Vísir - 09.04.1962, Síða 16

Vísir - 09.04.1962, Síða 16
VfSIR u. öpni ivojz. HarBur \ v árekstur í gærkvöldi varð harkalegur á- rekstur á Miklubraut, er bifreið lenti út af veginum og á rafmagns- staur. Rafmagnsstaurinn brotnaði og bíllinn fór tilsvarandi illa, þvi hann var ekki ökuhæfur á eftir og varð að flytja hann á burt á kranabif- reið. Ökumaður gaf þá skýringu, að hann hafi misst stjórn á farar- tækinu og bíllinn við það runnið út af götunni og lent á staurnum. Mál þetta mun vera í frekari rann- sókn. ► Averill Harriman aðstoðar-utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna seg ir ágreininginn milli Sovétstjóm arinnar og Pekingstjórnarinnar um hugsjónir og stefnu meiri en svo, að þar geti gróið um heilt. — Hann varaði bandamenn við að áiykta, að þeir gætu grætt á þessum ágreinini, sem hefði gert Krúsjév ihaldssamari og ktnverska kommúnista ábyrgð- arlausari. Flugfélag íslands hefur nú í notkun sex fjögurra hreyfla millilandavélar. Á laugardaginn kom það fyrir í fyrsta skipti að þær voru allar heima í einu. Ljósmyndari Vfsis tók þessa mynd af fimm véianna, en Vis- count vélin Gullfaxi var inni í flugskýli, og er því ekld með á myndinni. Fremst á myndinni er Vis- count vélin Hrímfaxi. Næst er Cloudmaster DC6B, Skýfaxi og þá Sólfaxi, sem er Skymaster DC4. Vélarnar tvær á endanum eru báðar leiguvélar af Sky- master gerð. Sólfaxi og leigu- vélin á endanum eru báðar stað settar á Grænlandi, en allar hin- ar f Reykjavík. Samanlagt geta þessar véiar flutt 450 manns í einu, og er þá Gullfaxi talinn með. Það er nógu fróðlegt að vita að saman- lögð hestaflatala þessara sex véla er um 35 þúsund hestöfl, sem jafngildir aflinu I mn það bil sjö hundruð Renault bílum. Lokast Við veðurbreytingarnar um helgina gerði nokkurt snjóföl hér á Suðvesturlandi, en lang mest snjóaði á Snæfellsnesinu Fékk æðiskast Á laugardaginn safnaðist all margt fólk fyrir utan hús eitt í Bústaðahverfi, er það sá lög- reglumenn klifra upp á húsþalc. Ekki vissi fólk hverra aðgerða lögreglan var þangað komin og vænti það einhverra tiðinda, ekki sízt er það sá lögreglu- mann beita táragasbyssu. Það sem þama skeði var það, að ungur piltur — ódrukkinn með öllu — fékk æðiskast, réð- ist á móður sína og umtumaði öllu, braut og bramlaði f fbúð- inni. Móðir piltsins gat þó kom izt f síma og beðið lögregluna um aiistoð. Þegar lögreglan kom á stað- inn, læsti pilturinn sig inn í þakherbergi og hafði vopnað sig með stórri sveðju, sem hann hótaði að beita ef með þyrfti, og ennfremur hafði hann við orð um að fara út um þakgluggann og fleygja sér niður af húsinu ef lögreglan gerði tilraun til að brjótast inn í herbergið til sín. Greip lögreglan til þeirra gagnráðstafana að fara upp á húsþakið eins og sést hér á myndinni og þaðan varð hún að beita táragasi við piltinn, þar eð hann neitaði að gefast upp. Pilturinn var síðan hand- tekinn og fluttur í vörzlu, en Iæknir jafnframt kvaddur á vettvang. og þar er kálfadjúpur jafnfallinn snjór. Sumar leiðir þar vestra lok- uðust vegna snjóþyngsla, þ. á. m. bæði Fróðárheiðin og útnes- vegur, þ. e. vegurinn vestur fyrir jökul til Hellissands. Vegurinn yfir Kerlingarskarð er ennfrem-. um mjög þungfær orðinn. Sam- ( kvæmt upplýsingum frá Vega- gerð ríkisins verður Fróðárheiði. mokuð á morgun. Strax þegar austar dró varð; minna úr snjókomunni og hvergi | til neinna trafala. Voru með heimabrugg NOKKUR brögð voru að ýmiskon- ar óknyttum hér í bænum um helgina, svo sem þjófnaði, innbrot- um og fleira. I" fyrrinótt var þremur hjólum stolið af og úr sendiferðabifreið, sem stóð á bílastæðinu fyrir utan Sendibílastöðina hf. við Borgar- tún. Þegar eigandinn kom að bíln- um í gærmörgun var búið að stela báðum afturhjólunum undan hon- um, ennfremur varahjóli, sem | geymt var inni í bílnum, tjakk og felgulykli. Ef einhver getur gefið upplýsingar á einn eða annan hátt eru þær rannsóknarlögreglunni mjög kærkomnar. Þess má geta, að felgurnar, sem stolið var, eru bláar að lit. Tvö innbrot voru framin um helgina. Annað í Borgarþvottahús- ið við Borgartún. Þjófurinn hafði' upphaflega gert tilraun til að kom- Framhald á bls. 5. Almaunavaruir undirbúnar Tillaga dómsmálaráðherra Bjarna Benediktssonar um að frumvarp- inu um almannavarnir væri vísað til ríkisstjórnarinnar, var sam- þykkt á fundi neðri deildar á laug- ardaginn með 20 samhljóða at- kvæðum. Fjórtán þingmenn sátu hjá og sex voru fjarstaddir. Daginn áður hafði Bjarni Bene- diktsson gert grein fyrir tillög- unni. Aðalefni ummæla hans þá var á þá lund að hann myndi þeg- ar í stað gera ráðstafanir til að undirbúningur almannavama megi hefjast. Kvað hann undirbúnings- starfið myndi taka marga mánuði svo að framkvæmdir þyrftu ekki að hefjast, þótt löggjöf biði til hausts. Þar sem komið væri að þinglokum væri augljóst að erfitt myndi verða að afgreiða frum- varpið og lagði því til að það hlyti ofangreinda afgreiðslu. Tillagan um hina rökstuddu dagskrá var svohljóðandi: , Með samþykki fjárlaga fyrir 1962 lýsti Alþingi vilja sínum til þess, að almannavarnir skyldu upp teknar og treystir deildin rík- isstjórninni til að hefja nú þegar undirbúning þeirra í samræmi við meginreglur þessa frumvarps, meðal annars um þátttöku sveitar- félaga í kostnaði, og afla sér með bráðabirgðalögum heimilda til skyndiráðstafana, ef brýn nauðsyn ber til og heimildir gildandi laga um ráðstafanir til loftvarna og annarra varna gegn hættum af hernaðarráðstöfunum vérða ekki taldar fullnægjandi. Þar sem nú er orðið áliðið þings og sýnt er, að afgreiðsla frumvarpsins muni taka verulegan tíma, en frestun sam- þykktar þess nú mun samkvæmt því, sem fyrr greinir, ekki- valda töfum á framkvæmdum, tekur deildin fyrir næsta mál á dagskrá, enda verði frumvarpið lagt fyrir næsta þing strax og það kemur saman.“ Átta hafa látist í Wales úr bólu Enn lézt sjúklingur úr bólusótt í gær í Wales. Er það annar sjúkl- ingurinn, sem deyr þar á skömmum tíma. Var það kona 62 ára, — ein af 8 sjúklingum í kvennadeild geð- veikraspítala sem tekið hafa veik- ina, en sennilega hafa fleiri smitazt. Nákvæmlega er fylgzt með öllum sjúklingum deildarinnar og víðtæk ar ráðstafanir gerðar til þess að hafa upp á öllum, .sem þarna hafa komið í heimsókn: Fjölda margar bólusetningarstöðvar hafa verið opnaðar í bæjum í grennd við hæl- ið. - Alls hafa látizt úr bólusótt á Englandi og í Wales 13 sjúkling- ar, þar af 8 í Wales. Eining um mál Kenya Eining náðist á Lundúnarráð- stefnunni um Kenya, sem lauk í London um sl. helgi. Leiðtogarnir frá Kenya, er sátu hana, eru komnii heim og hafa hvatt fylgismenn sína til stuðnings við samkomulagið, sem þar náðist en samkvæmt þvi hefur verið mynd uð samsteypustjórn með þátttöku beggja aðalflokka og á hvor um sig 7 ráðherra í henni, en alls eru ráð- herrar 16. Mynduð hefur verið. sterk stjórn fyrir allt landið; eins og einn leiðtoganna sagði í gær. Einn þjóðkunnur svikahrappur, | Sigurður Arnbjörnsson, en Vísir skýrði nýlega frá ýmsum afrekum hans, kom nokkuð við sögu hjá lögreglunni si. laugardag. Hafði Sigurður setið inni í fanga geymslu lögreglunnar í vikunni sem leið og var þá að afplána ölv- unarsektir. Á föstudaginn var hann látinn laus, en daginn eftir sveik hann fé út úr manni og var þá tek- inn að nýju um kvöldið. Hafði Sig- urður kcmið inn í verzlun eina hér í bænum, villti á sér heimildir og spurði kaupmanninn hvort hann kærði sig um að hann útvegaði honum áfengi og sterkan bjór fyr- ir lítinn pening. Ekki gekkst kaup- maðurinn upp við þ^tta og ekki fék Sigurður peninga hjá honum fyrr en hann hafði sett úr sitt að veði. Út á það fék hann lánaðar 400 krónur. Að því búnu fór Sigurður út, en kom að vörmu spori inn í verzlun- ina aftur og kvaðst rétt sem snöggvast þurfa að líta á úrið. Það fékk hann, en un: leið hrifsaði Sig- urður úrið úr hendi kaupmanns, tók á rás út úr búðinni og hvarf sýnum í einni svipan. Kaupmaðurinn kærði máiið fyrir lögreglunni, sem renndi fljótlega grun í, eftir lýsingunni á þjófnum v áð dæma, hver maðurinn myndi vera. Og strax á laugardagskvöld- ið var Sigurður Arnbjörnsson handtekinn á ný og settur í vörzlu. Kváðust fangaverðirnir hafa geymt klefann handa Sigurði, því þeir hefðu verið þess fullvissir að hann myndi koma strax aftur. Sú varð og raunin.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.