Vísir - 09.05.1962, Qupperneq 10
10
VISIR
Miðvikudagur 9. maí 1962.
Framh. al bls. d.
Kynbætur,
— Og svo við snúum okkur
að kornræktartilraununum, ger-
ir þú þér vonir um að þær geti
styrkt grundvöll kornræktarinn-
ar hér á landi?
— Já, tilraunastarfsemin hef-
ur verið og verður aíltaf grund-
völlur allrar ræktunar. Það er
staðreynd að Bretar, sem hafa
þó leng: stundað akuryrkju
hafa getað tvöfaldað uppsker-
una á tíu árum með ræktunar-
tilraunum aðallega með kyn-
bótum, við ættum ekki síður
að geta það með víxlun og
stofnræktun afbrigða, sem
heppileg eru fyrir íslenzka veðr-
áttu. Það má bæta eiginleika
kornsins á margan hátt.
Tökum til dæmis byggið. Hér
hefur lengi verið ræktað norska
afbrigðið Flöja, sem er snemm-
þroska og uppskerumikið og
heldur tiltölulega vel á korninu
í veðrum. Aðalgalli þess er,
hvað stráið er veikt og hætt við,
að það leggist og brotni, sér-
staklega í óveðrum.
Nú er annað sænskt bygg-
afbrigði ræktað hér, sem kallast
Edda. Það er eins og Flöja
snemmþroska og getur verið
uppskeru mikið. Andstætt Flöja
hefur það sterkt strá. En aðal-
ókostur þess er, hve mikið
fýkur úr korninu í óveðrum.
Á s.l. hausti eyðilagðist mik-
ið af bygginu á Rangárvöllum
og víða í stormum, sem þá
skullu á. Þá fauk mikið af korn-
inu úr Eddu-afbrigðinu en Flöj-
an lagðist og skemmdist þannig.
Hér er opin leið að víxla
þessum byggafbrigðum saman
og reyna að fá út úr því nýjan
stofn, sem hefur sömu eigin-
leika og Flöja og Edda hvað
þroskatíma og uppskerumagni
viðvikur, en hefði einnig þann
eiginleika Flöja að halda vel
korninu og hið sterka strá frá
Edda.
Mikilvæg hjálp
frá Kanada.
Hér á landi er ekki hægt að
framkvæma slíka víxlun vegna
skorts á aðstöðu, en hinn ágæti
Vestur-lslendingur dr Sigurður
B. Helgason, prófessor við
Manitoba-háskólann, sem er
sérfræðingur í bygg-kynbótum,
hefur vfxlað þessum tveimur
afbrigðum fyrir mig og þegar
ræktað fyrstu kynslóðina vestur
í Kanada. Næsta sumar verður
svo önnur kynslóðin ræktuð
hér og þá reynt að velja nýjan
stofn úr einstaklingum, sem
hafa strástyrkleika Edda og við-
nám Flöja gegn kornhruni.
Þetta er aðeins eitt dæmi, en
allir geta séð hvaða þýðingu
það hefði, ef þetta heppnaðist.
Alveg samskonar vandamál er í
hafraræktinni. Þar er eitt af-
brigði, sem hefur þann galla, að
kornið hrynur úr því og annað
afbrigði, sem hefur of veikt
strá. Hefur kanadískur sérfræð-
ingur í Ottawa tekið að sér fyrir
mig að víxla þessum tveimur
afbrigðum, en afkvæmunum
verður sáð hér í vor. Höfum við
þegar töluvert magn af víxluð-
um fræjum til að velja úr, mörg
þeirra hafa komið frá vestur-
íslenzka vísindamanninum dr.
Þorvaldi Johnsson.
Ég er alveg sannfærður um
það, segir dr. Björn, að með
slíkum kynbótum er hægt að
gera uppskeruna árvissa 30
tunnur á hektara, en til þess
þurfum við að leggja í kostnað
og fyrirhöfn við ræktunartil-
raunir.
Viðtækar tilraunir.
— Hvaða kornræktartilraunir
eruð þio nú að framkvæma?
— Ég hóf í fyrra all víðtækar
ræktunartilraunir á korni á veg-
um Atvinnudeildarinnar, í
Gunnarsholti og á Korpúlfsstöð-
um og ennfremur var gerð til-
raun á Skógasandi í samráði
við ráðunauta Sunnanlands. S.l.
haust tók ég svo við öllurp
kornræktartilraunum á vegum
Atvinnudeildarinnar og hef auk-
ið tilraunirnar allmjög. Vantar
þó mikið á að nægilega góð að-
staða eða fjármagn sé fyrir
hendi. Fékk ég 100 þús. kr.
aukafjárveitingu til þessa í vor,
en sú upphæð nær skammt og
verðum við því i stórvandræð-
um næsta haust, þegar þarf að
rannsaka niðurstöðurnar, ef
ekki rætist úr.
Nú í vor sáum við korni í um
1500 tilraunareiti að Gunnars-
holti og auk þess allmikið að
Korpúlfsstöðum. Ennfremur er
sáð í tilraunareiti í samráði við
ráðunauta viðkomandi héraða á
Skógasandi, hjá Vík í Mýrdal, í
Hornafirði, Héraði, Suður-Þing-
eyjarsýslu og Austur-Húna-
vatnssýslu.
I þessum tilraunareitum próf-
um við 8 —10 mismunandi korn-
afbrigði með mismunandi á-
burðaskömmtum, nema í Gunn-
arsholti, þar eru afbrigðin af
byggi, höfrum og hveiti um 90
talsins, þ. e. 40 af byggi, 30
af höfrum og 20 afbrigði af
hveiti. Auk þess eru margar á-
burðartilraunir að Gunnarsholti,
svo og á Skógasandi og á Hér-
aði. Tilraunaræktunin er þannig
feikilega margbrotin og um-
fangsmikil og verður mikið
verk að vinna úr henni. Það létt-
ir vonandí starfið að Atvinnu-
deildin er búin að fá leigðar
skýrsluvélar af IBM-kerfi er
ætti að auðvelda úrvinnsluna.
Eru þessar skýrsluvélar þegar
notaðar við úrvinnslu gagna úr
sauðfjártilraunum Stefáns Að-
alsteinssonar og hafa gefizt
mjög vel.
Ég vil bæta því við að við svo
þröngan fjárhagsstakk sem til-
raunastarfinu er skorinn væri
nær óhugsandi að undirbúa og
framkvæma svo umfangsmiklar
tilraunir ef ég nyti ekki hjálpar
svo ágætra samstarfsmanna,
sem þeirra búfræðikandidatanna
Gunnars Ólafssonar og Ólafs
Ásgeirssonar.
Tvíraða bygg
og franskt hveiti.
Þegar fréttamaðurinn er að
kveðja Björn, tekur hann allt í
einu upp visk af byggi með gul-
um og gildum kornöxum. Sjáðu
þetta er tvíraða bygg, sem var
ræktað í fyrrasumar austur á
Rangársöndum'/ ‘ vþ,efta‘ bygg' er
eins og þáð bezt getur orðið,
hvort sem er til fóðiirs eðá f
ölgerð. Svona tvíraða bygg eiga
þeir erfitt með að rækta í
Vestur-Kanada, en þetta er talið
bezta byggið hér á landi Menn
vita ekki fyrir víst af hverju
ræktun þess er auðveldari hér,
kannski þroskast það betur við
lengri dagsbirtu, en þarf ekki
eins mikinn hita og í Kanada.
Og ég er að gera svolitla tilraun
núna austur á söndum, það
verður gaman að sjá hvernig
hún tekst, ég sáði þar finnsku
vorhveiti í þriðjung hektara. Ég
er að vona að hún takist vel, en
það yrði þá saga til næsta bæj-
BJARNI GUÐMUNDSSON
HÖFN I HORNAFIRÐI
F. 2. maí 1886-D. 1. maí 1962
Falla nú sé ég foldarblómin
frjómorgun lífsins, dauð og kalin.
Svanirnir þagga sæta róminn.
Svipskuggar klæða skreytta salinn.
Sólgeislar frjósa’ að nöktum nálum
nárósa forða — á sumarmálum.
★
Fallinn er vinur forn í valinn,
forn og nýr sem til gæfu alinn.
Víxlspor hann aldrei átti nein.
Ættararf gulli glæstri hann átti
og gæta þess arfs hann jafnan mátti.
Þar öðlings Iundin var ávallt hrein.
Að sáttmálsborði við saman stóðum.
Samhyggðar vígi af fimleik hlóðUm,
en alúðarlund signuð árdagsblæ.
.Þar hindraði ekkert strit né starfið,
er stóð frá dögun að sólarhvarfi,
og verkföll ei þekktust þar á bæ.
Hvar sem að bagga bæri að landi
blikaði dröfn, eða hrönn að sandi
risi, og öldnum ei sýndist sæför greið,
ungmennin hófu sín tröf að húnum,
og hafgolan þandi þau siglurúnum,
af gæfunnar ströndum var gamanleið.
Þú hafðir, Bjarni, glæst þína sögu
þjóðrækni sannri, svo hún varð fögur,
1 og öðrum skýr bending um afl gegn þraut.
Þú helgaðir starf þitt orlcu og anda,
og ávallt hlauzt sigur í lífsins vanda,
er endaði’ á Ijómandi Iistabraut.
Svo kveð ég þig vinur þakkarorðum,
þökk fyrir allt, sem var dýrmætt forðum.
Lifðu nú heill við hinn helga brag.
Skreyttu svo heilaga niminsali
hátignarverkum í þúsundatali!
Þar Drottinn gefur þér góðan dag!
Sigurður Arngrfmsson.
NliSdir flugflutningar
Hér sést skurðþreskivél á akri á Rangársöndum
Mikil umierð hefur verið á flug-
leiðum hér innanlands að undan-
förnu, en einkum þó um páskana,
að því er Sveinn Sæmundsson full-
trúi hjá Flugfélagi islands tjáði
Vísi í morgun.
Um páskana voru um 800 flug-
farþegar fluttir til Akureyrar og
Isafjarðar, langmest skfðafólk,
sem fór eingöngu þeirra erinda að
komast á skíði og njóta sólar og
útivistar — fólk sem yfirleitt hefði
ekki ferðast ef það hefði ekki verið
í þessum erindum.
Annars sagði Sveinn að umferð
á innanlandsflugleiðum væri yfir-
leitt jöfn og mikil og flugvellir
allir oþnir en Egilsstaðaflugvöllur,
hefur undanfarit ekki þolað
þyngri vélar en Douglasvélar. Vis-
count- eða Skymastervélarnar hafa
ekki getað lent þar um nokkurt
skeið vegna bleytu þar til í gær.
í gær íóru milli 70 og 80
manns til útlanda með vélum Flug-
félags íslands og eru það næsta
miklir farþegaflutningar milli landa
um þetta leyti árs.