjórinn, Björn Ól- afsson, með tónsprotann. i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.