Vísir - 09.04.1962, Blaðsíða 15
Mánudagurinn 9. aprí' 1962.
15
V'SIR
CECIL SAINT-LAURENT
* &
KAROLINA
(CAROLINE ’CHÉRIE)
10
Fólkið hafði stigið úr vögnun-
um og stóð þar og masaði áður
en lagt var inn í skóginn. Karó-
lína var ákaflega kurteis og tal-
aði við Karlottu, en leit í kring-
um sig í laumi, til þess að gá
að hvort hún kæmi nú ekki
auga á Gaston einhvers staðar
í hópnum. Og var hún aðra
stundina gripin fagnaðarkennd
og eftirvæntingu, en hina kvíða
og næstum örvæntingu af til-
hugsuninni um, að Gaston væri
kannske ekki með í ferðinni.
Kannske hafði hann ekki getað
komið, kannske var hann veik-
ur, eða — Afbrýðisemi var í
þann veginn að ná tökum á
henm. Og þá heyrði hún mælt
mjúkum karlmannsrómi. Það
var Gaston, sem var að heilsa
frú Berthier.
Karólína hafði skrifað svar
við ljóðabréfinu, sem hún hafði
fengið og gerði sér vonir um,
að geta afhent honum það ein-
hvern tíma um daginn, en nú
fannst henni að hún gæti ekki
beðið svo lengi. ún hafði vaf-
; ið vasaklút sínum utan um mið-
ann og lét hann nú detta fyrir
framan Gaston, en hann hafði
af skarpskyggni sinni séð hvert
áform hennar var, brá við og
tók upp vasaklútinn og rétti
henni og laumaði til sín um leið
Hreinsutn allan fatnað
Hreinsusin vel
Hreinsum fijóft
Sækium - Sendum
SfnaEnugin
Hafnarstræti 18 Skúlagötu 51
Simi 18820. Simi 18825.
svo lítið bar á samanvöfðum
miðanum.
— Ég held, að Salanches hafi
fundið fjársjóð eða lykil að fjár-
sjóð, sagði de Charneille mark-
greifi, smávaxinn maður, í gam-
ansömum tón. Hann benti á
Gaston, sem gengið hafði til
hliðar eins og^ hann helzt kysi
að vera einn.
— O, sussu nei, það er ekki
um neinn fjársjóð að ræða, sagði
Thiébaut — ungur maður, son-
ur forstjóra hinnar konunglegu
vefnaðarvöruverzlunar, en hann
hafði veitt vini sínum Gaston
nána athygli. Hann er bara að
lesa bréf.
— Bréf, þá er eitthvað sam-
særi á döfinni, hrópaði marg-
greifinn litli. Kannske það sé
leynileg fyrirskipun frá Necker.
— Sé hann þátttakandi í sam-
særi er það hvorki til hjálpar
Necker eða Mirabeau — eða til
þess að bjarga heiðri nokkurs
eiginmanns. — Eiginmanns, það
þykir mér ólíklegt. Salanches
leitar aðeins félagsskapar ungra !
kvenna, sagði Thiebault.
— Ja, það er og, sagði mark-1
greifinn litli, 'ég hef annars
aldrei getað botnað í þessari [
einkennilegu tilhneigingu hans,
sem fyrr eða síðar kemur hon-,
um í vandræði. Frúrnar eru nú!
— guði sé lof — ekki svo erfið- j
ar nú til dags, það er sannast j
að sepja hreinn óþarfi fyrir í
menn að vera að gera sér leik;
að því að gera tilveruna flókn-1
ari með því að leita ul ungra ,
stúlkna. Það er blátt áfram lífs-
hættulegt að leita lags við þær,
— það er allt annað, þegar þær
hafa eiginmann að bakhjarli.
Þeir kölluðu á Salanches og
hann kom til þeirra með nokk-
urri tregðu, og er þeir reyndu
að stríða honum kvað hann það
vera einvörðungr vegna þess, að
hann væri náttúruunnandi, að
hann hefði vikið úr hópnum
stundarkorn — fjarri hávaða
þeirra og masi.
, — Ég vil helzt vera einn, —
ég er lærisveinn Rousseau.
Hann sagði þetta svo hátíð-
lega, að hinir fóru að skelli-
hlæja.
— Láttu ekki svona, þú varst
að lesa ástarbréf frá konu.
— Nei.
•— Þá frá ungri stúlku.
— Ef til vill.
— Er hún falleg?
— Auðvitað, annars mundi ég
ekki hafa áhuga fyrir henni. Ef
sagt er um unga stúlku, eða
konu, að hún hafi verið ástmey
mín, eru það þeir mestu gull-
hamrar, sem hægt er að slá
henni.
Hann sneri sér að Charneille:
— Þú hefur sjálfsagt mikinn
áhuga fyrir þessum nýja sigur-
feng mínum?
Allir hinir fóru að hlæja.
— Já, vitanlega, Charneille,
viltu ekki fá meira að heyra um
hana — átt þú eklci von á henni,
— er frá líðu?
Charneille yppti öxlum.
— Ykkur finnst víst, að þið
séuð ákaflega fyndnir. Ég veit
vel um þann orðróm, að ég hátti
ekki með öðrum konum en þeim,
sem Salabches eftirláti mér,
þegar hann sé orðinn leiður á
þeim.
— Vogaðu þér ekki að neita,
að orðrómurinn sé sannur.
—>■ Ég neita engu — og ég
fyrirverð mig ekki, ég er jafnvel
stoltur af þessu, enda er leti
mín stolt mitt, og með þessu
móti hefur Salanches fyrir veið-
inni. Og svo, þegar sú rétta
stund er upp runnin, kynnir
Salanches mig, fagurlega — sér
u mstefnumót og er hinn hjálp-
legasti, allt þar dúfan er reiðu
búin að fljúga í fang mér. Sal-
anches sér fyrir öllu.
— Og ég verð að játa, sagði
Salanches hlæjandi, að Char-
neilles gerir leifunum góð skil. j
iti9M*nua«i
i c n a a a i
i n a * n i
A
R
farzan verður hættunnar var. — | seint. Foringi Tópíumanna gefur | arleg og hinir illilegu fyrirsáturs-1 hans úr öllum áttum.
Hann finnur þefinn af þeim, en of | fyrirskipun um árás. Hún er heift-1 menn stefna að Tarzan og vinum i
Barnasagan
ECALU
09 hafsian
Meistarinn og stýrimaðurinn
voru enn að tala saman, þegar
Kalli kom inn í lúkarinn: „Getum
við ekki farið svolítið hægar. Við
ætlum þó ekki að setja neitt met.“
„Við.siglum eklti, okkur er siglt,“
útskýrði Mangi áhyggjufullur —
„Hvaða vitleysu talið þér um,“
spurði Kalli. „Ef þetta er ekki að
sigla, þá veit ég ekki hvað er að
sigia „Það er tæknilega ómögu-
legt, þegar katlarnir eru tómir“.
„Katlarnir tórnir," hrópaði Kalli. —
Mennirnir þrír hlustuðu í ofvæni.
„Svei mér, ef þér hafið ekki rétt
fyrir yður“, sagði Kalli steinhissa,
og ætiaði að segja miklu meira, en
þá kom Sifter prófessor inn i lúk-
arinn og brosti ánægjulega. „Við
komumst aldeilis úr stað, ef við
höldum svona áfram,“ sagði hann
og néri saman höndunum af á-
nægju. „Já,“ kjökraði stýrimaður-
inn, „og beint í flasið á hættunni,
sem frammi fyrir er“. „Þegið þér,“
sagði Kalli, „það hlýtur að vera
einhver skýring á þessu". „Já,
einmitt," sagði Sifter og leit viður-
kennandi á Kalla. „Hafsían hefur
nú fengið svo mikla orku„ að hún
getur siglt á éigin spýtur. Það er
í rauninni hún ,sem dregur okkur.“
Alltaf hugsarðu mest um
sjálfan þig, t.d. að vera í skjóli
i htllirigningu.
Pabbi, afhverju villtu ekki
búa snjókerlingu til fyrir mig?
Þetta vakti svo mikinn hlátur
í hópi hinna ungu manna, að
kvað við í skóginum og loks
spurði Thiebault hvort það væri
nokkuð ósæmilegt við þá játn-
ingu, að menn væru forvitnir
nokkuð, og myndu hafa gaman
af að vita það, sem í bréfinu
stæði. Og þóttist Salanches loks
láta til leiðast, að lesa tvö er-
indi, sem á miðanum voru. En
efni þeirra Var á þessa leið:
Þú einn gazt knúið fram þessar
tilfinningar. Hvaða klæðnaður
verður mér nú til bjargar? En
hér er nú prinsessan þín. Ég
LÖGFRÆÐINGAR
PÁU S. PÁLSSON
hæstaréttarlögmaður
Bergsstaðastræti 14
Sími 24200.
MAGNÚS THORLACIUS
Málaflutningsskrifstofa
Aðalstræti 9 . Simi 1-1875
EINAR SIGURÐSSON, hdl.
Málflutningur . Fasteignasala
Ingólfsstræti 4 . Sími 16767
aJ0.TÍÁFÞÓR óuMumsoN
OasiuiujoikÍ7"’im iSúrú 23970
INNHEIMTA
LÖCFR/ZDtSTÖKF