Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 2

Vísir - 15.05.1962, Blaðsíða 2
VISIR tíAlr>i,. m ni ii |m . r3 ‘n W//////Æ \ i Sigur KR yfír Þrótti 2:0 var óverðskultlaður Þróttarar mega vera óánægðir með úrslit leiksins í gærkvöldi er þeir töpuðu fyrir KR 0:2, en áttu þó meira í leiknum. KR-ingarnir voru slappir og daufir allan leik- inn og yfirleitt voru þeir ekki hættulegir. RfKHARÐUR JÓNSSON. Ríkharður hættur? —Ég held ég reyni ekki að leika knattspyrnu að neinu ráði £ sum- ar, sagði Rfkharður Jónsson í við- tali í gær. — Sannleikurinn er sá, að ég held ég megi ekki reyna á veika fótinn á malarvelli a. m. k. og þess vegna mun ég ekki leika með Akra nesliðinu að sinni og e. t. v. al- veg leggja knattspyrnuna á hill- una. Ég hef samt sem áður æft vel í vetur oftast 3—4 sinnum í viku. Hins vegar verð ég alltaf til taks ef á þarf að halda, sem ég vona og held að komi ekki til með að þurfa. Hér er kominn fram álit- Iegur hópur pilta, sem getur mynd- að sæmilegan flokk. Mark á 2. mfnútu. KR skoraði 1:0 stiax á annari mfnútu leiksins. Það var Halldór Kjartansson sem sá út góðan markmöguleika með þvf að senda yfir Þorvarð miðvörð Þróttar, sem var staðsettur of framarlega, og þar tók Ellert boltann með sér og skaut síðan undir Þórð markvörð föstu skoti, en ekki mátti miklu muna að Þórði tækist að hafa hendur á knettinum Síðara markið kom svo, er að- eins voru 4 mínútur til leikshlés, en þá komst Sigþór v. útherji KR upp að endamörkum Þróttar og gaf fyrir, en þar rakst boltinn í Þorvarð og inn, 2:0 Hálfgert ó- happamark. Bæði áttu liðin nokkuð sæmileg tækifæri f fyrri hálfleik, einkum Þróttarar, t.d. Haukur Þorvalds- son, sem hefði getað jafnað fyrir Þrótt á 14. mínútu ef skot hans hefði ekki geigað svo illa. Eins áttu Þróttarar nokkuð sæmileg færi á síðustu 5 mínútum hálf- leiks, einkum, er Helgi fékk bolt- ann einn inn fyrir Hörð Felixsson, miðvörð KR, en þá var Helgi ó- heppinn er hann skaut í fætur Heimis. Síðari hálfleikurinn að mestu eign Þróttar. í síðari hálfleik voru Þróttarar mun ágengari, ef um slíkt er hægt að tala, þvf allar sóknartil- raunir voru vita máttlausar, enn máttarminni en f fyrri hálfleiknum og var þó ekki mikið um bar- áttu fyrir. Þróttur átti þó tækifæri á 21. mín. nærri marklínu, en Bjarni Felixsson bjargaði f það skiptið. KR-ingar dottuðu. Ekki mega KR-ingar búast- við sigri gegn neinu liði með svona slembilukku sem i þetta skipti. Lið þeirra hreinlega dottaði þess- ar 90 mínútur gegn Þrótti í gær- kvöldi, en einstaka menn eru þó undanskildir. Heimir f markinu hafði lítið að gera eins og félagi hans hinum megin á vellinum, boltinn var yfirleitt mest í um- ferð á vallarhelmingi KR, nær miðjunni þó en markinu. Vörn KR þurfti ekki mikiö til að reka sókn Þréttar af höndum sér, til þess var sóknin ekki nógu ákveð in og öflug. Hörður Felixsson og Bjarni, bróðir hans áttu báðir all- góða leiki, einkum Bjarni, en fram Nýstárlegur leikur verðirnir Garðar og Sveinn náðu aldrei nógu góðum tökum á miðj- unni, einkum Garðar. Framlínan var fádæma slöpp og er vart hægt að segja að sumir einstaklingar hennar hafi „sézt“ í leiknum. Beztur var þó Sigþór á v. kantin- um en Jón Sigurðsson átti til allgóða kafla. Þróttarliðið átti á köflum betri leik en í fyrri leikjum, gegn Val og Fram og er óhætt að segja að stritið þeirra ætti að fara að bera árangur. Það sem enn vantar er að losna við þessa leið- inlegu feimni við markið, meiri harka og úthald. Með þessu ætti mun meiri árangur að nást. 1 þess um leik hefði t.d. nægt einn góð- an skotmann og sigurinn í gær hefði allt eins getað lent Þróttar- megin. Beztir f Þróttarliðinu f gpr voru þeir Axel Axelsson og Hauk- ur Þorvaldsson, sem báðir gerðu margt laglegt í framlínunni, þótt þeir eigi margt enn ónumið. Hauk- ur sýndi Herði Felixssyni oft enga linkind og var alls ófeiminn við fyrrverandi landsliðsmiðvörðinn. Nýliðinn á v. kanti, Lárus Hjalte- steð var hinsvegar allt of feiminn f þessum fyrsta leik sínum, sem er auðvitað alger óþarfi. Heimsmef jufnuð Frank Bubb „fljótasti maður í heimi“ jafnaði heimsmetið í 220 jarda hlaupi, náði 20.0 sek ( bein braut). Davie Sime átti metið áður einn og var það sett 1959. Budd hljóp áður um dag- inn 100 jarda á 9.3, sem er 1/10 verra en hans eigið heimsmet. Var þetta gert á móti í Villa- nova í Pennsylvaníu. Þriðjudagurinn 15. maí 1962. Erlendar fréttir ► I leikum Evrópubikarliða vann Dynamo, Zagreb með 3:1. í hálf leik var staðan 1:1. ► Brazilía vann Wales í Rio De Janeiro með 3:1. í hálfleik v*v staðan 2:0 fyrir Brazilfu. ^ Harold Johnson varði titil sinn sem heimsmeistari í léttþunga- vigt á laugardag er hann vann Dough Jones frá New York á stigum í 15 lotu keppni. John- son er viðurkenndur heims- meistari af bandaríska hnefa- leikasambandinu. fyrirliði 1 FC Köln, Scháfer með verðlaunagripinn fyrir að vinna 1. deildarkeppnina. Brazilía vann Wales Brazilfa vann Wales í landsleik nokkurskonar „upphitun" fyrir HM f Chile, með 3:1 (2:0), á laugar- dag. Köln vann sinn íyrsta sigur 1 FC Köln vann á laugardaginn sigur yfir 1FC Niirnberg á OL- leikvanginum í Berlín, og vann sinn fyrsta sigur f þýzku deilda- keppninni, sem er haldin í 50. skipti að þessu sinni. Áhorfendur að réttmætum sigri Kölnar 3:1 yf- ir Niirnberg voru alls um 94.000. Þýzku blöðin segja að hið eina sem líkt væri með liðunum hafi verið „1 FC“, sem er í nöfnum Iið- anna (sem þýðir eitthvað lfkt „fyrsta félagið“). Kölnarliðið sýndi mikla yfirburði og hefði átt stærri sigur skilinn. Segja blöðin ekki ó- líklegt að liðið muni komast langt í Evrópubikarnum næsta ár. Skáta-Jamboree 1963 Danir hafa móttekið formlega áskorun frá gullliði Svía frá OL í London, en það gamla góða lið óskar eftir leik við bronzlið Dana frá sömu Olympíuleikum. Til styrkt ar eru svo fengnir Stanley Matt- hews, Billy Wright, ítalirnir Par- ola og Boniperti ásamt Gunnari Gren, sem lengi var atvinnumaður í ítalfu. Danir hafa hins vegar kost á að fá styrk hjá þeim Fleming Nielsen og Harald Nielsen, sem báðir eru stórar stjörnur í ftölsku knattspyrnunni. Eini stvrktarmaður f liði sænskra sem enn leikur knattspyrnu er Stanley Matthews, en hann er 46 ára gamall og er „still going strong“, þ. e. enn í fullu fjöri. I vetur hefur hann t. d. leikið h. út- herja með Stoke City, sem gerði „reyfarakaup" á honum og græddi upp á einum einasta Ieik, fyrsta leiknum. Leikir þessara liða verða að öll- um líkindum 2, annar i Kaup- mannahöfn en hinn í Gautaborg, sá fyrri í Kaupmannahöfn verður á Idrætsparken 2. júlí. Alla skáta dreymir um að taka þátt í Jamboree fyrr eða síðar um ævina. Og þeir skátar sem hafa fengið þennan draum sinn uppfylltan, munu minnast þessa at- burðar sem eins hins merkasta í lífi sínu. Jamboree, stærsta al- þjóðamót skáta verður haldið í Grikklandi næsta sumar. Skátar, enn gefst tækifæri til þess að láta drauminn rætast. Bandalag íslenzkra skáta skip- aði fyrir nokkru nefnd tii að ann- ast undirbúning að þátttöku ís- lenzkra skáta í móti þessu. Néfnd- in hefur þegar hafið starf sitt og eiga sæti í henni þeir Halldór Magnússon, Ingólfur Blöndal og Sigmundur Guðmundsson, allir skátaforingjar i Reykjavík. Mótið verður haldið eins og áð ur segir sumarið 1963, nánar til tekið í ágústmánuði Mótstaðurinn er hvorki meira né minna en hin- ir frægu Maraþonvellir. Það er að sjálfsögðu óhjákvæmilegt, að ferð ekki skemmra en til Grikk- lands verður ekki farin án tölu- verðs tilkostnaðar. Þess vegna vill j mótsnefndin leggja áherzlu á, að | þetta ferðalag er tilvalið tækifæri, fyrir alla skáta til að fara f gagn-1 legt og skemmtilegt langferðalag, sem þeir ef til vill aðeins geta veitt sér einu sinni á ævinni, og kynn- ast mörgum löndum, sem efst eru á vinsældalista ferðamanna. Hugmyndin er að fljúga frá Reykjavík til Rómaborgar, þar sem dvalizt yrði hjá ftölskum skáta- bræðrum. Að dvöl þeirri lokinni mundi ekið í langferðabifreið um Napoli til hafnarborgarinnar Brin- disi, á strönd Adriahafsins. Þaðan yrði siglt með grfsku skipi til Pat- ras í Grikklandi. Þar taka hinir grísku skátabræður okkar við stjórninni og kynna okkur hið merkilega og fagra land sitt. Með- an á dvölinni í Grikklandi stend- ur, skoðum við fjölmarga þekkta staði og má þar nefna: ölympia, Delphi, Sparta, auk sjálfrar-höfuð- borgarinnar Aþeuu. Ferðin heim- leiðis verður '!:ki síður viðburða- rík, en þá verður m.a. komið ti! Pompej og eyjarinnar Capri, áður flogið verður heim frá Róm. Ekki er þörí hér að lýsa sjálfu mótinu og dvölinni þar meðal tug- þúsunda skátabræðra frá flestum löndum heims. Það ætti að vera takmark hvers félags að senda sinn fulltrúa og stefna að því að gera þennan draum að veruleika fyrir sem allra flesta. Kostnaðaráætlunin hefur ekki verið fullkomlega gerð, en ætla verður að allur fararkostnaður hvers skáta verði allt að 15.000,00. Þeir skátar sem hug hafa á þátt- töku eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það félagsstjórnum sínum sem allra fyrst, þar sem undirbún ingur allur og verðáætlanir miðast við þátttöku. Ath.: að allar þáttökutilkynn- ingar verða að hafa borizt Jam- boreenefnd 1963, co. B.Í.S., eða ein hverjum nefndarmanna fyrir 1. júní n.k., ásamt 1250 kr. tryggingar- gjaldi. Tilkynningar, sem síðar kunna að berast verður ekki hægt að taka til greina. Setjið X við D

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.