Vísir


Vísir - 18.04.1962, Qupperneq 4

Vísir - 18.04.1962, Qupperneq 4
VISIR Miðvikudagurinn 18. apríl 1962. Hvert ætlið þér að fara á páskum ana, heldur sitja heima og glugga f lögfræðidoðrantana og vera skikkanlegur heimilis- faðir. En ég hef nú skruddurn- ar með mér til vonar og vara, ef einhver tómstund gefst til að glugga í þær. ÓMAR RAGNARSSON stud. jur. og gamanvísnasöngvari: Ég er nú að fara norður í Akureyri til að vera þeim til dægrastyttingar á skíðavik- unni, hafa þar í frammi glens og gaman og allskyns skrfpa- læti. Ég er reyndar nýkominn norðan, þar sem ég tróð upp á sæluviku Skagfirðinga, síðan á Siglufirði og Akureyri. Ég fór norður á bílnum mfnum, lenti f skrambans ógöngum á suður- leið, varð hálfgert að bera bíl- tíkina og skildi hana seinast eftir, en vonast til að geta dröslað henni alla leið í næstu viku. Ef allt væri með felldu, mundi ég hvergi fara um pásk- PÉTUR KIDSON fyrrv. sendiráðsmaður: Ég ætla til Vestmannaeyja til að sjá vetrarvertíðina þar í fullum gangi, því að ég hef aldrei komið þangað fyrr um þetta leyti árs, þótt ég hafi oft heimsótt Eyjar og þyki alltaf tilkomumikið að horfa þaðan til lands, á jöklana, sem eru Önnur flugvél í Glasgow-för n KIPAJITGCR RIKISINS' M.s. HEKLA fer vestur um land til Akureyrar 25. apríl. Vörumóttaka í dag til Patreks- fjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flat- eyrar, Suðureyrar, Isafjarðar, Siglu fjarðar, Dalvíkur og Akureyrar. — Farmiðar seldir 24. apríl. M.s. Esja fer austur um land til Akureyrar 26 .apríl. Vörumóttaka í dag til Djúpavogs Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Raufarhafnar og Húsavíkur. Far- mið seldir 25. apríl. M.s. Skjaldbreib fer vestur um land til Akureyrar 27. aprll Vörumó(ttaka þriðjudaginn 24. apríl til Sveinseyrar, Húnaflóa- og Skagafjarðarhafna og Ölafsfjarðar. Farmiðar seldir 26. apríl. Það er nú afráðið að tvær flug- vélar fljúga héðan hlaðnar farþeg- um til Glasgow aðfaranótt laugar- dagsins til þess að horfa á kappleik inn milli St. Mirren og Rangers, sem Þórólfur Beck tekur þátt í. Ifyrstu voru það nokkrir KR-ing ar, sem efndu til hópflugs með DC-6 flugvél Loftleiða og fékkst þegar í stað full flugvél og nokkr ir urðu frá að hverfa. Þá ákváðu nokkrir þeirra sem ekki komust að með þeirri ferð að leita til Flugfélags íslands um mögul. á að leigja aðra Viscount flugvélina og tókust samningar greiðlega, £ fyrradag. 1 morgun hafði Vísir fregnir af því, að flugvélin væri fullskipuð, en hún tekur 50 farþega. Voru jafn vel nokkrir komnir á biðlista. Lagt verður af stað frá Reykja- vík aðfaranótt laugardagsins. Er tækifæri til að verzla í Glasgow um morguninn, en snúið verður heim til Reykjavíkur á laugardagskvöld- ið. Fargjaldið er 2200. Eftir þetta er það ljóst, að um 130 manns fara til að horfa á kapp- leik Þórólfs með þessum tveimur vélum og þar sem menn fara einn- ig eftir öðrum leiðum með ferða- skrifstofum og áætlunarflugferðum er það vart of mælt, að um 250 Islendingar muni gera sér ferð til Glasgow að sjá leik þennan. Sýnir það hinn feikilega knattspyrnuá- huga hér á landi. stórfenglegir til að sjá í góðu skyggni. Hvar mér þykir til- komumest á íslandi? Helzt vil ég heimsækja þá staði, þar sem náttúran er hrikalegust, t. d. í Öræfum, undir Jökli og á Vest- fjörðum. En nú langar mig mest til að kynnast atvinnulíf- inu og taka myndir af þv£. Ég hef áður farið á Sigiufjörð um síldartimann og tvisvar á fiski- mið með lfnubát úr Keflavik. Og nú ætla ég að una nokkra daga við að horfa á unga ís- lendinga færa aflann á land i Eyjum, þegar allt er þar í al- gleymingi um hábjargræðistím- an £ Eyjum, drekka í mig þetta sérstaka andrúmsloft, sem fylg- ir vermennsku á Islandi. — (Ath. Þess skal getið, fyrir þá, sem ekki vita deili á Pétri Kid- son, að hann er Englendingur, sem ferðazt hefir um allar álf- ur og nú setizt að á Islandi til búsetu og starfa). MAGNÚS INGIMUNDARSON húsasmíðameistari: Nú er ferðinni heitið til Skot- lands, eins sólarhrings ferð, einn af 80 £ flugvél og auðvitað til þess að horfa á kappleikinn á Hamdenvellinum I Glasgow, þar sem St. Mirren og Glasgow Rangers keppa, og við vonum Skákþingið Fjórða umferð Skákmóts ís- lands var tefld í gær. Orslit urðu þessi: Friðrik vann Gylfa, Ingvar vann Sigurð, Björn vann Jón, Benóný vann Helga, Jónas vann Gunnar og biðskák varð hjá Inga og’ Ólafi. Hæstir á mótinu eru Friðrik, með þrjá og hálfan vinning og Björn, með þrjá vinninga og bið- skák. Næsta umferð verður tefld £ Breiðfirðingabúð kl. 2 á föstudag. allir að okkar frægi KR-ingur Þórólfur Beck keppi með og hans lið vinni. Mér er engin launung á þvf, að ég fer þessa ferð fyrst og fremst sem gam- all KR-ingur, það er mikið leggjandi á sig fyrir það. En þó er þetta ekki eingöngu félags- mál, þvf að þeir sem fara þessa ferð, eru ekki nærri allir KR- ingar, þetta er fyrst og fremst fslenzkt metnaðarmál, að lið Þórólfs Verði sigursælt. Samt er langt £ frá, að iðkun iþrótta mið- ist eingöngu við það að vinua, heldur er sá sanni fþróttaandi, sem mestu máli skiptir. En við þessir gömlu karlar, sem einu sinni voru £ KR, fylgjumst alltaf með KR-ingum, þó að við séum löngu hættir á vellinum. Ég byrjaði svo sem' 11 ára í knatt- spyrnu £ KR, en komst aldrei iangt með boltann og var lengst af miklu meira £ frjálsum fþrótt- um. Ég hef einu sinni áður horft á knattspyrnu utanlands. Það var £ Árósum 1949, þegar landslið okkar keppti við Dani. Þar spilaði danska stjarnan Lundberg, og ég man, að hann fór sér að engu óðslega. Það var gaman að horfa á hann, þvi að hann spilaði af viti. Svo man ég lfka þennan leik vegna þess, hvað fallegt var þarna. Tr'én hneigðu sig inn á svæðið og mynduðu eins og kranz kring- um völlinn. Knattspyrnuliðið okkar tapaði og Danirnir, sem ég var með þarna, voru að strlða mér. En ég sagði þeim bara, að við myndum sigra, þegar kæmi að frjálsfþróttun- um. Þar var okkar aðalstyrkur þá. Já, ég hlakka æðimikið til laugardagsins fyrir páska. Rotaði þjófinn í nótt sýndi einn lögregluþjóna Reykjavíkur niikið snarræði er hann handtók tvo innbrotsþjófa, rotaði annan, en hélt hinum á með an hann hringdi til lögreglunnar «ftir áðstoð. Þannig var mál með vexti að i nótt þegar Magnús Aðalsteinsson lögregluþjónn var að fara heim til sin af lögregluvakt, en hann býr á Laufásvegi, veitti hann athygli tveim ungum, drukknum mönnum sem voru á rölti eftir Laufásvegin- Egill framleiðir enn ! Ölgerð Egils Skallagrimssonar framleiðir enn öl og gosdrykki og hefur ekki orðið framleiðslustöðv- un hjá verksmiðjunni nema á mánu dag. Á hún nú nægar birgðir fram yfir páska, þrátt fyrir það að hin- ar gosdrykkjaverksmiðjurnar hafa stöðvazt, vegna mengunar vatns- ins. Samkvæmt upplýsingum sem blaðið fékk hjá Tómasi A. Tómas- syni fulltrúa i ölgerðinni, notar verksmiðjan Gvendarbrunnarvatn i framleiðslu sína, en hreinsar það á ýmsan hátt. Allt vatn sem fer í gosdrykki er síað i gegn um sér- stakar bakteriusíur. Vatnið sem notað er í síðustu skolun á flösk- Síoan „ÁHUGAMÁL ÆSK- UNNAR“ fellur niður að þessu sinni sakir þrengsla. unum er gerilsneytt með efna- blöndu og ölið er gerilsneytt (past- euriserað) við hita. Aðferðir þessar hafa verið ránn- sakaðar af viðkomandi yfirvöldum og reynzt algjörlega fullnægjandi. um. Magnús skeytti þeim samt engu heldur fór heim til sín og bjóst að ganga til hvílu. En skömmu eftir að hann kom inn til sín heyrði hann brothljóð, brá hann þá við í skyndi og hljóp út til að huga að þvi hvað skeð hefði. Sá hann þá hvar piltarnir tveir, sem hann hafði séð skömmu áður á götunni, voru komnir inn í verzl- unina Laufásbúðin á Laufásvegi 58. Höfðu þeir sparkað upp hurðinni og gerðu sig líklega til að afla fanga þar inni. Magnús vatt sér inn til þeirra, gerði sér lítið fyrir , og rotaði annan þjófinn, en hélt ] hinum í heljargreipuib svo hann I ‘gat sig hvergi hreyft á meðan j hann sjmaði niður á lögreglustöð ; og bað um bíl til að sækja þjóf- ! ana. j Þetta eru piltar um tvitugt og hafa ekki komið við sögu hjá Iög- reglunni áður. I Varðskipið Þór tók skozkan togara í morgun að ólöglegum veiðum iim 1 y2 sjómílu fyrir innan fiskveiðitakmörk á Sel- vogsbanka. Var þetta á stað um 20 sjómílur vestur af Vest- mannaeyjum. Togarinn var ný- togarí morgun búinn að kasta vörpunni, þegar varðskipið tók hann. Togari þessi heitir Ben Lui og er frá Aberdcen um 470 rúm Iestir. Brezka eftirlitsskipið Russel kom á staðinn og kynnti sér skjótlega málavöxtu. Er Þór nú á leið ’ íeð hann til hafnar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.