Vísir - 09.04.1962, Síða 8

Vísir - 09.04.1962, Síða 8
8 Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson. Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur; Laugaveg: 178 Auglýsingai og afgreiðsla: lugólfsstræti 3. Áskriftargjald et 45 krónur ? mánuði. t lausasöíu 3 kr. eint Sfmi 11660 (5 llnur). Prentsmiðja Vísis. — Edd a h.f. Prófkjörið Undanfarna daga hefir staðið yfir prófkosning meðal Sjálfstæðismanna hér í bænum og lauk henni í gærkvöldi. Listi Sjálfstæðismanna við borgar- stjórnarkosningar er ekki ákveðinn af þröngum hópi forystumanna flokksins, svo sem tíðkast hjá öðrum stjómmálaflokkum. Allt frá 1946 hefir farið fram próf- kjör meðal Sjálfstæðisfólks í bænum um listann og hann verið ákveðinn samkvæmt því. Þannig hafa allir flokksmenn getað haft áhrif á skipan listans,enda sýna úrslitin í kosningunum að þeir menn, sem valdir hafa verið hafa notið óvenjulegs trausts kjósenda í bænum. Stjórnmálaflokkur nýtur aldrei lengi fylgis ef hann lætur klíkusjónarmið ráða eða ef fram eru leiddir menn til forystu, sem ekki njóta trausts og virðingar flokksmanna. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur ekki ein- ungis að lýðræðislegum stjórnarháttum í þingsölum og í ríkisstjórn. Hann lætur lýðræðið ráða í vali sínu á forustumönnum. Hækkun byggingarlánanna Framsóknarmenn hafa undanfarið reynt að slá sig til riddara á vettvangi húsnæðismálanna. Á þingi hafa þeir verið með stórkostleg yfirboð um lánveit- ingar til húsbygginga og afskriftir lausaskulda hús- byggjenda. Ekki ber að lasta góðan vilja til þess að létta undir með húsbyggjendum. En þegar tillögurnar eru bornar fram í svo augljósu áróðursskyni sem hér, fer gamanið að kárna. Hráskinnaleikur Framsóknar sést bezt á því að um leið og þeir vilja tvöfalda lán til húsabygginga með lögum skilja þeir við húsabygg- ingasjóði sveitanna gjaldþrota. Og ekki eitt orð heyr- ist um hvemig á að afla fjárins. Vandinn í húsbygg- ingarmálunum verður ekki leystur með slíkum sýndar- tillögum. Núverandi ríkisstjórn hefir á þessu þingi gengizt fyrir því að lán úr sjóðum Húsnæðismálastjómar hefir verið hækkað úr 100 þús. í 150 þúsund. Að baki þeirri hækkun felst raunhæf fjáröflun. Og byggingarsjóðum sveitanna verður komið á réttan kjöl með frumvarpinu um stofnlán landbúnaðarins. Ríkisstjórnin gumar ekki af milljónum meðan hún sveiflar tómum kassanum , yfir höfði sér, eins og vinstri stjómin gerði sællar minningar. Ný Egilsstaðasamþykkt Alþýðubandalagið samþykkti tillögu um að við skyldum ekki ganga í Efnahagsbandalagið. Það er álíka viturleg tillaga og krafa kommúnista á þingi í síðustu viku um að landið yrði bezt varið með því að ganga úr helzta varnarbandalagi hins frjálsa heim. Öðum hlýtur að draga að því að hagyrðingar þjóðar- innar felli ályktanir kommúnista í öfugmælavísur. Til jþess eihs emjjær, gagnlegar. VÍSIR Mánudagurinn 9. apríi 1962. skipað 1 hvert rúm löngu áður en veiðitíminn hefst. Miklu auðveldara er að kom- ast að silungsveiði í ám og vötnum, þótt aðsókn sé þar einnig mikil. Þar voru veiðileyf- in í fyrra seld á 25 —125 krón- ur fyrir stöngina á dag, og fór leigan eftir árstíma. Þannig var veiðirétturinn í Þingvallavatni seldur á 25 krónur, í Reyðar- vatni á 70 kr. í Meðalfellsvatni 50 — 80 kr., í Kleifarvatni og Hlíðarvatni 60 kr., en f renn- andi vatni eins og t .d. í Sog- inu við Kaldárshöfða og í Ölf- usá hjá Hrauni voru veiðileyfin seld nokkurru dýrara, eða 100 —125 krónur á hverja stöng. Vísir hefur fengið upplýsing- ar um veiðirétthafa allra lax- veiðiáa á landinu, sem máli skipta, en þær eru þessar: Elliðaár: Stangaveiðifélag Reykjavíkur, en formaður þess er Óli J. Ólason. Úlfarsá: Áburðarverksmiðja ríkisins. Leirvogsá: Jarðeigendur sjálf- ir, en formaður veiðisamtaka þeirra er Guðmundur Magnús- son f Leirvogstungu. Laxá í Kjós og vatnasvæði hennar, þ. e. Meðalfellsvatn og Bugða: Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Laxá i Leirársveit: Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, ásamt Stangaveiðifélagi Akurnesinga, svo og jarðeigendur sem leiga sjálfir út efri hluta árinnar. Vötnin í Svínadal: Varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli. Andakílsá: Jarðeigendur. Grímsá: Stangaveiðifélagið Stöngin í Rvík, þ. e. Þorgils Ingvarsson og fleiri, sem hafa niðurhluta Grímsár, en jarðeig- endur í Lundareykjadal leigja út efri hluta árinnar. Flókadalsá: Jarðeigendur, en formaður veiðisamtaka þeirra er Björn Blöndal. Reykjadalsá: Jarðeigendur. Straumar í Hvítá: Sigurður Guðbrandsson í Borgarnesi og fleiri. Brenna í Hvítá: Sveinbjörn Finnssop í Rvík o. fl. Þverá í Mýrasýslu: Magnús Andrésson Rvík o. fl., en auk þess hefur hótelið að Bifröst í Norðurárdal haft þar að ein- hverju leyti innhlaup fyrir gesti sína. Norðurá: Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Langá: Jarðeigendur að mestu leyti og hafa þeir Ieigt hana ýmsum hópum. Álftá: Jarðeigendur, en leigu- taki af þeim hefur m. a. verið Jóhannes Jósefsson um mörg undanfarin ár. Straumfjarðará: Veiðifélag Straumfjarðarár. Auk Straum- fjarðarár eru ýmsar smærri veiðiár á Snæfellsnesi sem jarð- eigendur ráðstafa yfirleitt sjálf- ir. Veiðiréttinn í Fróðá hefur Jón B. Jónsson að mestu Ieyti. Haukadalsá: Stangaveiðifélag Akraness að hálfu leyti eða vel það, en Stangaveiðifélagið Flúðir í Rvík að hinu leytinu. Laxá í Dölum: Stangaveiðifé- lagið Papi 1 Rvík. Formaður þess er Haraldur Sigurðsson. Fáskrúð: Stangaveiðifélag Akraness, formaður Helgi Júl- lusson. j Flekkudalsá: Stangaveiðifélag Akraness. Laugardalsá í ísafjarðar- djúpi: Friðfinnur Ólafsson í Rvík/Og fleiri. Langadalsá og Hvannadalsá: Almennt er búizt við að veiðileyfi í laxveiðiám hækki næsta sumar uin 15 — 20% frá þvi sem var á s.l. sumri, og er þar miðað við aðrar verðhækk- anir sem orðið hafa i Iandinu. Frávik frá þessu er þó í þeim tilfellum þar sem ný og hækk- andi boð hafa farið fram í á- kveðnar ár. Má þar sérstaklega geta Vatnsdalsár í Húnaþingi, sem nýlega hefur verið leigð út fyrir 311 þúsund krónur fyrir sumarið, sem er hlutfallslega leiga, sem til þessa hef- ur þekkzt á lslandi. Veiðitím- inn í Vatnsdalsá er samtals 92 dagar með 6 stengur á dag, þar af aðeins þrjár laxastengur. Þar hefur talizt til að um 300 laxar hafi veiðzt á ári, en það svarar til þess að hver lax sem veiðist í ánni myndi kosta rúm- lega 1 þúsund krónur að meðal- tali. Búizt er einnig við háum boðum í Miðfjarðará, en hún losnar úr leigu á þessu ári. Vatnasvæði hennar er miklu meira en Vatnsdalsár. 1 henni eru 720 veiðidagar yfir sumar- ið og gera má ráð fyrir 1500 laxa meðalveiði. Almennast var veiðirétturinn í fyrra 300 — 800 krónur á hverja laxveiðistöng yfir dag- inn, en var þó hærri f einstöku ám og komst hæst I Svartá I Húnavatnssýslu eða 1000 krón- ur á dag. I Elliðaánum vár sumarið í fyrra eitt lélegasta laxveiðiár sem um getur í mörg herrans ár. Þá veiddust þar aðeins 769 laxar og meðalþyngd þeirra 4.96 pund sem er yfirleitt minni meðalþyngd, en í flestum, ef ekki öllum laxveiðiám í fyrra. Þótt Island sé auðugt af veiðiám, auðugra en flest lönd önnur, miðað við stærð, er barizt um hvert veiðileyfi yfir sumarið og í flestum iilfellum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.