Vísir - 09.04.1962, Síða 7

Vísir - 09.04.1962, Síða 7
Mánuóagurinn d. apríl 1962. 7 v / Sl R Á myndinni eru bankastjóri og hið nýkjöma bankaráðs Verzlunarbankans. Frá vinstri, Höskuldur Ólafsson bankastjóri, Þorvaldur Guðmundsson, Egill Guttormsson, Pétur Sæmundssen (Vara- maður í bankaráði) og Magnús Brynjólfsson. Iimstæðmiuknittgt Verzlun- arbankanum 67 milljónir Aðalfundur Verzlunarbanka Is- Iands h.f. var haldinn s.I. laugardag í veitingahúsinu Lido. Fundarstjóri var kjörinn Geir HalJgrímsson, borgarstjóri. Fundarritarar voru Sveinn Snorrason hrl. og Gunn- laugur J. Briem verzlunarmaður. Egill Guttormsson stórkaupmað- ur, formaður bankaráðs, flutti skýrslu bankaráðs um starfsemi bankans á sl. ári. Kom fram í henni að öll starfsemi bankans hafði vax- ið mjög á árinu, en Verzlunarbank- inn tók við allri starfsemi Verzlun- arsparisjóðsins, hinn 8 .apríl, 1961. Þann dag var boðið út hlutafjár- aukningu að upphæð tvær milljónir og höfðu verzlunarmenn forgangs- rétt að skrá sig fyrir því hlutafé, samkvæmt ákvörðun stofnfundar bankans. Neyttu þeir þessarar heim ildar og var hlutfé bankans aukið um 1.970.000 og er það nú 12,2 milljónir króna. Innnstæðuaukning í bankanum varð 67 milljónir kr. á árinu, þar af varð aukning spari- innlána 59 milljónir, en hlaupa- reikningsinnlán jukust um 8 millj. Verzlunarbankinn hefur nú ósk- að eftir gjaldeyrisréttindum. Var umsókn þar að lútandi send banka- stjÖrn Seðlaþankans á sl. hausti, en enn hefur eigi borizt svar. Þá skírði formaður bankaráðs frá því, að ákveðið hefði verið að stofnsetja fyrsta útibú bankans og verður það gert á þessu ári. Útibúið verð- ur í Reykjavík. Höskuldur Óiafsson bankastjóri lagði fram endurskoðaða reikninga bankans og gaf ýtarlegt yfirlit um rekstur bankans á árinu. Er hagur bankans traustur. Voru reikn ingarnir samþykktir samhljóða. Þeir Eggert Kristjánsson stór- kaupmaður og Sigurður Magnússon kaupmaður fluttu bankaráði og bankastjóra þakkir af hálfu hlut- hafa, fyrir vel unnin störf. Við kjör bankaráðs komu fram tveir listar. Kjörnir voru í banka- ráð, af einum lista, sem borinn var i fram sameiginlega af stjórnum Fé- lags íslenzkra stórkaupmanna, Kaupmannasamtakanna og Verzl- unarráðs íslands, þeir Þorvaldur i Guðmundsson forstjóri, Egill Gutt- ormsson stðrkaupmaður og Magn- ús J. Brynjólfsson kaupmaður, og til vara Vilhjálmur H. Vilhjálms- son stórkaupmaður, Björn Guð- mundsson kaupmaður og Pétur Sæmundsen viðskiptafræðingur. — Hlaut þessi listi 9668 atkvæði. Listi borinn fram af Þorbirni Jóhannessyni kaupmanni, Sigurliða Kristjánssyni kaupmanni og fleir- um hlaut 1710 atkvæði. Þann lista skipuðu Óskar Norðmann forstjóri, | Albert Guðmundsson stórkaupmað- ur og fleiri. Endurskoðendur voru kjörnir í tilefni af því, sem sagt hefur verið nýlega hér í blaðinu um Bændahöllina, skal tekið fram, að > byggingarnefnd eru: Þorsteinn Sigurðsson, Vatnsleysu, formaður Búnaðarfélags íslands, Pétur Otte- sen fyrrv. alþingismaður, ritari, Sæ mundur Friðriksson framkvæmda- stjóri nefndarinnar, Gunnar Þórð- arson fyrrverandi bóndi, Bjarni Bjarnason fyrrverandi skólastjóri, Ólafur Bjarnason bóndi Brautar- hoiti og búnaðarmálastjóri, Stein- grimur Steinþórsson. — Hátt á annað ár hefur starfað fram- kvæmdanefnd, sem kemur oftar saman en byggingarnefndin og er kosin af henni, til þess að sinna ýmsum daglegum viðfangsefnum, en í henni eru: Sæmundur Friðriks son, Steingrímur Steinþórsson, Halldór H. Jónsson arkitekt og Þor valdur Guðmundsson sem sérstik- ur ráðunautur um það sem við- kemur hótelinu. þeir Jón Helgason kaupmaður og Sveinn Björnsson stórkaupmaður. Fundinn sátu um 450 hluthafar og hafði verið vitjað atkvæðaseðla fyrir um 95 prósent hlutafjár. Gegn andlegn forheimskun Indonesar taka ol'subæ í frétt frá Jakarta í Indonesiu segir, að indonesiskar innrásarsveit ir -hafi tekið olíubæinn Sorong í Hollenzku Nýju Guineu. Margir hollenzkir hermenn eru sagðir hafa fallið eða særst í bar- daga um borgina. Sorong er vest- asti bærinn í Nýju Guineu. — Eftir Jakartafréttunum að dæma gekk liðið fyrst á land á Wage- eyju þar úti fyrir. BændahöHin Nýlega kom út bæklingur, eftir síra Pétur Magnússon frá Vallanesi. Nefnist hann „Nóbels skáldið í nýju ljósi“ og er 48 blaðsíður að stærð. Fjallar ritið að mestu um skáldskap Halldórs Kiljans Laxness. Blaðið átti tal við Síra Pétur og fórust honum þannig orð: „Tilgangur minn með riti þessu er að reyna að draga úr skað- legum áhrifum rita H. K. Lax- ness. Vil ég sérstakl. vara mpnn við að láta verðlaun sænsku aka demíunnar vaxa sér svo í aug- um, að öll hans verk verði álitin stór listaverk, þó að sum þeirra séu frámunalega léleg. Gegn slíkri andlegri forheimskun vil ég berjast. Ég vil einnig láta Laxness vita að Nóbelsverðlaun nægja ekki til að bjóða megi gamalli bókmenntaþjóð andleg- ,an rudda, er dregur úr áliti ís- lenzkra bókmennta erlendis. „Ekki fjallar þó ritið eingöngu um H. K. L. Ég gagnrýni einnig harðlega þá niðurrifsstefnu, sem ríkir í nútímabókmenntum. Jafn- framt gagnrýni ég þann mæli- kvarða, sem gagnrýnendur nota við mat þeirra. Einnig felur ritið í sér hugvekju um það, að við erum enn kristin þjóð, og ég vona að við höldum áfram að vera það. Við þurfum að vinna gegn andkristilégum áhrifum, sem eru því hættulegri sem menn eru frægari, sem breiða þau út. „Sumir halda að ég sjái ekert nýtilegt í ritum Laxness, sem er alrangt. En ég vil harðlega gagnrýna hinar stóru skugga hliðar á ritmennsku hans. Ég hef aldrei farið dult með mínar skoðanir og geri það ekki heldur nú“. Frá aðalfundi Verzlunarbankans á laugardaginn. Á myndinni sjást m. a. Baldvin Dungal, Sigurður ÓIi Ólafsson, Ámi Snævarr, Hans Þórðarson, Haukur Eggertsson, Sveinn Valfells, Guido Bemhöft, Haraldur Sveinsson, Hilmar Kristjánsson og Árni Ámason. J

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.